Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 31
Umræðan 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008
FYRIR rúmu ári keypti ný-
stofnað fyrirtæki í bygging-
ariðnaði nýtt iðnaðarhúsnæði
sem kostaði 135 milljónir. Tók
til þess myntkörfulán skv.
ráðgjöf þjónustufulltrúa í við-
skiptabanka sínum og sem að
bestu manna yfirsýn þótti álit-
legasta aðferð til lántöku þá, upphæð í ís-
lenskum krónum 110 milljónir. Veð í hinni
keyptu eign sjálfri.
Nú er lánsupphæðin komin í 240 milljónir
og fyrirtækið – ja, ekki verkefnalaust heldur
getur ekki sinnt verkefnum af því það fær
ekki a) lán til að kaupa hráefni til reksturs-
ins b) yfirfærðan gjaldeyri til hins sama.
Gjaldþrot blasir við. Bankinn verður að
ganga að veðinu. Eignin sjálf er lítt seljanleg
nú (vegna skorts á eftirspurn) en þó hún
stæði undir upprunalegu verði vantar samt
130 milljónir upp á að veðið standi undir
skuldarupphæðinni. Þessi mismunur fellur á
bankann sem beint tap hans.
Fyrirtækið er ónýtt og gjaldþrota. Eini
ljósi punkturinn að ef eigandinn er ekki sjálf-
ur gjaldþrota og heldur heimili sínu getur
hann ef til vill stofnað nýtt fyrirtæki á ann-
arri kennitölu og haldið áfram að lifa mann-
sæmandi lífi.
Fjölskylduhliðin enn verri
Ennþá verra er sá hluti þessa lánafyr-
irkomulags sem lýtur að fjölskyldum lands-
ins. Dæmi: Hjón á fertugsaldri með tvö börn
keyptu fyrir rúmu ári íbúð fyrir 31 milljón.
Tóku til þess 70% myntkörfulán að fengnu
greiðslumati, í samráði við þjónustufulltrúa í
bankanum sem bestu kjörin bauð og sem að
bestu manna yfirsýn þótti álitlegasta aðferð
til lántöku þá. Veð í hinni keyptu eign sjálfri.
Lánsupphæðin upprunalega tæpar 22 millj-
ónir króna. Stendur núna í rúmum 48 millj-
ónum.
Þessi hjón geta ekki skipt um kennitölu og
byrjað einfaldlega á núlli. Við þeim blasir
ekkert annað en persónulegt gjaldþrot og
þau mega þá ekkert eiga og nánast ekkert
gera næstu sjö árin. Spurning hvað þau geta
síðan gert, með þennan fjármálaferil á bak-
inu. Þau geta ekki skipt um kennitölu og lát-
ið sem ekkert sé.
Bankinn hins vegar gengur að veðinu,
íbúðinni, og lætur að öllum líkindum bera
fjölskylduna út. Situr uppi með íbúðina sem
hugsanlega selst einhvern tíma á næstu
misserum. Verð hennar hefur lækkað nú
þegar en þó að fyrir hana fengist svipuð
krónutala og í fyrra vantar bankann samt 26
milljónir miðað við daginn í dag til að fá lán-
ið að fullu greitt. Það er fyrirsjánlega hans
tap.
Þessi tvö dæmi eru tekin bara úr því um-
hverfi sem ég þekki til sjálfur. Fullvíst að til-
færa mætti um þessar mundir þúsundir ef
ekki tugþúsundir svona dæma. Ríkisstjórn
Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ber
ábyrgð á þessu ástandi og verður að greiða
úr því. Ef hún gerir það ekki verða afleiðing-
arnar fyrir almenning í landinu, og kannski
sérstaklega litla manninn sem a.m.k. sumir
ráðherrar þessarar ríkisstjórnar nefna stund-
um með snert af klökkva í röddinni, ekkert
annað en persónulegt gjaldþrot með tilheyr-
andi alvarlegum afleiðingum og allsleysi,
andlega sem veraldlega. Ríkisstjórninni dug-
ar ekki að vísa málinu til bankanna með til-
mælum um úrbætur eins og tímabundna
frystingu afborgana. Hún verður að bjarga
þessu fólki ef hún ætlar að bjarga sjálfri sér.
