Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 BÓNUS opnar næsta vor nýja verslun á Akureyri. Hún er staðsett í Nausta- hverfi, sunnan við Miðhúsabrautina nýju og neðan þriðju brautar golfvall- arins að Jaðri. Golfklúbburinn átti landið en fær í staðinn nýtt æf- ingasvæði vestan við völlinn, upp undir hesthúsahverfinu. Þriðju braut vall- arins hefur verið breytt nokkuð og var það verk raunar hafið áður en vellinum var lokað í haust; gerð hefur verið mik- il mön úr moldinni sem mokað var upp grunni verslunarinnar. Á tölvumynd- inni hér til hliðar er horft af sama stað og á ljósmyndinni. Mönin verður klædd grasi og prýdd trjám, og er m.a. ætlað að veita fólki í innkaupaleiðangri vörn fyrir fljúgandi golfkúlum. Brautin er par fimm eftir sem áður. skapti@mbl.is Hola í höggi í bónus Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson NICOTINELL Fæst nú hjá okkur! ®Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Ártúnshöfða - Lækjargötu – Hringbraut – Háholti Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VALDEMAR Ásgeirsson, bóndi á Auðkúlu, hefur hvatt til þess að bændur við Svínavatn í Húnaþingi og aðrir Húnvetningar fari til veiða í vatninu um næstu helgi og gefi aflann til Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík og Fjölskylduhjálpar Ís- lands. Einnig hyggjast hrossabændur í Húnaþingi, að frumkvæði Valde- mars, láta slátra nokkrum hrossum og folöldum, í samstarfi við Sölu- félag A-Húnvetninga á Blönduósi, sem tekur slátrunina að sér án greiðslu. Pakka á kjötinu og senda suður til sömu hjálparstofnana. Valdemar sendi bréf á fréttavef Húnahornsins með hvatning- arorðum til sveit- unga sinna. Jafn- framt óskar hann eftir að fá að láni silunganet og sæmilegan mót- orbát, auk sjálf- boðaliða til að veiða og gera að aflanum. Í bréfinu segir hann m.a. að á síðustu og verstu tímum sé gríðarleg þörf á að aðstoða fjölda fjölskyldna, einkum á Reykjavíkursvæðinu. „Aukin fátækt og matarleysi er smánarblettur á íslensku sam- félagi,“ segir Valdemar í bréfinu. Valdemar segir í samtali við Morgunblaðið að nú þegar séu nokkrir sjálfboðaliðar búnir að gefa sig fram, en betur megi ef duga skuli. Öllum sé frjálst að mæta til veiðanna. Svínavatn er enn laust við ís og veðurspáin er góð. Segir Valde- mar vatnið vera fullt af fiski. Við hliðina á matarkistu Spurður af hverju hann hafi farið út í þetta segir hann: „Ég vil reyna að leggja mitt af mörkum og aðstoða fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar. Maður heyrir það frá Mæðrastyrks- nefnd að þeim fjölgar ört sem þiggja matargjafir. Hérna er ég með mat- arkistu við hliðina á mér og tel það nánast skyldu mína að gera eitthvað í því.“ Þeir sem vilja leggja Valdemar lið geta haft samband við hann í síma 868-7951 eða sent póst á netfangið velar@emax.is. Veiða silung og slátra hross- um til handa bágstöddum Valdemar Ásgeirsson Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HJÓNIN Dipu og Shyamali Ghosh hafa búið á Íslandi í yfir tíu ár og höfðu hugsað sér að flytja fljótlega aftur heim til Indlands. Það er hins vegar hægara sagt en gert þar sem þau eru, að eigin sögn, „föst“ hér á landi. „Við ætl- uðum alltaf að snúa aftur heim en á Indlandi eigum við fjölskyldu og eignir,“ segir Shya- mali. Eiginmaður hennar starfar sem badmin- tonþjálfari og hún hefur sl. tíu ár unnið hjá de- CODE. Hún missti hins vegar vinnuna í vor og voru þau hjónin því farin að huga að heimför. „Út af öllu því sem hefur komið upp á hér á landi