Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 30
HVENÆR urðu Bretar vinir okkar? Var það þegar þeir veiddu uppi í land- steinum og sigldu yfir veiðarfæri bátanna okkar? Eða þegar þeir drápu sjómenn okkar á sama tíma og Hannes Hafstein, þá sýslumaður, slapp naum- lega lífs undan þeim við skyldustörf? Var það þegar þeir hertóku landið sjálfum sér til varnar og fluttu nokkra þingmenn okkar í bresk fangelsi? Eða þegar varðskipsmaður lét lífið þegar herskip sigldi á skipið hans? Var það þegar þeir með hervaldi ætluðu að kúga okkur til hlýðni? Þeir virðast alltaf tilbúnir að snúa andliti gamla kúgarans að okkur við minnsta tilefni og nú til að rústa efnahagskerfi smáþjóðar í nauð. Hætt- um að tala um Breta og Bandaríkjamenn sem vini. Þeir hafa aldrei verið það nema þegar þeim hentar. Framkoma Dana kom líka í opna skjöldu og var óverðskulduð. Það verður ráðgáta næstu kynslóða sagnfræðinga og lækna að komast að því hvernig íslenska þjóðin lét svo auðveldlega blekkjast af mönnum sem lögðu stjórnmál fyrir sig í atvinnuskyni. Undanfarinn ald- arfjórðung hafa óteljandi aðvörunarbjöllur glumið í eyrum án þess að vekja landann af trúgirnisdrung- anum. Lognið á undan storminum var þegar Davíð Oddsson varð guð sjálfstæðismanna og Halldór Ás- grímsson guð Framsóknar. Þessum mönnum, illu heilli, trúði þjóðin hvað eftir annað fyrir öllu sínu. Stjórnmálaþroski Íslendinga hafði staðnað og breyst í trú á stjórnmálaflokka. Svo langt gekk vitleysan að þeir sem skiptu um flokka sættu ónöfnum. Menn eiga að skipta um flokk þegar þeir sjá ósóma hans. Því miður er enginn stjórnmálaflokkur sjálfum sér samkvæmur. Vald þeira kemur í veg fyrir að góðir menn þori að beita sér. Best er að kjósa menn. Ekki flokka. Það er sorglegt ef Samfylkingin er að breyt- ast í íhaldshækju, eins og Framsókn var síðustu æviár sín. Hún virðist í rólegheitum hverfa frá því sem hún var kosin til. Hún er ekki lengur á móti einkavæðingu, virkjunum í þágu útlendinga og er að gleyma þeim sem minna mega sín. Tvískiptur risastór Sjálfstæðisflokkur virðist vera að myndast. Ef svo verður má þjóðin biðja Guð að hjálpa sér. Ekki mun slíkur flokkur gera það. Að græðgi útrás- aroflátunganna, skyldi ganga fram af þjóðinni án þess að vekja hana til aðgerða gegn skaðræðunum, hlýtur að vekja undrun. Alla sem skaðað hafa þjóð- ina skal sækja til saka og láta þá skila henni því sem þeir hafa stolið frá henni. Ills viti og afleit skilaboð til þjóðar vorrar og erlendra kröfuhafa, er að á meðan almenningur lækkar í launum skuli nýju bankastjórarnir hafa tvær milljónir í mánaðarlaun. Það er til háborinnar skammar að viðhalda þannig græðginni og mismunun þegnanna. Auðvitað eiga menn þessir að vera fyrir neðan ábyrgðarmestu ráðherrana í launum. Annað er óvirðing við þjóðina. Þetta er ekki það eina sem sýnir að stjórn- málamönnum er sama um álit almennings og versn- andi kjör hans. Af óskiljanlegum ástæðum eru bankastjórar á ofurlaunum, sama hversu óverð- skuldað það er. Þjóðin þarf að átta sig á því að stjórnmálamenn tala tveim tungum. Utan Jóhönnu Sigurðardóttur, Ögmundar Jónassonar og hugs- anlega Þórunnar Sveinbjarnardóttur, er þeim ekki treystandi