Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Nú býður SKB upp á tvær gerðir af jólakortum sem hönnuð eru af Braga Einarssyni og listakonunni Mæju Gleðjið ættingja, vini, samstarfsmenn og viðskiptavini með fallegri jólakveðju og styðjið um leið við krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra Boðið er upp á sérvalda innáprentun með texta og/eða merki fyrirtækja Jólakortin eru tvöföld og fylgir hvítt umslag hverju korti. Stærð:115x165 mm. Jólakort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Tekið er við pöntunum á heimasíðu félagsins www.skb.is eða í síma 588 7555 Jólakortin eru einnig seld á skrifstofu félagsins í Hlíðasmára 14 í Kópavogi og þar eru þau seld 10 saman í pakka og kostar pakkinn 1.000 krónur. TVEIR voru fluttir á slysadeild á laugardagskvöld þeg- ar tveir fólksbílar og strætisvagn skullu saman á Hringbraut, skammt frá Hljómskálagarðinum. Af þess- um sökum var Hringbraut lokað um stundarsakir í austurátt milli Njarðargötu og Suðurgötu. Annar hinna slösuðu var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær og hinn er ekki á gjörgæslu. Annar fólksbíllinn var kyrrstæður á götunni og var ætlunin að fá rafstart frá hinum bílnum þegar stræt- isvagninn kom aðvífandi með fyrrgreindum afleið- ingum. Fólksbílarnir eru báðir gjörónýtir. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins voru 10-15 farþegar í vagninum þegar slys- ið varð en slösuðust þeir ekki. Morgunblaðið/Júlíus Harður árekstur á Hringbraut Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is FJÓRIR hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 28. nóvember í tengslum við rannsókn á mannsláti í sumarbústað í Árnessýslu. 38 ára karlmaður fannst þar látinn á laug- ardagsmorgun. Dánarorsök hans er ekki þekkt. Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald á laugardagskvöld og í gærkvöldi bættust við tvær konur og annar karlmaður. Fólkið er á aldrinum 18-32 ára og er líkt og hinn látni af erlendu bergi brotið. Það var úrskurðað í varðhald í þágu rann- sóknarhagsmuna og vegna gruns um aðild að málinu. Voru fjögur í sumarbústað Á laugardagsmorgun barst lög- reglunni á Selfossi tilkynning frá manni sem kvaðst hafa komið að fé- laga sínum látnum í sumarbústað sem þeir tveir, ásamt tveimur kon- um, gistu í. Sjúkralið og lögregla fóru rakleiðis á vettvang og stað- festu að maðurinn væri látinn. Hann var fæddur árið 1970 og búsettur í Reykjavík. Í kjölfarið handtók lög- reglan karlmanninn og konurnar tvær. Annar karlmaður var svo handtekinn í Reykjavík í gær. Eins og fyrr sagði hafa þau nú öll verið úr- skurðuð í gæsluvarðhald. Niðurstöður úr krufningu eru væntanlegar í dag og þá ætti bana- mein mannsins að koma í ljós. Slíkt mun hafa áhrif á í hvaða farveg rann- sókn málsins verður beint. Lögregla rann- sakar mannslát í sumarbústað  Banamein mannsins ekki þekkt  Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Í HNOTSKURN »Lögreglunni á Selfossibarst tilkynning á laug- ardags- morgun þess efnis að maður væri lát- inn í sum- arbústað í Árnessýslu. »Mað-urinn hafði verið í sum- arbústað þar ásamt öðrum karlmanni og tveimur konum. »Fjórir einstaklingar, tværkonur og tveir karlmenn, hafa nú verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FORYSTUMENN í atvinnulífinu hafa miklar áhyggjur af stöðu fyr- irtækjanna í núverandi efnahags- árferði. „Því var varpað fram í um- ræðum á fundi viðskiptanefndar Alþingis að líklega mætti ætla að 60- 80% allra fyrirtækja í landinu væru tæknilega gjaldþrota,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Í Morgunblaðinu á föstudag kom fram að aðilar vinnumarkaðarins hefðu verið nokkuð svartsýnir á fundi viðskiptanefndar Alþingis. Eigið fé hefur brunnið „Það sem er verið að vísa til er fyrst og fremst að eigið fé mjög margra fyrirtækja hefur brunnið í ljósi utanaðkomandi atriða eins og verðtryggingar og gengisskrán- ingar. Skuldir hafa vaxið gríðarlega því mörg fyrirtæki eru með lán í er- lendri mynt,“ segir Jón Steindór. Hann segir að þetta hlutfall, 60- 80%, byggi meira á tilfinningu en tölfræðilegum staðreyndum. At- vinnulífið í heild sé mjög skuldsett og full ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Gjaldþrota í vissum skilningi Gylfi Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands, segir að ef fyrirtæki, sem eru með eignir í krónum og stóran hluta skulda í erlendri mynt, væru gerð upp núna og það skilaði neikvæðu eigin fé hjá þeim þá væru þau „gjaldþrota í ákveðnum skilningi“. Það myndi þó ekki endilega þýða endalok þessara sömu fyrirtækja. „Í fyrsta lagi gæti gengið lagast og þá gætu fyrirtækin staðið undir skuld- bindingum sínum á hagstæðara gengi,“ segir Gylfi. Hann nefnir samt að í einhverjum tilfellum sé ekki hægt að halda rekstri áfram nema með því að af- skrifa einhvern hluta skulda, eins og gert sé í t.d neyðarsamningum. Sumir hafa áhyggjur af stöðu nýju bankanna þegar rekstur marga fyr- irtækja, sem eru stórir lántakendur hjá bönkunum, er í hættu. Bent hef- ur verið á að ef ákveðinn hluti fyr- irtækja greiddi ekki afborganir af skuldum sínum næsta mánuðinn væri eigið fé nýju bankanna í upp- námi og þar með fyrirgreiðsla við allt atvinnulífið einnig. „Það er alveg rétt að nýju bank- arnir tóku við lánasöfnum gömlu bankanna og í mörgum tilvikum er ekki víst að öll lán verði endurgreidd að fullu. Það verður að taka tillit til þess að þegar eignir gömlu bank- anna voru færðar yfir þá varð að færa þær með einhverjum afföllum,“ segir Gylfi. Hann segir að ekki sé hægt að gera þá kröfu til nýju bankanna að þeir greiði fullt verð fyrir lánasöfnin. Hann segir styrk nýju bankanna ráðast af því hversu mikil afföll verði af þessum sömu söfnum. „Þó að skuldunautar bankanna lendi í vand- ræðum með afborganir í einn eða tvo mánuði þá er það ekki óviðráðanlegt vandamál,“ segir Gylfi. Mörg fyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota Eigið fé brennur og skuldir hafa vaxið gríðarlega Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir Hægt hefur á hjólum atvinnulífsins og framkvæmdir hafa stöðvast í kreppunni. Forystumenn í atvinnulífinu eru svartsýnir. Í HNOTSKURN »Bent hefur verið á að nán-ast ómögulegt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. »Viðskiptaráð Íslands ogSamtök atvinnulífsins sjá aðeins tvo kosti í stöðunni, að halda krónunni eða sækja um aðild að ESB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.