Morgunblaðið - 12.11.2008, Side 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008
RÁÐHERRAR hafa
allir rætt mikilvægi
þess að verja almenn-
ing og fyrirtækin í
landinu eftir megni. Til
þess að það megi verða
verður að styrkja
stöðu sveitarfélaganna
í landinu. Oft var þörf
en nú er nauðsyn.
Sveitarfélögin annast stóran hluta
opinberrar þjónustu í þágu velferðar
og menntunar á Íslandi. Þau eru
hluti hins opinbera ekki síður en rík-
ið og gegna gríðarlega mikilvægu
hlutverki í þeirri fjármálakreppu
sem nú ríður yfir samfélagið. Sveit-
arfélögin standa íbúum sínum næst,
sinna börnunum, menntuninni og
velferðinni.
Sveitarfélögin hafa nú um langt
skeið átt í miklum örðugleikum
vegna veikra tekjustofna og mikilla
verkefna. Er nú svo komið að sum
þeirra eiga erfitt með að sinna lög-
bundnum verkefnum.
Þótt jöfnunarsjóði sé
ætlað að jafna möguleika
sveitarfélaganna er óvíst
að hann muni duga, enda
byggður á útsvarstekjum
sem eiga eftir að rýrna
verulega á árinu 2009.
Aukaframlag til jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga á
árunum 2007 og 2008 upp
á 1400 milljónir hefur ráð-
ið úrslitum fyrir þau
sveitarfélög sem verst
stóðu og gert þeim kleift
að sinna sínum verkefnum.
Nú er staðan sú að viðbót-
arframlagið er ekki í hendi, jöfn-
unarsjóðsframlagið verður rýrara og
engin aðgerðaáætlun hefur litið dags-
ins ljós frá ríkisstjórninni eða Krist-
jáni Möller ráðherra sveitarstjórn-
armála um það með hvaða hætti
íslenskum sveitarfélögum á að vera
unnt að sinna sínum hluta af þjónustu
við almenning á krepputímum.
Hvernig ætlar ríkisstjórnin að verja
almenning og fyrirtækin í landinu án
þess að leggja fram metnaðarfulla
áætlun í þágu sveitarfélaganna í land-
inu?
Á meðan engum spurningum er
Sveitarfélögunum
haldið í myrkrinu
Svandís Svav-
arsdóttir vill
styrkja stöðu sveit-
arfélaganna
Svandís Svavarsdóttir
NÝLEGA sat ég
málþing um fjöl-
skyldumál á Íslandi
sem félagsmálaráðu-
neytið stóð fyrir. Yf-
irskriftin var sú sem
hér er notuð og þar bar
margt á góma. Nið-
urstöður rannsókna
voru kynntar, fróðleg
erindi flutt af sérfróðum aðilum.
Heildarmynd málþingsins var skýr
og skilaði sér til málþingsgesta. Hafi
aðstandendur málþingsins þökk fyr-
ir. Þegar rætt er um hagsmuni
barna skiptir máli hvaða skilningur
er lagður í þá. Eru þetta raunveru-
lega hagsmunir barna eða eru þetta
hagsmunir foreldra eða kannski
hagsmunir ríkisins. Þessu var velt
upp á málþinginu og réttilega bent á
að mikilvægt væri að
skilgreina þetta ýt-
arlega. Mig langar að
bæta við umræðuna.
Ég legg áherslu á að
fjalla um hagsmuni
barna.
Skólinn er vinnu-
staður barna og ung-
menna og þar eyða þau
gríðarlega miklum
tíma. Verkefnin sem
þau fást við eru sniðin
að aldri og þroska og
vinnunni stýra kenn-
arar sem eru sérmenntaðir til þess.
Aðra þjónustu eins og heilsugæslu
veita hjúkrunarfræðingar og náms-
ráðgjöf veita námsráðgjafar. Mik-
ilvægt er talið að þjónustan sé í nær-
umhverfi barnsins og að barnið geti
leitað til hjúkrunarfræðings og
námsráðgjafa í sínum skóla og þurfi
ekki að fara út fyrir hann. Er aðeins
verið að gæta hagsmuna nemandans
en ekki barnsins? Lítum nánar á
persónulega ráðgjöf við nemendur
og hvað hún merkir.
