Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 FYRRUM upplýsingafulltrúi danska flugfélagsins Sterling segir, að stjórnendur félagsins hafi beitt kerfisbundnum blekkingum í að- draganda gjaldþrots félagsins og fullyrt, að allt væri í lagi með rekst- urinn. Rulle Westergaard var ráðin upp- lýsingafulltrúi Sterling fyrir hálfu ári. Hún en segir við vefinn komm- unikationsforum.dk, að henni hafi verið vikið tímabundið frá störfum hálfum mánuði áður en félagið varð gjaldþrota vegna þess að hún hafi viljað gefa réttar upplýsingar um stöðu mála. „Við áttum auðvitað ekki að segja við umheiminn, að það væru engin vandamál og allt gengi vel. Það segir sig næstum sjálft. Því slíkt hefði ver- ið ósatt. En það völdu æðstu stjórn- endurnir að gera. Þeir vildu að fjöl- miðlar fengju jákvæðar upplýsingar um að starfsemin væri í góðu standi,“ segir hún. Westergaard seg- ist hafa neitað að taka þátt í slíku og reynt að útskýra hvaða áhrif stefna af þessu tagi gæti haft á trúverðug- leika félagsins í framtíðinni ef allt færi á versta veg. „Og þá var mér vikið tímabundið frá störfum,“ segir Rulle Grabow Westergaard. Sterling er í eigu Fons, félags í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Með gjaldþroti Sterling lögðust af 137 flugtök lágfargjaldaflugfélagsins frá Kaupmannahöfn í viku hverri, en gjaldþrot félagsins mun væntanlega leiða til aukinnar samkeppni á flug- leiðum til og frá Kastrup-flugvelli. guna@mbl.is Sakar stjórnendur Sterling um blekkingar Upplýsingafulltrúi Sterling vildi ekki ljúga og var sagt upp öðrum verkefnum, sinntu nú þróun EVE Online. Um þrjú hundruð manns á Ís- landi, í Bandaríkjunum og Kína vinna nú að þróun og rekstri EVE Online, en alls starfa um 400 manns hjá fyrirtækinu. Í nóvember í ár og í mars árið 2009 munu koma út stórar viðbætur við leik- inn. Meðal annars á að gera nýjum spilurum auðveldara að fóta sig í leiknum og keppa við þá sem leng- ur hafa spilað. Þá hefur tæknideild fyrirtækisins unnið hörðum höndum að því að uppfæra vefþjónaklasana, sem leik- urinn er keyrður á. Eru uppfærsl- urnar þegar hafnar, en aðferðir of- urtölvutækni verða nýttar við betrumbætur á hug- og vélbúnaði. Hefur CCP starfað náið með Microsoft og fleiri alþjóðlegum fyr- irtækjum við þessa vinnu. Mark- miðið er tvíþætt. Annars vegar að gera upplifun spilara enn betri, en leikurinn hefur átt það til að hökta töluvert þegar margir spilarar eru á sama svæði í leiknum. Þá munu vefþjónarnir leyfa fleiri leik- mönnum að spila leikinn á sama tíma. Efnahagshremmingar Áætlað er að þessar uppfærslur verði langt á veg komnar í mars 2009 og er því ekki undarlegt að sá tími sé valinn til að koma EVE leikjaboxum í verslanir á ný. Gera stjórnendur fyrirtækisins sér vonir um að nýtt dreifingarátak muni leiða til þess að spilurum fjölgi og þarf að ganga úr skugga um að vél- og hugbúnaður EVE geti stað- ið undir slíkri fjölgun. Yfirstandandi hremmingar í ís- lensku efnahagslífi hafa ekki snert CCP jafn harkalega og mörg önnur fyrirtæki. Tekjur CCP eru nær all- ar í erlendri mynt og þá hefur starfsemin verið endurskipulögð með það í huga að draga úr áhrif- um gengissveiflna á afkomu. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að útlitið er ekki bjart í hagkerfi heimsins. Því kemur það ekki á óvart að CCP skuli nú leggja meiri áherslu á gamalreynda vöru eins og EVE og slá öðrum verkefnum á frest. Allt frá því að CCP sameinaðist bandaríska fyr- irtækinu White Wolf hefur farið fram vinna að tölvuleik byggðum á World of Darkness heiminum. Er sá heimur byggður vampýr- um og varúlfum og er vel þekktur meðal hlutverkaspilara um heim allan. Vinna við tölvuleikinn hefur ekki verið stöðvuð, en gera má ráð fyrir að færri starfsmenn vinni nú að þróun hans en gerðu áður. CCP hefur aldrei fetað troðnar slóðir, hvort heldur í leikjaþróun eða markaðssetningu og hefur mik- ill metnaður alltaf einkennt starf- semi fyrirtækisins. Sést það á nýj- ustu viðbótinni, sem kynnt var á hátíðinni um helgina. Munu spil- arar í fyrsta sinn geta gengið um geimstöðvar, rekið verslanir og veitingahús, en hingað til hafa spil- arar aðeins flogið um í geim- skipum. Miðað við þá reynsluútgáfu sem kynnt var á föstudag jafnast myndgæðin á við það besta í hlut- verkaleikjum almennt og verður ekki séð að nokkur annar fjölnot- endatölvuleikur muni geta keppt við EVE á því sviði. Aukin áhersla lögð á EVE Online  CCP hefur gert dreifingarsamning við Atari og mun EVE Online fást í verslunum um heim allan  Vefþjónar leiksins verða uppfærðir og aðferðir ofurtölvutækni nýttir til að bæta tölvuleikinn Morgunblaðið/Ómar Leikjahátíð Gera má ráð fyrir því að gestir á leikjahátíð CCP hafi verið hátt í þúsund talsins að þessu sinni. Hátíðin var nú haldin í fimmta sinn og fer áhugi á henni sífellt vaxandi, en tugir erlendra blaðamanna sóttu hátíðina í ár. Hilmar sagði hins vegar að reynsla framleiðenda annarra fjölnot- endatölvuleikja hefði sýnt fram á að hægt væri að sækja töluverðar tekjur með sölu leikjanna úr versl- unum. Þá verður ekki hjá því litið að varan verður mun sýnilegri þegar leikjaáhugamenn sjá EVE-kassa í búðarhillum. Auðveldara verður að ná til þeirra, sem aldrei hafa heyrt á leikinn minnst. Vefþjónarnir uppfærðir Hilmar sagði jafnframt að hrist hefði verið upp í starfsemi fyr- irtækisins og meiri áhersla væri nú lögð á þróun EVE Online en gert hefði verið undanfarin misseri. Starfsmenn, sem unnið hefðu að Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is CCP HEFUR náð samkomulagi við tölvuleikjarisann Atari um dreifingu á EVE Online-tölvu- leiknum. Dreifingarnet Atari nær yfir tugi þúsunda verslana um heim allan og verður því hægt að kaupa EVE í verslunum, líkt og á við um flesta aðra tölvuleiki. Munu fyrstu boxin fást í verslunum 12. mars næstkomandi. Forstjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, greindi frá sam- komulaginu við Atari í lokaávarpi sínu á leikjahátíð CCP á laug- ardaginn. Allt frá 2003 hefur CCP farið þá óvenjulegu leið við dreifingu á tölvuleiknum EVE Online að láta hana fara alfarið fram á netinu. Reyndar gerði CCP dreifing- arsamning við útgáfufyrirtækið Simon & Schuster þegar EVE kom fyrst út um mitt ár 2003. Samvinna fyrirtækjanna þótt hins vegar ekki nógu góð og fór svo að CCP keypti aftur dreifingarréttinn af S&S og hefur sinnt dreifingarmálum sjálft. CCP hefur lært af samningnum við S&S og samkomulagið við Atari gerir ráð fyrir að öll markaðsvinna fari fram hjá CCP. Boxið, sem leik- urinn verður seldur í, verður hann- aður af CCP og hlutverk Atari verður eingöngu að dreifa leiknum í verslanir um allan heim. Dreifing yfir netið hefur gefist vel fyrir CCP, enda hefur spilurum EVE Online fjölgað ár frá ári. GJALDÞROTA bönkum í Bandaríkjunum fjölg- aði um tvo í lok síðustu viku. Hafa nú nítján