Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Í NÝLEGUM pistli Skúla Thoroddsen, framkvæmdastjóra Starfsgreina- sambandsins, sætir hann enn færis við að nota stéttarfélagið sem hann vinnur fyrir og vef þess í sínum eigin pólitísku erinda- gjörðum. Þar er fullyrt að Sjálf- stæðisflokkurinn haldi þjóðinni í gíslingu vegna þess að hann vilji ekki sækja um aðild að ESB nú þegar. Það er ótrúlegt upplegg að tala eins og að ESB-umsókn myndi laga stöðu okkar í dag eða næstu mánuðina. Núna eru allt aðrir hlut- ir á dagskrá í stjórnmálunum, hlut- ir sem þola enga bið. Pólitísk ref- skák og tækifærismennska aðildarsinna verður að bíða á með- an endurbygging okkar atvinnulífs fer fram enda er ljóst að við eigum langt í land með að ná þeim skilyrðum sem sett eru fyrir inn- göngu í myntbandalag Evrópu og því tómt mál að tala svona núna. Í áðurnefndum pistli sínum heldur framkvæmdastjóri SGS því m.a. fram að leiðtogar Sjálfstæð- isflokksins séu að „þvælast fyrir skyn- samlegum lausnum, á erfiðri leið út úr vandanum“. Þetta er fráleitt tal. Sjálfstæð- isflokkurinn og forysta hans hefur á undanförnum vikum einmitt haft frumkvæði að þeim nauðsynlegu en erfiðu skrefum sem taka þurfti til að forða þjóðfélaginu frá því að fara algerlega á hliðina í kjölfar þess að bankarnir gátu ekki endur- fjármagnað starfsemi sína lengur. Með því að setja svonefnd neyð- arlög 6. október sl. var slegin skjaldborg um starfsemi bankanna hér heima, innlendar innistæður og tryggt að viðskiptavinir bankanna gætu áfram notið lágmarksþjón- ustu þrátt fyrir þessi miklu áföll. Í kjölfarið hefur ríkisstjórnin gengið til viðræðna og samkomulags við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um sam- starf og lánafyrirgreiðslu sem mun opna fyrir frekari lán frá öðrum löndum. Forysta ríkisstjórnarinnar rær að því öllum árum að koma þjóð- inni hratt og örugglega í gegnum þennan skafl í stað þess að eyða tíma sínum í hugsanlega aðild- arumsókn Íslands, sem er ekki raunhæfur kostur eins og sakir standa. Raunverulegar lausnir í stað ESB-tækifærismennsku Sirrý Hallgríms- dóttir er ósammála frkvstj. Starfs- greinasambandsins » Pólitísk refskák og tækifærismennska aðildarsinna verður að bíða á meðan end- urbygging okkar at- vinnulífs fer fram Sirrý Hallgrímsdóttir Höfundur situr í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. VIÐ Íslendingar eigum í stríði við Breta. Og fleiri þjóðir. Það er í raun ekki hægt að lýsa deilum okkar við þá með öðr- um hætti. Bresk stjórnvöld ákváðu að beita hryðjuverkalög- gjöf á Ísland með þeim afleiðingum að bankakerfið á Íslandi hrundi end- anlega. Það var að vísu komið á hnén, ekki síst vegna margvíslegra hagstjórnarmistaka hér innanlands undanfarin ár og þess að bankakerf- inu var leyft eftirlitslaust að vaxa þjóðarbúskapnum langt yfir höfuð. Hin alþjóðlega fjármálakreppa hratt af stað atburðarás og átti þannig sinn þátt, en innlendi þátturinn verður ekki undanskilinn og á hon- um bera íslensk stjórnvöld und- anfarinna ára höfuðábyrgð. Eitruð tenging Nú kemur í ljós að Evrópusam- bandið, félagsskapur sem margir vilja að Ísland gangi í, beitir okkur sem þjóð ótrúlegum þjösnaskap þegar við erum að reyna að koma samfélaginu á lappirnar á nýjan leik. Það hefur komið á daginn, eins og við þingmenn VG