Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 30
NORRÆNA bókasafnsvikan hefst í dag. Hún verður haldin á sama tíma í rúm- lega 2.600 bóka- söfnum og skól- um á Norður- löndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Stærsti upplestrarviðburðurinn verður í dag kl. 9 fyrir börn og kl. 19 fyrir fullorðna í öllum löndunum á sama tíma. Tugþúsundir Norð- urlanda- og Eystrasaltsbúa munu taka þátt í viðburðum sem boðið verður upp á. Bóka- safnsvikan er einnig haldin utan Evrópu í nor- rænum skólum og stofnunum um heim allan. Bókmenntir Norræn bóka- safnsvika að byrja Borgarbókasafn 30 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 ANNAÐ kvöld verða haldnir í Söngskóla Reykja- víkur aðrir tónleikarnir í tónleikaröð helgaðri Jóni Ásgeirssyni áttræðum. Fyrir tónleikana, á milli kl. 13 og 16, verður Jón með kennslustund fyrir söngv- ara í skólanum og er tíminn opinn áheyrendum. Sama kvöld kl. 20 verða síðan sönglög Jóns flutt við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar. Gestasöngvarar á tón- leikunum eru Kvennakór úr Háskóla Íslands. Hvorutveggja fer fram í Snorrabúð, Tónleika- sal Söngskólans í Reykjavík, Snorrabraut 54. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tónlist Sönglög á afmæli tónskáldsins Jón Ásgeirsson SÓLVEIG Aðalsteinsdóttir myndlistarmaður heldur hádegisfyrirlestur í Listaháskóla Íslands í dag klukkan 12:30 í húsnæði myndlistardeildar LHÍ við Lauganesveg í stofu 024. Í fyrirlestrinum mun Sólveig fjalla um myndlist- arverk sín, stikla á stóru framan af en aðallega fjalla um verk síðustu 10 ára. Umfjöllunarefni sýninga hennar hafa verið umhverfi og taktur hins hversdagslega lífs. Hún hefur kannað samhengi myndlistar, efn- isins og daglegra athafna. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Myndlist Taktur hins hversdagslega lífs Tuggur eftir Sólveigu. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÉG veit varla hvernig það kom til að ég er þarna,“ segir Ragnar Ax- elsson ljósmyndari hógvær um bók- ina The Photographer – Time and Instant, sem kemur út í París í fimmtudaginn. Um leið opnar sýn- ing í Palais Tokyo-sýningarhöllinni þar í borg með verkum ljósmynd- aranna 23, sem eru kynntir sem helstu „lifandi meistarar“ ljósmynd- unarinnar. Ragnar, sem lesendur Morg- unblaðsins í áratugi þekkja margir betur sem RAX, verður þar í fé- lagsskap margra helstu goðsagna ljósmyndunar í dag, eins og Se- bastiao Salgado, sem hefur á liðn- um áratugum meðal annars skrá- sett líf verkamanna víða um heim; James Nachtwey, sem er kunnasti og virtasti stríðsljósmyndari síð- ustu áratuga; japönsku meist- aranna Hosoe og Araki, og Íslands- vinarins Mary Ellen Mark sem hefur verið valin áhrifamesti kven- ljósmyndari samtímans. Stjórnendur Baume & Mercier- úraverksmiðjunnar standa á bakvið verkefnið, en þeir hafa stutt rausn- arlega við sýningar og vinnu ljós- myndara. Í bókinni eru myndir eftir alla ljósmyndarana, viðtöl við þá og hugleiðingar um verk þeirra og myndheiminn. „Það var hringt í mig frá Frakklandi og ég hélt að einhver væri að gera at,“ segir Ragnar og hlær. „Ég fékk svo tölvupóst þar sem þetta var allt út- skýrt fyrir mér. Höfundarnir, Rancinan og Gaudriault, komu síð- an hingað fyrir ári og voru með mér í þrjá daga. Þau höfðu séð bók- ina mína, Andlit norðursins, ein- hvers staðar, og sjónvarpsþætti sem þýska sjónvarpið gerði með mér og voru sýndir víða um heim. Svo sáu þau myndir eftir mig hjá Mary Ellen Mark í New York. Mig grunar að hún beri einhverja ábyrgð á því að ég er með í verk- inu. Þau sögðu mér lauslega frá verk- efninu og ég fékk að vita um nokkra sem eru þarna með mér, eins og Mary Ellen, Nachtwey, Sal- gado, Elliott Erwitt, Ribaud og Burnett.