Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 29
Umræðan 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008
STJÓRNKERFIÐ brást. Þetta er
eina haldbæra skýringin á því hversu
illa varið hagkerfi okkar var gegn
mestu kreppu sem vofir yfir heims-
byggðinni síðan 1929. Stjórnmálamönn-
um ber að gæta almannahagsmuna.
Þeir brugðust algjörlega. Róttækra
breytinga er þörf. Auðvelt er að vera
vitur eftir á, en erfiðara að vera staurblindur á meðan
hættan vofir yfir. Er of mikils vænst að Íslendingar fari
ekki þjóða verst í heimskreppum og setji ekki heims-
met í skuldasöfnun? Er það ekki verðugt hagstjórn-
armarkmið að varðveita sjálfstæði þjóðar og hlúa að
fjöreggi hennar, en fela því ekki í hendur veruleika-
firrtra einstaklinga? Það er ekki málsvörn að kenna
slappri lagaumgjörð frá Brussel um eigin sofandahátt.
Rótin að ógæfu okkar liggur í stjórnskipan landsins.
Þróun stjórnhefðar, kosningakerfið og ríkjandi laga-
túlkun hefur getið af sér þá eiginhagsmunavörslu, mis-
bresti í embættisfærslum og ábyrgðarleysi sem Fjór-
flokkurinn – samnefnari núverandi flokkakerfis –
stendur fyrir. Vilmundur Gylfason sagði fyrir all-
nokkru síðan: „Fjórflokkarnir eru í höfuðatriðum allir
eins. Þeir eru ekki valkostur hver gegn öðrum. Blæ-
brigðamunur skoðana er meiri innan þeirra en á milli
þeirra.“
Valddreifingu skortir
Þrískipting ríkisvalds er grundvallarkenning lýðræð-
isins. Þó svo að áherslumunur sé á útfærslu hennar á
milli ríkja, þá eru öfgarnar hér augljósar. „Þetta kerfi,
þetta samkrull löggjafarvalds og framkvæmdavalds,
hefur valdið félagslegri og efnahagslegri ógæfu.“ Allt
þingræðislegt aðhald skortir enda skipar þingið rík-
isstjórn einungis að formi til. Aðhald fæst ekki frá hinu
veika Alþingi þar sem stjórnarliðar jafnt sem veik-
burða stjórnarandstaðan brugðust. Aðhald fæst ekki
frá flokkum þar sem forystan kæfir umræðu. Aðhald
fæst ekki frá dómsvaldi sem er pólitískt skipað, né
heldur frá kjarklausu embættismannakerfi sem keppir
um hylli og vilyrði ráðherra. Smæð þjóðarinnar gerir
vandann verri. Ætterni, vinátta, peningar og önnur fé-
lagsleg vensl skipta meiru en hæfi og hæfni. Nálægðin
milli atvinnulífs, borgaralegs samfélags og stjórnvalda
er yfirþyrmandi. Fjölmiðlarnir eru of veikir og háðir
fjármagni. Þjóðin er sjálf seinþreyttust til vandræða;
eiginleiki sem hefur verið talin dygð en er löstur. Gagn-
rýni er hverju lýðræðissamfélagi lífsnauðsyn. Því verð-
ur að breyta stjórnarskránni. Skilja þarf að kosningar
til þings og kosningar til framkvæmdavalds. Sameina
ætti embætti forseta og forsætisráðherra. Forseti skip-
aði síðan ríkisstjórn. Fækka ætti ráðherrum. Forseti
hefði áfram neitunarvald en fjárlagavaldið lægi hjá
þinginu. Mótun utanríkisstefnu væri í höndum þingsins
en forseti gætti jafnan hagsmuna ríkisins á alþjóðavett-
vangi. Þá ætti forseti að skipa dómara og sú skipun
staðfest af þinginu með ¾ hluta atkvæða. Bæta ætti við
stjórnlagadómstól sem – auk úrskurða um túlkun
stjórnskipunnar – myndi meta hæfi og hæfni í skipan
æðstu embætta. Forseti yrði bundinn af þeirri umsögn
við stöðuveitingar. Auka á möguleika þegna til að knýja
fram þjóðaratkvæðagreiðslur. Setja ætti tveggja kjör-
tímabila hámark á setu forseta og þingmanna. Fækka
ætti þingmönnum um helming. Banna ætti stjórn-
arsetu samhliða þingmennsku, hvort sem er í rík-
isstjórn eða stjórnum fyrirtækja. Upplýsa ætti um fjár-
mál flokka. Að sama skapi þarf að huga að aðkomu
fleiri radda. Flokksmaskínur eru óhentugur vettvangur
fyrir fólk sem hefur sannfæringu og vill eiga samvisku
sína sjálft. Það vantar blandað kosningakerfi þar sem
bæði listar og einstaklingar geti boðið fram til þings.
