Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk. 13, 27.) Ólafur Gunnarsson rithöfundurhefur gert sér ’68 kynslóðina að yrkisefni í nýrri bók sinni, Dimmar rósir. Þar setur hann mikla átaka- sögu þar sem tvær fjölskyldur eru í burðarhlutverkum í samhengi við umbrotatímana í kringum 1970 þeg- ar ungt fólk um allan heim gerði upp- reisn gegn viðhorfum foreldra sinna, krafðist aukins umburðarlyndis og sneri baki við kreddum og formfestu samfélagsins. Í sögunni leikur kyn- slóðabilið stórt hlutverk og stöðugt er vísað til tímans, meðal annars með því að gera söguhetjurnar að þátttak- endum í þekktum viðburðum á borð við tónleika Led Zeppelin í Laug- ardalshöll. x x x Saga Ólafs er hin líflegasta, stíllinnhraður og oft og tíðum fyndinn og sagan spennandi. Skemmtilegt er hvernig þekktar persónur dúkka upp á jaðri sögunnar og hvernig tónlist hippatímans er látin setja svip á hana. Bókin er þó hvorki lykill að þeim tíma, sem um er fjallað, né upp- gjör við hann. Höfundurinn predikar ekki, í það minnsta ekki berum orð- um, en breytni persónanna ber þó stundum vitni þeirri yfirborðs- mennsku, sem oft bjó að baki háleit- um boðskap þessa tíma. Ólafur fer ekki þá leið að útskýra bakgrunn sögu sinnar. Það gerir lítið til fyrir þá, sem þekkja til þessara tíma, en gæti gert hinum, sem yngri eru, erf- itt að skilja. Í samhengi sögunnar gerir það kannski ekki til – söguþráð- inn væri hægt að munstra upp á hvaða tíma sem er með tiltölulega lít- illi fyrirhöfn. En það gæti orðið til þess að hópur lesenda missti af þeirri vídd, sem fylgir tímasetningu sög- unnar. x x x Margir hafa reynt að meta áhrifatburðanna áranna í kringum 1968 á samtímann. Þótt margir af há- værustu hippunum hafi síðar birst með herraklippingu og klæðst jakka- fötum, blankskóm og bindi, eru áhrif- in ekki lítil. Bókin 1968 eftir Mark Kurlansky er ágæt úttekt á þessu viðburðaríka ári. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 þverneita, 4 kornstrás, 7 horskur, 8 slitin, 9 spök, 11 elgur, 13 vegur, 14 svardagar, 15 vatnagangur, 17 margur, 20 sterk löngun, 22 víkka, 23 hárskúfs, 24 gabbi, 25 lagvopn. Lóðrétt | 1 viðburður, 2 sjúga, 3 stöð, 4 ástand, 5 geta lyft, 6 sól, 10 leik- inn, 12 smávaxinn mað- ur, 13 tímgunarfruma, 15 hrum, 16 stór, 18 truflar, 19 sker, 20 sjáv- argróður, 21 áflog. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 handfesta, 8 labbi, 9 fögur, 10 tíu, 11 síðla, 13 rósum, 15 hress, 18 smána, 21 kæn, 22 fatla, 23 afrit, 24 blóðskömm. Lóðrétt: 2 aðbúð, 3 drita, 4 elfur, 5 tagls, 6 flas, 7 hrum, 12 les, 14 ólm, 15 hofs, 16 eitil, 17 skarð, 18 snakk, 19 áfram, 20 atti. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Meistaradeild Evrópu. Norður ♠ÁG1072 ♥D5 ♦ÁK84 ♣92 Vestur Austur ♠8643 ♠KD95 ♥G3 ♥862 ♦973 ♦D105 ♣G1043 ♣D65 Suður ♠-- ♥ÁK10974 ♦G62 ♣ÁK87 Suður spilar 7♥. Stórskotalið frá Ítalíu vann Meist- aradeild Evrópu um helgina, tólf sveita keppni efstu þjóða á síðasta Evrópu- móti. Sigurliðið spilaði í nafni Rómar- klúbbsins Parioli og þar voru innanborðs þekktir fjórmenningar: Lauria, Versace, Fantoni og Nunes. Íslensk sveit var meðal þátttakenda og endaði í 10. sæti. Spilið í dag kom upp í viðureign Ís- lands og Ítalíu. Sverrir Ármannsson og Aðalsteinn Jörgensen sögðu 6♥ á öðru borðinu, en Lauria og Versace reyndu alslemmu gegn Jóni Baldurssyni og Þor- láki Jónssyni. Lauria var við stýrið og fékk út tígul. Hann tók á ás, trompaði spaða, spilaði ♣Á-K og stakk lauf smátt. Henti laufi í ♠Á og stakk spaða. Fór inn í borð á ♥D, trompaði enn spaða, tók ♥Á-K, fór loks inn á blindan á ♦K og henti ♦G í fríspaða. Vanur maður, Lauria. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er lítilmannlegt að geta ekki glaðst yfir velgengni annarra, þótt þú sért ekki á sama róli. Hafðu allt þitt á hreinu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ástæða þess að þú ert svo gleyminn þessa dagana er að þú ert með of mörg járn í eldinum. Samt titrar lífið af spennu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Maki þinn vill gera eitthvað á heimilinu sem þú ert ekki sáttur við. Lát- ið það eftir ykkur að njóta hringiðunnar á þessum tímamótum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú átt auðvelt með að takast á við verkefni sem krefjast einbeitingar í dag. Gefðu hugsun þinni lausan tauminn og sjáðu hvert hún fer með þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú munt koma öðrum á óvart í dag og sýna ákveðni og festu eins og þér er einum lagið. En nú ertu loks búinn að finna rétta svarið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er ekkert rangt við það að þig skuli langa til þess að létta á hjarta þínu. Aðrir hafa eitthvað til síns máls og þú verður að viðurkenna það. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ef þú hefur viljað breyta til í lífi þínu þá er þetta rétti dagurinn til að fikra sig inn á nýjar brautir. Stjörnurnar hvetja þig til kurteisrar uppreisnar. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er gott að vera í orlofi en vinnufélagarnir sakna þín, mundu það. Haltu þínu striki ótrauður og njóttu kvöldsins í vinahópi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Aðrir ganga til liðs við þig til að lagfæra það sem er rangt. Hópíþróttir, ráðstefnur eða samræður við vini og kunningja munu veita þér ánægju í dag. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er enginn tími til að hika eða efast – þú ert of upptekinn við að gera huga og líkama gott. Ef einhver er að leyna þig einhverju muntu komast að því. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Enginn kemst hjá einhverjum áföllum svo þú skalt ekki vorkenna sjálf- um þér nein ósköp. Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú mögulega getur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Gættu þess að bera virðingu fyrir menningu og trú annarra, sérstaklega ef þú ert á þeirra heimavelli. Vertu ekki hræddur þótt einhverjir erfiðleikar kunni að verða á vegi þínum. Stjörnuspá 12. nóvember 1967 Síðustu tíu íbúarnir fluttu úr Flatey á Skjálfanda. Nokkrum árum áður bjuggu þar um hundrað manns. 12. nóvember 1974 Þórbergur Þórðarson rithöf- undur lést, 86 ára. Jakob Benediktsson sagði að hann hefði verið „einn mesti stíl- snillingur sem við höfum nokkru sinni átt“. Meðal þekktustu bóka hans eru Bréf til Láru, Íslenskur aðall, Ofvit- inn og ævisaga Árna Þórarins- sonar. 12. nóvember 2007 Paul Nikolov tók sæti á Al- þingi, fyrstur Íslendinga af er- lendum uppruna. Paul sagðist aldrei hafa verið stoltari af því að vera íslenskur ríkisborgari. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Ólöf D. Jóhannsdóttir og Guð- mundur Sigurðsson eiga sextíu ára brúðkaupsafmæli, demantsbrúð- kaup, í dag, 12. nóvember. Ólöf og Guðmundur voru gefin saman heima hjá séra Garðari Svavarsyni, Ólöf 18 ára og Guðmundur 23 ára. Eftir brúðkaup hófu þau búskap á Njálsgötu 48, bjuggu þar til 1952 er þau fluttust í Kópavog. Þau eiga 4 börn, 9 barnabörn og 14 barna- barnabörn eða 27 beina afkom- endur. Í dag eyða Ólöf og Guð- mundur deginum í faðmi fjölskyldunar. Brúðkaupsafmæli SIGURLAUG M. Jónasdóttir fagnar 45 ára afmæli í dag. Sigurlaug er landsmönnum vel kunn, enda birtist hún þeim í fréttaþættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í viku hverri. Hún ætlar að halda sig heima við í dag og slaka á í faðmi fjölskyldunnar. Það er stór faðmur, enda margir í heimili. Eiginmaðurinn Torfi Rafn Hjálmarsson, börnin þrjú og foreldrar Sigurlaugar einnig, þau Sigrún Sigurðardóttir og Jónas Jónasson útvarpsmaður. „Ég veit að mamma ætlar að búa til kínverskan mat fyrir mig,“ segir Sigurlaug, sem hefur mjög gaman af því að eiga afmæli. „Ég er yfirleitt farin að minna fólk á afmælið mitt með mánaðarfyrirvara, svo enginn gleymi því. Svo er það líka svo notaleg tilfinning að vakna og vita að þennan dag á maður afmæli.“ Sigurlaug ætlar líka að fagna áfanganum næsta laugardag. „Þá verð ég með svolítið kerlingapartí. Ég ætla að bjóða mínum nánustu vinkonum í pasta og rauðvín.“ Hún segir nóg að gera í vinnunni, en þar reynir hún að finna það skemmtilega í tilverunni. Utan vinnunnar kveðst hún kunna best við sig í félagsskap við sitt fólk, fjölskyldu og vini. | onundur@mbl.is Sigurlaug M. Jónasdóttir er 45 ára í dag Kerlingaboð og kínafæði Sudoku Frumstig 6 7 1 7 3 8 4 8 5 3 9 3 9 4 2 1 5 6 2 7 8 3 1 9 6 7 5 6 3 5 4 1 3 6 7 9 4 6 1 8 4 5 4 5 2 1 3 1 7 5 2 5 4 1 9 6 9 5 8 4 2 3 7 4 8 2 8 9 7 3 9 4 1 3 7 6 2 5 8 3 7 8 7 5 6 3 1 4 6 9 7 3 1 6 2 4 7 2 5 6 9 8 1 3 5 9 1 3 2 8 7 6 4 8 6 3 7 4 1 2 9 5 3 4 6 2 1 7 5 8 9 2 8 7 9 5 3 1 4 6 9 1 5 4 8 6 3 7 2 7 2 9 8 3 4 6 5 1 1 3 4 6 7 5 9 2 8 6 5 8 1 9 2 4 3 7 8 9 5 7 3 4 2 1 6 1 3 4 6 2 8 5 9 7 6 2 7 5 9 1 4 8 3 3 7 8 4 5 9 6 2 1 4 1 6 2 8 3 9 7 5 9 5 2 1 7 6 8 3 4 2 4 1 9 6 7 3 5 8 7 8 9 3 4 5 1 6 2 5 6 3 8 1 2 7 4 9 5 8 3 7 9 2 1 6 4 2 1 6 5 4 8 3 7 9 4 7 9 1 6 3 2 5 8 1 5 4 8 2 7 9 3 6 9 6 2 4 3 5 7 8 1 8 3 7 6 1 9 4 2 5 6 2 8 9 7 4 5 1 3 3 9 1 2 5 6 8 4 7 7 4 5 3 8 1 6 9 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 12. nóvember, 317. dagur ársins 2008 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rd2 e6 5. Rb3 Re7 6. Rf3 Rd7 7. Be2 Rc8 8. 0-0 Be7 9. h3 0-0 10. c3 Rcb6 11. Re1 c5 12. f4 Bg6 13. g4 f6 14. Rg2 Be4 15. f5 cxd4 16. Rf4 exf5 17. Re6 Db8 18. Rxf8 Bxf8 19. cxd4 fxe5 20. dxe5 Rxe5 21. Bf4 Bd6 22. gxf5 Rbc4 23. De1 Df8 24. Dg3 He8 25. Kh2 Dxf5 26. Rd4 Dg6 27. Dxg6 Bxg6 28. Hae1 Staðan kom upp á öflugu atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Cap d’Agde í Frakklandi. Búlgarski stórmeistarinn Ivan Cheparinov (2.696) hafði svart gegn Katerynu Lahno (2.488). 28. … Rd3! 29. Bxd6 svartur hefði einnig staðið til vinnings eftir 29. Bxd3 Bxf4+. 29. … Rxe1 30. Bxc4 dxc4 31. Rb5 Rd3 32. Rc7 He2+ 33. Kg3 h6 34. Rd5 Be4 35. Rc3 Hg2+ 36. Kh4 Bc6 37. Rd1 Kh7 38. Hf7 Re1 39. Re3 Hg6 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Nýirborgarar Reykjavík Matthildur Dan fæddist 29. apríl kl. 14.28. Hún vó 16 merkur og var 51 sm löng. For- eldrar hennar eru Oddný Jóna Bárðardóttir og Hallur Dan Johansen. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.