eins og undanfarandi atburðir hafa sýnt. Nú víkja þeir sök frá sér og Fjármálaeftirlitinu og er ömurlegt ef þjóðin lætur slíka firru yfir sig ganga. Ef kosið væri um menn en ekki flokka, yrði Jóhanna valdamesti stjórmálamaðurinn. Samfylkingin nýtir sér nú veika stöðu þjóðarinnar til áróðurs fyrir inngöngu í ESB. Ósvífni hennar í þessu er takmarkalaus. Ekkert er minnst á hvað fórnirnar eru ávinningnum miklu meiri. Við missum allt vald yfir auðlindum okkar og möguleikum til að semja við þjóðir utan Evrópu. Norðmenn hafa skyndilega sýnt áhuga á að hjálpa okkur. Það eig- um við að kanna og ég sé ekkert athugavert við að kasta krónunni okkar og taka þá norsku í staðinn. Hún er öryggið uppmálað. Svo eigum við að hætta að kaupa það sem við eigum ekki fyrir. Albert Jensen, trésmíðameistari. Bretar, Sjálfstæðisflokkur og trúgjarn landinn 30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 EFNAHAGSKREPPAN herðir tök sín á þjóðinni. Kvíði og áhyggjur grafa um sig og engin lausn virðist í sjónmáli. Fólk veit ekki hvernig því sjálfu, fjölskyldunni og samfélag- inu muni reiða af. Reiði og heift búa um sig, en það eru tilfinningar sem búast má við þeg- ar engar bjargir eru sýnilegar. Vantraust á stjórnmálamönnum vex, umræða um spill- ingu þyngist og þeirri skoðun vex fylgi að þeim sem fara með stjórn í samfélaginu sé ekki treystandi. Eru þá engar bjargir í sjónmáli? Jú vissulega eru þær til, menn þurfa aðeins að sam- þykkja að nota raunhæfar leiðir, sem fela í sér lausn fremur en aukin vandræði. Einkenni á ástandinu eins og það snýr að fólki eru: 1. Fólk missir vinnu og ræður ekki við skuldbindingar dag- legs lífs. 2. Vaxandi verðbólga, lán og fjárhagslegar skuldbindingar hækka. 3. Skuldsetning þjóðarinnar nálgast hættumörk. Til að finna leiðir út úr ógöngunum eigum við að horfa til annarra þjóða, sem þurft hafa að glíma við efnahagsvandræði og komist út úr þeim. Við eigum að skoða hvernig þessar þjóð- ir fóru að, hvað gekk vel hjá þeim og hvað miður. Í dag benda margir á „Finnsku leiðina“, en Finnar unnu sig út úr miklum vanda þegar þeirra efnahagskerfi hrundi í kjölfar hruns Sov- étríkjanna. Þeirra leið var að efla menntun meðal þjóðarinnar og styðja við nýsköpun og sprotafyrirtæki. Þessi aðferð tókst og efldi mjög hag Finna þegar leið á, en þessu fylgdu líka dökkar hliðar sem vilja gleymast. Atvinnuleysi varð mjög mikið og gífurleg fátækt hjá stórum samfélagshópum, sem liðu miklar þjáningar og fengu takmörkuð úrræði á kreppu- tímanum. Við Íslendingar ættum að skoða „Finnsku leiðina“ til þess að læra af henni og horfa jafnt til þess sem gekk vel og þess sem gekk illa. Meiri hluti bæjarstjórnar Árborgar hefur ákveðið að nýta sér þann lærdóm, sem draga má af „Finnsku leiðinni“ og þróa nýja leið „Íslensku leiðina“ sem byggist á eft- irfarandi: (1) Uppbygging þekkingarstarfsemi. Sveitarfélagið leiðir nú saman Háskólafélag Suðurlands, Fræðslunet Suðurlands, aðila frá Háskóla Íslands og fleiri háskólum, framkvæmda- aðila og marga fleiri til að byggja upp Þekkingargarð Suður- lands ehf í miðbæ Selfoss, sem verður eins konar „Gróðurhús góðra hugmynda“. Þekkingargarðurinn verður fjölbreytileg