bank- ar komist í þrot vestanhafs það sem af er þessu ári. CNN-fréttastofan greinir frá þessu. Tryggingasjóður innlána í Bandaríkjunum (Federal Deposit Insurance Corporation, FDIC) tilkynnti síðastliðið föstudagskvöld að sjóðurinn hefði lokað Franklin-bankanum, sem er með höf- uðstöðvar í Houston í Texas, og Security Pacific- bankanum í Los Angeles. Heildareignir Franklin-bankans í lok septem- ber síðastliðins námu um 5,1 milljarði dollara en bankinn var með samtals 46 afgreiðslustaði. Heildarinnlán voru þá um 3,7 milljarðar dollara. Security Pacific-bankinn var nokkuð minni, eða með heildareignir upp á um 560 milljónir dollara og fjóra afgreiðslustaði og samtals um 450 millj- óna dollara innlán. Viðskiptavinir bankanna eiga ekki að verða fyrir skaða, samkvæmt yfirlýsingu frá FDIC, þar sem aðrir bankar hafa yfirtekið inn- lán þeirra og aðrar skuldbindingar. Þá mun vera unnið að því að selja eignir þeirra. Frá því í ágústmánuði síðastliðnum hafa 12 bankar í Bandaríkjunum farið í þrot en fram að því höfðu 7 bankar orðið gjaldþrota á árinu. Áður en fjármálakreppan, sem nú ríður yfir heiminn, hófst á síðasta ári, með hruni húsnæðislánakerfisins í Bandaríkjunum, höfðu bankar þar í landi síðast orðið fyrir verulegum skakkaföllum á árinu 2002. Það ár urðu 11 bankar gjaldþrota. gretar@mbl.is Nítján bankar í þrot  Bönkum sem verða gjaldþrota í Bandaríkjunum heldur áfram að fjölga  Tveir í þrot í síðustu viku Reuters Þrot Washington Mutual var lokað í september og síðan þá hefur framhald orðið á bankaþrotum. ● LOFTLEIÐIR Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur að und- anförnu samið um flugvélaleigu við fjóra samstarfsaðila félagsins í jafn- mörgum heimsálfum. Heild- arverðmæti samninganna nemur um 125 milljónum dollara, eða um 16 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengisskráningu. Um er að ræða leigu á samtals sex þotum og er gildistími samninganna frá sex mánuðum til sex ára. Í tilkynningu segir að Loftleiðir hafi í lok síðustu viku undirritað samning við Yakutia Air Company í sjálfstjórn- arlýðveldinu Sakha í Síberíu í Rúss- landi um leigu á þriðju Boeing 757- 200-farþegaþotunni til Yakutia. Kem- ur þotan úr flota Icelandair, sem hefur dregið úr flugi. gretar@mbl.is Flugvélaleiga fyrir 16 milljarða króna FYRRVERANDI stjórnendur Landsbankans segja í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í gær að ekk- ert sé hæft í því sem Sigurður Ein- arsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Kaupþings, sagði í Markaðnum á Stöð 2 á laugardag- inn um að Landsbankinn hafi ekki átt eignir til þess að setja á móti Icesave-innstæðum. Uppgjör bankans staðfesti að staðan hafi verið traust og eignir vel umfram skuldir, enda eigið fé og víkjandi lán bankans um 350 milljarðar samkvæmt síðasta birta uppgjöri hans. Segir í yfirlýsing- unni að ef farið hefði verið að kröf- um breskra yfirvalda um að færa útlánasafn yfir í dótturfélag í einu lagi hefði það verið brot út á lána- samningum bankans og öll fjár- mögnun hans þar með í uppnámi. Þar segir jafnframt að umræður um að Icesave-kröfur lendi á þjóð- arbúinu séu á misskilningi byggðar, eignir bankans séu nægar til að mæta forgangskröfum. Hægt er að lesa yfirlýsinguna í heild sinni á mbl.is thorbjorn@mbl.is Landsbankamenn verja Icesave Hafna staðhæfingum Sigurðar Einarssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.