Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2008 Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Krossgáta Lárétt | 1 svipuð, 4 lófa- tak, 7 úthlaup, 8 þurrk- uð út, 9 kvendýr, 11 dauft ljós, 13 ókeypis, 14 lina, 15 þurrð, 17 skran, 20 óhræsi, 22 losar allt úr, 23 afturelding, 24 sér eftir, 25 nam. Lóðrétt | 1 mánuður, 2 hlífir, 3 úrræði, 4 út- ungun, 5 sár, 6 erfiðar, 10 tákn, 12 umdæmi, 13 skip, 15 dramb, 16 snák- ur, 18 ótti, 19 kjarni, 20 ókyrr, 21 baldin. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrekkvísi, 8 afber, 9 lævís, 10 píp, 11 skima, 13 afræð, 15 stekk, 18 stæra, 21 agn, 22 stirð, 23 álkan, 24 ástleitni. Lóðrétt: 2 rebbi, 3 karpa, 4 vilpa, 5 Sævar, 6 haus, 7 ósið, 12 mók, 14 fát, 15 sess, 16 efins, 17 kaðal, 18 snáði, 19 æskan, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 10. nóvember 1913 Farþegar voru fluttir með járnbrautarlest í fyrsta og eina skipti hér á landi. Verk- takar við Reykjavíkurhöfn breyttu flutningavögnum til að geta flutt blaðamenn og fleiri frá höfninni að Öskju- hlíð. „Tók sú ferð 10 mínútur,“ sagði Morgunblaðið. 10. nóvember 1944 Þýskur kafbátur sökkti flutn- ingaskipinu Goðafossi út af Garðskaga en skipið var að koma frá Bandaríkjunum með viðkomu í Skotlandi. Tuttugu og fimm fórust en nítján var bjargað. Einnig fórust átján skipbrotsmenn af breska olíu- skipinu Shirvan, sem bjargað hafði verið skömmu áður um borð í Goðafoss. 10. nóvember 1967 Strákagöng við Siglufjörð voru formlega tekin í notkun. Þau voru þá lengstu veggöng- in, um 800 metrar. Þar með komst bærinn í vegasamband allt árið. „Einangrun Siglu- fjarðar rofin,“ sagði Morg- unblaðið. 10. nóvember 1984 Suðurlína var tekin í notkun og lauk með því hringteng- ingu raforkukerfis landsins. Framkvæmdir við svonefndar byggðalínur stóðu í tólf ár. 10. nóvember 1994 Eiður Smári Guðjohnsen gerði samning við PSV Eindhoven í Hollandi og varð þar með yngsti íslenski atvinnumað- urinn í knattspyrnu, rúmlega 16 ára. 10. nóvember 1999 Hiti mældist 22,7 stig á Dala- tanga við Mjóafjörð. Þá var slegið hitamet á landinu í þess- um mánuði frá sama degi og sama stað árið 1971. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Sudoku Frumstig 8 2 9 7 3 1 7 8 6 5 4 8 2 7 3 8 5 3 9 5 3 6 2 7 4 2 3 1 2 5 4 6 6 1 2 5 5 2 7 2 4 6 4 6 3 5 4 1 8 9 1 2 5 7 1 7 2 5 3 2 2 1 9 5 8 1 9 4 5 4 7 4 6 2 9 8 3 1 2 9 3 5 3 1 7 8 5 9 3 3 2 5 4 7 3 9 2 5 6 7 4 8 1 1 5 4 3 8 9 6 7 2 6 8 7 1 2 4 3 9 5 7 4 8 9 5 6 2 1 3 2 6 1 7 3 8 9 5 4 5 3 9 4 1 2 7 6 8 8 7 3 6 4 5 1 2 9 9 1 5 2 7 3 8 4 6 4 2 6 8 9 1 5 3 7 9 3 4 7 6 2 5 1 8 1 8 6 5 9 4 7 2 3 7 5 2 8 3 1 9 6 4 5 6 9 1 7 3 8 4 2 8 2 3 4 5 9 6 7 1 4 7 1 6 2 8 3 5 9 3 9 5 2 1 7 4 8 6 2 4 7 9 8 6 1 3 5 6 1 8 3 4 5 2 9 7 6 5 2 4 9 1 8 7 3 9 4 8 7 3 5 6 1 2 3 1 7 6 2 8 5 4 9 8 3 1 2 5 6 4 9 7 2 6 4 3 7 9 1 8 5 7 9 5 1 8 4 3 2 6 5 7 9 8 1 3 2 6 4 4 8 3 9 6 2 7 5 1 1 2 6 5 4 7 9 3 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. dagbók Í dag er mánudagur 10. nóvember, 315. dagur ársins 2008 Víkverja eru strætómál hugleikinog er hann eindregið þeirrar skoðunar að góðar almennings- samgöngur séu flestra meina bót. Þær eigi, sé rétt að málum staðið, að auðvelda borgarbúum lífið og draga úr útgjöldum heimilanna. x x x Víkverja þykir þó ósanngjarnt aðgrunnskólanemar