Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VINNUMÁLASTOFNUN áætlar að nú séu um 13 þúsund útlendingar starfandi hér á landi. Þeim hefur fækkað mikið frá því um mitt sumar, þegar hér voru starfandi milli 18 og 19 þúsund útlendingar. Þeir starfs- menn sem hafa yfirgefið landið síð- ustu tvo mánuði koma langflestir úr byggingargeiranum. Að sögn Karls Sigurðssonar, for- stöðumanns vinnumálasviðs Vinnu- málastofnunar, reynir stofnunin að fylgjast með þeim fjölda sem yfirgef- ur landið. Engar ábyggilegar upplýs- ingar liggja fyrir, því margir fara af landi brott án þess að tilkynna sig. Því er talan 13 þúsund áætlun, byggð á þeim gögnum sem fyrir liggja og upplýsingum frá fyrirtækjum. Vinnu- málastofnun gefur m.a. út vottorð um áunninn bótarétt útlendinga sem hér hafa unnið. Að sögn Karls hefur út- gáfa vottorða ekki aukist umtalsvert síðustu mánuðina. Það stafi líklega af því, að þeir útlendingar sem hafa ver- ið að hætta að undanförnu, hafi starf- að hjá minni verktökum. Starfsmenn stærri verktaka hafi verið betur upp- lýstir um þennan rétt sinn. Miklu færri nýskráningar Fyrstu sex mánuði ársins voru ný- skráningar fólks frá nýju Evrópu- sambandslöndunum svokölluðu um 2500 talsins. Nýskráningum síðustu tvo mánuði hefur fækkað verulega, eða í um 400. Þeir sem skráðu sig unnu flestir aðeins skamman tíma, t.d. í sláturhúsum. Margir útlend- ingar, sem skráðir voru til starfa á fyrri hluta ársins, vinna í ferðaþjón- ustunni. Að sögn Karls hefur ekki orðið mikil fækkun í þeim geira. Sem fyrr segir hefur mest fækkun starfa orðið í byggingariðnaði. Þá hefur orðið umtalsverð fækkun starfa í verslun, sem bitnað hefur jafnt á Ís- lendingum og útlendingum. Karl seg- ir að þróunin sjáist m.a. á því hvaðan þeir útlendingar koma, sem skrá sig atvinnulausa. Það séu fyrst og fremst karlar úr byggingariðnaði og konur úr verslunum. 13 þúsund útlendingar starfa enn hér á landi Morgunblaðið/Ómar Kirkjuturn Hin umfangsmikla viðgerð á Hallgrímskirkju er verkefni sem margir erlendir verkamenn hafa starfað við á undanförnum mánuðum. Útlendingum hef- ur fækkað um 5-6 þúsund frá júlí UM 30.000 þýskir sparifjáreigendur, og fyrrum viðskiptavinir Kaupthing- Edge í Þýskalandi verða sífellt óró- legri og krefjast aðgerða þýskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Þýsk stjórnvöld hafa hingað til haldið að sér höndum. Af þýskum fjölmiðlum má ráða að viðskiptavinir Kaupþing- Edge séu illa upplýstir um hvert þeir skuli snúa sér til að fá tapið bætt auk þess sem efast sé um burði Íslend- inga til að standa við skuldbindingar. Nýtt dæmi sem aukið hefur reiði almennings í Þýskalandi er Kfw- bankinn sem hefur, undir umsjón þýskra ráðamanna, tapað um 500 milljónum evra á lánaviðskiptum við Ísland. Þýskur almenningur horfir því öf- undaraugum til Hollands og Bret- lands þar sem ríkisvaldið beitir sér í þágu sparifjáreigenda. jmv@mbl.is 30.000 reiðir Þjóðverjar GJALDÞROTABEIÐNI Mal- arvinnslunnar á Egilsstöðum var samþykkt í Héraðsdómi Austur- lands í gær, samkvæmt upplýs- ingum frá Gunnlaugi Aðalbjarn- arsyni, stjórnarformanni Malarvinnslunnar. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins og hefur hann þegar hafið störf, segir Gunnlaugur. Að hans sögn er engin starfsemi lengur hjá Malarvinnslunni en hjá fyrirtækinu störfuðu um 60 manns en 40 manns var sagt upp í síðasta mánuði. Heildarskuldir Mal- arvinnslunnar nema 2-2,5 millj- örðum króna. Að sögn Gunnlaugs hafa borist tilboð í einstakar einingar Mal- arvinnslunnar og er það í höndum skiptastjóra að fara með þau mál. Sveinn Andri mun fara yfir alla samninga félagsins og taka af- stöðu til þeirra tilboða sem borist hafa í félagið. Malarvinnslan er að fullu í eigu Kaupfélags Héraðsbúa svf. en fé- lagið keypti allt hlutafé í Mal- arvinnslunni hf. í september í fyrra. Malarvinnslan komin í þrot Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is PILTURINN sem brenndist mest í gasspreng- ingu í vinnuskúr í Grundargerðisgarðinum í Reykjavík fyrir um hálfum mánuði er enn í sóttkví á Landspítalanum í Fossvogi til að verj- ast því að sýking berist í brunasárin. Systir hans sem einnig brenndist illa losnaði úr sóttkvínni á sunnudag. Faðir þeirra segir þau á ágætum en hægum batavegi. Systkinin brenndust bæði illa á höndum en að sögn föður þeirra virðist sem brunasárin í andliti