iða þekkingarstarfsemi þar sem saman fer fræðslustarfsemi frá grunni til æðstu menntunar, í sambland við nýsköpunar- og sprotafyrirtæki bæði opinber, hálfopinber og einkafyr- irtæki. Fyrirmyndin er sótt til Ameríku, Finnlands og Svíþjóð- ar þar sem árangur svona starfsemi er alls staðar hreint ótrú- legur. Þessar fyrirmyndir falla mjög vel að okkar samfélagi. (2) Sveitarfélagið leggur áherslu á félagslega þjónustu, hún verður efld og aukin og þess gætt að hún nái til allra aldurs- hópa, með það að markmiði að engin fjölskylda né ein- staklingur þurfi að lenda í félagslegu eða efnahagslegu þroti af völdum kreppunnar. (3) Áhersla verður lögð á að stuðla að atvinnuskapandi verkefnum á sviði bygginga, gatnagerðar o.fl. þar sem mikils mannafla er þörf. Sveitarfélagið mun leita eftir innlendu fjár- magni til framkvæmda og beita til þess öllum tiltækum ráð- um. Þetta er „Íslenska leiðin“, þetta er okkar leið. Kostirnir eru fólgnir í því að efla menntun og styðja við nýsköpun og þekk- ingarstarfsemi af margvíslegu tagi; hún tekur utan um fólk og samfélag og reynir að vernda það fyrir andlegu og félagslegu niðurbroti; hún eykur ekki erlenda skuldsetningu og veitir miklum fjölda atvinnu fyrir tiltölulega lítið fjármagn; hún virkar strax, um leið og menn ná samkomulagi er hægt að fara af stað. Eitt af grunnskilyrðunum er að við allar fram- kvæmdir starfi fólk úr byggðarlaginu. Nái þessar hugmyndir fram að ganga þá verður lagt af stað með húsnæði upp á 6000 fermetra, sem 30 til 50 manns fengju vinnu við í eitt til tvö ár. Margföldunaráhrif af starfseminni þegar hún verður komin í gang geta orðið ótrúleg, sprotafyr- irtæki, ný störf, afleidd störf, uppbygging og styrking sam- félagsins í heild. „Íslenska leiðin“ hafnar aukinni skuldsetningu þjóðarinnar með erlendum framkvæmdalánum; hún byggist á eflingu inn- lendra atvinnuvega, sjávarútvegi, landbúnaði, ferðaþjónustu og þekkingarstarfsemi; hún byggist á mannauði þjóðarinnar, innlendu fjármagni og verndun manns og náttúru. Hug- myndir um stóriðju og frekari virkjanir eru úreltar, karllæg- ar, og fela ekki í sér nýja skapandi hugsun, sem er nauðsynleg við núverandi aðstæður; þær fela í sér erlenda skuldasöfnun og eyðingu á náttúru; hvert starf í stóriðju eykur erlendar skuldir um 200 til 300 milljónir. Fáum við lán til þess? Viljum við það? Aðstæðurnar krefjast þess að við hugsum dæmið upp á nýtt, lítum til nýrra aðferða við þróun samfélagsins og nýt- um okkur það sem við höfum sjálf fram að færa. Gömlu úr- ræðin, stóriðjan, frjálshyggjan, gróðahyggjan og sýndarveru- leiki fjármálaheimsins hafa næstum rænt okkur sjálfstæðinu. Við eigum leið til baka, „Íslensku leiðina“, sem byggist á hóf- semi og getu okkar sjálfra. „Íslenska leiðin“ – þekking og þjónusta Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi VG í Árborg. ÞETTA bréfkorn á að stíla á Jóhönnu Sig. félagsmálaráð- herra og Björgvin G. viðskipta- og banka- málaráðherra. Ég nenni ekki að tala til annarra í þessari grínstjórn sem nú ræður ríkjum á Íslandi og hefur að því er virðist einsett sér að setja almenning í landinu á hausinn. Jóhanna og Björgvin. Er ekki kominn tími til að setja