Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthorg@gmail.com REPÚBLIKANINN og Vestur- Íslendingurinn Curtis Olafson „datt“ óvænt inn á ríkisþing Norður- Dakóta í Bandaríkjunum sem öld- ungadeildarþingmaður fyrir um tveimur árum og fékk glæsilega kosningu í kosningunum samfara forsetakosningunum í liðinni viku. „Þetta var mjög ánægjulegur sig- ur og ég er sérstaklega þakklátur fyrir traust kjósenda,“ segir Curtis Olafson. Hann er mörgum Íslend- ingum vel kunnur enda uppruna sín- um trúr og forystumaður þeirra sem halda íslenskum málefnum á lofti í Pembina-sýslu og nágrenni. Um 60% atkvæða Curtis Olafson hafði mikla yf- irburði í kosningunni og fékk um 60% atkvæða. Í bréfi til kjósenda þakkar hann öllum fyrir stuðninginn og keppinautnum fyrir drengilega keppni, en þinghald verður næst í janúar. Norður-Dakóta er skipt upp í 47 kjördæmi og er hvert þeirra með einn öldungadeildarþingmann og tvo fulltrúadeildarþingmenn. Curtis er öldungadeildarþingmaður 10. kjör- dæmis, sem nær yfir sýslurnar Ca- valier, Pembina að stærstum hluta og Towner. Þótt repúblikanar séu allsráðandi í ríkinu eru demókratar í miklum meirihluta í Pembina og því vekur stór sigur Curtis þar sérstaka athygli, en hann fékk meira en tvö- falt fleiri atkvæði þar en andstæð- ingurinn. „Stundum gerist það í Bandaríkjunum að frambjóðendur fá ekki mikið fylgi í sinni heima- byggð, en ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk, ekki síst með það í huga að samkvæmt hefðinni kýs fólk hér í Pembina af ís- lenskum ættum gjarnan demó- krata,“ segir þingmaðurinn. Þótt Curtis Olafson hafi aðeins verið á þingi í tæplega tvö ár hefur hann látið mikið að sér kveða. Fyrir bragðið hefur hann vakið mikla at- hygli og var til dæmis kjörinn þing- maður ársins 2007, en Samtök sveit- arstjórna í ríkinu, samtals um 7.000 manns, hafa ekki áður útnefnt nýliða á þingi Norður-Dakóta. Dagblöðin Grand Forks Herald og Fargo For- um útnefndu hann einn af sigurveg- urum liðins árs og félagasamtök eins og til dæmis Viðskiptaráð Norður- Dakóta, Þjóðarsamtök einkarekinna fyrirtækja og Samband launþega í ríkinu heiðruðu hann sérstaklega. Þingmaðurinn segir aðalatriðið að hafa stjórn á fjármálunum og bendir á að hagnaður ársins sé að minnsta kosti einn milljarður dollara. „Við leggjum áherslu á að vera réttum megin við strikið,“ segir hann. Réttum megin við strikið Öldungadeildarþingmaður Repúblikaninn og Vestur-Íslendingurinn Curtis Olafson í Norður-Dakóta.  Þingmaðurinn Curtis Olafson fékk glæsilega kosningu á þing Norður-Dakóta í Bandaríkjunum  Leggur áherslu á ráðdeild og bendir á að umtalsverður hagnaður ríkisins sé óvenjulegur Í HNOTSKURN »Föðurafi Curtis, ÓlafurÓlafsson frá Hvammi í Eyjafirði, fæddist 1861. Föð- uramma hans, Friðrika Stein- unn Möller frá Möðruvöllum, fæddist 1854. Þau fluttu frá Ís- landi í Pembina-sýslu í Norð- ur-Dakóta 1883 og býr Curtis með fjölskyldu sinni á jörð- inni. »Foreldrar Curtis voruValdimar Ólafsson, sem fæddist 1898, og Lovísa Jonas- son, sem fæddist 1914. For- eldrar hennar voru Guð- mundur Júlíus Jónasson, sem flutti úr Skagafirði vestur þegar hann var 18 ára, og El- ísabet Gestsson, sem fæddist vestra skömmu eftir að for- eldrar hennar settust þar að. »Curtis og eiginkona hans,Björk Eiríksdóttir, eiga samtals fimm börn. ÞAÐ er ekki ofsögum sagt af því að nautakjötið hjá Curtis Olafson sé fyrir sælkera, en það er afrakstur nautgriparæktar fjölskyldunnar í meira en 120 ár. Curtis Olafson hefur ræktað og kynbætt naut af svonefndum Sim- mental-stofni síðan 1992 og segir að stofninn sé sá besti í Bandaríkj- unum til framleiðslu nautakjöts. Um árabil hefur þingmaðurinn bent ýmsum framámönnum í íslenskum landbúnaði á kosti þess að kyn- bæta íslenska nautgripi með bandarískum fósturvísum. Hann hefur orð sérfræðinga fyrir því að engin sjúkdómahætta fylgi því og vonar Íslendinga vegna að þeir íhugi þennan kost gaumgæfilega. Þingmaðurinn ræktar naut af Simmental-stofni með sælkera í huga Morgunblaðið/Steinþór Steikur Curtis Olafson innan um nautgripi sína úti á akrinum. ÚR VESTURHEIMI Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GUNNAR Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Flúðafisks, telur að vinna mætti mun