Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Ljósmynd/Haraldur Örn Ólafsson Í ríki frerans Undir ísbrynju Norðurpólsins kunna að leynast mikil verðmæti. Ef áætlun bandarísku jarðfræðistofnunarinnar reynist rétt er um hundruð þúsunda milljarða króna að tefla. Svo kann að fara aðfjölmörg ríki munigera tilkall tilþeirra auðæfa sem kunna að leynast undir haf- ísbreiðum norðurskautsins. Bjarni Már Magnússon, aðjunkt í lögfræði við Há- skólann á Akureyri og sér- fræðingur í hafrétti, hefur sett sig inn í þær flóknu samningaviðræður sem nú fara fram um landgrunnsréttindi á svæðinu. Hans mat er að nokkrir áratugir kunni að líða áður en skorið verði úr þessum álita- málum að fullu. Til marks um hversu tíma- frekt ferlið sé, þá þurfi ríki sem hafa gerst að- ilar að hafréttarsamningnum fyrir 13. maí 1999 að senda inn sína greinargerð fyrir 13. maí 2009. Bjarni segir að ríkin sem um ræði, Dan- mörk (í gegnum Grænland), Noregur, Kan- ada, Bandaríkin (í gegnum Alaska) og Rúss- land, geri tilkall til þessa svæðis á grundvelli hafréttarreglna. Í 76. grein hafréttarsamningsins eru lagðar fram formúlur um á hvaða grundvelli ríki geti gert tilkall til svæðanna. Þetta gildi um þau ríki sem séu aðilar að hafréttarsamningnum. Meginskoðunin í þessu álitaefni sé sú að ríki þurfi að vera aðilar að samningnum til að geta lagt fram þær landgrunnskröfur sem hér um ræðir. Hvað Ísland varði þá eigi landið ekki landgrunnskröfu á svæðið, af þeirri ástæðu að Jan Mayen og Grænland séu þar í vegi. Eins og fyrr segir er um gífurlega hags- muni að tefla og tekur Bjarni undir að áð- urnefnd auðæfi kunni að setja þrýsting á að hraða afgreiðslu mála. Þótt um einhver svæði verði ekki útkljáð fyrr en síðar á öldinni megi engu að síður grípa til svokallaðra hlutagreinargerða til að afgreiða deilur um önnur svæði á norðurskautinu. Margra ára ferli Bjarni segir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna leika stórt hlutverk í deilum um yf- irráð yfir landgrunninu. „Ríki senda greinargerðir til nefndarinnar, sem leggur svo fram tillögur eftir að hafa far- ið yfir greinargerðirnar. Ef ríki felst á þessar tillögur, samkvæmt ákvæðum 8. töluliðar 76. greinar hafréttarsamningsins og afmarkar ytri mörk landgrunnsins í samræmi við þær, þá eru mörkin bindandi.“ Bjarni tekur því næst dæmi af því að í haf- réttarsamningnum sé kveðið á um að úthafs- hryggir geti ekki náð lengra en 350 mílur frá Í HNOTSKURN »Árið 2004 var ákveðið að hefja und-irbúning málsóknar á hendur norska ríkinu í þeirri deilu sem uppi er um Sval- barða og byggir á Svalbarðasamn- ingnum. »Byggir málsóknin á þeirri lagatúlk-un að Norðmenn hafi fært sig of mikið upp á skaftið og tekið sér meiri völd en kveðið sé á um í samningnum. Úrlausnin gæti tekið áratugi  Fjöldi ríkja mun gera tilkall til hugsanlegra olíuauðæfa norðurhjarans Bjarni Már Magnússon grunnlínum landgrunnsins og að landgrunnið þurfi að vera eðlileg framlenging landsvæðis ríkis, staðreyndir sem hafi verið í umræðunni í ljósi deilna um landgrunnskröfur Rússa á svæðinu út frá Lomonosov-hryggnum. Snúin staða á Svalbarða Bjarni leggur áherslu á að málaflokkurinn sé flókinn og að framhaldsmenntun á sviði hafréttar sé