“ „Litli titturinn í hópnum“ – Hvernig leist þér á að vera kominn í þennan félagsskap? „Ég var auðvitað ægilega glaður. Þetta eru margir mínir eftirlæt- isljósmyndarar gegnum árin. Þetta eru bestu ljósmyndarar í heimi, eins og Mary Ellen og Nachtwey. Og þarna eru margir bestu frétta- menn samtímans, en þeir eru iðu- lega ljósmyndarar; við erum fólkið á staðnum þegar atburðirnir ger- ast. Og þarna eru allskyns ljósmynd- arar. Ron Galella er einn frægasti „paparazzi“ allra tíma og svo eru þarna tískumeistarar á borð við Demarcelier og Watson. Ég er litli titturinn í hópnum,“ segir Ragnar og brosir breitt. Hefur sótt í kuldann Rancinan og Gaudriault hrifust af þeirri persónulegu heimilda- ljósmyndun sem er helsta ástríða Ragnars í ljósmyndun. Myndir hans á sýningunni eru frá Græn- landi og Íslandi. „Þau höfðu mikinn áhuga á heim- ildaverkefnunum sem ég hef unnið að hér í Norður-Atlantshafinu. Þau fjalla í textanum um það sem ég hef verið að gera í kulda og vondum veðrum. Þar liggur líklega að ein- hverju leyti mín sérstaða; ég sótti í kuldann hér á meðan aðrir ljós- myndarar fóru til Afríku að mynda. Maður þarf að horfa í aðra átt en aðrir.“ Svarthvítar heimildaljósmyndir Ragnars eru afar persónulegar og hann segir áhuga sinn á frekari verkefnum gríðarlegan. „Mér finnst ég ekki geta unnið að þessum verkefnum jafnmikið og ég kysi. Umhverfið styður ekki sérlega vel við svona ljósmyndun. Vitaskuld þarf að skrásetja raunverulegt líf í myndum, en iðulega er eins og fólk vilji frekar sjá einhverja vitleysu en raunveruleikann. Þar er ábyrgð fjölmiðla mikil. Ég ætla að vona að í þessari kreppu styrkist heimilda- ljósmyndun og umfjöllun um raun- veruleg málefni. Fólk líður víða skort, eða lifir sérstöku og áhuga- verðu lífi, en fjölmiðlar sýna ekki hvernig lífið er; þeir kjósa frekar að sýna Paris Hilton á fylliríi. Það er til skammar og hefur skaðað vit- ræna heimildaljósmyndun gríð- arlega. Nú er fólk að vinna í þessu af ástríðu, hver fyrir sig víða um heim, en utan fjölmiðlanna. Notkun á myndum hefur breyst gríðarlega í blöðum og tímaritum. Hún hefur versnað. En ég er bjart- sýnn og trúi að það muni breytast aftur til hins betra: Við lifum á myndaöld. Það er búið að skrifa Biblíuna og það er búið að skrifa Njálu. Heldurðu, ef höfundarnir hefðu átt myndavélar, að þeir hefðu ekki birt myndir af Jesú og Njáli? Prentmiðlar hafa elt útlit netsins, hafa minnkað myndir og dregið úr afrétti. „Sögumaðurinn hefur elst um 20 ár frá fyrstu myndinni til þeirrar nýjustu. Þetta er hluti af sögu landsins, sem ég tel að verði sífellt merkilegri með tímanum,“ segir hann. Ragnar verður í París á fimmtu- daginn þegar sýningin opnar. „Mér skilst að sýningin sé flenn- istórar síðurnar úr bókinni. Það er eins og maður gangi inn í bókina. Hvert okkar er með nokkrar opnur.“ Hann er vitaskuld spenntur að sjá útkomuna. „Þetta er ekki besti tíminn til að fara út, en mér er boðið og það verður gaman að hitta hinna ljós- myndarana. Þetta er eins og að hitta Bítlana og Rolling Stones – og vera boðið að spila með þeim!