Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 V ið erum á lokasprett- inum. Okkur vantar ekki nema tvö hundruð þúsund upp á, en vissu- lega gæti orðið strembið að skrapa þeim krónum saman í kreppunni. Það á bara eftir að setja hurðir og þak á barnaskólann í Pak- istan, þá verður hann tilbúinn núna í desember,“ segir Sara Hrund Ein- arsdóttir, nemi við Fjölbrautaskól- ann í Ármúla, en fyrir tveimur árum stofnaði hún hjálparstarfsnefnd í skólanum sínum og réðst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur. Hún ákvað að safna fyrir byggingu skóla fyrir 200 börn í þorpinu Gujranwala í Pakistan. Afþökkuðu brúðargjafir „Allt á þetta upphaf sitt í því að ég og maðurinn minn giftum okkur úti í Las Vegas fyrir tveimur árum. Við héldum veislu þegar við komum heim til Íslands og okkur fannst svo hall- ærislegt að gera lista yfir eitthvað sem við vildum láta gefa okkur. Við ákváðum því að afþakka allar gjafir en þeir sem vildu máttu leggja pening inn á ákveðinn reikning og sú summa rann óskipt til upp- byggingar barnaskóla í Úganda. Þetta gerðum við í fullu samráði við ABC barnahjálp og mér varð ljóst við þessa vinnu að margt smátt getur gert eitt stórt. Í framhaldinu fór ég því til Gísla skólastjóra í skólanum mínum, Fjölbraut í Ármúla, og lagði fram tillögu um að setja í gang svona verkefni innan skólans. Hann tók vel í það og ég tók að mér umsjón verkefnisins, fór í alla bekki og kynnti starfið og bauð fólki að taka þátt í því. Mér finnst mikilvægt að kenna ungu fólki að setja sig í spor annarra. Tilgangurinn var líka að vekja nemendur til umhugsunar um hvað við hér á Vesturlöndum höfum það gott og hvað við þurfum í raun að gera lítið til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Það er hægt að byggja tvo skóla fyrir fjögur hundruð börn fyrir andvirði aðeins eins af þeim fjölmörgu flottu bílum sem ek- ið er hér um göt- urnar.“ Tónleikar, kökusala og fleira Sara segir að eftir þrjá mánuði hafi hjálparstarfs- nefndin verið gerð að val- áfanga við skólann, en vinnan við verkefnið er metin til tveggja eininga. „Þetta fór hægt af stað því við vor- um ekki nema þrjár af þúsund nem- endum sem völdum þennan áfanga fyrst. En við létum það ekki stoppa okkur, helltum okkur út í fjáröflun með kökusölu, héldum tónleika, gáfum út ljóðabók með ljóðum nemenda við skólann, héldum flóamarkað, seldum jólakort og gerðum ýmislegt fleira. Og þetta hefur undið upp á sig, núna eru fimmtán manns í þessum áfanga. Við erum búin að safna tveimur og hálfri milljón króna, en við þurfum að ná tveimur milljónum og sjö hundruð þúsundum. Fyrir þann pening er hægt að byggja skóla fyrir tvö hundr- uð börn, með borðum og stólum og einni heitri máltíð á dag.“ Stemning á flóamarkaði Sara segir vinnuna í hjálparstarfs- nefndinni fyrst og fremst felast í að skipuleggja og vinna við fjáröflun. „Hver manneskja í áfanganum bakar að minnsta kosti tvisvar í mánuði og við seljum kökur og annað í skólanum. Það skapast alltaf mikil og góð stemn- ing í kringum flóamarkaðinn, sem er í tvo daga í senn, einu sinni á hverri önn. Við höfum líka gengið í hús með bauka frá ABC barnahjálp og beðið um fram- lög. Þannig að þetta er heilmikil vinna og við höldum líka reglulega fundi til að fara yfir stöðuna og skipuleggja næstu skref. Við höfum alltaf lagt sjálf út fyrir