Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 DAGFORELDRUM í Reykjavík mun standa til boða að sækja um aðstöðustyrk en tillaga þess efnis að stofna sérstakan sjóð til styrktar dagforeldrum var samþykkt á fundi leikskólaráðs Reykjavíkur nýverið. Lagt er til að árlega verði út- hlutað aðstöðustyrkjum úr sjóðnum til dagforeldra sem starfa í Reykja- vík, samtals um tveimur milljónum króna. Forgang hafa þeir dagfor- eldrar sem lengst hafa verið við störf. Kæta dagforeldra STYKKISHÓLMSBÆR fékk skipulagsverðlaun Skipulagsfræð- ingafélags Íslands í ár, en þau eru veitt í samvinnu við Skipu- lagsstofnun. Í umsögn dómnefnd- ar segir að bærinn fái verðlaunin fyrir stefnu og framfylgd á deili- skipulagi. Þar gildi sú meg- instefna að styrkja gamla bæj- arkjarnann, þétta byggðina og skilgreina bæjarrými, allt með það að markmiði að bæta við það sem fyrir er fremur en gera gagngerar breytingar. Með deiliskipulaginu og mark- vissri framkvæmd þess sé ásýnd bæjarins bætt og hann gerður fallegri með því að sækja viðmið í gömlu Stykkishólmshúsin. Fram kemur að bæjaryfirvöld í Stykkishólmi hafi sýnt framsýni og skilning á menningarsögu- legum og fagurfræðilegum verð- mætum á landsvísu. Með þessu séu ekki einungis varðveitt tengsl við söguna, heldur hafi komið í ljós að verndun menning- arverðmæta í gömlum bæj- arkjörnum hjálpi til við uppbygg- ingu ferðaþjónustu og auki lífsgæði bæjarbúa. Erla Friðriks- dóttir, bæjarstjóri Stykkishólms tók við verðlaununum. Þá hlaut Hjálmar Sveinsson, út- varpsmaður, viðurkenningu fyrir umfjöllun sína um skipulagsmál í þætti sínum Krossgötum á Rás eitt, Hjörleifur Stefánsson fyrir bókaskrif og Myndlistarskóli Reykjavíkur fyrir menntastarf. Viðurkenning Ingibjörg Jóhannsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Hjálmar Sveinsson og Árni Hjörleifsson við verðlaunaafhendinguna. Stykkishólmur fékk verðlaun fyrir nýtt skipulag bæjarins NÝVERIÐ var skrifað undir samning á milli hugbúnaðarfyr- irtækisins Þekk- ingar og Ak- ureyrarbæjar um rekstur og hýs- ingu tölvukerfa bæjarins. Samn- ingurinn er gerð- ur að und- angengnu útboði sem fjögur fyrirtæki tóku þátt í. Samið var til næstu þriggja ára, að því er segir í tilkynningu frá Þekkingu, og mun fyrirtækið taka við tölvuumsjóninni 1. apríl á næsta ári. Stefán Jóhannesson fram- kvæmdastjóri og Sigrún Björk Jak- obsdóttir bæjarstjóri rituðu undir samninginn. Í dag rekur Þekking tvær starfs- stöðvar, á Akureyri og í Kópavogi, með yfir 50 starfsmenn. Akureyrarbær og Þekking semja Sigrún Björk Jakobsdóttir Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is RÚMLEGA 200 ára gömul rjóma- kanna og sykurkar, sem fundu hvort annað á Þjóðminjasafni á dögunum, eiga hóp ættingja á Suðurlandi, nánar tiltekið í grennd við Selfoss. Um er að ræða teketil, bolla, aðra rjóma- könnu og sykurkar sem er í eigu Ragnhildar Sigurðardóttur á Stokkseyrarseli. „Ég fékk þessa muni úr dán- arbúi föðurömmu minnar sem var fædd 1902,“ segir Ragnhildur. „Hún fékk þetta frá móður sinni. Langafi minn var danskur kaup- maður á Blönduósi sem giftist Jó- hönnu, dóttur Arnljóts Ólafssonar, prófasts sem var ríkur og frægur maður á sínum tíma. Hún var mikill kvenskörungur og fyrsta konan á landinu til að verða kosin í sveitarstjórn, en hún var fædd 1872. Hún er af mörgum talin vera fyrirmynd Laxness að pró- fastsdótturinni og kaupmanns- frúnni í Ungfrúnni góðu og Hús- inu.“ Hún bætir því við að hafi langamma hennar fengið stellið góða úr búi móður sinnar pró- fastsfrúarinnar, sé greinilegt að þessi tegund og munstur hafi far- ið víða um land því langa- langamma hennar var prófastsfrú á Langanesi. Rjómakannan og sykurkarið, sem sagt var frá í Morgunblaðinu á mánudag, komu sennilega frá Aðalvík á Horn- ströndum og Ásahreppi á Suður- landi. Og stellið getur státað af ein- skærri seiglu. „Það sem er stór- merkilegt er að það lifði af jarð- skjálftana hér fyrir austan,“ segir Ragnhildur. „Þetta var og er hér í glerskáp og sem betur fer fór það ekki í jarðskjálftunum. Þannig að það er lukka yfir þessu bolla- stelli.“ Á stofuborð hundraðkallsins Ragnhildur bætir því við að hún sé óskaplega veik fyrir gömlum munum. „Uppáhaldshluturinn minn er stofuborð Tryggva Gunn- arssonar Íslandsbankastjóra, sem var á hundraðkallinum á sínum tíma. Kona hans var langalang- ömmusystir mín þannig að þetta endaði hjá mér. Eins hefur mér alltaf þótt vænt um antikbókaskáp sem ég á og var smíðaður ein- hvern tíma um 1850 í Mývatns- sveit.“ Hún segist hins vegar ekki hafa áttað sig á því hversu merkilegt stellið er fyrr en hún las um það í Morgunblaðinu á mánudag. Og þegar hún er spurð hvort hún noti það fer hún að skellihlæja: „Nei, mér dettur það ekki hug,“ svarar hún og samsinnir því að sennilega myndi enginn treysta sér til að vaska hina sögufrægu en brot- hættu muni upp eftir notkun. Það er lukka yfir þessu bollastelli Ljósmynd/Guðmundur Karl Ættargóss Bollastellið á sér langa sögu í fjölskyldu Ragnhildar og barna hennar Þórólfs og Hrafnhildar Svövu sem ekki fá að leika með gripina. Eins og sykurkar og kanna sem skoðuð voru á Þjóðminjasafninu á dögunum Bjóðum 10% kynningarafslátt og kaupauka Kringlan, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 LA PRAIRIE HELPS YOU FIGHT AGING - AND WIN Fimmtudaginn 13. nóv. og föstudaginn 14. nóv. í HYGEA KRINGLUNNI Velkomin á La Prairie kynningar eftirtalda daga, milli kl. 13-18... Spennandi nýjungar! Opinn fundur á vegum BSRB í dag, miðvikudag, kl. 16:00–17:30 í BSRB-húsinu Grettisgötu 89 Á fundinum verður fjallað um hvernig Færeyingar og Finnar brugðust við efnahagsþrengingum á borð við þær sem Íslendingar upplifa nú Framsögu hafa Gunvør Balle sendiherra Færeyja á Íslandi Sigurbjörg Árnadóttir framkvæmdastjóri Fundarstjóri: Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal Efnahagsþrengingar nágrannaþjóða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.