meira verðmæti úr sjávarafla landsmanna með því t.d. að hirða hausa af bolfiski í afla frysti- togaranna. Sér vitanlega hirði aðeins tvær útgerðir frystiskipa hausana að hluta; Ögurvík og FISK Seafood á Sauðárkróki. Bendir hann á að útgerðir rúss- nesku frystiskipanna í Barentshafi hirði alla fiskhausa og í núverandi árferði Íslendinga sé afar brýnt að útgerðir reyni að hámarka aflaverð- mætið sem allra mest. Að sögn Gunnars vinnur Flúðafiskur úr 1.200-1.300 tonnum af hausum á ári en verksmiðjan gæti tekið á móti um 2.000 tonnum. Gunnar segir að hausar af bolfiski, eins og þorski, ýsu og ufsa, séu um þriðjungur aflans miðað við slægt upp úr sjó. Tekur hann dæmi um frystiskip sem landi 300 tonnum af þorskflökum. Til að ná því hafi skipið veitt nærri 800 tonn, miðað við slægt, og ef því magni hefðu fengist um 250 tonn af hausum. Útflutnings- verðmæti hausanna eftir þurrkun yrði um 30 milljónir króna, miðað við gengið í dag. Aðstaða til að hirða meira af hausum Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var 2.400 tonnum af fisk- hausum landað af vinnsluskipum (frystitogurum) á síðasta ári, þar af 704 tonnum af þorskhausum. Alls var þorskafli þessara skipa 33.450 tonn árið 2007, miðað við óslægt. Auk hausanna var landað 1.825 tonn- um af heilum þorski (með haus). Ari Arason á Fiskistofu segir að þessar tölur um landanir á þorsk- hausum á síðasta ári beri með sér að aðstaða sé til að hirða hausana betur. Af upplýsingum Fiskistofu megi ráða að á nokkrum vinnsluskipanna séu allir hausar hirtir, t..d. hjá tog- urum FISK Seafood frá Skaga- strönd og Sauðárkróki. Töluverð verðmæti eru í þurrkuð- um fiskhausum þegar á heildina er litið, ekki bara úr frystitogurum. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni nam útflutningur á þurrkuðum haus- um nærri 13 þúsund tonnum á síð- asta ári og verðmætið um 2,6 millj- arðar króna. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam verðmæti hausanna um 2,3 milljörðum króna, Stærsti markaður fyrir hausana er Nígería en þar hefur eftirspurnin ekkert gert annað en að aukast síðustu ár. Nýta mætti verð- mætin mun betur Þorskhausar Þurrkun hausa er drjúg atvinnugrein, en hausarnir fara að mestu til Nígeríu. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is AUGU margra hafa beinst að sjávar- útvegi og fiskvinnslu upp á síðakastið þegar kreppt hefur að í öðrum at- vinnugreinum. Arnar Sigurmunds- son, formaður stjórnar Samtaka fisk- vinnslustöðva, segir eðlilegt, og nauðsynlegt, á þessum erfiðu tímum að allir möguleikar séu skoðaðir. Hann segir að starfshópar á veg- um opinberra aðila hafi verið að skoða þessa möguleika sem lið í því að auka atvinnu í þeim þrengingum sem séu að bresta á. Um það sé gott eitt að segja en útgangspunkturinn hljóti þó að vera að þetta sé hag- kvæmt. Aðspurður hvort nýta mætti sjáv- arfang betur, t.d. hausa og lifur sagði Arnar: „Hausaþurrkun hefur verið drjúg atvinnugrein á síðustu áratug- um og svo er enn. Það er viðbúið eftir því sem veiða má færri þorska og auðveldara verður að fá fólk til að vinna í fiski að menn reyni að nýta allan aflann á sem bestan hátt. Það er hins vegar þannig núna að hausarnir fara í versta falli í bræðslu,“ segir Arnar. Um vinnslu á lifur sagði hann að þrjár lifrarniðursuðuverksmiðjur væru á landinu, en hráefnið berst ekki nema hluta ársins. Hærra skilaverð – aukinn tilkostnaður Arnar sagði að viðskipti við útlönd hefðu hökt um tíma en staðan hefði lagast þó svo að verslun með gjald- eyri væri ekki að öllu leyti komin í eðlilegt horf. Vissulega hefði skila- verð til fiskvinnslunnar hækkað en tilkostnaður sömuleiðis. Hann sagði að makríllinn hefði ver- ið mikil búbót fyrir útgerðir og fisk- vinnslu í ár og síldveiðar hefðu einnig gengið vel. Sem fyrr væri þorskurinn þó uppistaðan. Hann sagðist reikna með að þorskafli hefði verið um 40% í útflutningsverðmæti sjávarafurða í fyrra en yrði trúlega 35-36% í ár. Eðlilegt að skoða alla möguleika Í HNOTSKURN »Um 2.400 tonnum af fisk-hausum var landað af frystitogurum í fyrra, þar af 704 tonnum af þorskhausum. »Þegar auðveldara verðurað fá fólk til að vinna í fiski má reikna með betri nýtingu sjávarfangs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.