Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 @ J A G A B ",&#,;687& 6 /- - , .  /  #   I @ K A G , A G  @ ? I : @ =G G? =        #  B G 4 # * ,  5% 677 8 *     /   /  /            Þ etta eru náttúrulegarsveiflur í loftslagisem eiga sér orsakir á jörðinni, í hafi og í lofti, fyrir utan aðrar breyt- ingar. Ég held reyndar að þetta séu veigamestu sveiflurnar í loftslaginu á síðustu hundruðum ára, að þær séu miklu langvinnari en til dæmis hinar reglu- legu hitabreytingar í Kyrrahafinu, kenndar við El Niño og La Niña,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, um þá kenningu sína, að nú- verandi ísbráðnun á norðurslóðum sé hluti af stóru gangverki keðjuverkunar í norðri, þar sem í tímans rás skiptist á hlýinda- og kulda- skeið, ísmyndun og bráðnun. Með þessar sveiflur í huga séu líkur til að siglingaleiðirnar í N-Íshafi muni halda áfram að opnast og þrengjast á víxl. Að mati Páls er þessi hringrás mun þýðingarmeiri sem aflvaki bráðnunar og leysingar íssins en þau áhrif sem breytingar á sólgeislun og eldgosum hafi á hita lofthjúps og jarðar og þar með á hafísinn. Þessar sveiflur komi ofan á þau áhrif sem hin gíf- urlega losun koltvísýrings hefur á hlýnun jarðar. „Það sem er mesti aflvakinn í þessum sveiflum er sú langvinna keðjuverkun sem verður á milli þróunarinnar í umfangi ísbreið- unnar og þeirrar sólgeislunar sem hún endurvarpar. Það er keðju- verkun sem fer í gang þegar ís fer af einhverjum ástæðum að vaxa á milli Íslands, Grænlands, Spits- bergen og Noregs. Þetta er merki- legt haf, nyrsta hafið sem er að veru- legu leyti autt mikinn hluta ársins, og lendir því í geysimiklum hitamun sum- ars og vetrar. Þegar ís fer að vaxa á þessum slóðum þýðir það aukna end- urgeislun sólskinsins sem aftur veldur auknu varmatapi í kerfinu öllu saman, í lofti og í sjó. Með þessu er hringrásin farin í gang, varmatapið eykur ísinn, sem aftur eykur end- urgeislunina og þar með varmatapið, og þannig getur kólnun haldið áfram á þessum norðlægu slóðum árum og áratugum saman. Svo kemur að því að hún stöðvast af ein- hverjum ástæðum.“ Kemur af stað öfugri hringrás Páll giskar á að það sem síðan gerist sé lík- lega að þegar aðvífandi norðanvindar frá ísn- um hafi valdið nógu mikilli kólnun sunnar á norðurhveli fari af stað öfug keðjuverkun þar sem hlýjan berist norðureftir yfir hið kalda haf. Kólnunin á þessum suðlægu slóðum valdi því að varmageislun frá landi og sjó minnki. Þar sem sólskinið er samt jafn mikið og áður veldur þetta varmavinningi. Vindarnir bera svo þessa hlýnun norður fyrir Ísland. Þar verður þá viðsnúningur, ís- brynjan hopar og endurgeislunin minnkar, sem aftur þýðir að hafflöturinn drekki í sig meiri sólargeisla. Hin keðjuverkandi hlýnun er tekin við. Þannig hefur þetta gengið til í mörg hundruð ára, að svo sem 50-70 ár hafa liðið frá því að kólnun hófst og þar til eftirfar- andi hlýnun er lokið og ísinn fer þar með aft- ur að vaxa. Þetta sjáist vel á niðurstöðum af borunum í Grænlandsjökul. Þessar sveiflur leggjast ofan á hlýnun jarð- ar af manna völdum og afleiðingarnar geta orðið ófyrirsjáanlegar. Þegar og ef hlýnunin leiðir til þess að verulegur hluti Norður- Íshafs verður auður á sumrin gætu langtíma hitasveiflurnar magnast vegna þessa aukna umfangs breytilegrar ísbreiðu og tekið að líkjast þeim stórkostlegu sviptingum í lofts- lagi, ís og jöklum sem urðu í lok ísaldar fyrir 10-13 þúsund árum. Þetta er vissulega aðeins ágiskun, en minnir á að margt fer öðruvísi en ætlað er, og vissast er að láta náttúruna njóta vafans vegna umsvifa mannsins.