Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum lands- ins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahags- vanda þjóðarinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins MIG langar að bæta aðeins við það sem ég skrifaði í gær í tilefni af því að Agnes Braga- dóttir skrifaði í sunnudags- mogga að ég ætti að hafa vit á því að þegja. Undir hinu marglofaða ís- lenska efnahagsundri kraumaði öflug vél. Með nýrri uppfinningu hins al- þjóðlega bankakerfis, skuldabréfavafn- ingum, höfðu íslensku bankarnir skyndilega aðgang að ótakmörkuðu lánsfé. Kannski ekki ótakmörkuðu, en samt þó í þeim skilningi að það var vitavonlaust fyrir rúmlega 300 þús- und Íslendinga að ætla sér að koma öllu þessu fé í lóg. Þetta var mikil breyting fyrir ís- lensku bankana. Fyrir skuldabréfavafninga voru aðeins örfáir bankar í heiminum sem lánuðu hóflega til Íslands. Að þessu leyti voru Íslendingar eins og fátæklingar í Bandaríkj- unum; skyndilega stóðu allir bankar opnir fyrir fólki með lítið sem ekkert lánstraust. Strókurinn af þessu fé stóð út úr íslensku bönkunum og bjó til ýkta mynd – hálfgerða skrípamynd – af lána- og eignabólunni sem herjaði á vestræn lönd. Offramboð af lánsfé sprengdi upp verð á öllum eignum en alltaf var til enn meira lánsfé til að standa undir kaupum á enn verðmeiri eignum. Þegar ból- an í Ameríku og Evrópu sprakk hrikti í inn- viðum kerfisins. Þegar bólan á Íslandi sprakk varð ekkert eftir. Ástæða eyðileggingarinnar á Íslandi er að peningavél bankanna var svo gríðarlega öfl- ug. Á skömmum tíma varð efnahagur bank- anna 12 sinnum verðmeiri en landsfram- leiðsla Íslands. Ef sambærilegt hefði gerst í Bandaríkjunum hefðu þarlendir bankar á sama tíma náð að innbyrða allt hagkerfi heimsins. Með þessu ógnarafli urðu bank- arnir eins og þrír svelgir sem soguðu til sín allt kvikt. Landið skiptist milli þeirra: fjöl- miðlarnir, tryggingafélögin, skipafélögin, fasteignafélögin o.s.frv. Einnig listin og menningin. Háskólarnir. Maraþonhlaupin. Leikin innlend dagskrárgerð. Eiginlega hug- myndaheimurinn allur. Þegar ég kom aftur til landsins í upphafi þessa árs sagði mér skynugasta fólk að líkast til færi best á því að Björgólfur Guðmundsson myndi sjá um upp- byggingu miðbæjarins. Þeir sem stóðu næst uppsprettunni fengu að sjálfsögðu mest. Menn, sem áttu 10 millj- ónir árið 2000, áttu 1000 milljónir árið 2004 og voru metnir á 100.000 milljónir 2007. Björgólfur Thór var metinn á 3,5 milljarða dollara (450 milljarða króna) í lok síðasta árs; auðlegð sem varð til af tæplega 10 milljarða hagnaði af sölu bjórverksmiðju fyrir sex ár- um. Þetta er um 90 prósent ávöxtun á hverju ári í sex ár. Á sama tíma var Warren Buffet að glíma við um og undir 15 prósent ávöxtun á ári. Þótt Buffet hafi mátt þola tap vegna eignarýrnunar eftir að eigna- og skuldabólan sprakk, þá er það ekki nema rúm 20 prósent. Á sama tíma hefur auður íslensku auðmann- anna þurrkast út. Og gott betur. Þar sem áð- ur var hrúga af peningum er nú djúp hola af skuldum. Þegar Philip Green var spurður hvort hann ætlaði að kaupa skuldir Baugs eða fyrirtækið sjálft, sagði hann að það væri sami hluturinn. Það merkir að það er ekkert eigið fé eftir. Og þannig eru svo til öll íslensk