Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Aflagrandi 40 | Dagblaðalestur kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 10, út- skurður kl. 13 og félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, fé- lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Leikfimi, bútasaum- ur, handavinna, dagblöð, fótaaðgerð. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30, línu- danskennsla kl. 18, samkvæmisdans byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20, kennari er Sigvaldi. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.20, leiðbeinandi í handavinnu til há- degis, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og 13, alkort kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17 og skapandi skrif kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 10, brids og handavinna kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8 og 9, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, bókband kl. 10, gönguhópur kl. 11, biblíulestur kl. 14. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður, fjölbreytt leikfimi kl. 9 (frítt) o.fl. í ÍR- heimilinu v/Skógarsel, vatnsleikfimi í Breiðholtslaug kl. 9.50. Frá hádegi er spilasalur opinn. Gunnar Eyjólfsson leik- ari kemur í heimsókn kl. 13.30 og fjallar m.a. um ,,Hart í bak“. Kóræfing kl. 16. Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga og pútt kl. 10, Gaflarakórinn kl. 10.30, glerbræðsla og félagsvist kl. 13.30, tréskurður, Hjallabraut og gamla Lækjarskóla kl. 14, biljard- og púttstofa í kjallara opin kl. 9- 16. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9 og 10, Sig- urlaug. Spilað kl. 13. Hæðargarður 31 | Skapandi skrif kl. 16, félagsvist kl. 13.30, tölvuleiðbeiningar kl. 13.15, gáfumannkaffi kl. 15. Fastir liðir eins og venjulega. Uppl. í síma 411-2790. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi alla þriðjudaga og föstudaga í Grafarvogs- sundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og æfingar kl. 10.30, hand- verks- og bókastofa kl. 11.30, prjóna- klúbbur kl. 13, söng- og samverustund kl. 15. Fótaaðgerðast., s. 552-7522. Norðurbrún 1 | Handavinna hjá Halldóru frá kl. 9-12 og 13-16, boccia kl. 10. Opið smíðaverkstæði, útskurður. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9, boccia kl. 11, leikfimi kl. 11.30, leshópur kl. 13, kóræfing kl. 13.30 og tölvukennsla kl. 14.30. Hárgreiðslustofa opin kl. 9-16 og fótaaðgerðir kl. 9.15-15.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Fyrir hádegi er smiðja, bókband, postulínsmálun, morgunstund, boccia og hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar. Eftir hádegi handavinnustofan opin, upplestur, spilað og stóladans. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Leikfimi kl. 9.15, boccia kl. 10. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand FINNST ÞÉR EKKI HRÆÐILEGT AÐ BÚA Á GÖTUNNI, ELÍN? BÝRÐ ÞÚ EKKI Í SAMA HÚSI OG HUNDUR? MIKIÐ ER FALLEGT Í KVÖLD HVAÐ? ÉG ÆTLA HEIM AÐ SPILA HVAÐ? ÉG HEF MEIRIÁHUGA Á BEETHOVEN EN HAFNABOLTA HVAÐ? ÉG ER HÆTTUR. ÉG ÆTLA HEIM AÐ SPILA Á PÍANÓIÐ MITT HVAÐ? KALLI, AF HVERJU SEGIR ÞÚ ALLTAF ÞAÐ SAMA? BLESS, BLESS! ...OG KALVIN JÁ? ÉG ÆTLA BARA AÐ SITJA HÉR OG STARA Á VEGGINN Í KVÖLD ÞAÐ ER GOTT AÐ HEYRA GGKKHHK! Í SÍÐUSTU VIKU SAGÐI ÉG HELGU AÐ ÉG VILDI AÐ LÍFIÐ MITT VÆRI EINFALDARA ÞAU ERU EKKI MEÐ NEINA FÆTUR... MEGA ÞAU FARA UM BORÐ Á UNDAN HINUM? ÞARNA ER