séu und- anskildir því að fá frítt í strætó. Há- skóla- og framhaldsskólanemendur njóta nú þessara réttinda en ekki grunnskólanemar. Það sýnir ekki mikinn stuðning við barnafjölskyldur og hvetur ekki foreldra til að hætta að skutla börnum sínum fram og til baka og kenna þeim frekar á strætó. x x x Elsta barn Víkverja telst nú ung-menni samkvæmt aldursflokkunarkerfi Strætó þar sem það er orðið 12 ára. Sextán miða kort kostar því 1.600 krónur nú miðað við 750 krónur fyrir 20 miða kort áður, sem er veruleg hækkun. Kortið dugir ekki nema í tæpar tvær vikur og nálgast strætóútgjöldin því 4.000 krónur á mánuði. x x x Víkverji reynir að forðast tal umkreppu og fjárhagsvanda þegar börnin heyra til. Hann hefur þó reynt að ræða kreppumálin við börnin en það er ekki auðvelt og þau eiga oft erfitt með að skilja markaðslögmál og af hverju þarf yfirleitt að borga fyrir að geta lifað. En kreppan fer ekki framhjá vökulum barnseyrum og þegar lottópotturinn var sem stærst- ur um daginn vildi 8 ára sonur Vík- verja ólmur kaupa miða. Það var gert og sonurinn lýsti því yfir að hann ósk- aði þess að miklir peningar fengjust út á miðann. „Og er það svo við getum kannski farið til útlanda og gert eitt- hvað skemmtilegt saman?“ spurði Víkverji soninn. „Nei, bara svo við getum örugglega keypt brauð og svo- leiðis,“ var svarið. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. d3 b5 7. Bb3 d6 8. a4 Bd7 9. c3 0-0 10. Rbd2 Ra5 11. Ba2 c5 12. He1 h6 13. Rh4 Kh7 14. Rf5 Bxf5 15. exf5 Rc6 16. g4 Kg8 17. h4 Rh7 18. Bd5 Hc8 19. axb5 axb5 20. Df3 Rb8 21. g5 hxg5 22. Re4 Rd7 23. hxg5 Rxg5 24. Bxg5 Bxg5 25. Ha6 De7 26. Ha7 Hfd8 27. Dh5 Bh6 28. Kh1 Kh8 29. Hg1 Rf6 Á rússneska meistaramótinu urðu þrír stórmeistarar jafnir og efstir svo að heyja þurfti aukakeppni um meist- aratitilinn. Staðan kom upp í auka- keppninni á milli sigurvegara mótsins, Peter Svidler (2.738), hvítt, og Dmitry Jakovenko (2.709). 30. Rxf6! Dxa7 31. Rg4 Kh7 32. Rxh6 gxh6 33. f6 Hg8 34. Be4+ Hg6 35. Hxg6 og svartur gafst upp enda stutt í að hann verði mát. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Leit að innkomu. Norður ♠D106 ♥8542 ♦ÁD ♣KD73 Vestur Austur ♠852 ♠Á ♥ÁKG6 ♥103 ♦K7 ♦1086542 ♣G864 ♣10952 Suður ♠KG9743 ♥D97 ♦G93 ♣Á Suður spilar 4♠. Vörnin er hér í aðalhlutverki. Eftir ♥Á út, verður vestur að skipta yfir í tromp í öðrum slag og fá hjarta til baka. Það er eina leiðin í fjóra slagi. En þetta er erfitt við borðið, því einhvern veginn leita menn síður að innkomu makkers í trompi. Annað til: Ef austur sýnir tvílit í hjarta (kallar), gæti vestur freistast til að taka á ♥K og spila þriðja hjartanu – með afar neyðarlegum af- leiðingum. Ábyrgðin er öll vestanmegin. Hvort sem austur kallar eða vísar frá í fyrsta slag, ætti vestur að leita logandi ljósi að fjórða slagnum hjá makker sínum. Austur hreinlega verður að eiga svart- an ás og vestur ætti að gefa sér það. Ekkert liggur á að spila laufi þótt aust- ur sé með ♣Á, en það gæti þurft að finna innkomuna á ♠Á strax. Sem sagt: Tromp í öðrum slag. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Taktu þátt í gleðskap innan fyr- irtækisins því hann mun reynast skemmtilegri en þú áttir von á. Forðastu ákvarðanir í stórum málum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Láttu allar spekúlasjónir í fjár- málum bíða. Hæfileikarnir duga ekki ein- ir til, þú verður að sjá þér farborða. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Notaðu tækifærið til þess að rækta spunahæfileika þína á meðan engin leið er að átta sig á því hvað er fram- undan. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert önnum kafinn við smá verk og stór bæði innanhúss og utan. Umhverfi þitt hefur mikil áhrif á þig og þér mun því líða betur þegar allt er í röð og reglu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Óvænt atvinnutilboð eða aðferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Búðu þig undir að þurfa að fresta hlutunum og jafnvel að afskrifa þá. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Farðu varlega þegar þú hjólar, ek- ur eða gengur í dag. Betra er að kanna málin sjálfur og vita hvað raunverulega er á ferðinni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það getur reynst dýrt spaug að gera mistök þegar ríður á að hlutirnir klárist sem fyrst. Kurteisleg neitun á að koma öðrum í skilning um sjálfstæði þitt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft ekki að hlusta á þá sem sýna þér yfirgang. Reyndu að sætta þig við það sem þú færð ekki breytt og njóta svo lífsins. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Jafnvel hlutir sem þér þykja hversdags- legir geta þarfnast fullkomnunar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú munt fá spennandi tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstu fjórum til sex vikum. Gakktu skipulega til verks. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Bjartsýni er til margra hluta nytsamleg og eiginlega dásamlegt fyr- irbæri. Nú er spuni meira virði en rann- sókn. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur lagt hart að þér og nú er komið að því að þú getir sýnt öðrum ár- angur erfiðis þíns. Farðu þó ekki of hratt af stað heldur gefðu fjölskyldunni tæki- færi til að melta hugmyndir þínar. Stjörnuspá „ÉG ætla að mæta í vinnuna og það verður engin breyting þótt ég eigi afmæli,“ segir Örn Kjærne- sted, framkvæmdastjóri byggingafélagsins Bakka, um afmælisdaginn sinn. Hann ætlar þó að gera sér smá dagamun. „Börnin mín og barnabörn koma í kvöldmat og það verður haldið upp á þetta með smá afmælisveislu fyrir fjölskylduna,“ segir hann en Örn á þrjú börn og fimm barnabörn. Spurður hvaða afmæli sé eftirminnilegast nefn- ir Örn fimmtugsafmælið sitt. Hann ætlaði sér ekki að halda upp á það en konan hans ákvað að koma honum á óvart. „Hún bauð mér í bíltúr í bæinn og kl. 12 sagði hún að við ættum að fara heim en hún þyrfti fyrst að koma við í Hlégarði til að ræða við kokkinn,“ en Hlégarður er veislusalur í Mosfellsbæ. Þegar þangað var komið biðu um 100 manns eftir Erni og héldu upp á afmælið með honum yfir ljúffengum hádegisverði. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Það var rosalega gaman,“ segir hann. Aðspurður segir Örn áhugamálin fyrst og fremst vera skíði. Síð- ustu 10 árin hefur hann eytt 2-3 mánuðum árlega á Ítalíu sem far- arstjóri. Þá fer hann líka í gönguferðir í Ölpunum auk þess að ganga í það minnsta vikulega upp á Esjuna. ylfa@mbl.is Örn Kjærnested framkvæmdastjóri 60 ára Gerir sér smá dagamun Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.