sögðum strax í upphafi, að lánveiting frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum yrði með beinum eða óbeinum hætti tengd því að Ís- land féllist á kröfur Breta, Hollend- inga og fleiri aðila um uppgjör vegna innistæðureikninga íslenskra banka í þessum löndum. Þessi baneitraða tenging milli umsóknar um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og deiln- anna við Breta, Hollendinga o.fl. vegna innlánsreikninganna býður þeirri hættu heim að Ísland verði þvingað pólitískt til að ábyrgjast langtum meira en lagaleg skylda býður. Á fundi þingmannanefndar EES-svæðisins með fulltrúum frá framkvæmdastjórn og ráðherraráði Evrópusambandsins sl. þriðjudag kom fram ítrekað að sum aðildarríki ESB hygðust tengja atkvæði sín í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því að niðurstaða næðist í deilum við Ís- lendinga. Þessi framganga ESB er að mínu mati ekkert annað en fjár- kúgun og lét ég þá skoðun skil- merkilega í ljós á umræddum fundi. Formaður utanríkismálanefndar Al- þingis tók undir þau sjónarmið mín. Bognum en brotnum ekki Sama dag fór fram fundur fjármálaráð- herra ESB-ríkja með starfsfélögum þeirra frá EFTA-ríkjum. Þar mun hafa verið löng og ítarleg umræða um málið þar sem fram- ganga ESB-ríkjanna var ekki síður fantaleg. Í framhaldinu mun hafa verið reynt að þvinga Ísland til að undirrita plagg frá framkvæmdastjórn ESB með ger- samlega óaðgengilegum kostum. Það á sem sagt að knésetja íslensku þjóðina til langrar framtíðar í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópu- sambandsins og Breta (samstarfs- þjóðar okkar á vettvangi NATO) al- veg sérstaklega. Ekki er nóg með að Bretar hafi beitt hryðjuverkalög- gjöfinni, nú kemur Evrópusam- bandið nánast eins og það leggur sig og reynir að kúga þjóðina til und- irgefni og hlýðni. Það er þjösnaskap- ur sem mikilvægt er að þjóðin viti um. En við skulum ekki láta kúga okkur. Við Íslendingar kunnum að bogna lítið eitt um sinn en við brotn- um ekki. Ef við trúum á okkur sjálf, á auðinn í okkur sjálfum sem þjóð, á landið og gögn þess og gæði, rækt- um menningu okkar og tungu, þá höfum við okkur út úr þessum erf- iðleikum eins og öðrum sem við höf- um ratað í. Í því sambandi er freist- andi hugsun að betra sé að sleppa því að taka öll hin erlendu lán. Herða þess í stað sultarólina aðeins fastar um sinn, en eiga í staðinn von í betri og bjartari framtíð fyrir okkur og börnin okkar innan ekki allt of langs tíma. Áratuga þrautaganga með skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Evrópusambandsins á herð- unum, sem mun skerða lífskjör og takmarka möguleika okkar um ára- tugaskeið, er skelfileg tilhugsun. Þjösnaskapur Evr- ópusambandsins Árni Þór Sigurðs- son skrifar um að- gerðir þjóða gegn Íslendingum í efna- hagskreppunni Árni Þór Sigurðsson »Ekki er nóg með að Bretar hafi beitt hryðjuverkalöggjöf, nú kemur ESB nánast eins og það leggur sig og reynir að kúga þjóðina til undirgefni og hlýðni. Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna. RÁÐHERRAR ríkisstjórn- arinnar hafa tekið undir þau sjón- armið að mikilvægt sé að ráðist verði í óháða rannsókn á banka- hruninu þegar það sé tímabært. En hvenær er tímabært? Mitt svar við því er einfalt. Það er tímabært að nú strax verði þingið látið skipa rannsóknanefnd færustu manna sem njóti að- stoðar erlendra sérfræðinga. Rannsóknarnefnd sem fari yfir spurningar á borð við það hvernig valið var í skilanefndir, hvernig verði tekið á því að stjórnir gömlu bankanna afskrifuðu lán starfs- manna, af hverju fólk sem bar ábyrgð á Icesave-reikningunum var ráðið í yfirmannsstöður í Nýja Landsbankanum, af hverju nýju bankastjórunum voru skömmtuð helmingi hærri laun en forsætis- ráðherra, af hverju gömlu bank- arnir hafa enn ekki verið gerðir gjaldþrota og svo mætti lengi telja. Það er tímabært að þingið skipi slíka rannsóknarnefnd og að sérstakur saksóknari verði einnig skipaður eins og rætt hefur verið. Slíka nefnd ætti að skipa strax vegna þess að því lengur sem óvissa og tortryggni ríkir um að- draganda bankahrunsins og eft- irmál þess, þeim mun erfiðara verður fyrir okkur að vinna okkur út úr þeim erfiðleikum sem það olli. Nú skiptir máli að byggja upp traust og þá verður að setja þessi mál í gagnsæjan farveg þannig að þjóðin fái réttar upplýsingar, hægt verði að draga lærdóm af þessari reynslu og ekki verði anað út á gömul foröð þegar við end- urmótum samfélagið. Katrín Jakobsdóttir Hvenær er tímabært? Höfundur er alþingismaður og varaformaður þingflokks Vinstri grænna. SUMIR trúa að samþjöppun auðs á fá- ar hendur sé ekki vandamál, því auð- mennirnir beini fé sínu aftur út í hag- kerfið. Gott sé að hafa alvöru kapítalista sem séu einhvers megn- ugir. Þörf er á að ræða þetta frá sjón- arhóli hagstjórnar. Stórfelldar eignatilfærslur frá hinum mörgu smáu til örfárra sem forréttinda njóta eru viðfangsefnið. Verðbólgu- gróði, kvótasala, vanhugsuð aðferð við einkavæðingu, verðbólur á hlutabréfa- og fasteignamörkuðum og sjálftaka ofurlauna eru af þess- um toga. Einnig fákeppnisrekstur og markaðsráðandi staða. Sam- þjöppun auðs með þessum hætti til útvalinna nefni ég „auðokun“. Aug- ljóst er að umsjón almannafjár, s.s. innlána, lífeyris- og bótasjóða, hæf- ir ekki þeim sem sækjast eftir eignatilfærslum í skjóli forréttinda. Í grein þessari er ekki átt við það þegar fólk efnast á samkeppn- isrekstri. Fjárfestingar og spákaup- mennska Hagfræðin nefnir þá fjárfesta sem leggja fé í framleiðslutæki og annað sem þarf til rekstrar fyr- irtækja í samkeppni. Til þess þarf kjark, þekkingu og úthald, áhætta er tekin og atvinna sköpuð. Alvöru fjárfestum ber heiður og þökk. Þegar menn kaupa hins vegar hlutabréf og skuldabréf, ekki síst þegar lánsfé er notað til þess, á að ræða um spákaupmennsku. Hún skapar ekki atvinnu. Áhættu er auðveldlega dreift með því að velja saman ólík bréf. Þegar auður safn- ast í stórum stíl á fárra hendur vex spákaupmennska. Það er auð- okunin sem veldur verðbólum á hlutabréfa- og fasteignamarkaði, sem síðan springa með skelfilegum afleiðingum fyrir fjöldann. Hags- agan sýnir að án auðokunar verða verðbólur ekki til. Fátítt er að spá- kaupmenn gerist síðar fjárfestar, þeir dvelja ekki lengi við hvert verkefni heldur hugsa um það eitt að hesthúsa fljóttek- inn gróða og snúa sér svo að því næsta. Yfirtökur og fá- keppni Þegar verð hluta- bréfa hækkar árvisst umfram almennt verð- lag og auðnum er mis- skipt fara spákaup- menn á kreik. Þeir taka fyrirtæki yfir, oft með litlu eigin fé, en þess meira lánsfé. Yf- irtökur leiða af sér samruna, oftast í nafni hagræðingar. Við