Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 ✝ Katla Sig-urgeirsdóttir fæddist á Brú við Suðurgötu hinn 14. ágúst 1958. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans hinn 31. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna G. Krist- geirsdóttir og Sig- urgeir Líka- frónsson. Katla var annað barn þeirra hjóna, elstur er Kristgeir og seinna bættust Daði og Stella í hópinn. Katla ólst upp í Reykjavík og sleit þar barns- skónum, en fór ung að aldri aust- ur í Möðrudal þar sem hún kynntist Sævari Pálssyni sem hún giftist árið 1980. Saman eignuðust þau dótt- urina Elvu Rakel, sem árið 2006 eign- aðist síðan soninn Aron Kristin Har- aldsson. Katla og Sævar slitu sam- vistum. Katla stundaði ýmis störf framan af ævi en síðustu 15 árin rak hún eigið fyrirtæki, Hagsbót, sem annaðist út- leigu á og umsjón með orlofsíbúðum verkalýðsfélaga víða um land. Við það starfaði Katla þar til hún veiktist af krabbameini í ársbyrjun 2008. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni 10. nóvember kl. 13. Þegar okkur barst andlátsfregn Kötlu flaug hugurinn til þess tíma er leiðir okkar lágu fyrst saman. Kraft- mikil, geislandi af áhuga stóð hún hér á hlaðinu, tilbúin til að stofna heimili á Refsstað 2 með Sævari kærasta sínum og Garðari bróður hans. Þeir bræður voru fæddir í sveit og kunnu til allra verka en hún kom úr borginni, aðeins tvítug að aldri. Vissi hún lítið hvað beið hennar en kjarkinn vantaði ekki og logandi af spennu skyldi tekið hverju því sem lífið í sveitinni og sambúðin bauð upp á. Þetta einkenndi Kötlu alla tíð. Hún eins og magnaðist upp við að takast á við óþekkt og erfið verkefni. Hún kokgleypti nýjar hugmyndir, lífsstíl, breytingar. En á fyrri hluta ævi hennar skorti mikið á úthald og flögraði hún oft frá hálfunnu verki. Meðan Katla bjó hér í næsta húsi og vann með okkur að heyskap og öðr- um sameiginlegum búverkum sáum við undraverðan kraft sem bjó í henni. Heybaggar fuku um hendur hennar upp á vagn eða inn í hlöðu, áburðarpokar þeyttust af bílpalli í stæðu. Katla tók ekki 5 slátur í pakka, nei – 30 slátur og fjöldi aðstoðarmanna fyllti húsið við sláturgerðina. Æ – en baggahirðing varð erfið til lengdar og áburðarpokarnir höfðu tilhneig- ingu til að þyngjast þegar leið á dag- inn og Katla okkar þyrfti skyndilega að skreppa í kaupstað. Aðstoðarfólk- ið í sláturgerðinni hóf upp gleðskap og þá gleymdi unga húsmóðirin hvar mörkin liggja milli skemmtunar og búrverka. En daginn eftir skokkaði hún hingað út í hús og bað um aðstoð við að gera mat úr því sem ekki skemmdist. Hún var aldrei „of stór“ til að viðurkenna mistök sín og leita til vina til þess að „redda“ því sem hægt var að laga. Nú þegar Katla er dáin er gott að hugsa svona til baka, því þrátt fyrir allt sem Katla lenti í um ævina var hún bráðskörp, skemmtileg, góð og trú vinkona, skapaði aldrei neikvæða hugsun í huga okkar sem þótti vænt um hana. Í minningu hennar er okk- ur skylt að sjá til þess að unglingar lendi ekki á villigötum og sjá til þess að þau fái alla þá aðhlynningu sem Katla missti af þegar hún lenti út af brautum samfélagsins á unglingsár- um. En kjarkur hennar og þor varð til þess að hún reif sig endurtekið upp úr vesöld og rugli, skapaði sér og dóttur sinn nýtt líf og síðustu 10 árin voru blómaskeið Kötlu, en við sem þekktum hana fyrr þökkum líka fyrir árin á undan. Rakel Elva, mömmu þinni þótti vænt um að vita að þú ert partur af pakkanum hér á Refsstað og verður alltaf velkomin í þína fæðingarsveit. Hugurinn er hjá þér núna þessa sorgardaga. Anna Kristgeirsdóttir, á þolin- mæði þína var oft reynt til hins ýtr- asta, en samúð okkar er öll hjá þér, Stellu og sonum þínum. Sævar, góði gamli vinur, kannski misstir þú meira en margir gera sér grein fyrir. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra og annarra sem eiga um sárt að binda við andlát Kötlu sem kvaddi alltof snemma. Ágústa, Þórður, Þorsteinn, Páll og Skúli. Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi þekkt allar hliðar Kötlu. En ég, líkt og allir sem þekktu hana, átti mína Kötlu, Katlhildi Kaaber. Kötlu Sigríði eins og við kölluðum hana stundum. Mín Katla keyrði stóra bíla, með Viceroy í munnvikinu, fullan bíl af líni og stoppaði alltaf þegar hún sá mann úti á götu og spurði hvert mað- ur væri að fara. Mín Katla sat með dagbókina fyrir framan sig, símann sér við hlið (jafnvel tvo) og lyklakipp- una í hendinni. Hún var svo óþreyt- andi dugleg að við komumst að þeirri niðurstöðu að ef það væri hægt að drífa sig, þá væri sko örugglega hægt að katla sig. Mín Katla opnaði flösku af Prince Christian og settist fyrir framan sjónvarpið (bara til að sofna yfir einhverjum æsispennandi trylli). Mín Katla gekk stolt niður Lauga- veginn á Gay Pride, líkt og aðra daga, umvafin vinkonum sínum. Mín Katla átti alltaf bros, sígarettur og einhver orð til að hlæja að, sínum smitandi hlátri, sama hvað bjátaði á. Mín Katla borðaði kartöflur með öllu. Mín Katla ljómaði, nema nátt- úrlega þegar hún gaus. Umfram allt minnist ég Kötlu sem manneskju sem var meira á lífi en við hin. Fólk safnaðist um Kötlu, ekki bara af því að hún var óendanlega sjarmerandi, heldur af því að ef mað- ur hitti rétt á fyllti hún alla í kringum sig af gleði. Hún er með sterkari manneskjum sem ég hef kynnst og sama hversu brothætt hún var sjálf á tíðum, þá gat maður aldrei vorkennt henni. Katla var mér sem stjúpfaðir, enda sú manneskja sem mamma mín, sjálfstæði einfarinn, hefur átt erfiðast með að lifa án. Vinátta þeirra er mælistikan sem allar aðrar vináttur heimsins verða bornar sam- an við. Hún kallaði mig stundum ljósið sitt. En í raun var það hún sem var sólin og ég, líkt og tunglið, endur- kastaði aðeins bjarma hennar. Ég vildi að ég hefði sagt henni þetta allt saman þegar hún var á lífi. Ég vildi að ég hefði sagt henni að ég elskaði hana, að ég sakna hennar nú og sé ekki fyrir endann á þeim sökn- uði, að hún gaf mér og mömmu meira en hún gerði sér grein fyrir og að líf- ið mun aldrei verða samt eftir dauða hennar. Ég vona að hún hafi vitað hvers virði hún var. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. Í dag kveð ég vinkonu mína, Kötlu, hinstu kveðju. Elsku Katla: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Katla, ég mun ávallt sakna þín, en aldrei gleyma þér. Sigurbjörg (Sibba). Elskuleg vinkona mín, Katla Sig- urgeirsdóttir, hefur nú kvatt þessa jarðvist eftir erfið veikindi. Þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum koma minningarnar upp í hugann, ljúfar og góðar, sem gott er að ylja sér við. Það var árið 1973, við í ung- lingadeild og ég ný í skólanum. Þú tókst mig að þér, passaðir að ég að- lagaðist félagahópnum. Tveimur árum seinna fórum við saman á heimavistarskóla því það gerðu allir – það átti að vera svo hollt að fara að heiman og standa á eigin fótum. Mjög svo skemmtilegt ár en erfitt í bland með tilheyrandi heimþrá. Margir góðir vinir frá þess- um tíma halda hópinn enn í dag. Þetta var langur og góður kafli í minningabankann sem við höfum svo oft sótt í. Árin liðu og margt gerðist. Þú giftir þig og eignaðist fallegu og yndislegu stelpuna þína hana Elvu Rakel. Lífið gekk sinn vanagang eins og hjá öllum. Það var í byrjun þessa árs að lífið tók óvænta stefnu – allt varð dálítið öðruvísi en það átti að vera. Fregnin um að þú værir með krabbamein kom eins og reiðarslag. Maður varð dofinn og