fyrirtæki í dag. Þau eru við greiðsluþrot, tæknilega gjaldþrota og eru líkari viðfangi lögfræðinga til skuldaskila en fyrirtækjum til atvinnusköpunar. Hér má ég kannski skjóta inn í að þegar ég var ráðinn sem forstjóri Dagsbrúnar voru rök stjórnar og hluthafa fyrir þörf á skjótum vexti – og þá helst í útlöndum – þau að lífeyr- issjóðir og aðrir stórir fjárfestar litu ekki við litlum fyrirtækjum en einblíndu á stærstu fyrirtækin. Og verðmæti þeirra jókst mest þegar þau fjárfestu erlendis og þá oft marg- falt umfram mögulegan hag þeirra af kaup- unum. Með örum vexti og fjárfestingum er- lendis voru aðstandendur Dagsbrúnar því að svara kalli tímans. Og svona beit þetta hvert í annars skott. Þau fyrirtæki sem við kannski helst þyrftum í dag, velrekin innlend milli- stór félög, helst með áherslu á útflutning, hröktust úr Kauphöllinni eða leiddust út í sameiningar og útrás eða umbreyttust í fjár- festingarfélög með aðaláherslu á skuldsett kaup á öðrum félögum. Þetta var einfaldlega tískan – jafn hlægileg í dag og axlapúðar eða túbering – en rosalega smart og hámóðins þá. Það má vera rétt hjá Agnesi að nú sé runn- in upp rúningartíð; að við förum að sjá fólk krúnurakað sem vann hjá vitlausum fyrir- tækjum. Að þeir sem voru á mála hjá Stasi fái ekki lengur starf. Að fólk fari að vitna fyrir þingnefndum um hverja það sá á hluthafa- fundum. Að þeir sem tóku lán til kaupa á eignum á óraunhæfu verði segist ekki hafa andað þeim ofan í lungu. Ég vona ekki. En það er engin furða þótt flestir séu hissa og margir reiðir. Hér gekk yfir svo fádæma- laus tignun auðmanna að litli drengurinn var einfaldlega fjarlægður þegar hann benti á að keisarinn var nakinn. Ævintýrið er nefnilega ævintýri fyrir þær sakir hversu fátítt það er að allur almenningur hlæi með drengnum. Oftast stendur almenningur með sínum nakta kóng. Og það gerðu Íslendingar allt þar til spilaborgin féll. Og ég stóð með þessum kóngum. Ég fagn- aði því þegar hið nýja auðvald feykti burt Kolkrabbanum og gat staðið í hárinu á gömlu yfirstéttinni. En seinna varð þetta enn eitt dæmið um byltinguna sem át börnin sín. Von- in eftir nýjum tímum var svo sterk að stjórn- völd, Seðlabanki, fjármálaeftirlit, lífeyris- sjóðir, viðskiptabankar, auðmenn, fjölmiðla- menn, fræðimenn: við öll sem hópur flugum fram af bjargbrúninni án þess að það sjáist bremsufar við brúnina. Á morgun vil ég skrifa um hvað brást. Hvað gekk á? Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður. OFURAFLIÐ sem leysist úr læðingi þegar innibyrgð reiði brýst út getur valdið ís- lensku þjóðfélagi slíkum skaða að enginn hefur áður kynnst slíku hér á landi. Eyðileggingin gæti orðið gífurleg og sárin sem eftir sitja á þjóðarsálinni gróa seint. Skynsamir ráðamenn leggja nótt við dag til að leysa skammtímavanda og vilja geyma þau mál sem þeir telja að geti beðið. Þjóðin vill hins vegar fá skýra stefnu strax. Stjórnmálamenn verða að losa sig úr viðj- um úreltra hugmynda og móta stefnu sem fólk skilur. Á Austurvöll koma þúsundir ótta- sleginna einstaklinga til þess að fá útrás. Fólk sem skilur ekki hvað er að gerast og telur að ekkert sé gert til þess að forða því að tjónið verði enn meira. Stjórnvöld geta ekki leyst vandann á skömmum tíma, en þau geta létt óvissunni af þegnunum. Til þess þarf rík- isstjórnin strax að lýsa yfir eftirfarandi: 1. Fólk verður ekki borið út úr íbúðum sínum þó að það geti ekki greitt af lánum á næst- unni. Bankar muni í einhverjum tilvikum eignast hlut í íbúðunum en fólki gefst kost- ur á að leigja þær áfram. Óttinn við að missa heimili sitt er óþolandi. Einhliða yf- irlýsing um að íbúðir séu griðastaður fjöl- skyldnanna róar almenning. 