Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 49
1. Diamonds Are Forever – 1971 Sean Connery er kallaður til á ný fyrir metfé, eina milljón dollara, eft- ir að ástralska karlfyrirsætan George Lazenby sætti mikilli gagn- rýni fyrir leik sinn í hinni ágætu On Her Majesty’s Secret Service, 1969. Connery hefði betur heima setið en af stað farið, því hvorki Connery, né kollunni hans, tekst að bjarga vondri mynd, þar sem fullmikið ber á undarlegum, kómískum léttleika, ekki síst í formi Hr. Wint og Hr. Kidd, vondukarlahommaparsins sem Bond tekur að lokum í bak- aríið. Myndin státar af lélegasta opnunaratriði Bond-sögunnar og er sjón sögu ríkari. Í raun er ekkert atriði í myndinni sem talist getur til 3. Live and Let Die – 1973 Fyrsta mynd Roger Moore. Moore reynir að feta í fótspor Con- nery, sýnast harður með því að lemja bæði konur og menn. Reynir þó að gera Bond „að sínum“ með því að reykja vindla í stað vindlinga. Myndin skartar slöppum sögu- þræði og virðist rasísk á köflum, enda gerð á hátindi „blaxploitation- tímabilsins“ hvar glys- gjarnir melludólg- ar með afró eru einkennandi. Myndin er þó söguleg, í ljósi þess að Bond sængar í fyrsta sinn með þeldökkri konu, sem er nú þónokk- uð, ekki síst á þeim tíma. En þegar öllu er á botninn hvolft, eldist myndin sjálfsagt verst allra Bond- mynda. Ljósasti punktur hennar er titil- lagið, samið af Paul og Lindu McCartney, en lagið hlaut bæði Óskars og Grammy verðlaun fyr- ir besta titillag kvikmyndar árið 1974. 4. Moonraker – 1979 Bond í geimnum. Segir allt sem segja þarf, í rauninni. Framleiðendurnir höfðu allir séð Star Wars og vildu græða á geimnum. Myndin var sú langdýrasta af öllum Bond- myndunum þangað til, kostaði 34 milljónir dollara. Ekki verður annað sagt en að hér hafi Bond færst full- mikið í fang, þó svo myndin sé afar vel gerð og mörg atriðin hreint frá- bær. En líkt og í öllum Roger Moore myndunum er léttleikinn hafður fullmikið í frammi, samanber samskipti Tanna (Jaws) og ástkonu hans, sem verða að teljast fáránleg, þó svo um Bond-mynd sé að ræða. 5. Die Another Day – 2002 Tuttugasta Bond-myndin og sú dýrasta fram að þeim tíma. Átti að vera einhverskonar hollustueiður við Bond-arfinn, en skaut þess í stað hátt yfir markið. Svipar til ís- lenska efnahagsundursins; ekki er allt sem sýnist. Lítur mjög vel út, en er ótrúverðug og á meira skylt við Austin Powers en James Bond. Fimm verstu ágæta, en mesti kjánahrollurinn kemur í kjölfar bílaeltingarleiks, þar sem Bond keyrir um á tunglbíl og þríhjóli; án nokkurs vafa mesta lægðin í Bondbákninu öllu. 2. A View To A Kill – 1985 Alversta Roger Moore myndin og eru þá margar til kallaðar. Þar spilar aldur Moore stórt hlutverk, en hann er 58 ára gamall þegar myndin er gerð. (Ári eldri en afi undirritaðs!) Þrátt fyrir frá- bært opnunaratriði (sem tekið var upp á Íslandi), æðislegt titillag Duran Duran, flott elting- aratriði um París, og ágæta frammistöðu Christopher Walken í hlutverki vonda karlsins, þá tekst myndinni ekki að fylgja því eftir. 1. Goldfinger – 1964 Kannski er það klisja að setja Goldfinger í fyrsta sætið, enda er hún jafnan sett ofarlega á lista í slíkum fegurðarsamkeppnum. En hún stendur ávallt fyrir sínu. Hún kynnir til sögunnar Aston nokkurn Martin, DB5, sem upp frá því hefur verið ein- hver frægasta sjálfrennireið kvik- myndasögunnar. Þá er frægt atriðið þar sem ofurljóskan Jill Masterson er máluð gulli Mídasar, sem í þessu tilviki er erkibófinn Auric Goldfinger. (Í Quantum of Solace er sterk skír- skotun til atriðisins, hvar olía kemur í stað gulls.) Kvensemi Bond nær einn- ig hæstu hæðum, en honum tekst að sjálfsögðu að snúa hinni lesbísku Pussy Galore til gagnkynhneigðar, enda ómótstæðilegur hvaða konu sem er. Þá er handbendi Goldfingers, hinn ofursterki en mállausi Oddjobb, eitt besta varmenni Bond-myndanna, hvar flug-beittur hattur hans var máttugri en sverðið. 