RÚNAR! SÆLL, RÚNAR! HÆ, LALLI! HÆ, ADDA! HVERNIG HEFUR KONAN ÞÍN ÞAÐ ANNARS? ÖRUGG- LEGA ÁGÆTT FYRIR HVAÐ VAR ÞETTA? KONAN HANS FÓR FRÁ HONUM UM DAGINN ÉG GERI ALLTAF RÁÐ FYRIR ÖLLU DRAGÐU OKKUR UPP! ÉG GET ENNÞÁ NOTAÐ HANDLEGGINN OG ÉG GET ENNÞÁ NOTAÐ VEFINN Velvakandi Í BERGSTAÐASTRÆTI er fjöldi fallegra húsa, mörg þeirra þarfnast and- litslyftingar og mega muna sinn fífil fegri eins og þetta sem sést á mynd- inni og verið er að gera við um þessar mundir. Morgunblaðið/Valdís Thor Húsaviðgerðir í miðbænum Okur ÉG og kærastinn minn búum í Bjarkavöllum í Hafnarfirði sem er í eigu Byggingarfélags námsmanna. Við feng- um tvo lykla við afhend- ingu íbúðarinnar en ég tapaði öðrum þeirra. Ég fór í Smáralindina til að gera nýjan en þar átti hún ekki lykilinn sem vantaði og ég var send á Laugaveginn. Þar höfðu þau ekki leyfi til að gera þennan lykil, svo ég var send í Skútu- voginn og þaðan á Bíldshöfða því þeir væru þeir einu með leyfi til að gera þennan lykil. Ég fór þangað og bað um tvo lykla, af- greiðslumaðurinn byrjaði að gera lykilinn og stoppaði svo og spurði mig hvort þessi lykill væri frá BN. Þá sagði hann mér að hann þyrfti leyfi frá þeim til að gera nýjan lykil og sagði mér að það væri nóg fyrir hann ef ég hringdi til þeirra og hann fengi að tala við einhvern frá BN. Þegar ég hafði samband við þau tjáði kona mér að ég þyrfti að panta lykilinn hjá henni og hún mundi sjá um að panta hann fyrir mig og rukkaði 1200 kr. fyrir einn lykil (þegar hann kostaði 600 kr. hjá smiðnum) Ég sagði henni þá að ég væri á staðnum og hvort hún gæti ekki bara gefið leyfi í gegnum símann, en það var ekki hægt. Ég pantaði lykilinn í gegnum síma og hún ætlar að rukka mig tvöfalt fyrir hann. Ég var þá búin að eyða helm- ingnum af bensíntanknum í að fara á fjóra staði. Svo sagði hún mér að ég mætti sækja lykilinn upp á skrifstofu til þeirra (sem er aðeins opin milli kl. 13-16) og ég er í skólanum alla daga til kl. 17:45. Svo ég spyr: Af hverju er verið að okra svona mikið á einum lykli? Og hvenær á ég að geta sótt hann? Ég verð læst úti það sem eftir er af önn- inni. Þórkatla Eva Víkingsdóttir. Spilling ÉG held að Björn Bjarnason dóms- málaráðherra sé nú endanlega firrtur allri heilbrigðri skynsemi. Að skipa endurskoð- endur þess óskapnaðar sem hér hefur átt sér stað í málefnum þjóð- arinnar er með ólík- indum. Að láta Valtý Sigurðsson rannsaka fjárglæfra og fjármálaspillingu í Exista, Kaupþingi, VÍS, Lýsingu og fleiri fyrirtækjum, sem sonur hans er í beinum tengslum við og forsvari fyrir, er forkastanlegt. Og að láta hinn ríkissaksóknarann, Boga Níelsson, rannsaka samskonar spillingu fjárglæfra sonar hans hjá Glitni, Stoðum og fleiri, er hámark siðblindu. Einnig má minna á grein Örnólfs Árnasonar um framkomu ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneyt- isins, spilafélaga Davíðs og jarðir sona sinna, einkavin og ráðgjafa Árna Matt., þegar hann seldi allt sitt í Landsbanka rétt áður en allt hrundi. Ef þetta sýnir ekki þá miklu spillingu innan ákveðinnar valdaklíku í Sjálf- stæðisflokknum þá veit ég ekki hvað þarf til að koma þessari valdaklíku á kné. Forsætisráðherra verndar seðlabankastjóra. Dómsmálaráð- herra skipar ríkissaksóknara til að rannsaka gjörðir sona sinna og þjóðin horfir orðlaus á. Hversu lengi ætlar þjóðin að láta þetta líðast? Hafsteinn Sigurbjörnsson.         Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.