2. Annar gjaldmiðill verður tekinn upp svo fljótt sem auðið er. Kannski er þetta flókið og seinvirkt, kannski einfalt. Aðalatriðið er að stjórnvöld marki þá stefnu að krónan verði ekki sá myllusteinn um háls þjóð- arinnar í framtíðinni sem hún er nú. 3. Skipuð verður ný forysta í Seðlabankanum nú þegar. Á þeim örlagatímum sem við lif- um er nauðsynlegt að þeir sem eru í forystu í efnahagslífinu njóti trausts þjóðarinnar. Það traust ríkir ekki nú. Engum er greiði gerður með því að setjast nú á rökstóla um hvort vantraustið sé verðskuldað eða ekki. Traustið þarf að endurreisa strax. 4. Forsætisráðherra byrji sérhvern dag á því að halda fund með leiðtogum allra stjórn- málaflokka, forystumönnum af vinnumark- aði og öðrum sem halda þarf upplýstum. Á þessum fundum skýri hann frá stöðu mála og útdeili verkefnum. Það vilja allir góðir Íslendingar leggja sitt af mörkum til þess að leysa vandann. Blaðamannafundir verði haldnir í lok hvers einasta dags og þjóðinni haldið upplýstri. 5. Fenginn verður þekktur og vammlaus, er- lendur maður til þess að stjórna rannsókn á aðdraganda kreppunnar. Rannsóknina þarf að hefja nú þegar og vinna hratt til þess að eyða tortryggni og sögusögnum. 6. Ríkisbankarnir fá skýr fyrirmæli um það að þeir skuli bjóða fyrirtækjum þar sem eitt- hvert vit er í rekstrinum að skuldum verði breytt í hlutafé. Með breytingunni minnkar hlutur núverandi eigenda í fyrirtækjunum, en þau fara ekki á hausinn. Án fyrirtækja er engin vinna fyrir einstaklingana. Þegar betur árar selur ríkið aftur sinn hlut. Þjóðin veit að hún þarf að færa miklar fórnir. Hún vill vita að þær verði ekki til einskis. Þess vegna þarf að marka stefnu strax. Engin lýðræðisleg ríkisstjórn getur stjórnað ef hún nýtur ekki trausts þjóðarinnar. Oftast hafa stjórnir langan tíma til þess að sannfæra al- menning. Nú er tíminn hins vegar að renna út. Leiðin úr örvæntingunni Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál. MANNI blöskrar hvernig forráðamenn þjóðarinnar, forsætisráðherra, bankastjór- arnir og fjármálafræðingar komu fram vikuna eftir 20. september og lýstu því yfir að botn- inum væri að verða náð og þetta færi að lagast (á götustrákamáli „myndi reddast“). Vísvit- andi að ljúga að almenningi því ekki get ég ímyndað mér að þeir hafi verið það vitlausir að þeir hafi ekki vitað allt sjálfir. Eftir 27. sept- ember viðurkenna þeir hvernig staðan er, allt er á hvolfi og þeir eru búnir að eyðileggja mannorð þjóðarinnar úti um allan heim. Það er nokkuð sem þeir vinna ekki upp aftur, það er alveg á hreinu. Forsætisráðherra og ráðherrar með fríðu föruneyti voru sífellt á ferðalögum um allan heim og virtust ætla að bjarga öllum heiminum en ýttu á undan sér vandanum heima fyrir. Mér er spurn, hvernig er fjármálaeftirliti banka