Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengda- faðir og afi, HARALDUR RAGNARSSON atvinnurekandi, Auðbrekku 32, Kópavogi, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 13. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að leyfa líknar- og vinafélaginu Bergmáli og Krabbameinsfélaginu að njóta þess. Perla María Hauksdóttir, Harpa Lind Haraldsdóttir, Berglind Haraldsdóttir, Ragnar Haraldsson, Halla Ósk Haraldsdóttir, Róbert Örn Albertsson, Sigrún Elín Haraldsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Ragnar Haraldsson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HALLDÓR ÞORSTEINN GESTSSON, Skálarhlíð, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 15. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar, 1102 - 26 - 101355 kt. 520181-0169. Líney Bogadóttir, Kristrún Halldórsdóttir, Sigurður Hafliðason, Lára Th. Halldórsdóttir, Eyjólfur Herbertsson, Gestur Ó. Halldórsson, Ólöf Markúsdóttir, Guðrún H. Halldórsdóttir, Þorsteinn H. Jónsson, Halldóra H. K. Halldórsdóttir, Guðmundur Meyvantsson, Bogi G. K. Halldórsson, Líney R. Halldórsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR B. JAKOBSSON fyrrv. forstjóri, Skólavörðustíg 23, er látinn. Guðrún Halldórsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Magnús Haraldsson, Jakob Halldórsson, Súsanna Kjartansdóttir, Steinn Halldórsson, Guðlaug Hafsteinsdóttir, Ólöf Halldórsdóttir, Jón Hjaltason og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGJALDUR SIGURÐSSON, Urðarbakka 28, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 8. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Hanna Ósk Lárusdóttir, Sigrún M. Ingjaldsdóttir, Magnús Ásgeirsson, Helga Ingjaldsdóttir, Ólafur Daðason, Íris Ösp Ingjaldsdóttir, Friðrik I. Þorsteinsson, afabörn og langafabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÞORGEIR H. JÓNSSON, Akurgerði 24, Reykjavík, lést mánudaginn 10. nóvember á heimili sínu. Útförin verður auglýst síðar. Borghildur Þorgeirsdóttir, Arnar S. Andersen, Jón H. Þorgeirsson, Jane H. Þorgeirsson, Vilhjálmur Þorgeirsson, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Valdís S. Sveinsdóttir, Ólafur Þorgeirsson, Gíslína Hákonardóttir, Grímur Jónsson og afabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN AUÐUNSSON pípulagningameistari frá Ysta-Skála Eyjafjöllum, Dalbraut 14, Reykjavík, lést mánudaginn 10. nóvember á Landspítalanum. Jóna Sigurðardóttir, Ragnar Kristinsson, Erna Kristín Siggeirsdóttir, Jón Auðunn Kristinsson, Guðríður Pétursdóttir, Þórunn Kristinsdóttir, Einar Kárason, Kristín Kristinsdóttir, Birgir Vagnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Stella var ekki bara landi okkar hér í Flórída og hún var meira en vinur fjölskyldu minnar; hún varð hluti af henni. Við kynntumst í Fort Lauderdale, þegar hún flutti hingað fyrir 40 árum. Íslenzka nýlendan var lítil og náin og Stella varð þar strax innsti koppur í búri. Hún var líka með í öllu, sem gerðist í fjöl- skyldunni, bæði gleðilegu og sorg- legu og alltaf tilbúin að taka til hendi og hjálpa. Ef ég gæti valið eitt orð til að lýsa vinkonu minni, væri það orðið „myndarlegust“, sem hún einmitt var, af öllum vin- um mínum. Stella brást við veikindum sínum eins og hún tók öllu öðru í lífi sínu, með rósemi, styrkleika og æðru- leysi. Hún bað ekki um hjálp og sagði aðeins okkur, hennar nán- ustu, hvað var að gerast. Það var meira en furðulegt, að hún skyldi geta gengið til vinnu allt þar til tveimur vikum áður en hún dó. Það verður að skrifast á hina sterku ís- lenzku arfleifð hennar. Þegar það varð augljóst, að Stella var orðin helsjúk og gat ekki séð um sig sjálf, tóku Thor, sonur hennar, og Katherine, kona hans, í Norður-Karólínu hana til sín. Hin Guðríður Guðrún (Stella)Jónsdóttir Chitow ✝ Guðríður Guð-rún Jónsdóttir Chitow, eða Stella, eins og hún var köll- uð allt frá barn- æsku, fæddist í Reykjavík 23. des- ember 1944. Hún andaðist í Norður- Karólínu í Banda- ríkjunum 29. sept- ember síðastliðinn. Hennar var minnst á heimili Ásu Gunnlaugsson í Pompano Beach í Flórída 9. nóvember. börnin tvö, Jón og Natasha voru þar einnig þar til yfir lauk. Stella fékk beztu umönnun frá fjölskyldu sinni og fólki því, sem annast heimahjúkrun fyrir dauðveika (Hospice). Mér finnst, að hún hafi skilið sátt við þetta líf. Það er erfitt að finna orð til að lýsa því stóra skarði, sem dauði Stellu hefir skil- ið eftir í fjölskyldu minni. Það er svo erfitt að skilja, að ekki sé hægt að grípa símann og hringja í hana. Við elskuðum hana