Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 ÞAÐ var virkilega ánægjulegt að sjá glitta í vígtennur forsætisráðherra í sjónvarpinu fyrir nokkru þegar rætt var við hann um tilraunir Breta og Hollendinga til að stöðva afgreiðslu láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Ís- lendinga þar til við hefðum leyst ágreining okkar við þá sjálfa: „Þannig munum við ekki láta kúga okkur, það verður að semja um þann ágreining eða fá lögrfræðilega niðurstöðu.“ „Við hættum frekar við lánið frá sjóðnum.“ „Ef við fáum ekki lánið þurfum við bara að hugsa þetta allt upp á nýtt.“ (Lausl. endursagt). Undirritaður hefur oft talið að í samskiptum við útlendinga værum við of lin svo jaðraði við undirlægjuhátt. Vonandi sýna ummæli forsætis- ráðherra í kvöld að þessi skoðun sé ekki lengur rétt. Að við höfum fundið beinið í nefi okkar og kjarkinn til að segja nei – og standa við það. Það er svo út af fyrir sig umhugsunarefni að þessar tvær þjóðir, og líklega fleiri í ESB, skuli reyna að bregða fyrir okkur fæti og hafa uppi þessar kröfur á hendur vinum og bandamönnum sem eiga í erfiðleikum. Þetta er hegð- un kúgarans á leikvellinum gagnvart þeim sem minnimáttar eru. Við höfum lengi talið Breta og Hollendinga til vina okkar og væntanlega verður svo áfram – milli almennings. Framkoma stjórnvalda er hins- vegar óviðeigandi og „definitely not British“. Sá ágreiningur sem uppi er um ábyrgð Íslendinga á bankainn- istæðum erlendis ofl., gæti þurft að fara fyrir dómstóla. Það gæfi okkur góðan tíma til að vinna málið vel og minnkar hættuna á að við semjum af okkur í fljótræði. Við höfum áður þurft að herða ólina til að standa af okkur erfiðleika og það vill þjóðin örugglega gera nú fremur en að kaupa okkur „vináttu“ nágranna okkar með því að hengja skuldabagga á börn okkar og barnabörn. Hér virðist vera um svo geigvænlegar tölur að ræða – og sér ekki fyrir endann á – að við höfum ekki efni á öðru en taka allan þann tíma sem mögulegt er og vinna verkið af hinni mestu ná- kvæmni. Málaferli hafa staðið af minna tilefni en lýkur vonandi með réttlæti og gagnkvæmri vináttu og virðingu. Við þurfum hinsvegar tafarlaust að leysa, a.m.k. til bráðabirgða, inn- lend vandamál einstaklinga og fjölskyldna sem horfa fram á atvinnumissi og fátækt – jafnvel gjaldþrot og heimilismissi. Hér þurfa stjórnvöld að taka fullan þátt í þeirri samstöðu sem þau hafa beðið þjóðina að sýna. Geir Haarde skoraði stig hjá þjóðinni í kvöld. Hinsvegar eru fleiri hliðar á þessum málum sem þarf að taka á af festu ef hann á að halda því – og fær þá líklega fleiri: . . . Efnahagsbrotadeild lögreglunnar þarf að koma strax til leiks og rannsaka hvort auðgunarbrot hafa átt sér stað. Svo og hvort stjórnsýsl- an, þ.m.t. Fjármálaeftirlitið hefur sýnt vanrækslu. Það er ekki trúverð- ugt að ráðamenn „rannsaki“ eigið atferli. . . . Víkja þarf grunuðum úr starfi um tíma á meðan mál þeirra eru rannsökuð. . . . Ef rannsókn krefst, þarf að setja farbann, gæsluvarðhald og eignafrystingu á þá einstaklinga sem það á við um. Við, almenningur, þurfum svo að hafa hugfast ef farið verður í rann- sókn, með þessum eða svipuðum hætti, að t.d. eignafrysting, farbann eða lausn frá starfi jafngildir ekki sekt. Hver einstaklingur telst saklaus uns sekt er sönnuð og ber virðing samkvæmt því. Samskiptaferli Það hefur vakið athygli undirritaðs um nokkuð langt skeið hvernig forsætisráðherra og fleiri haga upplýsingagjöf og skoðanaskiptum. Hér er, með fullri virðingu, ekkert að sem ekki má laga – en þarf að laga. Forsætisráðherra hefur hætt til að halda upplýsingum frá öðrum, jafnt almenningi sem stjórnarandstöðunni. Oft byrjar svar hans á að ekki sé rétt, tímabært eða hægt að ræða það sem um er spurt. Það sé jafnvel „trúnaðarmál“. Því hljóta að vera þröng takmörk sett hvað getur