og ríkissjóðs háttað hér á landi? Það er nokkuð ljóst að þar á bæ hafa menn gleymt að vinna heimavinnuna sína en tæplega að taka á móti laununum sínum. Ég var 6 ára gömul þeg- ar kreppan var 1930 og sú kreppa var ekki heimatilbúin. Þá voru ekki tryggingar og engir sjóðir til að hlaupa í eins og nú er. Þá þurfti fólk að leita til sveitarfélaganna, oftast nær vegna fráfalls maka eða veikinda. Það voru örugglega erfiðustu spor sem nokkur þurfti að ganga. Nú eru skipaðar nefndir til að betla lán hjá erlendum þjóðum og þeir skammast sín ekki fyrir að vera búnir að missa allt út úr hönd- unum vegna eftirlitsleysis, ágirndar og pen- ingagræðgi tiltölulega fárra manna. Hugleiðingar alþýðukonu Sigríður Gunnarsdóttir , Reyðarfirði. FYRIR einhverjum áratugum var tekin upp verðtrygging, sem stendur enn, þá var sagt tímabundið, í barnaskap mínum taldi ég þetta orð tímabundið þýða svona 2-3 ár, sem varð ekki og hefir verðtryggingin frekar verið hert en hitt og virðist engan enda eiga að taka. Ekki virðist að verðtrygging komi í veg fyrir lélega fjár- málastjórn og því voru teknir upp svokallaðir stýrivextir, auðvitað sagt tímabundið, að því er virðist að margra áliti eingöngu til að kvelja land og þjóð. Auðvitað gleymdu þessir menn að sinna þeirri eftirlitsskyldu sinni að fylgjast með og stjórna fjármálum lands og þjóðar, gengu bara þó nokkuð sperrtir og tóku ekki mark á viðvörunum hvorki innlendra né erlendra manna enda sumir hverjir með bréf upp á ein- hverja hagfræðimenntun, sem annaðhvort virð- ist ekki mjög mikil eða ekki nýtt. Þegar kerfið lagðist opinberlega á hliðina hlupu þessir sömu menn fram og til baka eins og mýs í lokuðu íláti á milli landa í peningaleit og gengu alls staðar bónleiðir til búðar enda telst það trúlega ekki til mikils fjármálavits að trúa þessum mönnum fyrir einhverjum fjármunum og hafa þeir á því engan skilning að þeir hafa sjálfir útvegað sér þetta álit meðal þjóðanna auk þess sem þeir vita sjálfsagt ekki að sjálfstætt ríki á sér engan vin. Þá vil ég geta yfirlýsinga til þjóðarinnar varð- andi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Um það mál sagði sjálfur foringi fjármála landsins að ekki kæmi til greina að sjóðurinn fengi vald sem gæfi honum rétt til að hlutast til um stjórn landsins. Gott ef rétt reynist. Ekki er ég mjög bjartsýnn að þessi yfirlýsing foringjans gangi eftir, því um leið og hann sneri baki við þjóðinni sinni og gekk fyrir fulltrúa sjóðsins með signar axlir, bogið bak og skósíðar hendur til væntanlegra samninga og undirritunar um lán, gaf sjóðurinn út sína fyrstu reglu, hækka stýrivexti upp í 18%. Þessi sjóður er ekki kominn til að gera Íslandi gott heldur til að skrapa eitthvað handa sjálfum sér, erum við trúlega best komin án hans afskipta. Sú hugsun er nokkuð sterk að nú eigi Sjálf- stæðisflokkurinn bágt að verða að horfa á eftir frjálshyggjunni út í veður og vind. Vonandi lygnir aldrei svo að hún nái fótfestu á Íslandi aftur. Ekki er hægt að gleyma Samfylkingunni sem er hér í dag, þar á morgun og hvergi þegar þarf að ná til hennar. Þó má hún eiga það að hafa veitt frjálshyggjunni brautargengi og vera góð- ur sporgöngumaður Sjálfstæðisflokksins í þess- ari ríkisstjórn. Hafi Samfylkingin