æskileg ætli menn að öðlast skiln- ing á þeim lögfræðilegu rökum sem hér liggi að baki. Hann tekur Svalbarða sem dæmi. „Varðandi Svalbarða þá flækir það stöðuna að ríkisyfirráð Norðmanna til eyjanna byggja á Svalbarðasamningnum frá 1920 sem 39 ríki eiga aðild að, meðal annars Ísland. Fullveld- isréttindi Noregs takmarkast af jafnræðis- reglu Svalbarðasamningsins sem kveður á um jafnan rétt aðildarríkja samningsins til auð- lindanýtingar sem þýðir að Norðmenn geta ekki einir gert tilkall til auðlinda á hafsvæð- inu, þar með talið í landgrunninu, við Sval- barða.“ Stendur á öldungadeildinni Hvað varðar afstöðu Bandaríkjastjórnar segir Bjarni Már hana vera bundna af Genfar- samningunum í hafréttarmálum frá 1958 og þjóðréttarvenju. Sú staða sé nú uppi að sjóherinn styðji að Bandaríkjamenn gerist aðilar að hafréttar- samningnum, líkt og allir helstu hagsmuna- aðilar, svo sem olíufyrirtæki og umhverfis- samtök. Forsetarnir Bill Clinton og George W. Bush hafi einnig stutt samninginn, en svo virðist sem einhver tregða sé hjá öldungadeildinni að fullgilda hann. „Rússar hófu í dag síðasta nýlendukapp- hlaupið þegar kafbátur kom fyrir þjóðfán- anum í táknrænni aðgerð sem ætlað var að undirstrika kröfu rússneskra stjórnvalda til olíuauðsins.“ Á þennan veg hófst fréttaskýring í dag- blaðinu The Daily Telegraph í ágústmánuði 2007 um áhuga Rússa á hugsanlegum olíu- forða norðurskautsins. Um líkt leyti hafði hátt olíuverð aukið slagkraft rússneska ríkisins. Rússar minna á sig Loftslagsmálin fléttast inn íöryggismálin í Noregi. Ásama tíma og norskstjórnvöld hafa einsett sér að verða í forystu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda boða þau áframhaldandi olíu- og gas- vinnslu næstu áratugi, með tilheyr- andi aukningu í losun olíuiðnaðarins. Fræðimaðurinn Leiv Lunde, sem sinnir greiningu í norska utanríkis- ráðuneytinu, víkur að þessari mót- sögn í bókinni Norske Interesser: Utenrikspolitikk for en globalisert verden (2008), sem hann ritaði í fé- lagi við Henrik Thune, sem einnig sérhæfir sig í utanríkismálum. Segir þar að þessi mótsögn geti mögulega falið í sér ógn við olíu- iðnaðinn. Haldi kröfur um að draga úr losun áfram að vera háværar sé ekki hægt að útiloka að þrýstihópar grípa til róttækra aðgerða. Meta tvímenningarnir það svo að tími þjóðernisstefnu í auðlinda- málum (n. ressursnasjonalisme), þar sem þjóðir slá skjaldborg um auð- lindir sínar, sé runninn upp og að í ljósi stöðu landsins á alþjóðavett- vangi geti norska stjórnin orðið þriðji og um leið hlutlausi aðilinn í milliríkjadeilum um orkumál. Spurður um vægi orkumála í stefnumótuninni segir Lunde að þróunin sé sú að orkustefna og utan- ríkisstefna verði sífellt nátengdari. Að hans mati mun vægi orkumál- anna aukast og sífellt meira bera á öryggishliðinni í málaflokknum. Þrátt fyrir þá almennu afstöðu að samstarfið við NATO sé mikilvægt hafi vaknað spurningar um hvort bandalagið sé svarið við öllum þeim áskorunum sem við muni blasa. Norðmenn horfa í austur Breytingar á norðurslóðum falla að þessari sviðsmynd aukins vægis orkumála og í bók sinni leggja þeir Thune og Lunde áherslu á að hafinn verði undirbúningur aukinnar sam- vinnu við Kínverja m.a. með