spurði sjálfan sig: Hver er tilgangurinn með þessu öllu? Hvaða óréttlæti er þetta? En það var fátt um svör. Þú varst sterk og barðist af krafti og æðruleysi í gegnum þetta tímabil. Tíminn frá því að þú greind- ist og þar til yfir lauk var stuttur en mjög dýrmætur og ég er svo þakklát að hafa fengið að njóta hans með þér. Elsku vinkona, ég vil þakka þér alla vináttuna í gegnum tíðina. Ég vissi að þú værir hetja, það sýndir þú og sannaðir. Elsku Anna, Elva Rak- el, Aron Kristinn ömmustrákur, Stella, Jóhann, Salka Þorgerður, Daði, Kristgeir og allir ástvinir Kötlu, mínar innilegustu samúðar- kveðjur færi ég ykkur. Guð gefi ykk- ur styrk. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Hvíl í friði elsku Katla. Þú átt góða heimkomu vísa. Þín vinkona, Sigurjóna (Nóna). Elskuleg Katla okkar hefur kvatt þennan heim og hjartað fyllist trega og sorg. Minningar birtast og ylja um hjartað en kalla einnig fram tár. Kynni okkar Kötlu hófust árið 1991 þegar hún varð Dyngjukona og má með sanni segja að þá hafi verið straumhvörf í lífi okkar beggja. Sterkur persónuleiki einkenndi Kötlu og rík réttlætiskennd sem gerði það að verkum að ráðist var af heilindum í að byggja upp nýjan lífs- stíl sem mótaði síðan þau ár sem á eftir komu þar til yfir lauk. Þar kom til hugrekki og dirfska sem ekki er öllum gefin en Katla átti nóg af og barðist hún fyrir betra og innihalds- ríkara lífi fyrir sjálfa sig svo hún gæti deilt til þeirra sem hún unni mest. Á þessum tíma voru fáir sem trúðu því að hægt væri að gera slíkar breytingar með þá fortíð sem lá að baki. En Kötlu tókst það og varð fyr- irmynd margra kvenna um ókomin ár. Katla átti stóran þátt í að móta Áfangaheimlið Dyngjuna og gera hana að því sem hún er enn þann dag í dag. Hún vann gott og mjög óeig- ingjarnt starf þar og hjálpaði oft til með ákvarðanir í erfiðum málum. Nærvera hennar, þrautseigja, reynsla og öguð vinnubrögð gerðu það að verkum að mér fannst allt svo miklu léttara þegar Katla var með mér. Hún kenndi mér svo margt og var mér og fjölskyldu minni svo trú og trygg. Katla kveður okkur allt of fljótt eftir erfið veikindi sem fylgdi mikill sársauki fyrir hana og ekki síst þá sem elskuðu hana. En eftir sitja minningar um konu sem alla sína tíð barðist hetjulega fyrir tilveru sinni, rík af réttlætiskennd og hugrekki sem einkenndi framkomu hennar. Ég kveð þig elsku hjartans Katla mín og þakka þér fyrir að hafa gefið mér hlutdeild í lífi þínu. Ég votta Elvu minni, fjölskyldu og vinum Kötlu sem stóðu við hlið henn- ar mína dýpstu samúð og bið guð að gefa ykkur styrk inn í framtíðina. Ég kveð með söknuði sanna hetju sem auðgaði líf mitt og gaf mér gjafir sem lifa, lifa í mér og öllum þeim sem elskuðu hana. Þín vinkona Elísabet Dottý Kristjánsdóttir. Það dró ský fyrir sólu föstudaginn 31. október, þá slokknaði skærasta stjarnan á himnum, stjarnan hennar Kötlu vinkonu minnar. Margs er að minnast. Í kringum Kötlu var gleðin og glensið allsráðandi, þótt oft þyrfti hún að berjast og núna síðast við krabbamein sem hafði betur. Hún kenndi mér allt um kærleik- ann hún Katla og fyrir það er ég þakklát. Þetta eru fátækleg orð um stóra manneskju; að utan sem innan var hún Katla bara falleg. Far þú í friði Kaklan mín, minning þín er ljós í lífi mínu, þú auðgaðir líf mitt og sennilega lést þú engan ósnortinn sem fékk að kynnast þér. Elsku Elva Rakel, Aron litli, Anna, Kristgeir Daði og Stella, hug- ur minn er hjá ykkur, guð blessi ykk- ur í sorginni. Samúðarkveðjur frá Rögnu Mar- íu, Tinnu Brá, Marinó og Stellu Hauks. Þín vinkona, Anna Guðrún Ísleifsdóttir. Katla var 16 ára og mánuði betur og mig vantaði mánuð til að fylla 15 ár þegar við sáumst fyrst fyrir 34 