“ Opnast og lokast á víxl Páll Bergþórsson Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is D raumurinn um opnun siglinga- leiða, í norðvestur og norðaustur, er ekki nýr af nálinni. Sá er nú munurinn að draumurinn er að rætast,“ segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um þá öru þróun í norðurhöfum sem hlýst af hopi ísbrynjunnar. Eins og vikið hefur verið að í þessum greina- flokki stefna Norðmenn á umfangsmikla förg- un koldíoxíðs í vatnsleiður- um undir Norðursjó. Ætlunin er að förgunin gegni lykilhlutverki í lofts- lagsstefnu landsins, á sama tíma og Norðmenn búa flot- ann undir þær breytingar sem hlýnunin kann að valda á norðurslóðum. Støre segir öran hraða bráðnunarinnar hafa komið á óvart. „Höfum í huga að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) spáði því í skýrsludrögum árið 2004 að siglinga- leiðirnar yrðu íslausar undir lok ald- arinnar. Í skýrslu ráðsins tveimur árum síðar kom fram sú endurskoð- aða spá að leiðirnar gætu orðið ís- lausar áratuginn 2030 til 2040. Nú liggur fyrir að leiðirnar kunni að opnast á næsta ári. Það hefur því hert á þróuninni,“ segir Støre og víkur að auknu samstarfi við As- íuríkin. „Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig við munum geta ferðast til Asíu á skemmri tíma en áður. Með sama hætti, þegar litið er á málin frá Asíu, verður þessi þróun mikilvæg. Af þessum sökum sýna stjórnvöld í Kína, Suður-Kóreu og Jap- an meiri áhuga [á þessu svæði] en áður. Þá má nefna að Indverjar vinna nú að uppbyggingu vísindamiðstöðvar á Sval- barða, þar sem þeir vilja hafa aðstöðu. Þró- unin tengir því og mun tengja Evrópu og Asíu saman með ýmsum hætti.“ Herflotinn nútímavæddur Nýlega kom út bókin Norske Interesser: Utenrikspolitikk for en globalisert verden, sem tekin var saman af fræðimönnunum Leiv Lunde og Henrik Thune, að frumkvæði Støres, sem ætlar Noregi stóra hluti á loftslagssviðinu, ef svo má að orði komast, á næstu áratugum. Kemur þar meðal annars fram sú afstaða höfunda, sem nánar er vikið að á næstu síðu, að huga beri að efldum samskiptum við Kínverja. Tengist sú áhersla þeirri staðreynd að ef norðausturleiðin opnast mun siglingaleiðin frá Peking, svo dæmi sé tekið, styttast úr um 25 dögum nú í aðeins 15 daga. Þýddi það, ef fram heldur sem horfir, að Ísland og Noregur yrðu í alfaraleið einnar helstu vöruflutningaleiðar mestu iðnvelda heims, síðar á öldinni, á leið þar sem hin víðfeðma norðvesturströnd Rússlands gæti einnig öðlast nýtt hernaðarlegt vægi, líkt og raunar heimshlutinn allur, með hliðsjón af þeim auðlindum sem þar kunna að leynast og vikið er að hér á opnunni. Inntur eftir möguleikunum á slíkri atburða- rás hugsar Støre sig um og svarar því svo til að Norðmenn séu þeirrar hyggju að svarið við slíkum breytingum sé ekki fólgið í hernaðar- lausnum. Hitt sé annað mál að Norðmenn hljóti að taka þá ábyrgð alvarlega að hafa umsjón með jafnstóru hafsvæði. Sú staðreynd tengist því markmiði að senn muni Norðmenn ráða yf- ir nútímalegasta herflota í Evrópu. Opnun