Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 23
annars staðar. Ég dáðist að þér og þú varst mín fyrirmynd. Allt sem þú gerðir var svo fullkomið í mínum augum. Þú studdir mig í öllu og dæmdir mig aldrei. Þú varst svo sterk í alla staði og líka svo blíð og góð. Næstu jól og fleiri sem koma á eftir verða tómleg án þín. Ég á erfitt með að ímynda mér þau án þín. Þetta verður erfiður tími en ég veit að þú munt vera hjá okkur og fylgj- ast með okkur. Allar þær stundir sem við áttum saman gleymast aldrei og ég geymi þær vel. Ég mun segja honum Bjarka mínum allt um þig og skemmtilegar sögur af samveru okkar. Hann saknar þín og við öll. Ég veit að afi og systkini þín sem fallin eru frá tóku vel á móti þér og eru með þér núna. Þú ert á góðum stað og vakir yfir okkur. Ég elska þig, amma mín, og mun hugsa til þín allt mitt líf. Þín nafna Björg. Elsku amma mín Þú ert svo stór partur af lífi mínu og þú mótaðir líf mitt svo mikið. Frá því að ég var lítill drengur hafðir þú alltaf tíma fyrir mig. Þú varst alltaf tilbúin að leika við mig hvort sem það var að spila á spil, lúdó eða fót- bolta. Oftar en ekki þurftir þú að laga myndirnar sem ég skaut niður þegar ég var í fótbolta í stofunni þinni. Ég gleymi aldrei góðmennsku þinni, þú varðst aldrei reið við mig, alveg sama hvað ég gerði. Gjafmildi þín var einstök, alltaf varstu til í að gefa mér allt sem mig langaði í. Man ég eftir því þegar ég var 8 ára og langaði svo í tölvuúr. Þú gafst mér það og líka svo margt annað. Allan þann tíma sem ég og Björg, systir mín, vorum hjá þér gafstu okkur allan þinn tíma og athygli. Alltaf bjóstu til uppáhaldsmatinn minn, soðinn fisk og kakósúpu í eft- irrétt, það getur enginn gert eins vel og þú, þess vegna er þetta mitt uppáhald. Þakka þér fyrir tímann þegar ég fékk að búa hjá þér á bullandi gelgj- unni. Ég gat alltaf treyst á þig hvort sem það var þögul stund að spila eða kjafta út í eitt um allt og ekki neitt. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta á það sem ég hafði að segja þótt þú skildir ekki alltaf hvað ég, ungling- urinn, var að tala um. Þú hjálpaðir mér yfir það tímabil og mótaðir mig að þeim manni sem ég er í dag Það eru engin jól án þín. Allar hefðirnar sem hafa orðið til með þér, fara á aðfangadegi í kirkjugarðinn, hlusta á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin, opna pakkana með þér og sitja síðan og hlusta á þig lesa öll jólakortin þín. Þegar ég hugsa til baka þá er ég svo þakklátur fyrir þann kærleik og umhyggju sem þú veittir okkur Björgu. Engin jól eiga eftir að vera söm án þín, engin pur- usteik á jóladag, heitt kakó, smá- kökur og spilað fram á nótt. Amma, þú kunnir alltaf að gefa en vildir aldrei neitt í staðinn. Mér fannst svo gott að geta gefið þér smá til baka þótt það væri bara að laga eldhúsvaskinn, setja upp nýjan sturtuklefa, fara með þig í búðir og margt svona smátt. Allt þetta er samt bara lítilræði samanborið við það sem þú hefur gert fyrir mig. Þinn saumaskapur er sá besti. Lopapeysurnar sem þú prjónaðir á mig allt frá því að ég var lítill gutti fram til dagsins í dag. Það fékk mig til að sauma handa þér púða með stjörnumerkinu okkar, fiskunum. Ég gleymi ekki hversu ánægð þú varst með hann enda notaðir þú hann á hverjum einasta degi. Amma, ég elska þig og ég sakna þín. Ég sakna að hafið ekki komið oftar í heimsókn, að hafa ekki boðið þér oftar í heimsókn. Tíminn leið svo hratt og ég trúi ekki að hann sé liðinn. Ég hitti þig þegar minn tími er liðinn. Ég elska þig, amma mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þinn Jóhannes. Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT KARLSDÓTTIR, Kjarrmóa 18, Reykjanesbæ, andaðist mánudaginn 3. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. nóvember kl. 14.00. Ágústa Þorleifsdóttir, Kristófer Þorgrímsson, Júlíana Pietruszewski, Paul Pietruszewski, Guðmundur K. Þorleifsson, Sigurlaug Björnsdóttir, Karólína M. Þorleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Guðlaug SigynFrímann Jó- hannsdóttir fædd- ist á Akureyri 22. desember 1934. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Hlíð á Akureyri 1. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Frí- mann, skáld og skólastjóri á Ak- ureyri, f. 27. nóv- ember 1906, d. 28. febrúar 1990 á Ak- ureyri og kona hans Sigurjóna Pálsdóttir Frímann, f. 17. júní 1909, d. 24. maí 1981. Önnur börn þeirra hjóna voru Val- garður Frímann, f. 6. mars 1930, d. 2002 og Bergljót Pála Sif Frí- mann, f. 1. nóvember 1944. Árið 1955 giftist Sigyn Gunn- ari Hólm Randverssyni, f. 31. maí 1931 í Ólafsvík, d. 13. mars 2000 á Akureyri, lögregluvarð- og Sigyn Söru; Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir, f. 8. nóv. 1967 á Akureyri, stúdent frá VMA og sjúkraliði á Akureyri, á Bjarka og Írisi Hrönn með fyrrv. eig- inm. Garðari Hallgrímssyni, nú- verandi eiginmaður er Rúnar Antonsson, dreifingarstjóri Morgunblaðsins á Akureyri. Sigyn ólst upp á Akureyri, gekk í Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar og varð gagnfræðingur 1949. Sigyn stundaði nám við Húsmæðraskól- ann Ósk á Ísafirði og lauk þaðan prófi 1954. Sem unglingur og stundum síðar, vann hún í fisk- verkun, í frystihúsi og við síldar- og saltfiskverkun, en vann lengst af sem húsmóðir. Hún vann á Skóverksmiðjunni Strik- inu 1990-1992 og settist síðan á skólabekk 1993, tók námskeið í stjórnun (Phoenix) og í ensku, lauk námi frá Menntasmiðju kvenna 1995 og námi frá MFA 1996 af ferðamálabraut. Síðustu árin dvaldi Sigyn á Hjúkrunarheimilinu Skjaldarvík og á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Útför Sigynar fer fram í dag, 10. nóvember, frá Akureyr- arkirkju kl. 13.30. stjóra á Akureyri. Þau skildu 1992 og bjó Sigyn ein eftir það. Börn Sigynar og Gunnars eru: Jó- hann Gunnar Frí- mann, f. 11. des. 1955 á Akureyri, ís- lenskufræðingur, á synina Gunnar Torfa og Kára með fyrrv. sambýlis- konu Ástrósu Sig- hvatsdóttur, unn- usta Jóhanns er Hjördís Diljá Bech, starfsmaður á Hjúkrunarheimilinu Hlíð; Randver Páll, f. 9. janúar 1959 á Akureyri, vélamaður og verk- stjóri hjá KM Malbik á Ak- ureyri; Gyða Jóna, f. 29. des. 1961 á Akureyri, húsmóðir á Akureyri, gift Júlíusi Þór Tryggvasyni fangaverði á Ak- ureyri, þau eiga Davíð Hólm, Arnór Pál, Kristófer Valstein Elsku mamma. Nú ertu horfin veraldlegum sjónum okkar. Ég vil þó trúa því að það sé ekkert endanlegt og í rauninni lifir þú, eins og alltaf, í huganum og í góðu minningunum um þig. Það sama gildir um elsku- legan föður minn og eiginmann þinn í nær 40 ár, sem dó fyrir rúmum átta árum. Þegar ég