kostnaði, í hverju sem hann felst. Allir sem hafa verið í þessum áfanga hafa verið rosalega duglegir og án þeirra væri verkefnið ekki komið svona langt. En stundum finnst okkur þetta ganga of hægt og ég hef vissu- lega hugsað sem svo að ef hver nem- andi í þúsund manna skólanum mínum léti af hendi rakna aðeins 2.700 krón- ur, þá væri á einu bretti búið að safna fyrir heilum barnaskóla. En ég tek það fram að hjálparstarfsnefndin er þakk- lát fyrir allan þann stuðning sem starfsmenn Ármúlaskóla hafa ávallt sýnt verkefninu.“ Skóli fyrir bæði kynin Bygging skólans er langt á veg kom- in og börnin tvö hundruð fá nú þegar kennslu og mat í bráðabirgða- húsnæði, svo það ríður á að leggja lokahönd á bygginguna. „Mér finnst svo ánægjulegt að það eru bæði stelpur og strákar í þessum skóla en þar sem meirihluti þjóðarinnar er múslimar er ekki sjálfgefið að stúlk- ur fái að mennta sig. En þar sem ABC barnahjálp eru kristileg sam- tök er skólinn opinn báðum kynjum. Ég valdi Pakistan af því að þörfin fyrir barnaskóla var mikil þar á þeim tíma sem þetta fór af stað. Mér fannst líka mikill kostur að maður sem hefur búið hér á Íslandi er milli- liður í þessu verkefni og býr þarna úti og fylgist með framvindu bygg- ingarinnar.“ Vonar að þetta verði öðrum skólum til fyrirmyndar Sara segir að þessi tveggja ára vinna hafi verið mjög gefandi, þó svo að hún hafi líka verið erfið. „En ég vona sannarlega að áfanginn haldi áfram í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla, þó svo að við klárum þetta verkefni vonandi núna fyrir áramót og að ég útskrifist í vor. Það þarf bara að finna nýjan leiðtoga og nýtt verkefni til að vinna að og þar er af nægu að taka. Ég vona líka að þetta verði öðrum skólum til fyrirmyndar. Versló fór reyndar í svona verkefni en það eru 27 framhaldsskólar á landinu og ef þeir væru allir með svona áfanga, þá mundi sko muna um minna fyrir börn í fátækum lönd- um.“ Sara segir að áhugi hennar á hjálparstörfum sé fyrst og fremst foreldrum hennar að þakka. „Ég ólst upp við þetta, mamma og pabbi hafa alltaf borið hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti. Eftir útskrift hef ég hug á að leggja mitt af mörk- um í hjálparstarfi með beinum hætti, til dæmis með sjálfboðavinnu, hvort sem það felst í því að safna fyrir mæðrastyrksnefnd, félag einstæðra foreldra eða einhverja aðra sem á þurfa að halda.“ Lítið þarf til að hjálpa mikið Sara Hrund Einarsdóttir lét brúðargjafirnar renna til uppbyggingar barna- skóla í Úganda. Kristín Heiða Kristinsdóttir ræddi við við hana um hjálparstarfið. Leikur að læra Nokkur barnanna í bráðabirgðahúsnæðinu bíða þess að skólinn verði tilbúinn. Þeir sem vilja leggja sitt af mörk- um til að klára söfnunina fyrir skólanum í Pakistan geta lagt inn á reikninginn: 1122-15-041700 kt:690688-1589. Allar nánari upplýsingar: www.abc.is Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mb.is Þeir eru ekki margir semmyndu treysta sér til aðsemja kennslubók í íslensku jafnvel þó að þeir væru komnir vel á fullorðinsár. Hulda Vigdísardóttir, sem er í tíunda bekk Tjarnarskóla, lætur slíkar vangaveltur þó ekki stöðva sig og samdi málfræði- kennslubókina Röndótt í vor, en hún er aðeins 14 ára gömul. Hún sá þess utan sjálf um hönnun og uppsetn- ingu bókarinnar, sem geymir einnig ljóð og efni tengt lesskilningi. „Ég