Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Kasmírpeysa í gjafaöskju er falleg jólagjöf • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 8 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI Á STIGAGANGINN Ný sending af bolum, peysum og jökkum frá Skeifan 11d 108 Reykjavík sími 517 6460 www.belladonna.is Stærðir 42-60 Eftir Ómar Garðarsson „ÞAÐ er mjög gaman að sjá lítið verkefni verða að stórum atburði sem nær til Suðurlands alls,“ sagði Kristín Jóhannsdóttir, kynningar- og menningarfulltrúi Vestmanna- eyjabæjar, um Safnahelgi á Suður- landi sem lauk í gær. Matur og menning var yfirskrift dagskrár Safnahelgar á Suðurlandi þar sem, auk sögu og menningar, var minnt á gamlar og nýjar hefðir í matargerð- arlist. „Þetta byrjaði fyrir fimm árum með því sem við kölluðum Safnanótt í Eyjum þar sem í boði voru list- og menningarviðburðir af ýmsu tagi. Núna er þessi Safnanótt okkar hér í Eyjum orðin að Safnahelgi á Suður- landi þar sem flest söfn á svæðinu bjóða upp á einhverja dagskrá. Einnig eru veitingastaðir með til- breytingu í mat og drykk,“ bætti Kristín við. Margt í boði Mjög margt var í boði á Safnahelgi í Eyjum sem byrjaði í Stafkirkjunni á föstudaginn. Eftir það rak hver við- burðurinn annan þar sem heimamenn og listamenn af fastalandinu komu við sögu. Það var magnað að heyra Hallgrím Helgason og Einar Kárason lesa upp úr bókum sínum í Herjólfsbæ sem reistur var fyrir nokkrum árum og á að minna á landnámsbæ Herjólfs sem fyrstur nam land í Vestmannaeyjum. Átti það ekki síst við sögu Einars, Ofsa, sem byggist á Sturlungu þar sem Flugumýrarbrenna er í miðdepli. „Þetta gekk allt upp hjá okkur, þátttaka var góð og fólk mjög ánægt. Það á ekki bara við hér í Eyjum því það sama á við á fastalandinu. Þetta samstarf á eftir að efla söfnin og skjóta frekari stoðum undir menning- artengda ferðamennsku,“ sagði Krist- ín. Góð þátttaka var í Safnahelgi sem fram fór um allt Suðurland með mat og menningu í öndvegi Lítið verkefni verður að stórum atburði Morgunblaðið/Sigurgeir Sjómannasögur Gestir í Sjóminjasafni Þórðar Rafns skemmtu sér vel við sögur Snorra Jónssonar. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞETTA er þróunarverkefni sem vonandi endar með því að við bú- um til nýja skólastefnu á Íslandi,“ segir Anna S. Árnadóttir framhaldsskóla- kennari. Hún fer fyrir hópi fólks sem stend- ur að þróun- arverkefninu HUX, lista- og tungumála- miðstöð á Eyr- arbakka. Þar verður börnum veitt ýmis fræðsla á erlendum tungu- málum, í þeim tilgangi að þau læri tungumálin og öðlist skilning á menningu mismunandi þjóða. Hugmyndin byggir á rann- sóknum á máltöku barna, þar sem fram kemur að þau eiga auðvelt með að læra fleiri en eitt tungu- mál. Ásta nefnir tvítyngd börn sem dæmi um þetta. „Upp að átta ára aldri geta þau búið til nýjar mál- stöðvar í heilanum og tungumálið festist betur,“ segir Anna. Í HUX, lista- og tungumála- miðstöð, er hugmyndin að kenna ýmsar greinar á erlendum tungu- málum og slá þannig tvær flugur í einu höggi. „Ég ætla að kenna krökkunum heimilisfræði og um- hverfisvernd og nota spænskuna við það,“ segir Anna en hún kennir spænsku og fleiri fög við Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi. Annar kennari mun kenna mynd- list, á frönsku. Þannig verða fjögur tungumál notuð við fræðsluna. „Þetta verður ekki eins og venjulegt tungumálanám, heldur eins og að taka málið á eðlilegan hátt,“ segir Anna. „Megintilgangurinn er að kenna tungumál. Við trúum því að með því að læra tungumál læri nemandinn heilmikið um menningu viðkomandi þjóðar og verði umburðarlyndari,“ segir hún einnig. Byrjað í janúar HUX verður með aðstöðu í Gón- hóli á Eyrarbakka og börn úr Ár- borg geta komið þangað fjórum sinnum í viku, eftir skóla. Reiknað er með að hópnum verði skipt í tvennt, í þeim yngri verða börn á aldrinum fimm til níu ára og í þeim eldri upp í þrettán ára aldur. Þegar er byrjað að taka við skráningum. „Við erum á fullu að undirbúa þetta og miðum við að hefja kennslu í janúar,“ segir Anna. Reiknað er með því að HUX verði þróunarverk- efni í tvö til þrjú ár. HUX-verkefnið fékk hæsta styrk við úthlutun menningarstyrkja Menningarráðs Suðurlands nú fyrir helgina, 700 þúsund krónur. Anna segir að sótt hafi verið um styrki víðar, auk þess sem mikið sé unnið í sjálfboðavinnu. Einhver þátt- tökugjöld þurfi að innheimta. Anna og samstarfsfólk hennar vonast til að starfsemin hafi áhrif inn í skólastarfið í landinu og að- ferðirnar leiði til þess að áhugi barna á námi glæðist. „Það er eins og áhuginn á náminu deyi fljótlega og sá brennandi áhugi sem er í byrj- un skólanáms helst ekki. Þessu er hægt að breyta með því að kenna börnunum það sem þeim finnst skemmtilegt,“ segir Anna S. Árna- dóttir. Notar spænsku við matreiðslukennsluna Listamiðstöð fræðir börnin á erlendum tungumálum Anna S. Árnadóttir ALLS fengu 36 verkefni styrki að fjárhæð samtals um ellefu miljónir kr. hjá menningarráði Suðurlands, við úthlutun sem greint var frá við opnun Safnahelgar á Suðurlandi. Hæstu styrkirnir, 700 þúsund krónur, fengu Alvar- lega félagið ehf. fyrir myndlistarverkefnið „Ferju- staði“ við Ölfusá og Anna S. Árnadóttir vegna stofn- unar HUX, lista- og tungumálamiðstöðvar. Ungmennahús sveitarfélagsins Árborgar fékk 500 þúsund kr. til að halda menningarhátíð unga fólksins á Suðurlandi, „Drepstokk 2009“. Sömu fjárhæð fékk Byggðasafn Árnesinga fyrir verkefni sem nefnist „Hvar varst þú 29. maí 2008?“ og Unglingakór Selfoss- kirkju vegna tónleikanna „Íslenskir söngdansar“. Önnur verkefni fengu styrki á bilinu 100 til 400 þús- und kr. Góð veiði Styrkir Menningarráðs Suðurlands voru afhendir við athöfn í Veiðisafninu á Stokkseyri. 36 verkefni fengu menningarstyrki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.