2. Quantum of Solace – 2008 Hugsanlega er undirritaður smitaður af þeirri sefasýki sem fylgir komu hverrar nýrrar Bond-myndar, en myndin er ein- faldlega frábær. Samanborið við eldri Bond-myndir er hún auðvitað sér á báti, enda eins- konar nýtt upphaf á Bond-bákninu, sem var að sigla í kaf með Pierce Brosnan í far- arbroddi. Bond er greinilega undir áhrifum nýaldar-njósnarans Jason Bourne, sem aftur á móti var auðvitað undir áhrifum James Bond, enda fyrsta nútíma hasarhetja hvíta tjaldsins. 3. From Russia With Love – 1963 Sú Bond- mynd sem fangar and- rúmsloft kalda stríðsins hvað best. Ófríða ill- kvendið Rosa Klebb er ógleymanleg með þykku gleraugun í hnífaskónum og Red Grant er eflaust einn albesti Bond-þrjótur allra tíma. Myndin er látlaus og nokkuð raunsæ, eða einsog Michael G. Wilsson, einn framleiðandi Bond-myndanna segir: „Við höfum ætíð ætlað okkur að gera allar myndir í anda From Russia with Love, en endað með því að gera þær í anda Thunderball.“ 4. The Spy Who Loved Me – 1977 Diskó-Bond. Án efa besta Bond- mynd Roger Moore. Epísk mynd með ógleymanlegu atriði þar sem hinn hvíti Lotus Esprit sportbíll um- breytist í kafbát. Richard Kiel er kynntur til sögunnar sem stáltennti risinn Jaws og eitt besta áhættuatriði allra tíma er framkvæmt, þegar Bond skíðar fram af kletti eftir elt- ingarleik og fellur nokkra metra áður en hann opnar fallhlíf sína, sem er í bresku fánalitunum. 5. Golden Eye – 1995 Fyrsta mynd Pierce Brosnan og sú besta. Kynnir reyklausan Bond til sögunnar eftir fall kommúnismans, þar sem femínísk rétthugsun kristall- ast í formi „M“ leikinnar af Dame Judi Dench. Inniheldur ógleyman- legan skriðdrekaeltingarleik um stræti Sankti Pétursborgar og hina firnafótsterku fröken Onatopp, sem kramdi menn líkt og mýs milli læra sér. Fimm bestu / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA! HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI ZACH EFFRON OG VANESSA HUDGENS GERA ALLT VITLAUST Í HIGH SCHOOL MUSICAL 3! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI FYRSTATEIKNIMYNDIN SEM ER FRAMLEIDD MEÐ ÞRÍVÍDD Í HUGA! ATH . SÝ ND M EÐ ÍSLE NSK UTA LI ÓTRÚLEG UPPLIFUN, SJÓN ER SÖGU RÍKARI! HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 LEYFÐ BANGKOK DANGEROUS kl. 8 B.i. 16 ára JAMES BOND: QUANTUM OF... kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára MY BEST FRIEND´S GIRL kl. 8 B.i. 12 ára EAGLE EYE kl. 10:20 B.i. 12 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA JAMES BOND: QUANTUM OF... kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE HOUSE BUNNY kl. 8 LEYFÐ MAX PAYNE kl.10:10 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á SELOSSI SÝND Á AKUREYRI SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAG HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN PLAYBOY KANÍNA HEFUR UPPLIFAÐ ÁÐUR ... ... HÁSKÓLA! SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Eftir Trausta Salvar Kristjánsson trausti@mbl.is NÚ þegar 22. James Bond myndin,Quantum of Sol- ace, hefur litið dagsins ljós, er ekki úr vegi að reyna hið ómögulega, að velja fimm bestu og verstu Bond- myndirnar. Fyrir slíkan Bond-aðdáanda sem undirrit- aður er, þá er verkefnið svolítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna, enda inniheldur hver Bond mynd ógleymanleg augnablik, þó heildarmyndin sé stundum kjánaleg. Þegar kemur að James Bond er margt hægt að gagnrýna, setja út á og gera at- hugasemdir við. Allir hafa skoðun á titillaginu, leik- aranum hverju sinni og jafnvel lífstíl þessarar skáld- skaparpersónu, sem vart er til eftirbreytni. Sumir hafa jafnvel fallið í þá gryfju að gagnrýna raunsæis- leysi myndanna og gleyma að um skáldskap og skemmtun sé að ræða. Þá er samanburður á gömlum og nýjum myndum yfirleitt ósanngjarn, en þó stand- ast gæði ávallt tímans tönn og það sama má segja um njósnara hennar hátignar. Bestu og verstu Bond-myndirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.