bönkunum skýrar verklagsreglur um hvernig á að taka á málefnum þeirra sem nú verða saklausir fyrir því að öll lán hækka og fólk getur ekki leng- ur staðið í skilum. Ástandið er ekki okkur að kenna heldur er um að ræða að þeir sem réðu för í upphafi tóku út úr regluumhverfinu allar forsendur til eftirlits og afskipta yf- irvalda af gjörðum þeirra (kom fram í fyrsta ræðu Geirs H. Haarde um neyðarlögin). Af hverju engar eftirlitsreglur voru hafðar um fjármálamarkaðinn verður sá góði maður að svara ásamt með- reiðarsveini sínum í Seðlabank- anum. Það skrýtna er þó að engir fjölmiðlar virðast hafa komið auga á eða heyrt manninn rugla þessu út úr sér. Ástandið bitnar eingöngu á al- menningi og fyrirtækjum í landinu sem þurfa að taka við uppsögnum, launalækkunum og hækkun alls verðlags. Ekki verður maður var við að forsvarsfólk þjóðarinnar ætli sér að deila kjörum hennar með henni. Aðgerðir bankanna eru allar á sama veg. Mun meiri harka í öll- um aðgerðum eins og það sé þeim nú kappsmál að refsa okkur fyrir það sem orðið er en ekki að við- urkenna eigin sök á ástandinu og til dæmis biðja okkur almenning afsökunar á gjörðum sínum. Býst ekki við því frá GHH og DO enda um að ræða að mínu mati gjör- samlega siðlausa menn sem svífast einskis til að koma sínu fram. En þið tvö ættuð að taka af skarið og setja bönkunum verklagsreglur um aðgerðir til að minnka tjón almenn- ings strax. Ekki skipa neinar nefndir eða ráð sem taka eilífð- artíma heldur taka ákvörðun sjálf og skipa síðan ofurlaunaliðinu í bönkunum að fara eftir þeim strax. Það gengur ekki að setja allt á hausinn fyrst og setja svo ein- hverjar reglur. Bankarnir eru nú í eigu ríkisins og það á að vera á hendi ykkar að stöðva þá þróun sem nú er farin af stað. Sama gildir um hina harðsvíruðu stétt handrukkara þessara stofnana (les. innheimtustofur ýmiskonar), sem nú ráðast af fullri hörku á al- menning og svífast einskis í að- gerðum sínum. 10-15.000 kr. fyrir fyrsta bréf og engir samningar. Bara að borga allt upp eða við komum og hendum ykkur og börn- um ykkar út á götu til að inn- heimta kannski 15.000 kr. skuld. Í samanburði við þessi fyrirtæki þá eru Sveddi sveðja og kumpánar bara barnaleikur og aðgerðir og framkoma þessa fólks er stétt þeirra til mikillar vansæmdar. Þessum stofum þarf að senda skýr skilaboð. Halda að sér hönd- um á meðan verið er að vinna úr vandanum og að þær séu skikkaðar til að halda verðlagningu vinnu sinnar innan þeirra marka sem skynsamleg teljast. Ég skora hér með á ykkur tvö til að taka á málinu strax og gefa út þau fyrirmæli sem duga til að stöðva þessa óheillaþróun sem vissulega er farin af stað og bitnar eingöngu á almenningi (kjósendum) í landinu. Önnur leið til að taka á þessum vanda væri svo vissulega að al- menningur risi nú einu sinni upp og tæki málin í sínar eigin hendur með því t.d. að taka út allt hand- bært fé úr þeim bönkum sem starf- andi eru og fella þá bara aftur. Það er einfaldlega ekki okkar hagur að hafa þessar stofnanir við lýði ef þær eru ekki að vinna að hags- munum almennings í landinu. Og þá um leið engin ástæða til að halda þeim lifandi. Þeim sem þeim stjórna virðist nefnilega hafa