Breytt stjórnarskrá:
betri framtíð
Ofangreint miðar að lýðræðisvæðingu stjórnmál-
anna. Því meiri skorður sem valdinu eru sett, því frjáls-
ari verðum við. Því fleiri raddir sem komast inn á þing
– sem á að vera veigamesta grein ríkisvaldsins – því
heilsteyptari verður sú samfélagssýn sem skapar
stjórnmálin. Binda verður endi á alræði flokkanna til að
fyrirbyggja samskonar hörmungar í framtíðinni og
dynja nú yfir okkur. Ekkert kerfi er fullkomið. Fullvíst
er að kapítalisminn mun ganga í endurnýjun lífdaga en
falla síðan aftur vegna ófyrirséðs kerfisgalla, rétt eins
og nú. Við verðum jafnt að lifa þessa kreppu af og verj-
ast þeirri næstu. Frumkvæðið að slíkum breytingum
mun ekki koma frá flokkunum. „Fjórflokkarnir vita að
ef skilið verður á milli löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds er um leið klippt á hin spilltu og óeðlilegu
flokkavöld.“ Því verður að kalla eftir þverpólitískri
fjöldahreyfingu – lýðræðishreyfingu – sem hefði ein-
ungis þrjú markmið: 1) Að breyta stjórnarskránni til að
skilja á milli greina ríkisvaldsins og auka valddreifingu;
2) að veita ríkisvaldinu bráðabirgðaforystu meðan á
undirbúningi stendur og 3) að því loknu rjúfa þing og
boða til þjóðaratkvæðis um stjórnarskrárbreytingu
samhliða þingkosningum. Stjórnkerfið verður að end-
urnýjast til þess að mannleg reisn, virðing, ábyrgð og
aðhald geti einkennt stjórnmálin og við getum byggt
upp réttlátara samfélag á ný. Í lýðræðisríkjum fær fólk
þau stjórnvöld sem það á skilið. Íslendingar eiga nú allt
annað og miklu betra skilið.
Kreppan: af hverju
brást stjórnkerfið?
Ólafur Ragnar Ólafsson,
MA í alþjóðaöryggismálum frá
Georgetown-háskóla
NÚ VAKNAR almenn-
ingur um allan heim.
Bent er á setja þurfi lög
og reglur um efnahags-
kerfið, koma böndum á
kapítalismann. Óheftri
frjálshyggju má líkja við
keðjubréf þar sem engar
hömlur eru settar á það hve háar upp-
hæðir þú sendir áfram til hóps ein-
staklinga í von um að fá til baka álíka
upphæð frá þúsundum annarra keðju-
bréfaeigenda. Allir vita hvernig keðju-
bréf enda. Markaðurinn mettast og að
lokum er enginn eftir að senda bréfið
áfram til, engin innistæða fyrir loforð-
unum.
Það þurfti auðvitað engan efnahags-
snilling til að sjá það fyrir að þetta kerfi
hlyti að hrynja eins og spilaborg, enda
voru margir sem reyndu að vara við því,
en fyrir daufum eyrum. Í flestum til-
vikum var fólk einfaldlega þagað í hel
eða gert að því grín. Það er því ljóst að
við eigum mikinn mannauð í framsýnu
fólki.
Næringarkerfi þjóðarlíkamans
Eins og áætlunarbúskapur Sovétríkj-
anna er tími frjálshyggjunnar nú liðinn.
Það er röng hugsun að halda því fram að
einhverjir einstaklingar „eigi“ fjár-
magnið í efnahagskerfinu og geti gert
tilkall til að ráðstafa því að vild. Fjár-
magnið í kerfinu er eins og súrefnið í lík-
amanum. Allar frumurnar þurfa á því að
halda og eiga það sameiginlega, þótt
lungun hafi það hlutverk að anda því inn
og rauðu blóðkornin beri það um líkam-
ann. Það er líka rangt að trúa því að
hægt sé að ákveða fyrirfram hvað lík-
aminn þarf á morgun. Það fer alveg eftir
því hvernig veröldin þróast.