Persónuleg ráðgjöf við nemendur
þarf að vera aðgengileg og trygg ef
gæta á öryggis barnsins. Hún þarf
að vera í nærumhverfi þess og henni
þarf að sinna af fagmennsku og
ábyrgð. Við erum samábyrg þegar
kemur að börnum eins og Gunnar
Hersveinn, einn af fyrirlesurum mál-
þingsins, sem ég vitnaði til í upphafi
benti réttilega á. Með persónulegri
ráðgjöf á ég við samskiptaerfiðleika
á heimilum, einelti, einmanaleika, fá-
tækt, sjálfsvígshugleiðingar, sifja-
spell, ofbeldi, nauðganir, þunglyndi
og kvíða svo fátt eitt sé nefnt. Eftir
að hafa komið að þróun náms-
ráðgjafar í skólum landsins frá upp-
hafi finnst mér ég hafa vit á þessum
málum. Það er algjör forsenda fyrir
heilbrigði barns að litið sé á það sem
heilsteypta manneskju en ekki sem
parta sem raðað hefur verið saman á
viðurkenndan hátt. Persónuleg ráð-
gjöf við nemendur vó þyngst þegar
ég starfaði að þróunarvinnu fyrir tvo
menntamálaráðherra; Svavar Gests-
son og Björn Bjarnason og einnig í
mínu daglega starfi sem náms-
ráðgjafi við Menntaskólann við
Sund. Í dag starfa ég sjálfstætt og
ekkert hefur breyst. Ég skilaði
skýrslum á sínum tíma sem sýndu
þetta glöggt. Þrátt fyrir það var lítið
lagt upp úr persónulegu ráðgjöfinni
og talið réttara að beina börnunum
út fyrir nærumhverfið til sérfræð-
inga úti í bæ.
Hvert barn er sérstakt barn. Að-
stæður barna eru mjög misjafnar
eins og glögglega kom fram á áð-
urnefndu málþingi. Börn mæta ólíku
viðmóti foreldra, kennara og vina.
Þau eru ólík að upplagi og aðstæður
hafa mótað þau á misjafnan hátt en
öll eru þau börn fyrst og fremst sem
eiga skilyrðislausan rétt á umhyggju
og vernd. Á þessum síðustu og
verstu tímum finnst mér nauðsyn-
legt að benda á þetta og kjörið tæki-
færi þegar félagsmálaráðherra Jó-
hanna Sigurðardóttir beitir sér fyrir
umræðunni um hagsmuni barna.
Hvað er þá nærtækara en líta í eigin
barm og skoða það sem þar hefur
safnast fyrir? Í skólanum á barnið að
hafa aðgengi að faglegum ráðgjafa
sem veitir því stuðning og vernd með
því að hlusta og hafa afskipti af mál-
um sem barnið ræður ekki sjálft við.
Þetta er barnavernd.
Samvinna og stuðningur við for-
eldra skiptir miklu máli í barna-
vernd. Í þróunarstarfi og öllu starfi
mínu með börnum og ungmennum
hefur mér veist auðvelt að hafa sam-
vinnu við foreldra og oftar en ekki
bjóðast foreldrum bjargir sem þeim
voru ókunnar. Stundum eru að-
stæður barns óviðunandi og þá
skiptir máli að barnið eigi sér tals-
mann sem getur greint vandann á
réttan hátt. Oftar en ekki eru per-
sónulegar aðstæður barns ein af
meginhindrunum fyrir eðlilegu
námsgengi þess og þá skiptir grein-
ing á vandanum meginmáli. Þetta er
barnavernd. Álag á kennara er gríð-
arlegt í dag. Ég hef veitt kennurum
handleiðslu í starfi og finn hve stutt
Höfum við hagsmuni
barna að leiðarljósi?
Guðrún H.
Sederholm fjallar
um hagsmuni barna
og fjölskyldumál
» Til þess að gæta
hagsmuna barna af
ábyrgð verður skólinn
að bjóða upp á heild-
stæða nærþjónustu sem
gagnast barninu af-
dráttarlaust.
Guðrún H. Sederholm
ÞJÓÐARLEIÐ-
TOGAR sem nú safn-
ast saman til fundar í
Washington ættu að
hafa í huga að við tvær
kreppur er að etja. Til
skamms tíma litið er
fjárhagskreppan sú
sem er mest aðkall-
andi, en þegar til
lengri tíma er litið eru
loftslagsbreytingar
alvarlegri kreppa.
Fjárhagskreppan
krefst lausna en má
ekki vera skálkaskjól
til að takast ekki á við
síðarnefndu krepp-
una. Þvert á móti er
hún tækifæri til að slá
tvær flugur í einu
höggi. Höldum okkur
að sinni við hagnýt
efnahagsleg rök. Hag-
vöxtur í heiminum er að minnka.