ár- um. Þótt við værum um margt eins og svart og hvítt urðum við strax fé- lagar og fljótlega góðar vinkonur. Tveimur áratugum síðar tognaði á sambandi okkar vegna þess að leiðir okkar lágu sín í hvora áttina. En þótt ég heyrði ekki lengur reglulega í henni þá fylgdist ég með utan frá hvernig henni gekk af því að Katla var mér afskaplega kær. Nú þegar ævi minnar gömlu vinkonu er lokið þá finn ég fyrir kulda í garð örlag- anna fyrir það að taka lífið frá henni svo snemma. Katla var hrein og bein, hörku- dugleg, vel gerð og skarpvitur. Rætni var ekki til í Kötlu. Hefði hún ekki gott um fólk að segja þá valdi hún oft að tala ekki um það. En henni gat sárnað framkoma fólks. Aukaat- riði slógu Kötlu ekki út af laginu því hún greindi strax hismið frá kjarn- anum. Hún lék sér með íslenska tungu eins og þeir einir geta sem hafa góð tök á málinu. Frásagnar- gleði hennar, ritstíl og orðkynngi nýt ég enn þegar ég les bréfin og póst- kortin sem hún var svo dugleg að skrifa mér löngu áður en fólk tók til við að þjappa texta í sms. Katla var góð sögukona. Hún sagði svo skemmtilega frá að oft var ég byrjuð að hlæja löngu áður en hún var kom- in fram í miðja sögu. Væri henni verulega skemmt þá tók hún bakföll og skellihló sínum dillandi hlátri. Það var ekki annað hægt en að hlæja með henni. Katla hafði storminn í fangið drjúgan hluta ævinnar. Stundum skammaði ég hana fyrir það að gera sér hlutina erfiðari en ástæða var til. Hún maldaði í móinn, sagði að það væri svo margt sem hún ætti eftir að segja mér, en hún myndi segja mér það seinna. Það liðu mörg ár þar til að því kom. Þá vorum við eldri og lífsreyndari og ég skildi hana miklu betur en áður. Katla missti fótanna um nokkurra ára skeið, en af dugn- aði tókst henni að rísa aftur upp á fæturna. Af dugnaði og þrautseigju sem einkenndi margt af því sem hún gerði skapaði hún sér gott líf sem hún naut. Síðustu árin var hún alltaf brosandi og glöð þegar ég hitti hana á heimavelli hennar, 101 Reykjavík. Það var krabbamein sem lagði þessa sterku konu að velli. Ég vissi að hún hafði greinst með krabba- mein, en það var ekki fyrr en síðast- liðið sumar að ég vissi að krabba- meinið hafði tekið sig upp og að Katla myndi láta í minni pokann fyr- ir því. Ég var á leið inn á hálendið og yfir mig helltust minningar og hugs- anir. Daginn eftir fann ég mér fal- legan, gróðurvaxinn hól í annars gróðurlitlu umhverfi, hátt yfir sjáv- armáli, settist þar og hringdi til hennar. Hnyttna stelpan sem ég kynntist 34 árum fyrr var þarna enn. Enn lífsglöð, en líka raunsæ. Andlát Kötlu setur mig ekki hljóða vegna þess að það væri ekki í anda hennar. Mér þykir vænt um að Katla fékk mig til að standa við hlið sér á erfiðum og dimmum stundum lífs hennar. Það var oft erfitt, en það var sjálfsagt. Þremur vikum áður en hún lést treystum við því ekki lengur að lífið gæfi okkur lengri tíma saman og kvöddum hvor aðra í síðasta sinn. Helga Garðarsdóttir. Ég ætla að minnast Kötlu vinkonu minnar. Konunnar sem átti að minnsta kosti fleiri en níu líf. Vin- konu sem er mér svo kær að ég finn ekki réttu orðin til að lýsa henni en ætla samt að reyna. Það fetar enginn í spor Kötlu. Það er alveg víst. Seigl- an, þrautseigjan, gáfurnar, æðru- leysið, húmorinn og lífsgleðin eru orð sem verða fátækleg við tilhugs- unina um hana en eiga þó svo vel við. En líka orð eins og jaxl, frumkvöðull, töffari og sigurvegari. Ólýsanlega traustur vinur. Frumleg svo af bar Katla Sigurgeirsdóttir Elsku Gagga mín. Ég gaf þér einu sinni hús. Í því var verndin, hlýjan, ástin og von- in. Þetta var draumahúsið okkar. Ég vil að þú takir það með þér. Þín systir, Stella. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.