Kapítalismi innan ramma sósíalisma
Forsendur gamla flokkaskipulagsins
eru því að hluta til brostnar. Kapítalismi
grundvallaður á fyrirtækjarekstri og
verðmætasköpun, með hag starfsfólks og
byggðarlags að leiðarljósi er og verður
framtíð Íslands. Stöðugleiki verður best
tryggður með því að ríki og sveitarfélög
eigi hluta í mikilvægum fyrirtækjum.
Nægjanlega stóran hluta til að geta haft
áhrif á mikilvæga stefnumótun. Jafn-
aðarstefna og fyrirtækjakapítalismi verð-
ur að fara saman og velferðarkerfið er
lykillinn að farsælli framtíð.
Auðvitað verða alltaf árekstrar milli
þeirra sem vilja aukinn jöfnuð og hinna
sem trúa á vissan ójöfnuð sem nauðsyn-
legan drifkraft í framþróun. En það er
gott fólk í báðum „liðum“ sem hefur það
sameiginlega markmið að skapa sam-
félag þar sem allir hafa vel til hnífs og
skeiðar og sem flestum líði sem best.
Þetta fólk þarf nú að vinna saman yfir
allar flokkslínur.
Lárétt flokksbandalög
Opnum möguleika fyrir ríkisstjórn
fólks úr öllum flokkum. Ekki þjóðstjórn í
þeim skilningi að allir þingmenn allra
flokka verði að styðja stjórnina. Það væri
hættulegt, held ég. Stjórn án stjórn-
arandstöðu er slæmur kostur. Hins vegar
má athuga möguleika til að mynda stjórn
einstaklinga úr öllum flokkum þvert á
allar flokkslínur. Samstarf skynsamra
einstaklinga sem ekki tengjast núverandi
valdamönnum of sterkum böndum. Að
fyrir liggi stjórnarsáttmáli fyrir kosn-
ingar með bindandi tillögum að lyk-
ilráðherrum. Hin leiðin er að stofnaður
verði nýr flokkur framsýns fólks úr öll-
um flokkum.
En hvaða leið sem verður valin er ljóst
að stokka þarf upp og þora að prófa nýj-
ar hugmyndir. Verðtrygging lágmarks-
launa í hámarkslaunum er ein slík hug-
mynd, þ.e. að enginn megi skammta sér
hærri laun en sem nemur ákveðnu marg-
feldi lágmarkslauna?
Evrópusambandið
Upphlaup vegna Evrópusambandsins
við þær aðstæður sem nú ríkja finnst
mér jaðra við ábyrgðarleysi. Svipað því
að reyna að fá nánasta aðstandanda ein-
hvers sem látist hefur af slysförum til að
skrifa upp á óútfylltan víxil á slysavarð-
stofunni. Viðræður um hugsanlega aðild
að Evrópubandalaginu verða að vera
með opnum huga og yfirvegaðar. Þar
verður að vega til jafns efnahagslega
hagsmuni, menningarverðmæti og sjálf-
stæði þjóðarinnar og leyfa svo þjóðinni
að ákveða hvaða leið verður valin í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Út úr keðjubréfakófinu
Ásgeir R. Helgason,
dósent við Háskólann í Reykjavík
og Karolinska institutet í Svíþjóð.
EINHVERN tímann
heyrði ég að orðið economy,
sem notað er yfir hagkerfið í
mörgum vestrænum tungu-
málum, sé hægt að rekja til
gríska orðsins oikonomos.
Orðið er samsett úr orð-
unum oikos, „hús“ og ne-
mein, „að sjá um“. Tilurð orðsins er líkleg-
ast sú að Forn-Grikkir hafa áttað sig á
mikilvægi þess að halda vel utan um rekst-
ur heimilisins og þörfin fyrir að eiga orð
fyrir það í málinu hefur því skapast.