Við munum sennilega hafa minna
fé handa á milli til að takast á við
sífellt fleiri hnattræn vandamál.
Hvaða skref getum við þá stigið til
þess að skapa störf og örva hag-
vöxt? Hvernig getum við tryggt
orkuframboð á viðráðanlegu verði?
Hvað getum við gert til þess að ein-
angra fjármálakerfið frá áföllum og
bólum sem springa, með það fyrir
augum að allar þjóðir geti notið
þróunar og efnahagslegs öryggis?
Svarið er grænt hagkerfi
Svarið er að leita sameiginlegra
lausna á þeim alvarlega vanda sem
blasir við okkur. Og þegar um er að
ræða tvö alvarlegustu vandamálin
– fjármálakreppuna og loftslags-
breytingar er aðeins eitt svar:
grænt hagkerfi. Vísindamenn eru á
einu máli: til þess að takast á við
loftslagsbreytingar þurfum við
græna byltingu, róttæka breytingu
á því hvernig við knýjum samfélög
okkar. Hagfræðingar eru líka sam-
mála þessu: helsti vaxtarbroddur
hagkerfis heimsins er endurnýj-
anleg orka. Þar er verið að skapa
störf framtíðarinnar og þar er ver-
ið að brydda upp á þeim tæknilegu
nýjungum sem munu skapa næstu
efnahagslegu umbreytingu heims-
ins.
Mikilvægur fundur í Poznan
Vissulega er leiðtogafundurinn
um fjárhagskreppuna í Washington
mikilvægur. En við göngumst ekki
síður undir prófraun í byrjun des-
ember, þegar ríki heims koma sam-
an til fundar í Poznan í Póllandi í
næstu hrinu loftslagsviðræðna á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Fund-
urinn er lokaæfingin fyrir stóru
samningalotuna á leiðtogafundinum
í Kaupmannahöfn í desember að ári.
Þar á að liggja fyrir heildstæður og
metnaðarfullur loftslagssáttmáli
sem allar þjóðir geta sætt sig við.
Fjármögnun mun skipta sköpum.
Ef þróunarríkjum er ekki tryggt
fjármagn og tæknikunnátta til að
„gerast græn“ munum við ekki geta
barist á skilvirkan hátt við loftslags-
breytingar.
Umhverfisáætlun Sameinuðu
þjóðanna (UNEP) áætlar að fjár-
festingar í orku sem losar engar
gróðurhúsalofttegundir muni nema
1,9 billjónum (milljónum milljóna)
bandaríkjadala árið 2020. Þetta er
talsverður hluti samanlagðrar
þjóðarframleiðslu ríkja heims.
Nærri tvær milljónir manna um
allan heim starfa í nýja vind- og
sólarorkugeiranum, þar af helm-
ingur í Kína. Nærri ein milljón
starfa er sköpuð í Brasilíu við
framleiðslu lífræns eldsneytis. Bú-
ist er við að fjárfestingar í um-
hverfistækni fjórfaldist í Þýska-
landi á næstu árum og nemi 16
prósentum af iðnaðarframleiðslu
árið 2030 og skapi fleirum atvinnu
en bílaiðnaðurinn. Við þurfum
hvorki að bíða eftir nýrri tækni, né
hafa of þungar áhyggjur af kostn-
aði við að grípa til aðgerða. Rann-
sóknir benda til að Bandaríkin
gætu dregið verulega úr kol-
efnalosun sinni með litlum sem
engum kostnaði og notast við fyr-
irliggjandi tækni. Sem dæmi má
nefna að Danmörk hefur fjárfest
umtalsvert í grænum hagvexti. Frá
árinu 1980 hefur þjóðarframleiðsla
aukist um 78% en orkunotkun hef-
ur aukist óverulega. Þessi orku-
sparnaður kemur fram í auknum
hagnaði fyrirtækja. Einnig má
nefna að evrópsk fyrirtæki í græna
geiranum njóta frumherjastarfs
síns og hafa um þriðjungs mark-
aðshlutdeild í umhverfistækni. Með
réttri stefnu og fjárhagslegri
hvatningu – innan alþjóðlegs
ramma – getum við stýrt hagvext-
inum í kolefnasnauða átt. Með rétt-
um stefnumiðum og fjárhagslegri
hvatningu getum við tryggt að
jafnt þróunarríki sem þróuð ríki
leggi sitt af mörkum í baráttunni
gegn hlýnun jarðar. Hver muna
finna sína leið að markinu og eng-
inn ætti að þurfa að gefa eftir rétt
þegna sinna til þróunar og hag-
sældar.