Eitt það aumasta sem hún gæti gert væri
að slíta stjórnarsamstarfinu og láta allt reka
á reiðanum með þeirri óreiðu og stertabendu
sem af því hlytist.
Bankarnir tapa hvernig sem fer
Það er deginum ljósara að bankar eru ekki
og hafa aldrei verið góðgerðarstofnanir, ekki
heldur þó að þeir séu nú aftur ríkisreknir.
Eðli þeirra stofnana samkvæmt og ef ekkert
verður að gert verða skuldirnar einfaldlega
gjaldfelldar með þeim afarkostum sem því
fylgja og því tapi sem bankarnir óhjákvæmi-
lega hljóta að verða að sýna samkvæmt því.
Lánþegarnir sem ekki geta borið hönd fyrir
höfuð sér verða reknir út á gaddinn með
börn og buru, stimplaðir vanskilamenn og
óreiðufólk.
Hér verða stjórnvöld að taka myndarlega
á með tilskipun um virka skuldbreytingu og
niðurfellingu hluta skuldanna þannig að lánin
séu ekki himinhátt yfir því veði sem að baki
þeim stendur. En leyfa lántakendum að
koma niður standandi – alveg skilyrðislaust
þar sem íbúðarhúsnæði, eitt af frumþörfum
mannsins, er að veði, fyrir utan mannorð og
persónulegan fjárhag lántakandans og fjöl-
skyldu hans.
Verði það ekki gert er þar með skotið rót-
um undir nýja öreigastétt sem samanstendur
einkum af vel menntuðu, dugmiklu og
ábyrgu fólki. Ég get lofað núverandi stjórn-
mála- og stjórnarflokkum því að það fólk
mun ekki taka niðurlægingu sinni þegjandi
og aðgerðalaust.
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson
sjálfstætt starfandi blaðamaður.
Hvað á að gera við myntkörfulánin?
ÞAÐ er stundum sagt að
þrengingar og þungir tímar
sýni úr hverju manneskjan sé
gerð. Við skulum ekki gera lítið
úr hinum hæga hversdagsleika
og öllu sem í honum býr, en það
er alveg rétt að erfiðleikar
draga ýmislegt fram í dags-
ljósið. Og kannski reynir ekki verulega á gjaf-
mildi okkar, góðsemd og reisn fyrr en þrengir
að okkur sjálfum. Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í
Morgunblaðið undir yfirskriftinni, Hverjir eiga
að bera byrðarnar? Sigurður Kári vill skera
niður útgjöld ríkisins á sem flestum stöðum,
það hefur hann að vísu alltaf viljað, og ákaflega.
En ástæðan fyrir þessum greinarstúf mínum
er eftirfarandi fullyrðing Sigurðar Kára: „Ríki
sem þarf á aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inum að halda er ekki aflögufært um að veita
öðrum ríkjum þróunaraðstoð.“
Mér finnst satt að segja ekki mikil mannúð í
þessari setningu. Ég veit að það eru erfiðir
tímar framundan hjá okkur. Mjög erfiðir,
þrengingar, atvinnuleysi og hið dimma von-
leysi sem gjarnan fylgir slíkum tímum. Við
þurfum að skera ýmislegt niður, en við munum
þó tæplega svelta, hvað þá deyja úr hungri. Við
munum ekki krókna úr kulda, deyja úr vatns-
skorti, eða vegna algjörs skorts á læknisþjón-
ustu. Eða veit Sigurður Kári ekki hvernig
ástandið er í sumum þróunarríkjanna? Veit
hann ekki að þar deyr fólk úr örbirgð, þar
deyja börn úr sjúkdómum sem ætti að vera
sáraeinfalt að vinnu bug á? Því viti Sigurður
Kári þetta, hvaðan kemur honum þá kuldinn að
skrifa svona setningu: „Ríki sem þarf á aðstoð
frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum að halda er ekki
aflögufært um að veita öðrum ríkjum þróun-
araðstoð.“
Þrátt fyrir að við höfum stundum kallað okk-
ur ríkustu þjóð í heimi, hefur framlag Íslands
til þróunarríkja ætíð verið langt undir því sem
samið hefur verið um á alþjóðavettvangi. Sú
staðreynd er fleinn í samvisku okkar. Og nú vill
Sigurður Kári ganga skrefi lengra og skera
framlagið alveg af, ekki leggja krónu fram,
ekki eina evru. Það þarf að spara á Íslandi, al-
veg hárrétt, en mikið andskoti megum við vera
langt leidd ef við hættum að aðstoða þá sem
ekkert eiga, sem örbirgð og dauði vofir yfir.