Áhugaverðir útreikningar
Öll vitum við að við rekstur heimilis er mik-
ilvægt að þar ríki stöðugleiki og velferð til
lengri tíma, en hefur stöðugleiki og velferð
ráðið ríkjum í hinu vestræna hagkerfi sem
byggir mikið á því að skila hagnaði og hag-
vexti? Lítum á dæmi um hvernig við mæl-
um hagvöxt. Ef við eigum tré sem hefur
ljóstillífun og er grænt og fallegt, þá er það
eign sem slík, en skilar ekki hagnaði eða
hagvexti. Samt sér tréð um að halda í vatn
og styðja vatnskerfi jarðar sem er mik-
ilvægt fyrir okkur sem lífverur, það breytir
koltvísýringi í súrefni sem er mikilvægt
fyrir andrúmsloftið og það veitir okkur
jafnvel gleði með fegurð sinni og öðrum líf-
verum skjól. Samt sem áður er tréð einskis
virði samkvæmt hefðbundnum mælikvörð-
um hagnaðar og hagvaxtar. Eina leiðin til
þess að tré mælist í hagnaðar- og hagvaxt-
artölum er að höggva það niður og selja. Þá
skapast peningalegur ágóði. En þó bara í
eitt skipti og án nokkurs tillits til þess taps
sem verður við það að tréð gegni ekki leng-
ur því hlutverki sem það gerði þegar það
var á lífi.
Í nútímasamfélagi þykir mikilvægt að
hagvöxtur falli ekki niður heldur aukist
frekar. Eins og gefur að skilja er ekki hægt
að höggva sama tréð tvisvar. Því þarf að
finna annað tré, jafnvel tvö til að fella eða
eitthvað annað sem gæti komið í staðinn,
svo hægt sé að skila aftur sama eða meiri
hagvexti.
Hagvöxtur og velferð
En er hagvöxtur, eins og við þekkjum hann
í dag, alltaf vöxtur á okkar hag í víðara
samhengi? Hefur velferð okkar kannski
verið mæld með vitlausum mælitækjum?
Eru hagfræðiútreikningar af þessu tagi að
ganga upp fyrir okkur sem manneskjur
með tilfinningar og sem lífverur sem búa á
þessari jörð? Eftir fall kommúnismans hef-
ur á Vesturlöndum ríkt ofsatrú á kapítal-
ismann, og nú hefur aftur skapast þörf á að
stokka upp og endurskoða gildin. Er þá
ekki mikilvægast að endurskoða grunn-
hugmyndir okkar um hvað við viljum, hvað
það er sem skiptir okkur raunverulega
máli, veitir okkur bestu lífsskilyrði og ham-
ingju? Hvernig hagfræðiútreikninga viljum
við? Hvaða merkingu viljum við leggja í
orðið „hagvöxtur“? Viljum við að hagn-
aðurinn vaxi og dafni eða hagur okkar?
Öryggið á oddinn
Ein af grunnþörfum mannsins er þörfin
fyrir öryggi og án öryggis er ekki hægt að
byggja upp velferðarsamfélag. Einn
grunntilgangur samfélagsins er því að
veita þegnum öryggi, fjárhagslegt öryggi
þar á meðal. Það hefur verið mikið í tísku
að hugsa stórt og hagnast hratt. Það hefur
meira að segja þótt eitt það flottasta og eft-
irsóknaverðasta að sýna himinháar hagn-
aðartölur á fallvöltum hlutabréfamarkaði.
Þannig hefur samfélagið okkar verið á
vissan hátt græðgisdrifið. Menn verða
hetjur ef þeim tekst að leggja undir sig sem
flest fyrirtæki og í sem flestum löndum.
Með þessari ofsatrú á að leggja sem mest
undir sig hefur, líkt og svo oft áður í mann-
kynssögunni, grunnþörfinni um öryggi
verið stefnt í hættu.
Að hugsa stórt
Við höfum verið að lifa eftir gildum sem í
raun eru dæmd til falla um sjálf sig því þau
ganga ekki upp þegar heildarmyndin er
skoðuð. Við Íslendingar erum stórtækir og
nú ættum við að hugsa stórt og hafa hag
okkar að leiðarljósi. Að einblína á stærð
hagnaðar og hagvaxtar hefur ekki aðeins
rænt okkur hagnaðinum og steypt okkur í
skuldir þegar upp er staðið, heldur einnig
gert okkur sorglega þröngsýn. Endur-
skoðum hvers konar hagkerfi við viljum, en
munum eftir að leita fyrst inn í hjarta okk-
ar og spyrja: Hvað er það sem skiptir okkur
raunverulega máli og hversu stórt viljum
við hugsa? Viljum við takmarka okkur við
fyrri gildi eða opna fyrir hugmyndir þar
sem hagur okkar í víðara samhengi er
hafður að leiðarljósi?