var barn voruð þið pabbi möndullinn og kjölfestan í lífinu. Sú hugsun að þið gætuð og mynduð einhvern tímann deyja var reyndar óbæri- leg og ekki gott að staldra of lengi við hana. Árin hafa liðið og skráp- urinn þykknað og harðnað. Þrosk- inn er meiri og trú hefur kviknað á það að til sé annað og meira en það sem sést og sýnist vera. Ég flyt þér kveðju sona minna sem þér þótti vænt um og sú væntumþykja var sannarlega gagnkvæm. Þær kveðjur eru frá fyrsta barnabarninu, Gunnari Torfa, sem þú sagðir að væri „allt- af svo sætur“ og þið áttuð sameig- inlegan þennan galgopalega húmor sem kom stundum fram í fyndnu samspili, t.d. í myndbandagerð Gunnars, þar sem amman var „Godzilla“. Það var rólegra yfir- bragð á samskiptum Kára og ömmu hans, en sama væntumþykj- an. Það var t.d. ljúft að sjá þegar Kári sýndi nýjar hliðar á sjötugs- afmæli ömmu sinnar. Hann leiddi ömmu sína, sem þá átti orðið mjög erfitt með hreyfingar, fram á dansgólfið og stýrði henni í ljúfum dansi við fallegt píanóundirspil. Það lék sælubros um varir móður minnar sem hafði löngum haft gaman af og verið góður dansari. Ekki má gleyma að minnast á lið- leika hennar í magadansi sem hún sýndi stundum sumum ættingjum við mikla aðdáun og kátínu vel fram á fimmtugsaldur. Ég færi starfsfólki á Hlíf kærar þakkir okkar systkina, fyrir að annast móður okkar af miklum kærleika. Mig langar að lokum að kveðja mömmu og einnig pabba með ljóði sem ég gerði fyrir nokkrum árum: Þá Í kyrrð rökkursins hverfur hugur til barnsins. Köld vetrarnótt. Húsið sefur. Uggur í litlu brjósti. Tiplað berum fótum og læðst í eyjuna á milli mömmu og pabba. Líkamar þeirra eins og víggirðing um lítinn barnskropp. Hroturnar vögguvísa. Hlýja, öryggi. Og þú sofnar brátt. Þinn (og ykkar) sonur, Jóhann Frímann. Elsku mamma mín, nú ertu far- in í hlýjan faðm pabba. Mikið á ég eftir að sakna ykkar. Ég átti góða æsku, hlýja og góða foreldra. Á okkar heimili var oft spilað, sungið og dansað. Mikið var spáð í stjórn- mál og heimspeki. Það var mikill agi og menning í hávegum höfð, eins líka trúin. Fjölskyldan var líka dugleg að ferðast, útivera og áhugi á íþróttum var mikill. Aldrei var húmorinn langt undan. Ég man þegar þú mamma mín svæfðir mig með hlýjum faðmi og bænum. Eins þegar þú varðst fertug, þá var ég sjö ára og þú varst í glæsi- legum kjól og mér fannst þú fal- legasta kona sem ég hafði séð. Svo voru það útvarpsleikritin á fimmtudagskvöldum þegar sjón- varpið var ekki með sýningar, þá hlustuðum við oft saman á spenn- andi leikrit og ég fékk oft að kúra á milli þín og pabba. Einnig langar mig að minnast pabba míns en hann lést árið 2000. Hann var góður faðir, hjartahlýr, sterkur, tígulegur, skarpur, rétt- sýnn og umfram allt góðviljaður og vildi öllum vel. Mig langar að kveðja mína elskulegu foreldra með þessu erindi, sem mér finnst svo fallegt. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. (Stefán frá Hvítadal) Megi Guð varðveita ykkur. Ykkar dóttir, Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir. Sigyn frænka er dáin. Kemur ekki á óvart í sjálfu sér. Þeir sem hana þekktu vissu að hún var löngu orðin södd lífdaga og tilbúin til þess að fara. Hvað því olli verð- ur ekki rakið hér heldur reynt að draga upp þá mynd sem yljar mér um hjartarætur. Þegar ég minnist hennar eins og hún var í gamla daga sé ég fyrir mér glæsilega konu með stórkost- legan persónuleika. Hún var há- vaxin, falleg, meinfyndin og glettin með blik í augum, sérstaklega þeg- ar hún horfði á manninn sinn hann Gunnar Randversson, lögregluna sem reyndist henni yndislegur förunautur þangað til leiðir þeirra skildi. Heima í eldhúsinu í grænu Jessýbuxunum með skupluna í hárinu, rettuna í munnvikinu og kaffibollann aldrei langt frá. Leggjandi plön og að ráðskast, eða segjandi sögur aftur og aftur af því sama. Síldarplaninu á Siglu- firði og ævintýrunum þaðan. Ferðalögin með nestispakkana á hreinu, þar sem stoppað var við lækjarsprænurnar til að anda að sér fersku loftinu – og fá sér smók. Pönnukökubaksturinn og sviða- veislan! Þar sé ég hana algjörlega ljóslifandi, þegar hún var að finna út úr því hvort maður vildi sviðin heit eða köld, og ef maður borðaði ekki svið fékk maður pulsu. Málin gátu verið flókin enda hópurinn stór. Hennar fjögur börn og marg- ar frænkur og frændur þegar veislurnar voru upp á sitt besta. Sigyn var mikill persónuleiki en viðkvæmur og flókinn. Við lágum oft saman í hjónarúminu hennar þegar Gunni var á lögguvakt og töluðum saman eða hún talaði og ég hlustaði. Ég móðurlaus, naut hlýjunnar sem streymdi frá þess- um stóra kroppi sem malaði út í eitt og lét sér duga já eða nei hér og þar óháð því hvort það passaði eða ekki. Hún kenndi mér líka texta, t.d. „Í Flatey fæddist Gunna“ sem við sungum oft saman tvíraddað. Þetta voru notalegar stundir hjá okkur frænkunum. En síðan eru liðin mörg ár og Sigyn skildi við Gunna og veikindi settu mikinn svip á alla hennar tilveru. Þrátt fyrir það héldum við alltaf góðu sambandi og Sigyn hefur skipt mig og mína fjölskyldu miklu máli. Börnunum hennar og fjöl- skyldum þeirra sendum við okkar dýpstu samúðarkveðju. Sigyn mín, þakka þér samfylgd- ina. Hvíl þú í friði. Theódóra og fjölskylda. Nú er hún Sigyn farin, búin að fá hvíldina sem ég hugsa að hafi verið orðin henni langþráð. Þegar ég leit stundum inn til hennar á Hjúkrunarheimilið Hlíð var alltaf stutt í brosið hjá henni þó svo að henni liði ekki alltaf vel. Ég minnist þess þegar ég fékk að njóta þeirrar gleði að fara með henni ásamt börnum hennar Jó- hanni, Randver, Gyðu og Gullu í bíltúr og auðvitað var komið við á ýmsum stöðum í leiðinni. Sigyn naut þess að fara þessar ferðir og rifja upp góðar gamlar minningar. Oftar en ekki átti hún mjög erfitt með allar hreyfingar vegna heilsubrests en hún lét það ekki aftra sér frá því að njóta ferð- anna með börnum sínum og barna- börnum. Síðasta afmæli hennar héldu börn hennar í samkomusalnum á Hjúkrunarheimilinu Hlíð, afmæl- isveislan átti að koma henni á óvart sem hún og gerði. Uppljóm- að andlit hennar er mér enn í fersku minni, hún var svo ánægð að sjá alla fjölskyldu sína sam- ankomna til að fagna afmæli henn- ar. Ég vil með þessum fáu orðum mínum kveðja góða konu og þakka henni fyrir þann stutta tíma sem ég fékk að njóta yndislegra sam- vista við hana. Þín verður sárt saknað, elsku Sigyn. Ég vil votta Jóhanni, Randveri, Gyðu, Gullu, fjölskyldu og vinum, mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. H. Diljá Bech og fjölskylda. Guðlaug Sigyn Frí- mann Jóhannsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.