Eins og flestir Íslendingar er Sigurður Kári
umkringdur þægindum, á fullan ísskáp af mat,
hann á góðan bíl, gengur í vönduðum fötum,
efnahagsþrenginar munu ekki breyta þessu, og
samt segist hann ekki hafa efni á því að aðstoða
fólk sem er að deyja úr hungri. Sumir eru því
miður með kuldapoll í hjarta, sagði afi minn
einu sinni við mig, ég veit það ekki. Ég veit það
bara að við berum siðferðislega ábyrgð í þess-
um heimi, og ég veit að heimurinn er ekki bara
Ísland. Ég veit að líf fólks í Afríku og víðar
reiðir sig á þróunaraðstoð frá þeim sem standa
betur. Það er ekkert í veröldinni eins dýrmætt
og lífið, og ef við viljum geta horft áfram fram-
an í heiminn, þá hjálpum við þessu fólki áfram.
Framundan eru tímar þrenginga, og á slíkum
tímum getum við sýnt heiminum reisn okkar,
og hjartalag.
Jón Kalman Stefánsson,
rithöfundur.
Með kuldapoll
í hjarta
FRÉTTIRNAR valda mér hnút í maga og
óbragði í munni. Hver ætli svíki okkur næst,
upp um hvaða svik er verið að koma, hver laug
hverju, hver sagði ekki neitt, hvað hækkaði í
dag, hver er farinn á hausinn og hverjir misstu
vinnuna í dag? Við erum beðin um þolinmæði á
meðan fjölskyldur og fyrirtæki fara í þrot og
ný- og ófædd börn okkar eiga að taka á sig
skuldir hinna svokölluðu útrásarvíkinga. Hugsanlega hefðum
við átt að hugsa um merkingu orðsins „víkingur“ meðan á
þessu góðæri stóð líkt og einn vinur minn benti réttilega á.
Víkingur var nefnilega maður sem ekki vildi una í sínu landi
og þeim reglum sem þar áttu við. Heldur fór hann og kannaði
heiminn með gripdeildum og öðrum níðingshætti. Kom heim
ríkur og lagði örmagna alþýðuna undir sig í krafti fjármagns
sem hann „vann“ sér inn annars staðar. Almenningur fær
ekki upplýsingar nema frá sjálfskipuðum álitsgjöfum og ráð-
gjöfum sem benda á hugsanlegar leiðir úr svartnættinu sem
eiga að gefa okkur von um að lausnir séu í sjónmáli. En því
miður verðum við að leita á náðir miðla og sjáenda til þess að
geta komist að því hvort ráðmenn séu einnig að leggja við
hlustir eða sjái aðrar leiðir. Svo mjög skortir á samskipti
þeirra við okkur fólkið í landinu. Ráðamenn, eftirlitsstofn-
anir, endurskoðendur og forsvarsmenn banka þurfa að axla
sína ábyrgð. En það léttir ekki byrðinni af almenningi sem
kemur til með að greiða skuldirnar. Ég frábið mér því þau
drottningarviðtöl sem þetta fólk kemur fram í þar sem það
vísar sinni ábyrgð til annarra. Þau breyta ekki skuldsetningu
þeirri sem þeir komu þjóðinni í. Þeir sjálfir geta aldrei greitt
reikninginn. Það sem hins vegar vekur furðu og skiljanlega
reiði almennings er að sama fólkið situr enn við kjötkatlana.
Það virðist hafa óheft aðgengi að því að klóra yfir þau mistök
sem hér hafa verið gerð og sem það hefur verið meðvirkt í.
Sama fólkið, jafnvel gömlu bankastjórarnir eru enn í bönk-
unum og útdeila enn fé. Jafnvel til fyrri vina sinna og yf-
irmanna.