var að æfa mig fyrir sam- ræmda prófið í íslensku sem ég tók í vor og ætlaði efnið bara sem upp- rifjun,“ segir Hulda þegar blaða- maður og ljósmyndari hitta hana hádegi eitt í skólanum. Bókin reyndist Huldu vel við upprifjunina og náði hún íslenskuprófinu með góðum árangri. Í Tjarnarskóla þurfa nemendur að vinna þrjú rannsóknarverkefni á ári fyrir utan tíundubekkinga og aðra sem taka samræmd próf, en þeir skila tveimur verkefnum. Hulda áttaði sig hins vegar ekki strax á því að svo væri og lét sér því detta í hug að skila bókinni sem einu slíku vekefni. Þar sem þess reyndist síðan ekki þörf í vor skilaði hún kennslubókinni þess í stað inn sem einu af rannsóknarverkefnum þessa skólaárs og fylgir henni nú mál- fræðikennsludiskur sem Hulda samdi einnig. Dansinn freistandi „Þetta þróaðist bara svona,“ seg- ir Hulda sem hefur gaman af að fikra sig áfram með grafíska hönn- un í tölvunni heima. Hún sá því einn- ig alfarið um þann hluta bókagerð- arinnar, en fékk móður sína og föður til að aðstoða sig við próf- arkalesturinn. Tími Huldu fer engu að síður að stærstum hlut í skólann og ballett- æfingar, en Hulda hefur stundað ballett frá því að hún var fjögurra ára og er nú á framhaldsbraut í Klassíska listdansskólanum hjá Guðbjörgu Astrid Skúladóttur. Það eru því langar dansæfingar flesta daga vikunnar. „Ein besta vinkona mín er í ballett líka,“ segir Hulda og viðurkennir að það freisti vissulega að reyna að hafa atvinnu af dans- inum í framtíðinni. Áður verða þó líklega Mennta- skólinn í Reykjavík eða Mennta- skólinn við Hamrahlíð fyrir valinu og stendur hugur Huldu til þess að fara annaðhvort á málabraut eða listdansbraut. Viðurkenning fyrir bókagerðina Af skólafögunum heillar enda ís- lenskan hana mest og hrósar hún ís- lenskukennara sínum Karen Ósk Úlfarsdóttur í hástert. En Hulda er nú í fjarnámi við Fjölbrautaskólann í Ármúla í íslensku, þýsku og lífs- leikni. „Íslenska hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt,“ segir Hulda og telur ekki útilokað að hún eigi eftir að velja íslenskunám í háskól- anum seinna meir. Þangað til er aldrei að vita nema samnemendur hennar fái afnot af kennslubókinni góðu við sinn próf- lestur. Tjarnarskóli hefur að minnsta kosti tilnefnt Huldu til að hljóta viðurkenningu fyrir skólans hönd á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember nk. Íslenskan í uppáhaldi Morgunblaðið/Kristinn Bókarhöfundur Íslenska er uppáhaldsfag Huldu Vigdísardóttur, sem einn- ig sinnir balletinum af miklum áhuga. Fjótán ára stúlka í Tjarnarskóla hefur samið kennslubók í málfræði Rúmlega hundrað nemendur hlutu viðurkenningu frá mennta- sviði Reykjavíkurborgar á degi ís- lenskrar tungu í fyrra, er við- urkenningarnar voru veittar í fyrsta sinn. Skólarnir sjálfir tilnefna nem- endurna og eru viðurkenningar m.a. veittar fyrir framfarir í lestri, ritað mál og tjáningu. Meðal þeirra nemenda sem verðlaunaðir voru í fyrra var hópur 9. bekkinga í Réttarholtsskóla sem búið höfðu til margmiðlunarverkefni byggt á Gísla sögu Súrssonar. Búist er við að svipaður fjöldi nemenda hljóti viðurkenningu þetta árið, en verðlaunaafhend- ingin fer fram í Ráðhúsinu 16. nóvember nk. Tjáning, lestur og ritað mál Dugleg Hug- sjónamann- eskjan Sara heima með hvítu kisuna Núll. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.