Margar leiðir að markinu
Í þessu samhengi skulum við við-
urkenna að margar leiðir geta legið
til Rómar. Á fundunum í Poznan og
síðar í Kaupmannahöfn munu marg-
ir tala fyrir skýrum bindandi los-
unarhámörkum. Aðrir munu kjósa
sjálfviljugar takmarkanir. Enn aðrir
munu ræða um kosti og galla kol-
efnismarkaða annars vegar og
skattlagningar hins vegar. Margir
munu hvetja til þess að stefnt verði
að því að minnka eyðingu skóga sem
talin er valda fimmtungi losunar
gróðurhúsalofttegunda. En því mið-
ur erum við ekki í aðstöðu til að
velja og hafna. Við þurfum að sækja
fram á öllum vígstöðvum. Fjár-
málakreppan hreyfir við okkur.
Nýrrar hugsunar er þörf. Við þurf-
um frumlegar lausnir sem taka tillit
til veigameiri hnattrænna áskorana
sem við stöndum frammi fyrir. Fjár-
málakreppan er ekki skálkaskjól
sem gefur okkur tækifæri til að slá
því á frest sem nauðsynlegt er að
gera. Við megum engan tíma missa.
Kreppa er tækifæri
Ban Ki-moon, Susilo
Bambang Yudho-
yono, Donald Tusk
og Anders Fogh
Rasmussen skrifa í
tilefni af alþjóðlegri
fjármálakreppu
»Helsti vaxtarbrodd-
ur hagkerfis heims-
ins er endurnýjanleg
orka. Þar er verið að
skapa störf framtíð-
arinnar.
Ban
Ki-moon
Höfundar eru framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, forseti Indóne-
síu, forsætisráðherra Póllands og for-
sætisráðherra Danmerkur.
Anders Fogh
Rasmussen
Susilo Bambang
Yudhoyono
Donald
Tusk
SÚ ÁGÆTA Kol-
brún Bergþórsdóttir,
blaðamaður Morg-
unblaðsins, skrifaði á
dögunum að allir for-
menn stjórnmálaflokk-
anna utan einn væru
einangraðir í Evrópu-
afstöðu sinni; geð-
vonskulegir Geir
Haarde, Guðni Ágústsson og Stein-
grímur J. Sigfússon vildu gefa þá
mynd af sér að þeir væru engar dæg-
urlufsur. Þrjóska þeirra og þver-
móðska jaðraði við að vera landi og
þjóð hættuleg. Þjóðin vilji vera þátt-
takandi í samfélagi Evrópuríkja og
eignast gjaldmiðil sem hægt sé að
treysta. Þjóðin skilji þá ekki og þeir
ekki þjóðina. Þeir verði að snúa af
braut áður en þjóðin verði endanlega
gjaldþrota.
Það er nú svo.
Þarna hefur blaðamaður talað. Má
teljast furðulegt að leiðtogarnir þrír
sjái ekki villu síns vegar.
Í skjóli auðmanna
Með nýjum ritstjóra
Morgunblaðsins kúventi
blaðið í afstöðu sinni til
aðildar Íslands að Evr-
ópu. Þar með styðja allir
helstu fjölmiðlar þjóð-
arinnar í einkaeigu aðild
að Evrópusambandinu.
Allir sitja ritstjórarnir í
skjóli íslenskra auðmanna
sem stefndu þjóðinni í
stórkostlegan háska. Rit-
stjóri Morgunblaðsins gekk hiklaust til
verks eftir skipan sína og gekkst í um-
fangsmiklar hreinsanir; fínum og flott-
um blaðamönnum var hent út eða ofan í
kjallara líkt og ónýtum mublum en Evr-
ópusinnum raðað á jötuna. Meira að
segja Sigmund var settur í gálgann til
þess að knýja fram hina nýju stefnu.
Þetta var bylting af gamla skólanum.
Fjölmiðlar harðsvíruð málgögn
Leiðtogarnir sækja umboð sitt til
þjóðarinnar. Blaðamaður Morg-
unblaðsins sækir umboð sitt til ritstjóra
síns sem sækir umboð sitt til eiganda
Morgunblaðsins. Sá sem setti ritstjór-
Af dægurlufsum og þjóð-
hættulegum mönnum
Hallur Hallsson
skrifar um blaða-
mennsku
Hallur Hallsson