Mörgum finnst að ráðherrar, starfsmenn eftirlitsstofnana
og Seðlabanka ættu að víkja fyrir fólki sem hefur ekki sömu
tengsl við þau hneykslismál sem upp hafa komið. Eyða á
óvissu með því að hleypa öðru fólki að. Hversu lengi verður
reynt að strá ryki í augu okkar og salti í sárin? Er eðlilegt að
fyrrverandi Landsbankastjóri þiggi laun og fríðindi líkt og
ekkert áfall hafi dunið á bankakerfinu? Þjóðin okkar hefur
lengst af þjáðst af slitróttu langtímaminni og hafa margir,
kjörnir sem og sjálfkjörnir fulltrúar þjóðarinnar, notið góðs
af því. Núna bjóða aðstæður ekki upp á að við gleymum neinu
þar sem við munum öll beinlínis finna fyrir afleiðingum blekk-
inganna í atvinnumissi og eignatjóni. Myndbönd á Youtube
minna okkur núna á þá spillingu sem hér hefur farið fram án
eftirlits án þess að yfirvöld lyfti fingri því til fyrirstöðu. Óhjá-
kvæmilegt virðist að stokkað verði upp í þeirri flokkaskipan
sem hefur verið við völd. Enda er að sjá að óbreyttir þing-
menn séu einnig að gefast upp á forystu flokka sinna sem
hvorki virðist halda þeim upplýstum né hlusta á hugmyndir
þeirra um breytingar.
Í dag er ekki nokkur leið að sjá hvaða flokkar geta átt sam-
leið. Auðveldara er að greina á milli manna heldur en flokka.
Æskilegra væri að hér væru tveir flokkar líkt og í Bandaríkj-
unum. Fjöldi flokkanna hér hefur gert það að verkum að auð-
veldara er að leggja áherslu á eiginhagsmuni fárra heldur en
hagsmuni heildarinnar. Of margir „samningar“ hafa verið
gerðir, of náin tengsl hafa verið mynduð á milli stjórnmála-
manna og forsetans við aðila útrásar og of margar vafasamar
ráðningar hafa átt sér stað í opinber stöðugildi. Allt þetta hef-
ur gert það að verkum að núverandi flokkapólitík í dag er lítt
trúverðug í huga þess almennings sem flykkist á Austurvöll.
Við þurfum líkt og heimurinn allur að sættast við þá hugsun
að nýtt hagkerfi er nauðsyn. Við þurfum að horfa fram á veg-
inn en án þess að gleyma þeim aðgerðum sem komu okkur í
þetta ástand. Ísland á sér framtíð þrátt fyrir dökkar horfur
um stund. Ekki hef ég sjálf samt mikla trú á að innganga í
ESB- „vinabandalagið“ sem nú reynir að kúga okkur til samn-
inga verði okkur í hag. Fórnarkostnaðurinn við inngöngu má
ekki steypa komandi kynslóðum í óviðráðanlegar skuldir. En
mér finnst augljóst að við þurfum að taka upp alþjóðlega
mynt, hver sem valin verður.
Nú er mikilvægt að gera ekki bráðræðismistök í örvænt-
ingu. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að vegna smæðar
okkur höfum við fyrst fundið fyrir alheimskreppunni sem nú
skellur á, en ég tel einnig að vegna smæðar okkar munum við
fyrst allra ná okkur farsællega út úr henni. Svartsýnisböl og
afturhaldssemi mega ekki þvælast fyrir nýjum hugmyndum
og djörfung. Hér var áður mikill iðnaður sem smám saman
hnignaði og laut í lægra haldi fyrir uppgangi fjármálaheims-
ins. Verður nú ekki að snúa sér að grunnatriðunum? Skapa
verðmæti og vinnu með því að framleiða og skapa íslenskar
afurðir með hugviti og höndum landsmanna.
Breytingar nauðsynlegar
Karen Elísabet Halldórsdóttir, BA í sálfræði, MS
í mannauðsstjórnun, skrifstofustjóri á ESD.
STAÐA og störf arkitekta
hafa verið mjög til umræðu á
síðustu dögum. Ljóst er, að á
næstu vikum og mánuðum
mun stór hluti arkitekta verða
án atvinnu, haldi svo fram sem
horfir. Þá er einnig viðbúið, að
svipað ástand muni fljótlega
skapast hjá öðrum hönnunar- og ráðgjaf-
arstéttum, s.s. verkfræðingum. Mikill þrýst-
ingur er því á stjórnvöld að grípa inn í at-
burðarásina og treysta grundvöll þessara
faggreina með auknum umsvifum í opinberum
framkvæmdum.
