Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI HOW TO LOSE FRIENDS &... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára HOW TO LOSE FRIENDS &... kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP RESCUE DAWN kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FERÐIN TIL TUNGLSINS kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:30 - 6 - 8:30 LEYFÐ EAGLE EYE kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára EAGLE EYE kl. 5:40 LÚXUS VIP SEX DRIVE kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 Síðasta sýning LEYFÐ SÝND Í KRINGLUNNI TOPP GRÍNMYND -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS- V.J.V., -TOPP5.IS/FBL -S.V., MBL- Þ.Þ., DV RESCUE DAWN kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára HOW TO LOSE FRIENDS &... kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára FERÐIN TIL TUNGLSINS kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:40D - 8D LEYFÐ DIGITAL EAGLE EYE kl. 10:20D B.i. 12 ára DIGITAL JOURNEY TO THE CENTER ... Sýnd á laugardag og sunnud. LEYFÐ 3D - DIGITAL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM UM ÓTRÚLEG AFREK STRÍÐSFANGA Í VÍETNAMSTRÍÐINU STÓRLEIKARINN, CHRISTIAN BALE ÚR THE DARK KNIGHT SÝNIR STJÖRNULEIK. STEVE ZAHN ER MAGNAÐUR „...RESCUE DAWN, ANOTHER ALL-TIME GREAT PRISON MOVIE...“ „...tekst myndin á flug og hefur sig langt upp fyrir sambærilegar stríðsmyndir frá Hollywood.“ - H.J. Morgunblaðið. „BRÁÐSKEMMTILEG OG MEINFYNDIN GAMANMYND MEÐ RÓMANTÍSKU ÍVAFI SEM ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF.” - MMJ, KVIKMYNDIR.COM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hljómsveitinni Buffi hefurvaxið ásmegin meðhverju árinu, það sembyrjaði sem vammlaus grallaraskapur góðra félaga er nú orðið að fullburða popp- og skemmt- anamaskínu með dægurlagasmelli á hverjum fingri. Þetta er líka hljóm- sveit með helstu minni úr poppsög- unni á tæru og þá ekki bara tónlist- arlega. Það er t.d. vitað mál að allar sveitir sem státa af einhvers konar ferli verða að gefa út eina plötu sem er samnefnd hljómsveit- inni. Og það hafa Buff-liðar nú gert. „Hmmm … ja … þetta var nú aðallega til þess að þurfa ekki að svara fyrir merkingu á einhverjum titli,“ segir Hannes Heimir Frið- bjarnarson, trymbill sveitarinnar. „En svo þarf eiginlega enn lengra mál til að útskýra af hverju við völd- um að láta hana heita bara eftir hljómsveitinni!“ Að gríni slepptu segir Hannes að þeir félagar hafi setið í marga mán- uði við að kokka upp titil. „En titillinn hefur reyndar ögn dýpri merkingu, þessi plata er af- skaplega mikið VIÐ, hún lýsir okk- ur og okkar sýn á hlutina afskaplega vel.“ Keikir í stofu ásamt hrossi Umslag plötunnar er óvenju glæsilegt, þar sem meðlimir standa keikir í stofu ásamt hrossi, alvar- legir í bragði. „Við vildum hafa mynd af okkur framan á,“ útskýrir Hannes. „Hljómsveitarmyndir í dag eiga það þó til að vera afskaplega afkáraleg- ar, þannig að við lögðum höfuðið í bleyti og fórum að fletta gömlum Álafossblöðum. Þar stendur fallegt, alvarlegt fólk í lopapeysum íbyggið úti í móa, afskaplega sátt við sjálft sig og tilveruna. Ljósmyndarinn, Steingrímur Karlsson, fann svo á netinu myndir af austurevrópskum fjölskyldum sem minntu dálítið á ljósmyndabókina Íslendingar (eftir Sigurgeir Sigurjónsson). Við fórum svo heim til Steingríms í Kjósina og kláruðum dæmið í stofunni hjá hon- um.“ Það var sumarið 2007 sem Buff lét frá sér lagið „Núna mun ég vaka“, lag sem varð afskaplega vinsælt. „Þá sáum við loks að þetta væri eitthvað sem við gætum gert. Þá voru óðar lögð á ráðin um að gefa þessa plötu út um jólin 2008 og kynda undir stemningunni með „smáskífum“ á þriggja mánaða fresti. Þetta plott hefur gengið vel eftir verð ég að segja.“ Hannes segir að þeir félagar hafi í raun fundið fjölina á þessari plötu. „Það er búið að vera mikið um grallaraskap í gegnum tíðina en nú ákváðum við að veðja á þetta; að búa til skemmtilega poppplötu þar sem við hrærum saman óhikað hinum og þessum stemmum úr tónlistarsög- unni. Þetta er tilraun til að búa til gott og grípandi popp og að mínu viti er meiri samhljómur nú en á fyrri skífum.“ Buff heldur útgáfutónleika á fimmtudaginn í næstu viku, hinn 20. nóvember. Frítt er inn, enda ekki hægt að bjóða fólki upp á annað í þessu árferði að sögn Hannesar. Alvarlega fallegir Þessi trausta og ylhýra mynd var tekin á blíðviðrislegum hausteftirmiðdegi í Kjósinni. Alvarlegt sprell Samnefnd plata Buffs er þriðja plata sveitarinnar. Áður hafa komið út plöturnar Góðir far- þegar (2002) og Selfoss (2006). „En þetta er eiginlega sú fyrsta,“ segir Hannes. „Hinar tvær voru gerðar í hálfgerðu brí- aríi, bara fyrir okkur. Einn með- lima átti hljóðver á þeim tíma og við höfðum hreinlega ekkert betra að gera en að búa til plöt- ur. Fyrsta Buffplatan?  Buff snarar út sinni þriðju plötu, samnefndri sveitinni  Grallaraskapurinn dempaður en poppið keyrt upp CRISTOPHER Nolan leikstjóri Batman Begins og The Dark Knight á nú yfir höfði sér lögsókn frá Batman, litlum olíubæ í suðausturhluta Tyrklands. Bæjarstjórinn Husseyin Kalkan segist ekki hafa verið spurður leyfis áður en nafnið Batman var notað í myndunum. „Það er bara einn Batman í heiminum,“ hefur Guardian eftir bæjarstjóranum. „Þessir bandarísku framleiðendur létu okkur ekki einu sinni vita.“ Hann ætlar að sýna fram á það fyrir dómi að bærinn eigi sér sögu allt aftur á steinöld og hafi því gegnt nafninu mun lengur en Leðurblöku- maðurinn sem kom fyrst fram á sjón- arsviðið í myndasögu árið 1939. Kalkan segir nafnaruglinginn hafa valdið bæj- arbúum miklum óþægindum og meðal ann- ars gert þeim erfitt fyrir í viðskiptum sín- um erlendis. Batman lögsækir leikstjóra Batman Ekki upp- runalega útgáfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.