Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Stóísk ró Á meðan mótmælin loga allt í kring skoðar ung manneskja bókina sína um Gorm sem slær í gegn. Aðrir vilja stöðva spillinguna eða koma ráðamönnum frá. Ef unga kynslóðin, sem taka á við búinu úr höndum núverandi valdhafa, er svona æðrulaus er líklega fátt að óttast í framtíðinni. Ómar Ingibjörg Elsa Björnsdóttir | 9. nóvember 2008 Þrískiptingu ríkisvaldsins á Íslandi er ábótavant! Mér hefur lengi fundist sem þrískiptingu rík- isvaldsins á Íslandi sé ábótavant. Einkum brá mér hastarlega þegar farið var að skipa sjálfstæð- ismenn pólitískt sem hæstaréttardómara. Þar fannst mér að væri verið að brjóta reglur um þrískipt- ingu ríkisvaldsins. Það er grundvallaratriði að dómsvaldið sé sem mest óháð fram- kvæmdavaldinu þannig að spilling skapist ekki. Á þessu hefur orðið alvarlegur mis- brestur hér á landi. Ráðherraræði er líka alltof sterkt hér og Alþingi hefur verið nið- urlægt. Við þurfum því að hefja upp um- ræðu um grundvallarstoðir lýðræðisins og hvernig við getum tryggt betur þrí- skiptingu ríkisvaldsins samkvæmt Mon- tesqueu, Locke, Berkeley og Hume. Við þurfum að fara aftur í grunn lýðræðisins og spyrja þeirrar spurningar: Búum við við raunverulegt lýðræði í dag? Meira: ingibjorgelsa.blog.is Ómar Ragnarsson | 9. nóvember 2008 „Mótmælin snerust upp í …“ Í fréttum var sagt að mót- mælin á Austurvelli hefðu „snúist upp í það að kasta eggjum í Alþingishúsið og að mannfjöldinn hefði veist að lögreglunni, sem var fáliðuð. Sömuleiðis mátti halda af myndum og frásögn að á friðsamlegum fundi við Ráðherrabústað- inn um daginn hefði liður í mótmæla- fundinum þar verið að brenna fána. Fánabruninn hófst á vegum fámenns hóps eftir að fundinum hafði verið slitið og var því alls ekki hluti af fundinum. Síendurteknar frásagnir af þessu tagi varpa röngu ljósi á hegðun nær allra fundarmanna á mótmælafundunum. Meira: omarragnarsson.blog.is Guðmundur Magnússon | 9. nóvember 2008 Eignist útlendingar bankana Hugmynd Vilhjálms Egils- sonar um að erlendir bankar fái íslensku rík- isbankana upp í skuldir gömlu einkabankanna hefur vakið mikla athygli. Vilhjálmur telur að þannig sé hægt að fá alþjóðlega fjármálakerfið til að hjálpa til við uppbyggingu efnahags á Íslandi. Í leiðara Morgunblaðsins í dag er talað um að skoða þurfi þessa hugmynd alvarlega. Fleiri hafa tekið í sama streng … En mað- ur er samt hugsi. Ef útlendingar eignast bankana eignast þeir um leið skuldir al- mennings, heimilanna, og allra helstu fyrirtækja landsins, þar á meðal veðsett- an kvóta. Meira: gudmundurmagnusson.blog.is FRÉTT þess efnis að Jón Ásgeir Jóhannesson, sem hlaut skilorðs- bundinn refsidóm í svokölluðu Baugsmáli, hefði náðarsamlegast vikið af fundi í stjórn 365 hf. þegar stjórnin samþykkti sölu á kjarna- eignum 365 hf. til einkahlutafélags- ins Rauðsólar, sem sagt er í 100% eigu Jóns Ásgeirs, vakti óskipta at- hygli mína. Fréttin var athygl- isverð fyrir margar sakir. Mig rak í rogastans af annarri ástæðu en flesta. Ég hugsaði einfaldlega: Hvers vegna situr hann yfirhöfuð enn í stjórn 365 hf.? Spurningin helgast af því að ákvæði í hlutafélagalögum leggja blátt bann við stjórn- arsetu manna sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot á nánar tilgreindum lögum í þrjú ár frá því að dómur fellur, sbr. 1. mgr. 66. gr. hluta- félagalaga. Ákvæðið er alveg skýrt og ótvírætt. Hafi menn hlotið dóm fyrir brot á þeim lögum sem þar eru tilgreind á síðustu þremur árum mega þeir ekki sitja í stjórnum fyrirtækja. Ekki skipt- ir máli hvort dómur hljóðar upp á