hliðsjón af aukinni umferð skipa frá Kína. Ef landfræðileg lega landsins er höfð í huga, sem og tilburðir stjórn- arinnar í utanríkismálum að undan- förnu, er það líklega Rússland sem mest er horft til í sambandi við ónýttar auðlindir á norðurslóðum. Það liggur því beinast við að spyrja Bjørn Tore Godal, sérfræðing í orku- og loftslagsmálum í norska utanríkisráðuneytinu, hvernig Norð- menn hyggist lágmarka þá spennu sem hlotist geti af hagsmuna- árekstrum um auðlindir norðursins. Godal svarar því til að í Norður- Noregi sé löng hefð fyrir samstarfi við Rússa. Rússneskar hersveitir hafi frelsað hluta Norður-Noregs í síðari heimsstyrjöldinni og í ljósi sögunnar séu uppi aðrar áherslur í samskiptum ríkjanna en t.a.m. á milli Rússa og Eystrasaltsríkjanna. Afstaða Norðmanna til orkumála á norðurslóðum grundvallist á þeirri áherslu að skapa beri gagnkvæma þörf fyrir samstarf og samvinnu ríkja á orkusviðinu. Hlutirnir gangi hægt fyrir sig í Rússlandi, enda sé stundum erfitt að greina á milli við- skipta og stjórnmála í landinu. Með þessa þætti og aðra í huga segir Godal norsku stjórnina taka þróuninni á norðurslóðum tiltölulega rólega, enda sé réttur ríkjanna sem eigi réttindi að svæðinu tryggður með hafréttarsáttmálanum. „Ég sé ekki fyrir mér að meiri- háttar átök brjótist út á svæðinu. Leyfðu mér að taka dæmi. Við kom- um norska þjóðfánanum fyrir á suð- urpólnum. Rússarnir gerðu það sama á norðurpólnum hundrað árum síðar. Það gerðist ekki mikið eftir að norski fáninn var settur upp,“ segir Godal og brosir. Hafa augu með þróuninni Godal telur brýnt að ofmeta ekki líkurnar á átökum á svæðinu. „Frá okkar sjónarhorni myndi ég ekki gera of mikið úr þessum mögu- leika, þótt við þurfum augljóslega að hafa auga með þróuninni og nota öll tiltæk ráð til að tryggja friðinn. Ég hef veitt því athygli að í Evr- ópu er meiri titringur gagnvart svæðinu og þeirri þróun sem nú er að fara í hönd en á Norðurlöndum. Það á sér að hluta þá skýringu að á meðan Evrópa er að uppgötva svæð- ið hafa Norðurlöndin alltaf vitað af því. Við ættum því ekki að gera of mikið úr líkunum á átökum og skapa með því jarðveg fyrir átök og spennu þar sem enginn órói er fyrir.“ Olíu- og gasvinnsla á norðurskaut- inu kann að kalla á aukin umsvif sjó- herja nærliggjandi ríkja. Þegar þessi atburðarás er borin undir hann vísar Godal til hlutverks Atlantshafsbandalagsins. „Við lítum á NATO sem stofnun sem ber mikla ábyrgð á að tryggja öryggi orkuinnviða. Ef eitthvað kæmi fyrir orkuinnviði okkar, þá yrði gripið til aðgerða. Ég sé hins vegar varla að það sé hlutverk bandalagsins að gæta orkuvinnviða um allan heim í einhvers konar lög- regluhlutverki,“ segir Bjørn Tore Godal, íbygginn á svip. Sagan mælir gegn auðlindastríði  Tími þjóðernisstefnu í auðlindamálum er runninn upp, að mati norskra sérfræðinga  Telja ekki miklar líkur á átökum um auðlindir  Ekki hlutverk NATO að vakta orkuinnviði Bjørn Tore Godal Leiv Lunde »Ég sé ekki fyrir mérað meiriháttar átök brjótist út á svæðinu. Leyfðu mér að taka dæmi. Við komum norska þjóðfánanum fyrir á suðurpólnum. Rússarnir gerðu það sama á norðurpólnum hundrað árum síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.