yf- irsést þessi litla staðreynd. Við þurfum ekki á þeim að halda en án okkar verður nú heldur lítið úr þeim. Eða hvað? Björgvin og Jóhanna. Nú er ekki tími til að doka við og skoða neitt. Þetta er skollið á og bankarnir sýna ekkert af sér nema hörkuna eina og hafa skrúfað fyrir allar vit- rænar aðgerðir af sinni hálfu og fara fram af ótrúlegri harðneskju sem er látin bitna alfarið á fólkinu sem heldur þeim uppi. Skríllinn sem stendur að innheimtustofum ýmiskonar fylgir svo í kjölfarið eins og hýenur sem leggjast á hræin sem verða eftir þegar bankarnir hafa lokað fyrir alla aðstoð. Takið ykkur því saman í andlit- inu og takið á málinu strax en ekki á morgun eða hinn. Almenningi blæðir út og hefur ekki tíma eða svigrúm til að bíða eftir því að nefndir og ráð (samansett af fólki á ofurlaunum) skili af sér. Notið það vald sem við höfum fengið ykkur til að hjálpa okkur til að kljást við þetta ástand sem skapað var af óráðvöndum pólitíkusum og sið- spilltum fjármálagúrúum undir vernd GHH og DO. Er ekki kominn tími á aðgerðir Ólafur Þór Gunnlaugsson, sundþjálfari og ungbarna- sundskennari. UNDIRRIT- AÐIR hafa bent á að Íslendingar eiga valkosti í gjaldeyr- ismálum. Upptaka annarrar myntar er eins og reynslan sýnir tæknilega einföld og skjótvirk leið til þess að koma landinu úr gjaldeyriskreppu. Sú aðferð hefur að sjálfsögðu sína kosti og galla. Mikilvægt er að sú umræða eigi sér stað. Einn af þeim göllum er að stjórnvöld ráða ekki lengur yfir útgáfu seðla og geta af þeim sökum ekki varið lausafjárstöðu bankakerfisins með seðlaprentun. Því verður alltaf hagstæðara fyrir Ísland að fram- kvæma slík skipti í góðu samstarfi við seðlabanka þeirrar myntar sem skipt er yfir í. Fáist slíkur stuðningur ekki er vert að hafa í huga hver var reynsla þeirra sem hafa tekið upp einhliða mynt. Í El Salvador varð reyndin sú að er- lend fjárfesting jókst hratt. Það er í takt við rannsókn Seðlabanka Íslands á afleiðingum upp- töku alþjóðlegrar myntar. Þar kemur fram að utan- ríkisviðskipti séu líkleg til að aukast um þriðjung. Erlend fjár- festing er einnig líkleg til að aukast því krónan – og áhættan sem henni fylgir – er umtals- verður þröskuldur í núverandi fyr- irkomulagi peningamála. Reynsla El Salvador er því líkleg til að vera heimfæranleg á Ísland. Í El Salvador varð reyndin sú að eftir skiptin þá keyptu alþjóð- legir bankar upp innlenda banka. Þannig fékk El Salvador óbeint Seðlabanka Bandaríkjanna sem lánveitanda til þrautavara. Hug- myndir um að erlendum lán- ardrottnum verði boðið hlutafé í hinum nýjum íslensku bönkum, með skuldbreytingu lána, er því góðra gjalda verð. Hún samrýmist að fullu hugmyndum undirritaðra um upptöku nýrrar myntar. Stærstu kröfuhafar í þrotabú gömlu bankanna eru alþjóðlegar fjármálastofnanir. Aðkoma þeirra yrði þannig tryggð að nýju kerfi. Með yfirtöku sterkra alþjóðlegra banka á innlendum fjármálastofn- unum yrði fjárstreymi til landsins tryggt og í gegnum þá eigendur fæst óbeint lánveitandi til þrau- tavara. Óbeint bakland í upptöku annarrar myntar Ársæll Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novator.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.