sektir eða önnur viðurlög og heldur ekki hvort hann er skilorðsbundinn. Þetta eru svokölluð almenn hæfisskilyrði fyrir stjórnarsetu. Uppfylli menn þau ekki geta þeir ekki setið í stjórn. Þótt stjórnarseta sé að jafnaði ákvörðun aðal- funda er ljóst að almenna hæfið til stjórnarsetu fellur niður við uppkvaðningu refsidómsins. Við slíkar aðstæður hvílir í fyrsta lagi sú skylda á viðkomandi stjórnarmanni að segja sig án ástæðulauss dráttar úr stjórninni. Ef viðkomandi stjórnarmaður sinnir ekki þessari afdráttarlausu og skýru lagaskyldu, ber stjórninni að taka málið fyrir á næsta stjórn- arfundi eftir að dómur er fallinn og boða hlut- hafafund þar sem kosning nýs stjórnarmanns er dagskrárliður, sbr. 2. mgr. 64. gr. hluta- félagalaga. Þröng undantekning er gerð frá þessari skyldu stjórnar, og lýtur hún einungis að heim- ild til að fresta kjöri nýs stjórnarmanns, sem á að koma í stað þess sem misst hefur hæfi til setu í stjórn, til næsta aðalfundar, svo fremi sem stjórnin sé ákvörðunarbær með þeim stjórnarmönnum og varamönnum sem eftir eru. Við skoðun á greinasafni Morgunblaðsins kemur í ljós að Jón Ásgeir deilir þeirri skoðun með mér að honum sé ekki sætt í stjórnum hlutafélaga að gengnum dómi í Baugsmálinu. Í viðhafnarviðtali við Agnesi Bragadóttir hinn 29. júní sl. sagði hann orðrétt: „Lögin eru mjög skýr, eins vitlaus og þau eru.“ Í viðtalinu sagði Jón Ásgeir jafnframt: „En það er alveg klárt að ég mun ekki sitja í stjórnum ís- lenskra fyrirtækja, einfaldlega vegna þess að ég mun ekki brjóta lög.“ Síðan klykkti hann út með því að lýsa yfir: „Innan þriggja til fjög- urra mánaða verð ég kominn úr öll- um stjórnum íslenskra félaga, en sumt tekur svolítið lengri tíma en annað.“ Í dag eru liðnir röskir fjórir mán- uðir frá umræddu viðtali og talsvert lengra er frá því að dómur Hæsta- réttar gekk. Af þessari ástæðu grennslaðist ég fyrir um stjórnarsetu Jóns Ás- geirs í félögum almennt (heimild Creditinfo Ís- land), eitthvað sem með réttu ætti að vera hlut- verk rannsóknarblaðamanna. Kom á daginn að hann situr enn í stjórnum 13 félaga. Hann er stjórnarformaður í eftirtöldum félögum: 365 hf., 365-miðlar ehf., Stoðir invest ehf., Milton ehf. Hann er stjórnarmaður í: Þú blásól ehf., M- Invest ehf., Cidea ehf., Artic Investments ehf., Fjárfestingafélagið Gaumur ehf., Reykjavík Re- cords ehf., Hagar hf., Eignafoss ehf., M Fas- hions hf. Í sumum þessara félaga hafa verið haldnir hluthafafundir síðan dómur gekk. Á það t.d. við um 365 hf., en Jón Ásgeir situr enn sem fastast. Það tel ég vísbendingu um skýran og einbeittan brotavilja manns sem er á skilorði. Í réttarríki kallar slíkt á viðbrögð. Hlutafélagaskrá hefur eftirlit með að lögum um hlutafélög sé fylgt og getur að viðlögðum dag- eða vikusektum skikk- að menn til að inna skylduverk af hendi, sbr. 152. gr. hlutafélagalaga. Þá segir í 156. gr. lag- anna: „Sá sem vanrækir tilkynningar til Hluta- félagaskrár samkvæmt lögum þessum skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.“ Það er mér hulin ráðgáta hvað veldur að Hlutafélagaskrá sinni ekki eftirlitshlutverki sínu og bregðist við 13 földum brotum á lögunum sem stofnunin á að framfylgja, sér í lagi í ljósi þess að eftirfarandi kom fram í 24 stundum hinn 7. júní sl. undir fyrirsögninni Jón Ásgeir ekki stjórntækur: „Sakborningarnir í Baugsmálinu mega ekki sitja í stjórnum né vera framkvæmdastjórar samkvæmt hlutafélagalögum. Eru lögin ótvíræð um þetta efni, að mati Skúla Jónssonar, for- stöðumanns Hlutafélagaskrár.