Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýnd kl. 6 og 8 STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! “HROTTALEG MYND EN SPENNANDI, ÓGNVEKJANDI OG ÓVÆNT” - S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á BESTA MYNDIN - BESTI LEIKSTJÓRI - BESTI LEIKARI TILNEFNINGAR TIL EDDUVERÐLAUNA!10 Ver ð a ðei ns 650 kr. M Y N D O G H L J Ó Ð POWERSÝNING KL 10:15 Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS MEÐ DIGITAL MYND OG HLJÓÐI -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 10:15 Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 5, 8 og 10 POWERSÝNING Sýnd kl. 6 (650 kr.) m/ íslensku tali James Bond... 4-5:30-6:30-8-9-10:30-11:20 B.i. 12 ára James Bond... kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Quarantine kl. 10:10 B.i. 16 ára My Best Friend´s Girl kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 B.i. 14 ára Skjaldbakan og Hérinn kl. 3:45 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn LEYFÐ Lukku Láki kl. 3:45 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn LEYFÐ OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI “BESTA SPENNUMYND ÁRSINS HINGAÐTIL.” - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM “…MEÐ BETRI SPENNU- MYNDUM ÁRSINS!” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS ,,FRÁBÆR VIÐBÓT VIÐ LENGSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRATÍMA OG GEFUR NÝLEGUM HASARMYNDUM EKKERT EFTIR.” - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL “STANSLAUS KEYRSLA FRÁ UPPHAFITIL ENDA” -S.V., MBL “FYRSTA FLOKKS BOND-MYND” - Þ.Þ., DV Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÞEGAR fólk hugsar um tölvuleiki kemur enn upp í hugum flestra mynd af manneskju, oftast ungum karlmanni, sem situr einn við tölvu- skjáinn og keppir við tölvuna án samskipta við aðrar mannverur. Lengst af átti þessi steríótýpa stoð í raunveruleikanum og vissulega eru flestir tölvuleikir enn það sem kallað má á vondri íslensku einspilaraleikir. Þegar saga leikja í mannkyns- sögunni er skoðuð eru slíkir leikir hins vegar mjög afbrigðilegir. Leikir hafa alltaf verið félagslegir. Leikir barna hafa verið eins konar undirbúningur og æfingar fyrir líf þeirra sem fullorðið fólk. Þá hafa fornir leikir eins og kotra og skák alltaf verið félagslegar athafnir. Því má færa fyrir því rök að fjöl- notendatölvuleikir eins og EVE Online, sem framleiddur er og rek- inn af CCP Games, eigi meira sam- eiginlegt með fornum leikjum en áðurnefndir einspilaraleikir. Samfélag spilara Erfitt er fyrir þá, sem ekki hafa spilað fjölnotendaleiki, að trúa því að sambönd, sem myndast milli spilara í fjölnotendaleikjum séu „raunveruleg“. Að vinátta geti myndast yfir netið í leik, þar sem spilarar fljúga í ímynduðum geim- skipum og berjast um yfirráð yfir ímynduðum stjörnukerfum. Leikjahátíð CCP, sem haldin var í fimmta sinn nú um helgina, ætti hins vegar að sýna fram á að slík sambönd fólks í millum eru ekkert frábrugðin vináttu og félagsskap sem skapast með öðrum hætti. Forstjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, hefur margoft sagt að EVE sé ekki bara tölvuleikur, held- ur samfélag fólksins sem spilar leikinn. Þegar undirritaður gekk um Laugardalshöllina og fylgdist með gestum sá hann enga ástæðu til að draga þessa fullyrðingu Hilm- ars í efa. Vissulega ættu óinnvígðir erfitt með að skilja samræður spilaranna. Rökræður um hvort orrustuskipið sé betra, Hyperion eða Rokh, eða hvort innrás spilarabandalagsins GBC inn í norðurhéruðin væri á enda runnin, hljóma í eyru ut- anaðkomandi eins og forngríska. Það breytir því hins vegar ekki að áhugi spilaranna sjálfra og ást þeirra á leiknum er bersýnileg. Sama á við um vináttuna, sem skapast hefur milli fólks. EVE er líka sérstakur leikur að því leyti að allir EVE-spilarar spila í sama heimi og á sama vefþjónaklasa. Þetta þýðir að hver einasti spilari getur haft áhrif á samfélagið í heild sinni og á alla aðra spilara. Vottar fyrir vænisýki EVE-heimurinn hefur í sam- félagi tölvuleikjaunnenda orð á sér fyrir að vera hættulegur og harka- legur. Tapir þú í orrustu við aðra spilara tapar þú geimskipinu sem þú flýgur og getur orðið fyrir raun- verulegu fjárhagslegu tjóni – þótt aðeins sé um ímyndaða peninga að ræða. Þetta hefur áhrif á það hvernig spilarar nálgast leikinn. Það borgar sig að vera varkár og má segja að hjá sumum votti fyrir ákveðinni vænisýki. Menn þagna þegar spilari úr fjandsamlegu bandalagi gengur hjá og menn horfa í kringum sig áður en sam- ræðurnar halda áfram. Þá er EVE líklega eini tölvuleik- urinn þar sem menn hafa texta- greint færslur á spjallborðum til að ganga úr skugga um að höfundur færslunnar sé raunverulega sá sem hann segist vera. Vissulega er EVE ekki fyrir hvern sem er, en þeir sem skemmta sér í þessu villta vestri himingeims- ins eiga erfitt með að finna sömu gleði í öðrum leikjum. Tölvuleikir sem félagsleg dægradvöl Grafík Þrátt fyrir að EVE hafi fengið fjölda verðlauna fyrir grafík sína þegar leikurinn kom út árið 2003 var grafíkvélin komin nokkuð til ára sinna. Fyrir um ári var hún því uppfærð og heldur sú vinna áfram innan CCP. Morgunblaðið/Ómar Keppni Á leikjahátíðinni fór fram útsláttarmót þar sem hópar spilara öttu kappi hver við annan. Vegleg verðlaun voru í boði auk þess sem orðspor sigurvegaranna jókst til muna við sigurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.