Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is TÆPLEGA 80.000 manns, sem nem- ur um fjórðungi þjóðarinnar, hafa nú skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar séu ekki hryðjuverka- menn á síðunni Indefence.is. Verkefninu er þó hvergi nærri lok- ið. Þótt margir Bretar hafi snúist á sveif með málstað Íslendinga segja aðstandendur Indefence-átaksins að yfirvöldum í Bretlandi hafi tekist merkilega vel upp við að halda því frá fjölmiðlum og almenningi að hryðju- verkalögum hafi raunverulega verið beitt gegn Íslandi. Á meðan sé ís- lensku atvinnulífi enn haldið í helj- argreipum bresku ríkisstjórnarinn- ar, fyrst með setningu hryðjuverkalaga og nú með því að hindra lánveitingu frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, reynist sá orðrómur réttur. Almenningsálitið lykilatriði „Ástæða þess að bresk stjórnvöld geta beitt sér af þessari hörku er að almenningi þar er ekki kunnugt um þau meðul sem beitt hefur verið gegn Íslendingum,“ segir Ólafur Elíasson, einn talsmanna Indefence. Mikilvægt sé að skilja ekki á milli beitingar hryðjuverkalaga og lausnar Icesave- deilunnar. Bretar hafi valdið okkur svo gríðarlegum efnahagslegum skaða, í raun hindrað bjargráð þjóð- arinnar, að nauðsynlegt sé að taka til- lit til þess í samningaviðræðum. Lykilatriði í þessu ferli er að snúa almenningsálitinu í Bretlandi, að mati Indefence-hópsins. Núna er staðan hins vegar sú að framgangan gegn Íslandi hefur gefið bresku stjórninni byr undir báða vængi og hafa vinsældir Gordon Brown t.d. ekki mælst meiri í skoðanakönnun- um í heilt ár. Ólafur segir að þetta megi þakka bresku áróðursmaskín- unni, Brown hafi blásið til orrustu í fjölmiðlum en andstæðingurinn, ís- lensk stjórnvöld, ekki mætt í slaginn. „Það er fáránlegt að hægt sé að auka vinsældir sínar sem stjórnmála- manns með því að beita hryðjuverka- lögum gegn lítilli, friðsælli þjóð,“ seg- ir Ólafur. Það versta sé að eftir því sem bresk stjórnvöld ganga harðar fram án þess að Íslendingar komi sjálfum sér til varnar, því betur sann- færist aðrar Evrópuþjóðir um að framkoma Bretanna sé réttmæt. Indefence-hópurinn bendir á að ís- lensk stjórnvöld gætu barist á þrenn- um vígstöðvum, þ.e. þeim diplómat- ísku, í fjölmiðlum og á lögfræðilega sviðinu. Eins og er virðist þau hins vegar eingöngu beita sér á diplómat- íska sviðinu en vanræki hitt og þar séum við að renna út á tíma. Aðgerðir Indefence-hópsins hafa sýnt að slík barátta ber árangur. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um undirskriftalistann og heimagerð póstkort Íslendinga sem sverja af sér hryðjuverkatitilinn og greinilegt að aðgerðirnar vekja at- hygli. Sem dæmi má nefna að á fyrsta klukkutímanum eftir að sænska blað- ið Dagens Nyheter sagði frá átakinu bættust þúsund undirskriftir frá Sví- þjóð á lista Indefence-síðunnar. Meira þarf þó til og segja aðstand- endur Indefence að erlendir fjöl- miðlar kvarti yfir því við þau að erfitt sé að fá upplýsingar frá íslenskum stjórnvöldum. „Örfáir aðilar geta ekki gert þetta. Það þarf stóran hóp fagaðila og ég skil ekki hvers vegna ekki voru settir sérfræðingar í að vinna í þessu allt frá upphafi,“ segir Ólafur. Barátta á öllum vígstöðvum Varnarfæri Íslendinga eru nokkur í stöðunni að mati Indefence-hópsins. Ein leið sem skilað gæti árangri væri að íslenskir þingmenn færu í átak all- ir sem einn og hefðu samband við kollega sína í Bretlandi til að skýra afstöðu Íslendinga til málsins. Annað skref væri að vekja athygli mannréttindasamtaka á misbeitingu breskra stjórnvalda á hryðjuverka- lögum, en mörg þeirra hafa barist gegn víðtækum heimildum slíkra laga. Þá mætti vekja á því athygli, t.d. í erlendum viðskiptablöðum, að fordæmið sem Brown og félagar hafa sett með beitingu hryðjuverkalaga gegn bankastofnunum hljóti að grafa undan ímynd London sem alþjóð- legrar fjármálamiðstöðvar. Um allt þetta þurfi síðan að vekja umtal í fjölmiðlum til að koma í veg fyrir frekari skaða þjóðarinnar. Meira en ímyndin að veði  Álit almennings í Bretlandi og öðrum löndum getur haft lykiláhrif á harða fram- göngu breskra stjórnvalda  Meiri kraft þarf í kynningu á málstað Íslendinga Terroristi? Íslendingar voru fljótir að taka við sér og útbjuggu fjölda póst- korta sem ættu að taka af allan vafa um hryðjuverkastarfsemi þjóðarinnar. STJÓRN Seðlabanka Íslands ætlar ekki að tjá sig um ummæli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarfor- manns Kaupþings, þess efnis að Davíð Oddsson, formað- ur bankastjórnar Seðlabankans, hefði hótað að „taka bankann niður“ ef hann myndi gera upp í evrum. Sig- urður sagði í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 að ummælin hefðu fallið á aðalfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í fyrra. Morgunblaðið sendi fyrirspurn á stjórn Seðla- bankans þar sem óskað var eftir viðbrögðum hennar. Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðla- bankans, sagði stjórnina ekki ætla að tjá sig um þetta. Stjórnin ætlar ekki að tjá sig Davíð Oddsson, formaður stjórnar. LÍFLAND hefur ákveðið að lækka verð kjarnfóðurs um 4% út nóv- embermánuð. Segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að með þessu vilji það leggja sitt af mörkum til að koma til móts við bændur á erfiðum tímum. Segir að þó að gengisþróun síð- ustu vikna hafi ekki verið hagfelld komi á móti lækkanir á verði hrá- efnis erlendis sem skapi tímabundið svigrúm til lækkunar. Þróun gengis krónunnar á næstunni muni ráða því hvert framhaldið verður. Endurskoðun á verði kjarnfóðurs verður næst í byrjun desember. Verð kjarn- fóðurs lækkar Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Gjafabréfin okkar eru vinsæl jólagjöf • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Gardínustangir Stærð 71-122 cm og 112-274 cm t r c c Feim - Lene Bjerre - Bæjarlind 6 - www.feim.is opið virka daga 10 - 18, laugardaga 10 -16 www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 Verð frá kr. 176.000 Hlaupabönd Verð frá kr. 56.900 Fjölþjálfar spörumogæfumheima H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -2 3 0 4 RÁÐGJAFATORG Í dag, miðvikudaginn 12. nóvember milli kl.17.00 og 21.00, verða ráðgjafar Glitnis við símann og svara spurningum viðskiptavina. Sérfræðingar frá Eignastýringu Glitnis, Almenna lífeyrissjóðnum og Glitni Fjármögnun munu svara fyrirspurnum ásamt ráðgjöfum Glitnis. Hringdu í Ráðgjafatorg Glitnis milli kl. 17.00 og 21.00 í síma 440 4000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.