er vandamálið að við getum hreinlega ekki farið til Indlands. Það er ekki hægt að millifæra peninga og er húsið okkar m.a.s. orð- ið að byrði. Það er erfitt að selja það en þó það tækist hefur krónan rýrnað um helming. Okk- ur var ráðlagt að setja sparnaðinn okkar í pen- ingabréf í Landsbankanum og er hann nú horfinn að miklu leyti. Í raun er þetta þannig að eftir margra ára vinnu er sparnaðurinn orðinn að nánast engu,“ segir Shyamali. „Föst“ á Íslandi vegna efnahagsástandsins Morgunblaðið/Golli Heimför Hjónin voru farin að huga að því að flytjast aftur til Indlands. Voru farin að huga að heimför eftir 12 ára dvöl á Íslandi en sökum ástandsins reynist það erfitt SÝSLUMAÐURINN í Borgarnesi sendi í gær fyrirspurn til ríkissak- sóknara til að fá úr því skorið hvaða farartæki megi nota þegar farið er til fuglaveiða á landi. Uppi er ágrein- ingur eða óvissa um hvort nota megi götuskráð fjórhjól, sem heitir bifhjól á ökutækjaskrá, til að fara á veiðar á fuglum, t.d. rjúpum, líkt og um jeppa eða bíl væri að ræða. Lögin banna hins vegar notkun fjórhjóla til slíkra nota. Um þetta hefur talsvert verið rætt meðal veiðimanna undanfarið og eins innan lögreglunnar. Theodór Kr. Þórðarson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi, sagði nokk- ur mál hafa komið upp hjá embætt- inu undanfarið þar sem reynir á túlkun laga og reglugerða hvað þetta varðar. Einnig hafa borist fyrir- spurnir til lögreglunnar og ljóst að óvissa ríkir meðal veiðimanna um málið. Því sé mikilvægt að fá úr þessu skorið. Í lögum um veiðar á fuglum og villtum spendýrum (64/1994) með síðari breytingum og reglugerð um fuglaveiðar frá 2005 segir m.a.: „Vélknúin farartæki á landi, önnur en vélsleða, fjórhjól og önnur tor- færutæki, má nota til að flytja veiði- menn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum.“ Umferðarstofa heimilaði götu- skráningu fjórhjóla árið 2006 á grundvelli þess að samevrópskar reglur höfðu þá leyft að bifhjól hefðu fjögur hjól en ekki bara tvö. Fjórhjól sem uppfylla tilsettar kröfur hafa síðan fengist skráð sem bifhjól og má aka þeim um vegi og merkta vegar- slóða líkt og jeppum eða öðrum bíl- um. Spurningin er hvort þessi síðari breyting hafi meira gildi en eldra bann við notkun farartækja af þessu tagi í tengslum við veiðiskap. gudni@mbl.is Óvissa um hvort nota má fjórhjól TIL stendur að hefja útboðsvinnu vegna fyrirhugaðra virkjana á Þjórs- ársvæðinu á næsta ári og í raun er þegar búið að bjóða út vél- og rafbúnað fyrir fjórar virkjanir. Stefnt er að því að orkan geti verið tilbúin til afhend- ingar á árunum 2012-2014. Þetta kom fram í máli Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar á kynningarfundi sem Framkvæmdanefnd Þjórs- árveitna stóð fyrir. Framkvæmdanefndin kynnti á fundinum markmið sitt um nýtingu orku Þjórsár til uppbyggingar í orkufrekum iðnaði nálægt uppsprettu orkunn- ar. Hið mikla afl sem í Þjórsárveitum býr hefur lengi verið flutt til annarra svæða á landinu þar sem orkan var nýtt, að miklu leyti í orkufrekum iðn- aði. Það er álit framkvæmdanefndarinnar að kominn sé tími til að orkan sé nýtt til atvinnusköpunar í heimahéruðunum. Framkvæmdanefndin telur að ekki einungis séu réttlætisrök sem styðji markmiðið, það sé einnig stutt hagkvæmnisrökum. Nýting orku við upp- sprettu spari peninga við uppsetningu og rekstur raforkuflutningsvirkja, auk þess að minni hætta sé á töfum í afhendingu. Orka úr Þjórsá afhent 2012-2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.