strandsvæðanna kalli á endurmat á varnarstefnunni, enda varði þróunin ör- yggi þjóð- arinnar til lengri tíma litið. Miklir fólksflutningar Loftslagsmálin eru sem fyrr segir þegar farin að móta utanríkisstefnu Norðmanna og þarf ekki að ræða lengi við Støre til að sjá að honum er alvara í því efni. Hlýnun jarðar mun að hans mati hafa einna alvarlegastar afleið- ingar fyrir fólk í suðrinu, einkum í hlýjum þró- unarríkjum, þaðan sem fá- tækt fólk kunni að flýja norður á bóginn, eftir því sem heitara loftslag eykur líkur á vopnuðum átökum og deilum um auðlindir. Því taki hann undir þá greiningu Lundes og Thunes að Norðmenn eigi að vera í forystu ríkja um samstillt viðbrögð við hlýnandi veð- urfari. Þegar ísbrynjan hopar  Opnun siglingaleiða yfir Norður-Íshafið mun kalla á aðgerðir, að mati norska utanríkisráðherrans  Norðmenn byggja upp nútímalegasta herflota Evrópu  Undirbúa aukna samvinnu við Kínverja Jonas Gahr Støre Ný staða í norðri Þ að sem gerðist í fyrra er að þá fórsvo mikið af þessum þykka, fjölæraís suður um Framsund, sundið milli Grænlands og Svalbarða. Veðrakerfin voru þannig að ísinn barst með vindinum suður um Framsund. Á sama tíma var árið 2007 metár í bráðnun íss á norðurpólnum og því nægur ís sem gat borist með hag- stæðum vindum,“ segir Ingibjörg Jóns- dóttir, dósent við Jarðvísindastofnun Há- skólans, um hratt hop ísbrynjunnar hin síðari ár. Að sögn Ingibjargar gerðist það í fyrsta skipti nú í september að báðar siglinga- leiðirnar, norðaustur- og norðvest- urleiðin, voru opnar samtímis svo vitað sé. Verði þetta raunin í framtíðinni kunni það að hafa veruleg áhrif á siglingamynstur á norðurslóðum og í tilviki norðaustur- leiðarinnar setja Ís- land í miðju siglingaleiðarinnar frá Kína. Hvað varði ísrekið sé Norður-Íshafið lok- að innhaf og segir Ingibjörg Framsundið eina stóra sundið þar sem ís getur rekið í miklu magni suður á bóginn, ísrek sem eigi rætur í gríðarlega mikilli hringrás í Norð- ur-Íshafinu, við norðurpólinn. Að hennar mati bendir allt til að norð- austurleiðin muni verða greiðfærari í framtíðinni. Öðru máli gegni um norðvest- urleiðina, sem sé mun erfiðari yfirferðar. Aðstæður þar séu allt aðrar og ólík- legra að hún verði síðar að „alvöru sigl- ingaleið“. Spurð um ísmyndunina á norður- slóðum segir Ingibjörg að mjög mikið af ferskvatni streymi norðureftir að vest- urströnd Rússlands, þar sem safnist saman tiltölulega ferskur yfirborðssjór. Það skipti máli því skilyrðin til ísmynd- unar séu mun betri í ferskvatni en í söltum sjó. Vindáttir beri ísinn frá landi og því megi orða það svo að svæðið utan við norðvest- urströnd Rússlands sé einskonar „ísvél fyrir Norður-Íshafið“. Aukinn viðbúnaður björgunarsveita Í þessu samhengi beri að hafa hugfast að aukin bráðnun muni þýða aukinn borgarís, þar með talið á milli Grænlands og Íslands, og aukin skipaumferð að sama skapi kalla á aukinn viðbúnað af hálfu björgunarsveita. Ingibjörg Jónsdóttir Urðu greiðfærar samtímis í fyrsta sinn 90 milljarðar tunna af olíu og gasi kunna að leynast á norðurskautinu, að mati banda- rísku jarðfræðistofnunarinnar (samanlagt ígildi olíu og gass í olíutunnum). 723 þúsund milljarðar króna. Verðmæti alls þessa magns miðað við núverandi olíuverð og gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.