þetta fækkar aðilum á markaði og þar með dregur úr samkeppni. Eftir því sem auðokun eykst geta fleiri stundað yfirtökur. Auðokun leiðir af sér yfirtökur, sem aftur leiða af sér fákeppni. Ójöfnuður styður fá- keppni og fákeppni eykur ójöfnuð. Hið opinbera og auðokun Auðokun knýr hið opinbera til að auka útgjöld til velferðarmála, við látum fólk ekki svelta. Það er ójöfnuðurinn sem veldur útgjöld- unum, ekki „fátækt“. Það er til nóg handa öllum ef við skiptum jafnar. Skattalækkanir koma hinum ofríku mest til góða, því það eru þeir sem greiða flestar krónur í skatta. Lækki ríkið skatta eykst ójöfn- uðurinn. Hinir efnuðu ávaxta það fé sem þeir hefðu annars greitt í skatta. Þeir sem minna hafa verða að taka lán og borga hinum efnuðu vextina í reynd, þó bankar séu milliliðir. Ójöfnuðurinn eykst enn. Auðokun hækkar vexti Framboð og eftirspurn ræður mestu um vexti, auk verðbólgu og fleiri þátta. Stýrivextir eru aðeins afleiðing þessa. Í hagkerfi sem er í vexti umfram önnur skapast aukin eftirspurn sem stuðlar að háum raunvöxtum, eins og við þekkjum vel. Auðokun knýr bæði heimili og hið opinbera til að taka lán og þannig eykst eftirspurn eftir fé. Hinir ofríku auka sparnað sinn og þar með framboð fjár. Fjármagn leitar samt út úr hagkerfinu og raskar jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, einkum vegna fjár- festinga í útrás, en einnig vegna nauðsynja á borð við snekkjur, vetrarhallir í Sviss, hús í London, kastala í Frakklandi og íbúðir á Manhattan. Auðokun stuðlar þann- ig að hærri raunvöxtum. Önnur ástæða er sú að um leið og fjöldinn stendur verr fjárhagslega minnkar lánshæfið. Þar með aukast áhættu- álög á vexti sjálfkrafa. Ójöfnuður hækkar raunvexti. Fjárhagslegur stöðugleiki Við auðokun versnar fjárhagur og lánshæfi almennings, en eft- irspurn eftir lánum vex. Rétt við- brögð banka væru að stinga við fótum og lána minna. En sá banki sem hafnar lánsumsóknum missir hlutdeild, stærð o.s.frv. Lausafé skilar bönkum lítilli ávöxtun en út- lán hárri. Keppinautar breyta því viðmiðunum sínum og samþykkja lán sem þeir hefðu áður hafnað. Bankar „verða“ að finna lántak- endur til að sýna vöxt og hagnað, jafnt og þétt frá ári til árs. Annars þorna bónusarnir og kaupréttirnir upp. Þannig urðu undirmálslánin í BNA til. Auðokun eykur áhættu sem bankar taka og grefur undan fjárhag þeirra. Að síðustu Kreppur verða á 60-70 ára fresti. Undanfari þeirra allra er samþjöppun auðs, háir raunvextir, verðbólur og yfirtökuæði. Auðokun er skaðleg hagþróun og olli því efnahagslega stórslysi sem nú er orðið hér á landi. Auðokun leiðir að auki til félagslegs óróa, jafnvel uppreisna og stöku sinnum bylt- inga. Franska byltingin, rússneska byltingin, valdataka nasista í Þýskalandi, kúbanska byltingin og íranska byltingin áttu allar rætur í vaxandi auðokun. Afnám eign- arskatts var óhapp í ljósi sam- þjöppunar auðs, það hefði nægt að hækka skattleysismörk hans myndarlega. Við hljótum að leita leiða til að draga úr skaðlegri auð- okun. Auðokun útvalinna er vandamál Ragnar Önund- arson skrifar um efnahagsmál » Auðokun er skaðleg hagþróun og olli því efnahagslega stórslysi sem nú er orðið hér á landi Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og fjármálaráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.