raunveruleg- an áhuga á inngöngu í Evrópusambandið er það trúlega til að koma okkur undir erlend yfirráð svo við í framtíðinni losnum við aðra eins stjórn- arfarslega yfirhalningu og við höfum verið vitni að síðustu daga, en um leið yfirlýsing um að Samfylkingin getur ekki lagað neitt í íslensku stjórnarfari. Ómerkilegir stjórnarhættir Vilhjálmur Sigurðsson, Heiðarbrún 8, Hveragerði. ÞAÐ fór eins og maður bjóst við Íslendingar fengu ekki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Enda má spyrja hvað þjóð eins og okkar hafi að gera þang- að, sem ekki höndlar sín eigin efnahags- og bankamál. Sam- fylkingin veðjaði þarna á rangan hest. En batn- andi fólki er best að lifa. Það hendir okkur öll að veðja á rangan hest. Um leið og ég býð Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur velkomna heim frá Bandaríkunum þá vil óska henni alls góðs og fulls bata. Ég veit af fenginni reynslu, að hún mun sjá nýja möguleika á skákborði stjórnmálanna. En ég vil gefa henni nokkur góð ráð. Nýtum nú sendiráðin okkar á Norðurlöndum og meg- inlandi Evrópu í samvinnu við háskólana okkar til að kortleggja samkeppnisstöðu atvinnuvega okkar. Biðjum einn skólann um landbún- aðarmál, annan um innlendan iðnað og þann þriðja um sjávarútvegs- og stóriðjumál. Í þessar skýrslur mætti líka setja mat á samkeppn- ishæfni í Evrópusambandinu eða utan þess. Stefnum að því að opinbera þessar skýrslur á vordögum. Nýtum nú allt það unga og miðaldra fólk sem er við nám í háskólum landsins. Nú ríð- ur mikið á að atvinnuvegir okkar fái sanngjarna málsmeðferð og fái sambærileg starfsskilyrði og í nágrannalöndunum. Einnig er mikilsvert að landbúnaðurinn okkar fái sanngjarna forgjöf. Mér finnst vanta talsvert upp á það. Beinum nú kröftunum inn á við. Um kristilegt siðgæði vil ég segja þetta. Kröftugi menntamálaráðherr- ann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fór mikinn í þinginu síðasta vetur við að afmá kristilega fræðslu úr námskrám skólanna. En ég vil bara benda henni á að það er einmitt styrkur þjóð- arinnar á tímum eins og eru núna að eiga nóg af umburðarlyndi og kristilegu siðgæði. Um einkavæðingu bankanna vil ég segja þetta: Þar voru mikil mistök gerð og bönkunum hleypt allt of langt. Það hefði algjörlega þurft að aðskilja innlenda og erlenda starfsemi bankanna. Eins og venjulega eru það saklausir við- skiptavinir bankanna sem borga og að sjálf- sögðu skattborgarar þessa lands. Það þarf nú svolítið til að reita Breska ljónið til reiði. Við förum ekki bara með græðgishramminn inn í breskt samfélag og segjumst svo ekki borga. Nú þurfum við Íslendingar að vanda okkur við uppbyggingu bankakerfisins. Tryggja þarf jafnrétti kynjanna í stjórn- unarstöðum og passa að kerfið sé gegnsætt og eignatengsl með eðlilegum hætti. Ofurlaun verða að heyra liðinni tíð. Við megum ekki missa bankana aftur á altari græðgisvæðingarinnar. Alþingi Íslendinga ber hérna mikla ábyrgð. Alþingi verður að semja nýjar reglur svo að svona stórslys komi ekki fyrir aftur. Íslend- ingar verða að ná mannorði sínu aftur á erlendri grund. Hvað finnst þér? Hugleiðing Sveinn Halldórsson, húsasmíðameistari og formaður Framsókn- arfélags Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.