“ vægi þeirra, og það er ein af ástæð- um vandans sem þeir standa frammi fyrir. Þeir áttu að fara í hina áttina.“ Vinnur að fjórum bókum Á liðnum árum hefur Ragnar sýnt reglulega í Evrópu. Myndir hans hafa til að mynda verið sýndar á hátíðum í Vannes og Perpignan í Frakklandi, í Mílanó, á Paris Photo og í Altonaer-safninu í Hamborg. Þá hefur hann í tvígang sýnt í Gal- erie Argus fotokunst í Berlín. Hann vinnur um þessar mundir að fjórum bókum. Fyrirhugað er að Last Days of the Arctic komi út í fjölþjóðlegri útgáfu á næsta ári. Þar eru myndir af mannlífi og nátt- úru á norðurhjara. Önnur bók sem hann er að raða saman sýnir 20 ára sögu smalamennsku á Landmanna- Eins og að vera boðið að spila með Bítlunum  Ragnar Axelsson er meðal þeirra sem eru kynntir í nýrri bók sem helstu „lif- andi meistarar“ samtímaljósmyndunar  Honum er skipað á bekk með heims- kunnum kollegum, eins og Salgado, Nachtwey, Araki, Parr og Mark David LaChapelle Patrick Demarchelier Elliott Erwitt Roman Opalka Albert Watson Ron Galella Malick Sidibé Mimmo Jodice Oliviero Toscani David Burnett Ragnar Axelsson James Nachtway Pierre & Gilles Nobuyoshi Araki Rankin Antonin Kratochvil Martin Parr Eihoh Hosoe Reza Mary Ellen Mark Sebastiao Salgado Marc Riboud Ljósmyndararnir Morgunblaðið/Kristinn Heimildaljósmyndari „Vitaskuld þarf að skrásetja raunverulegt líf í myndum,“ segir Ragnar. The Photographer – Time and In- stant er heiti bókar sem kemur út í París á fimmtudag. Um leið opnar þar sýning á verkum þeirra 23 ljós- myndara sem fjallað er um. Verkefnið er hugarsmíð franska ljósmyndarans Gérard Rancinan og fréttamannsins og rithöfundarins Caroline Gaudriault. Hinir kunnu svissnesku úraframleiðendur Baume & Mercier standa að baki verkinu og hefur ekkert verið til sparað við að gera það sem glæsileg- ast. Höfundarnir hittu alla ljósmynd- arana á sínum heimaslóðum, hvort sem það var í Japan, Nígeríu eða á flakki með Ragnari um Suðurlandið. Baume & Mercier hafa styrkt ljós- myndasýningar margra virtra safna á liðnum árum, auk þess að styðja við ljósmyndara í metnaðarfullum verkefnum. „Við viljum ekki bara horfa á heldur taka virkan þátt í ljós- myndaheiminum. Þess vegna tókum við höndum saman með Rancinan og Gaudriault á ferð þeirra um sam- tímaljósmyndunina, þar sem við hittum fyrir helstu núlifandi meist- ara samtímaljósmyndunar,“ segir forstjórinn, Michel Nieto. Sýningin verður í Palais Tokyo næstu vikurnar og mun flakka um heiminn næstu tvö árin. Upplýsingar um The Photograph- er – Time and Instant má finna á vefsíðunni: http://www.baume-and- mercier.com „Helstu meistarar samtímaljósmyndunar“ FYRSTI fyr- irlestur vetrarins í fyrirlestraröð Mannfræðifélags Íslands: Vett- vangur, nálgun, siðferði, verður haldinn á morg- un í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar og hefst kl. 20. Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, flytur fyr- irlesturinn „Áskoranir, samvinna og siðgæði í lífssögurannsókn“ sem byggist á doktorsrann- sókn hennar. Þar leitaðist hún m.a. við að bregða ljósi á hina duldu sögu fólks með þroska- hömlun og skapa rými fyrir raddir þess sjálfs. Fræði Í Reykjavíkurakademíunni. Guðrún Valgerður ríður á vaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.