þeirra muni jafna sig. Sjón þeirra skaddaðist ekki. Pilturinn er með þriðja stigs brunasár á báðum höndum og upp eftir öllum hægri handlegg og hefur þurft að fjarlægja húð af öðru læri hans til að græða í sárin. Sárin eru svo alvarleg að ekki er víst að hann fái aftur fulla hreyfigetu í hægri hendi. Stúlkan slasaðist minna en þó er hugs- anlegt að græða þurfi húð á hendur hennar. Vegna áverka sinna þarf pilturinn að vera á sterkum verkjalyfjum. Bæði klæjar þau óskap- lega í sárin og er farið að leiðast mjög dvölin á sjúkrahúsinu, einkum finnst stúlkunni, sem er orðin fótafær, erfitt að komast ekki heim til sín. Kemst vonandi heim fljótlega Að sögn föður þeirra hefur dvölin í sóttkvínni reynt mikið á en meðan á henni stendur er heim- sóknarréttur einskorðaður við foreldra. Hver sá sem fer inn í sóttkvína verður fyrst að klæðast sótthreinsuðum fatnaði og þrífa hendur upp úr spritti. Vonast er til að stúlkan komist heim innan hálfs mánaðar en óvíst er hversu lengi til við- bótar pilturinn verður að dvelja á spítalanum. Enn í sóttkví vegna brunasára  Piltinum sem slasaðist mest í gassprengingu í Gerðunum er haldið í sóttkví  Brenndist alvarlega á höndum og hægri handlegg  Systir hans og þrír unglingar til viðbótar eru einnig enn á spítala Morgunblaðið/Júlíus Brenndir Enn eru fimm á spítala vegna gas- sprengingarinnar í vinnuskúrnum. Í HNOTSKURN » Fjórir unglingar til við-bótar voru lagðir inn á Barnaspítala Hringsins. » Af þeim er búið að út-skrifa einn. » Læknir á spítalanum segirhin þrjú vera á hægum batavegi og vonir standi til að útskrifa megi einhver þeirra í þessari viku. » Lögreglan rannsakar or-sök sprengingarinnar. FRÁ því að reglur um þjónustutrygg- ingu tóku gildi 1. september síðastlið- inn hafa 400 af þeim 566 sem sótt hafa um fengið greiðsluna frá Reykjavík- urborg sem nemur 35 þúsundum króna á mánuði fyrir hvert barn. Þjónustutrygging er mánaðarleg greiðsla sem foreldrar geta sótt um og ráðstafað að eigin ósk. Henni er ætlað að brúa bilið frá því að fæðing- arorlofi lýkur og þar til barnið byrjar í leikskóla. Foreldrar geta, þar til barnið verð- ur 24 mánaða, valið að nýta sér þjón- ustutryggingu í stað leikskólapláss og verið sjálfir heima með barnið eða greitt öðrum, til dæmis ættingjum, upphæðina fyrir gæslu þess. Samkvæmt upplýsingum frá leik- skólasviði tókst í haust að bjóða nán- ast öllum börnum eldri en 18 mánaða leikskólapláss. ingibjorg@mbl.is 400 fá þjónustu- tryggingu Á Rauðhól Matartími í leikskóla. Tryggingin greiðsla í stað leikskólapláss Er fækkun útlendinga jafn mikil og spáð hafði verið? Fækkun útlendinga er talsvert meiri en spáð hafði verið. Fækkunin er á bilinu 5-6 þúsund nú á haustmánuðum en því hafði verið spáð að útlendingum myndi fækka um 4 þúsund allt árið. Þessi spá var að sjálfsögðu gerð áður en bankahrunið varð. Það hafði meðal annars í för með sér hrikalegar afleiðingar fyrir byggingariðnaðinn í landinu. Eru einhver dæmi þess að útlendingum sé sagt upp og Íslendingar ráðnir í þeirra stað? Vinnumálastofnun hefur engin dæmi um slíkt. Uppsagnir í verslunum eru fyrst og fremst vegna þess að verið er að draga saman seglin. Ekki er gert upp á milli starfsfólks en útlendingar hafa í mörgum tilfellum skemmri starfsaldur S&S NÚ liggur fyrir að ársgamalt barn tveggja þeirra sem eru í gæslu- varðhaldi vegna mannsláts í sum- arbústað í Grímsnesi var í bústaðn- um aðfaranótt sl. laugardags, nóttina áður en maður fannst þar látinn, að sögn lögreglunnar á Sel- fossi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu yfirgaf faðir barnsins sum- arbústaðinn um nóttina og tók barnið með sér. Hann var handtek- inn á heimili sínu á höfuðborg- arsvæðinu á laugardag en barninu komið í umsjá barnaverndaryf- irvalda. Þrennt, tvær konur og karlmaður, var handtekið í sum- arbústaðnum á laugardagsmorgun. Lögreglan segir að í afmæl- isveislu sem haldin var í bústaðnum hafi komið til átaka, sem leiddu til áverka á hinum látna. Talið er að þeir hafi leitt til dauða mannsins. Ekkert liggur þó enn fyrir um dán- arorsök hans. Þorgrímur Óli Sigurðsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, segir rannsóknina á viðkvæmu stigi. Búast megi við bráðabirgða- niðurstöðu réttarkrufningar í dag eða á morgun. runarp@mbl.is Barnið flutt í bæinn um nóttina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.