Velferð í mælitækjum
Bergljót Arnalds,
rithöfundur og framkvæmdastjóri.
ÁRÁS Bretastjórnar 8.10.
þegar tvö af stærstu fyr-
irtækjum Íslendinga og
bankakerfi voru leidd til af-
töku kallar á heildarend-
urskoðun á samskiptum okk-
ar við ESB-lönd. Rót
vandans liggur í samningi við
ESB sem kvað á um fjórfrelsi; í flutningi
vöru, fólks, þjónustu og fjármagns. Íslend-
ingar héldu að ESB væri alvara með fjór-
frelsinu, að íslensk fyrirtæki fengju sama
rétt til að starfa í ESB og þarlend. Þetta hef-
ur nú reynst tálsýn. Með fjórfrelsissamn-
ingnum afsöluðu landsmenn sér einnig rétti
til ákvarðana í eigin málum. Stjórnvöld okk-
ar hættu að hafa vakandi auga með hag
landsins enda veigamiklar ákvarðanir komn-
ar í hendur ESB sem sendir okkur tilskip-
anir sem við höfum ekkert um að segja.
Samningurinn, sem 52% Alþingis samþykkti
12.1.1993, kom m.a. af stað útrásinni marg-
frægu. Við áttuðum okkur ekki á að fjór-
frelsið átti aðeins að vera eins og ESB vildi
og hefur það hagrætt samningnum að vild
(t.d. um ábyrgðir á bönkum) til þess að þjóna
hagsmunum sinna aðalmeðlima. Samning-
urinn var í raun fyrirframsamþykki á geð-
þóttaákvarðanir ESB, ígildi undirskriftar Ís-
lands á óútfylltar ávísanir. Bretastjórn hefur
nú fyllt út þá stærstu hingað til, vill innleysa
hana á reikning íslensku þjóðarinnar og vís-
ar í samninginn. Það byggist reyndar aðeins
á þeirra túlkun á honum en ekki okkar. Við
héldum að fjórfrelsið, þ. á m. leyfi okkar fyr-
irtækja til að starfa í friði í ESB, væri gert af
heilindum og mundi standa eins og stafur á
bók. Útrásarfólk okkar var í góðri trú.
Sem betur fer erum við að mörgu leyti
með traustari efnahagsgrunn en lönd ESB
þó 8.10.-árásin hafi rekið fjármálakerfið í
strand. Við eigum góð fyrirtæki og miklar
auðlindir sem við kunnum að nýta, gjaldeyr-
istekjur okkar duga meir en vel fyrir okkar
þörfum. Við eigum gjaldmiðil sem við getum
notað að vild þó að hann hafi orðið fyrir bana-
tilræði í fjármálamiðstöð Evrópu. Núna get-
um við t.d. aukið peningamagn í umferð hér
innanlands til að koma starfsemi í landinu í
eðlilegt horf, það gætum við ekki með ann-
arra manna peningum. Við getum ákveðið
sjálf, og með samvinnu við vinveitt lönd,
hvernig gjaldeyrisviðskiptum okkar er hátt-
að. Þó að frelsið sé fagurt verður það fjötur
þegar það opnar leið óvinveittum rík-
isstjórnum eða alþjóðlegum bröskurum að
gera árásir.
Við búum langt frá öðrum ESB-þjóðum,
okkar lífsbarátta kallar á aðferðir sem mót-
ast af aðstæðum hér. Við þurfum því að ráð-
ast að rót vandans og taka okkar mál í eigin
hendur, þannig hefur okkur alltaf gengið
best.
Lærdómurinn af 8.10.-árásinni verður
okkur verðmætari en nemur peningatapinu
með tímanum þó að hörmungarnar núna
spilli lífi margra. Við höfum áður þraukað
aldalöng harðæri og lifað af, þetta harðæri
verður stutt þó árásin hafi verið hatrömm.
Rót vandans
Friðrik Daníelsson,
verkfræðingur.