og dáðum svo mjög og komum til með að hugsa um hana oft. Takk fyrir allt gamalt og gott. Guð geymi þig, Stella mín. Við söknum þín. Ingrid „Imba“ Gunn- laugsson, Pompano Beach, Flórída. Elsku Stella mín og okkar allra. Þessi orð koma kannski dálítið seint, en við vissum ekki, að þú færir svona fljótt frá okkur. Maður veit aldrei, hvað kemur næst. Nú ertu farin á betri stað, því það átt þú skilið. Þú varst góð vinkona og gerðir allt fyrir vini þína. Okkur þótti öllum mjög vænt um þig og við söknum þín mikið, en við sjáumst bara seinna; það veit ég. Guð blessi þig, Stella mín. Þín vinkona, Ása Gunnlaugsson, Pompano Beach, Flórída. Mig langar að minnst hennar Stellu Chitow. Ég kynntist henni þegar ég kom fyrst til Flórída 1977 með fyrri manni mínum, sem kom hingað í nám. Við hittum Stellu og Bill hjá öðrum Íslendingum sem bjuggu hér, og þau tóku okkur al- veg upp á arma sína. Hjálpuðu okkur að finna íbúð, bíla og buðu okkur svo heim um helgar. Stella var mjög sterkur persónuleiki og hafði mjög gaman af að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Þær voru ófáar veizlurnar sem hún hélt og þá var alltaf veitt af mynd- arskap, sérstaklega man ég eftir nautavöðvanum, sem var hennar sérgrein að elda. Þegar fyrri maðurinn minn út- skrifaðist úr háskólanum hélt Stella veizluna. Seinna, þegar ég og núverandi maður minn höfðum lent í miklum fellibyl, bauð hún okkur að vera hjá sér í nokkra daga. Alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd. Mér er líka minnis- stætt, þegar ég fór til Íslands á sama tíma og hún og Bill, mað- urinn hennar, og börnin; við hitt- umst og skemmtum okkur saman. Svo þegar við áttum að fljúga heim, hringdi Stella í mig og sagði að fluginu væri flýtt um klukku- stund. Ég dreif mig á völlinn en það var engin breyting á brottfar- artíma, svo ég var fyrst í röð og Stella og fjölskylda komu á eftir mér. Hún skellihló og sagðist hafa gert þetta svo ég yrði ekki of sein, eins og stundum var minn vani. Stella var sérstaklega dugleg, vinsæl á vinnustað og hélt mynd- arheimili. Hún var í stjórn Íslend- ingafélagsins í mörg ár og tók þá að sér allar borðskreytingar og eldaði oft líka. Hennar mottó var alltaf : „Þetta er ekkert mál.“ Bara að ganga í það. Ég var nú mest í símasambandi við hana síðustu ár og eftir að ég vissi um veikindi hennar talaði ég oft við hana. Hún var sko ekki að kvarta og var bjartsýn á bata. Hún var svo hress þegar ég talaði við hana rétt áður en ég fór til Íslands í september, en þegar ég kom til baka var hún dáin. Ég votta börnum hennar, Jóni, Thor og Natasha, innilega samúð mína og megi minning þeirra um yndislega móður vera þeim styrk- ur. Jóna Ingvadóttir Ferrante, Miami, Flórída. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, Ragnheiður Guðnadóttir ✝ RagnheiðurGuðnadóttir fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1933. Hún lést á Landspít- alanum 31. maí síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Laugarneskirkju 5. júní. ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Ragna mín, í dag hefðir þú orðið 75 ára. Ég get ekki með orðum lýst hvað ég sakna þín mikið, við áttum svo margt eftir ógert. Ég veit að þú ert komin til fólks- ins þíns, sem hefur tekið vel á móti þér og fagnar með þér á af- mælisdaginn. Þegar ég horfi til baka þá er margs að minnast. Við vorum ekki bara frænkur heldur eins og systur alla tíð. Þegar við vorum litlar fengum við oftast allt alveg eins. Mamma mín, amma þín, prjónaði og heklaði alltaf eins á okkur báðar og innihald jólagjaf- anna var oftast það sama eins og þegar við fengum nýja, hvíta, uppháa skauta. Eftir unglingsárin fórum við oft á gömlu dansana ásamt vinkonum okkar Unni og Eddu og þótti okkur það heldur betur skemmtilegt. Börnin okkar fæddust oftast með nokkurra mánaða millibili og samgangurinn var ekki minni á þeim árum. Alltaf dáðumst við að því hvað við áttum góð börn og falleg. Börnin þín voru þér mikils virði. Svo liðu árin, við fórum í seinni tíð í föndur og ýmsar uppá- komur hjá eldri borgurum og einnig voru dagsferðirnar margar. Ég gæti haldið áfram endalaust að minnast allra samverustund- anna sem við áttum ásamt fjöl- skyldum okkar. En það verður að bíða betri tíma eða þangað til við hittumst aftur. Elsku frænka og vinkona, ég vil enda þessa minningu um þig á bæninni sem okkur var kennd í æsku. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Elsku Ragna mín, hvíl þú í friði, þú átt alltaf sess í mínu hjarta. Þín frænka Erla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.