“ Kom því nokkuð á óvart að lesa eftirfarandi í Viðskiptablaðinu hinn 6. nóvember sl.: „Þegar Viðskiptablaðið leitaði útskýringa á áframhaldandi stjórnarsetu Jóns Ásgeirs, t.a.m. í stjórn 365-miðla, fengust þau svör hjá Hluta- félagaskrá að honum væri ekki skylt að víkja fyrr en á næsta aðalfundi eftir dómsuppkvaðn- ingu.“ Ég hef rakið hér að ofan, að uppfylli stjórn- armaður ekki lengur þau skilyrði að hann geti verið í stjórn (almenn hæfisskilyrði) er honum einfaldlega ekki sætt frá þeim tíma. Skv. skýr- um ákvæðum laga er einungis hægt að fresta kosningu nýs stjórnarmanns til aðalfundar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Af þessu leiðir að Hlutafélagaskrá getur ekki ákveðið að Jón Ásgeir sitji fram að næsta aðal- fundi, enda ber henni eins og öðrum stjórnvöld- um að framfylgja lögum en ekki búa til nýjar reglur, sem ekki eiga sér stoð í lögum. Er aug- ljóst að gengið er þvert á 3ja ára reglu laganna ef menn geta setið áfram í stjórnum vel á annað ár eftir að dómur um refisverðan verknað fellur. Ég skora því á forstöðumann Hlutafélaga- skrár að sinna skyldu sinni að eigin frumkvæði og beina þeim fyrirmælum til Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar að hann víki úr stjórnum og láti af störfum sem framkvæmdastjóri í íslenskum hlutafélögum og einkahlutafélögum, að við- lögðum dagsektum, sbr. 152. gr. hlutafélagalaga. Í leiðinni mætti forstöðumaðurinn, að viðlögðum dagsektum, kalla eftir ársreikningum eign- arhaldsfélagsins Fengs hf., sem er í eigu Pálma Haraldssonar, viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs. Síð- asti ársreikningur sem Pálmi skilaði til Hluta- félagaskrár vegna þess félags var fyrir árið 2004 (lagaskylda er til árlegra skila á reikningum). Ef forstöðumaðurinn skirrist ítrekað við að framfylgja lögum hlýtur yfirmaður hans, við- skiptaráðherrann, að láta til sína taka, þó að það kunni að leiða til þess að Rauðsólin hnígi til við- ar og illur Fengur fari forgörðum. Jafnframt sýnist mér að vanræksla Jóns Ás- geirs á að sinna tilkynningu um úrsögn úr stjórnum umræddra félaga varði sjálfstætt við 156. gr. hlutafélagalaga, þ.e. sektum eða fangelsi allt að einu ári. Í réttarríki er það hlutverk lög- reglu að láta ásetningsbrot manna á skilorði ekki viðgangast. Ég vænti þess að kraftar lög- reglu fari ekki allir í að eltast við menn sem flagga Bónus-fánanum niðri við Austurvöll. Er ekki örugglega sama hvort maður heiti Jón eða séra Jón (Ásgeir)? Eftir Pál Ásgrímsson »Er augljóst að gengið er þvert á 3ja ára reglu laganna ef menn geta setið áfram í stjórnum vel á annað ár eftir að dómur um refsiverðan verknað fellur. Páll Ásgrímsson Höfundur er héraðsdómslögmaður. Hafinn yfir lög, þrettán sinnum? BLOG.IS Guðjón H. Finnbogason | 8. nóvember 2008 Nautahryggssneiðar Hráefni 800 g nauta- hryggssteik/snitzel (í fjórum 200 g steikum) 4 msk. ólífuolía til steikingar 250 g villi- grjónablanda (Basmati Wild frá Tilda) 1 stk. rauð- laukur 6 dl kjúklingasoð (eða vatn og Knorr-teningur) 4 msk. ólífuolía til steik- ingar 10 stk. hvítlauksrif 1 stk. vorlaukur 1 bakki baunaspírur 1 stk. gulrót. Bankið kjötsneiðarnar varlega. Snöggsteikið síð- an í heitri olíu í 2-3 mín. á hvorri hlið og snúið nokkrum sinnum. Saxið hvítlauk og rauðlauk og annað grænmeti. Hitið ólífuolíu í potti eða á pönnu, léttsteikið hvítlauk, rauðlauk og hrísgrjón. Bætið kjúklingasoðinu saman við og látið sjóða í 10 mínútur. Bætið öðru grænmeti sam- an við og blandið vel, látið sjóða í aðrar 10 mínútur. Skiptið síðan grjónablönd- unni á diska og leggið steikina yfir. Meira: kokkurinn.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.