Þrátt fyrir hina dramatísku atburði síðustu
vikna er óumdeilt, að veruleg niðursveifla var
framundan í byggingariðnaði og mann-
virkjagerð hérlendis, með tilheyrandi áhrifum
á þær stéttir, sem þjónað hafa þeim markaði.
Því virðist hvorki sanngjarnt né raunhæft að
ætlast til þess að hið opinbera, þ.e. ríki og
sveitarfélög, leysi að fullu af hólmi hlut einka-
framtaksins við mannvirkjagerð á Íslandi.
Gott má heita ef opinberir aðiljar geti nokk-
urn veginn haldið sínum hlut í þeim efnum við
núverandi aðstæður. Það er á hinn bóginn
mjög mikilvægt, að þær aðgerðir stjórnvalda
til styrktar hönnunar- og ráðgjafarstéttum,
sem nú er kallað stíft eftir, verði með þeim
hætti, að þær leiði til framfara og varanlegra
betrumbóta á vinnubrögðum við mann-
virkjagerð. Um leið þurfa þær að styrkja fag-
lega innviði þeirra hópa er starfa á þeim vett-
vangi.
Á næstunni munu opinberir aðiljar standa
frammi fyrir því að velja verkefni til und-
irbúnings, hönnunar og framkvæmda á kom-
andi misserum. Af sjónarhóli arkitekta þarf
einkum að hafa tvennt í huga við slíkt val:
Í fyrsta lagi að velja verkefni sem end-
urspegla þá miklu fjölbreytni í lausnum og
aðferðafræði, sem eru hornsteinar bygg-
ingarlistarinnar á hverjum tíma. Þá fjöl-
breytni má ekki síst greina í þeim áhuga-
verðu arkitektasamkeppnum sem efnt
hefur verið til á undanförnum árum, þar
sem stórir hópar arkitekta hafa lagt fram
mikla vinnu við lausn tiltekins verkefnis, en
gjarnan nálgast það á mjög ólíka vegu. Því
er afar mikilvægt, að valin verði metn-
aðarfull en hæfilega stór verkefni til
áframhaldandi hönnunar í bland við sam-
keppnir um önnur ný. Gamli Nói kunni á
þessu lagið: hann fyllti ekki örkina af einni
sort.
Í öðru lagi er mjög mikilvægt, að opinberir
aðiljar taki nú höndum saman við arkitekta
um stórauknar kröfur til gæða hins byggða
umhverfis. Árið 2007 var mótuð slík gæða-
stefna í samvinnu menntamálaráðuneyt-
isins og arkitekta undir nafninu Menning-
arstefna í mannvirkjagerð. Engri opinberri
framkvæmd á nú að ýta úr vör, sem ekki
uppfyllir þá metnaðarfullu en um leið skyn-
sömu stefnu sem þar var mörkuð. Við eig-
um nú þegar að hefja þá þróunarvinnu,
sem er nauðsynleg forsenda framfara í
hönnun og byggingu mannvirkja. Og gerir
byggingarlistinni til góða. Við þurfum að
innleiða nýja hönnunarstaðla, sem draga
úr líkum á mistökum við undirbúning og
framkvæmdir, en geta einnig auðveldað
rekstur og viðhald opinberra mannvirkja í
framtíðinni. Þá er mikilvægt að stíga al-
vöru skref í vistvænni vottun bygginga, þar
sem hönnun tekur markvisst mið af því að
hámarka gæði og notagildi en lágmarka
neikvæð umhverfisáhrif.
Arkitektar og aðrir ráðgjafar hafa legið
undir nokkru ámæli fyrir að hafa verið helst
til leiðitamir í hinni gífurlegu þenslu á bygg-
ingarmarkaði undanfarinna ára. Þar hefur,
því miður, oft verið farið fram meira af kappi
en forsjá og getum við arkitektar ekki vikist
undan ábyrgð í þeim efnum. En nú er lag til
betri háttu. Og ef fúskið, hvar og hvernig sem
það hefur birst okkur, verður fórnarlamb
kreppunnar – þá hefur farið fé betra.
Arkitektar og hið opinbera
Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt.