Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 17
Daglegt líf 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Hvar finnur maður Harry Potter-bækur á bókasafninu á öðrum mál-um en íslensku? Hvar eru bækur um önnur lönd? Hvernig skrifar maður orðið bókasafn á þínu tungumáli? Hvar eru bækur um risaeðlur? Finndu kvikmynd og tónlist sem þér þykir skemmtileg og sýndu hinum! Þannig hljómuðu að- eins fáein þeirra verk- efna sem að- alsafn Borg- arbókasafns bauð 20 nem- endum í ís- lensku á veg- um Alþjóðahúss að fást við einn venjulegan miðvikudag í október. Heimsókn- in reyndist ný upplifun fyrir marga þar sem í ljós kom að ríflega helmingur þátttakenda hafði ekki áður komið á bókasafn. „Sesam opnist þú … Þegar lyftan opnaðist á 5. hæðinni laukst líka upp nýr heimur fyrir mörgum gestanna. Á þeirri hæð er tónlistar- og kvikmyndadeild safnsins auk upplýs- ingaþjónustunnar og fræðibókadeildar, og það fór kliður um hópinn þegar fólk sá úrval- ið. „Má ég virkilega fá geisladiska, kvik- myndir og bækur með mér heim endurgjalds- laust?“ heyrðist spurt. Svarið var að sjálfsögðu „já“. Því þegar bókasafnsskírteini hefur verið keypt, sem er reyndar frítt fyrir fólk upp að 18 ára aldri, öryrkja og ellilífeyr- isþega, er allt ókeypis á bókasafninu. Ákafir ratleiksþátttakendur fóru um safnið frá ein- um stað til annars og fengu meðal annars þau verkefni að finna barnabækur á ýmsum tungumálum, leita upplýsinga í íslenskum fræðibókum, finna heimstónlist og bækur um sitt eigið land. Á einum stað átti hver þátttakandi að skrifa orðið bókasafn á eigin máli. Margir komust að því að orðið er það sama á ýmsum tungumálum; „biblioteka, já, þannig er það líka á mínu tungumáli,“ sagði einn frá Bras- ilíu við annan frá Litháen. Eftir að hafa farið þannig um safnið og tekist á við ýmis verk- efni í um einn og hálfan tíma var gestunum síðan boðið upp á hressingu á sýningu Ljós- myndasafns Reykjavíkur, Heima-Heiman, á 6. hæð hússins. Á bókasöfnum gefst gott tækifæri til að koma auga á það sem er líkt í annars ólíkum menningarheimum. Gestir geta fengið tón- list, bækur og annað efni að láni frá öllum heimshornum, eða notið þess á staðnum, lesið fréttir frá sínu upprunalandi á netinu, kíkt í dagblöðin sem liggja frammi, leitað að uppá- haldshöfundinum sínum og sest niður í næsta stól eða sófa, hvort sem er einir með sjálfum sér eða með öðrum. Kennurum er velkomið að hafa samband við aðalsafn Borgarbókasafns og panta heim- sókn fyrir sína nemendur, t.d. í formi rat- leiks. Á ensku kallast slíkur leikur fjársjóðs- leit, sem er mjög lýsandi fyrir allt það sem finna má á næsta almenningsbókasafni. Nánari upplýsingar um fjölmenningarleg verkefni Borgarbókasafns er að finna á vef- síðu safnsins, www.borgarbokasafn.is. Ratleikur á bókasafninu N ú í haust ákvað ég að prófa að gerast ferðamaður á heimavelli og ganga á Holtamannaafrétti í stað þess að smala hann líkt og ég hef gert flest haust síðan árið 1990. Ætlunin var að ganga Bása á Búð- arhálsi og leggja leið okkar í Þröngubása sem fjallmenn hafa lofað en ég hef aldrei haft það hlutverk að smala þar. Allsherjarvirkjunarvöllur Fegin verð ég því að ég er ekki að elta rolluskjátu niður í Þröngubása eða í Vondagil með sína Manntapahellu því maður á stund- um nóg með sjálfan sig í þeirri ægifegurð sem þarna blasir við og jafnframt vel geymdu gersemum. Hér þekkja ekki margir til en fleiri hafa á takteinum þekktari hluta afrétt- arins eins og Þjórsárverin og Hágöngur. Staðirnir klingja umhverfisbjöllum og um leið virkjunarhljóðum en þessi afréttur Ása- hrepps og fyrrverandi Djúpárhrepps í Rang- árvallasýslu hefur lengi verið einn allsherj- arvirkjunarvöllur enda Þjórsár- og Tungnaársvæðið eitt helsta athafnasvæði Landsvirkjunar allt frá því að raforkufram- leiðsla hófst í Búrfellsstöð árið 1969. Og Búð- arhálsvirkjun er aftur komin á kortið og er vinna við hana hafin á ný eftir nokkurt hlé þar sem sprengja á göng í gegnum Búðarháls að Sultartangalóni þar sem stöðvarhús skal rísa. Austan megin Búðarháls myndast Sporðöldulón með hjálp Köldukvíslar og Tungnaár. Fyrsta haustið sem ég skransaði á fjall- klárnum á nýlögðu malbiki í boði Landsvirkj- unar er mér minnisstætt. Síðan eru liðin nokkur ár, tími sem ég líkt og aðrir hef notið þess að renna léttum bílsporum yfir „virkj- unarbrúna“ við Hald í stað gamla kláfsins sem sá um að ferja bíla, menn og skepnur í mörg herrans ár, eða í stað Trippavaðs eða þá þess að fara enn lengra, yfir brúna á Köldukvísl í nágrenni Þórisvatns. Ómæld náttúrufegurð Í umfjöllun um Búðarhálsvirkjun er um- hverfið sagt mjög raskað m.a. vegna Sultar- tangalóns en því fer fjarri að það eigi alstaðar við. Löng gangan með Þjórsánni er einstök upplifun, um gróðurþakta jörð meðfram foss- um og í klöngri um gil og hjalla, með sólskin, kindur og krækiber að ferðafélögum. Kyrrðin er algjör þegar við hefjum göngu við fossinn Dynk, sem vissulega má muna sinn fífil fegri, og eftir því sem áin hlykkjast sunnar á bóginn verður á vegi okkar sérstæð náttúrufegurð – eða ætti maður frekar að segja ótínd fegurð? Ekki verðum við vör við mennina átján sem eru sagðir hafa hrapað í Þjórsá er þeir ætluðu að stökkva af Mann- tapahellu í Vondagili. „Vont“ er þó gilið og erfiðara viðureignar en útlit var fyrir sem er kannski ástæðan fyrir því að hetjulegar kind- ur liggja makindalega á árbakkanum Árnes- sýslumegin, með skriður og þverhnípi að vin- um. Þegar loks er komið í Þröngubása horfum við andaktug á land sem einkennist af æv- intýralegum dröngum og hrikalegu þverhnípi. Lengst framundan er Hekla og svo Búrfellið þegar komið er niður á sandana og við nálg- umst ónáttúrulegt stæði stöðvarhússins við Sultartangalón. Að baki er ganga með smá- hjálp frá landakorti Landsvirkjunar þar sem gamalt sveitarfélagskort af Holtamanna- afrétti er týnt. Á kortið sem er prentað 2002 á „umhverfisvænan pappír“ er blákalt mark- að fyrirhugað stæði Sporðöldulóns og um- deilds Norðlingaöldulóns og einnig sést lega fyrirhugaðra ganga gegnum þveran Búð- arháls. En um leið varðveitist þar einnig hluti fjársjóðs leitarmanna á Gnúpverjaafrétti og Holtamannaafrétti sem nefndu einn og sama fossinn Dynk vestan Þjórsár og Búðarháls- foss að austan. Örnefnin og saga þessa lands geymast ekki að eilífu í munnmælum. Þess vitandi að Hvanngiljafoss okkar aust- anmanna er Kjálkaversfoss Gnúpverja köst- um við af okkur gönguskónum og ökum suð- ur upp malbikað Uppgöngugil, upp gilið sem var. En enn fara kindur þar upp. Þröngubásar Þjórsá hlykkjast suður á bóginn í átt til Heklu gömlu í fjarska. Ganga með Þjórsánni er einstök upplifun Í haust fór Þuríður Magnúsína Björnsdóttir í gönguferð um Holtamannaafrétt. Gangan með Þjórsánni er einstök upp- lifun, um gróðurþakta jörð með- fram fossum og í klöngri um gil og hjalla, með sólskin, kindur og krækiber að ferðafélögum. 2002 Grunnur stöðvarhúss fyrir Búðarhálsvirkjun er sunnan við Bása. Á Búðarhálsi Vandasamt er að smala í Þröngubásum en fegurðin einstök. Morgunblaðið/Þuríður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.