talist trúnaðarmál fyrir þjóðinni þegar verið er að semja við hana. Þetta er ekki traustvekjandi. Þetta getur auðveldlega gefið einhverjum þá hugmynd að forsætisráðherra standi í einhverju leynimakki og torveld- ar þjóðinni að skilja og fjalla um málið heildrænt – þ.m.t. höfundi. Það á ekki að gera stóra samninga án þess að öll gögn séu uppi á borð- inu. Það á ekki að skrifa undir neitt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrr en þjóðinni og stjórnarandstöðunni sérstaklega, hefur verið kynnt efnið. Ef t.d. skilyrði eru um stýrivexti sem í raun svipta okkur stjórn á eigin fjár- málum viljum við fá tækifæri til að segja nei takk. Annað sem er áberandi á Alþingi, eru orðaskipti milli stjórnarliða, og stjórnarandstöðunnar. Spurning er borin fram og fylgja oft dylgjur, nei- kvæðar fullyrðingar eða beinar skammir. Svarið kemur svo hlaðið ásök- unum um þekkingarleysi spyrjanda, óþolandi ásakanir hans og dónaskap. Þetta sást t.d. í varnarliðsmálinu og umræðum um Búkarest-þotuna. Sýnið okkur varnarliðssamninginn – annaðhvort eru í honum uppsagn- arákvæði eða ekki – við kunnum að lesa. Samningur um leiguflug til Búkarest getur varla verið trúnaðarmál, eins og sagt var á einu stigi málsins og það er ekkert óeðlilegt að stjórnarandstaðan spyrjist fyrir um hann – kurteislega – og fái hann vafningalaust. Vígtennur Geirs Baldur Ágústsson, fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosn- ingum 2004 – www.landsmenn.is – baldur@landsmenn.is Í ÞEIM hremmingum sem ís- lenska þjóðin á í um þessar mund- ir þessar mundir heyrist stundum sagt að við séum ein stór fjöl- skylda. Ég hef verið að reyna að gera mér þessa fjölskyldu í hug- arlund við matarborð. Því miður er útkoman ekki fögur. Þeim sem minna mega sín gat ég ekki fundið stað við borðið. Þegar matföngin voru borin fram sá ég ekki betur en að ákveðnir fjölskyldumeðlimir drægju allt það besta til sín án þess að skeyta um þarfir annarra. Mér virtist því einsýnt að þessu borðhaldi myndi ljúka illa og kalla þyrfti yfirvald til að skakka leik- inn. Ég hlýt því að álykta að þessi „eina stóra fjöl- skylda“ þurfi á langvarandi meðferð að halda. Uppgjör: „Góðærisveislu“ okkar landsmanna lauk með samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn. Nú er sem sagt komið að uppgjöri. Ljóst er að sumir af áhrifamestu „fjölskyldumeðlimum“ sam- félagsins eru þjáðir af veruleikafirringu og sjálf- hverfu á háu stigi. Þjóðfélagið allt þarf á róttækri endurskoðun að halda sem vonandi leiðir til rétt- látara og betra samfélags. Ég dvel aðeins lengur við „fjölskylduna“ og velti því fyrir mér á hvern hátt meðferðin gæti hafa bætt hana, með það í huga að við Íslendingar vorum ein ríkasta þjóð í heimi og verðum enn, að sagt er, í fremstu röð þrátt fyrir þrengingarnar nú. Hafi endurhæfingin tekist vel ætti þá nokkur að þurfa að líða skort í hinni „nýju fjölskyldu“? Ættu ekki allir að fá sæti við matarborðið og jafnan aðgang að réttunum? Ætti forgangsverkefnið ekki að vera að leiðrétta misréttið sem hingað til hefur viðgengist við mat- arborðið? Innst inni held ég að við höfum öll áþekka hugmynd um hvernig fyrirmynd- arfjölskylda á að vera. Því er möguleiki á að okk- ur takist í sameiningu að byggja upp nýtt og betra samfélag á rústum þess gamla – nýtt og betra Ís- land. Ábyrgð: Ég dáist að þjóðinni fyrir að taka þeim þrengingum, sem misvitrir ráðamenn og ofur- kappsfullir útrásarvíkingar hafa leitt yfir okkur, á þann hátt sem hún gerir. Erfitt er að setja sig í spor margra þeirra sem þessi kollsteypa sam- félagsins hefur leikið verst. Ég er samt ánægður með að við höfum ekki tileinkað okkur ofbeldisfull mótmæli sem einkennast af stjórnlausri skemmd- arstarfsemi. Ég hef heyrt suma væna okkur Ís- lendinga um geðleysi vegna þess að við höfum ekki gripið til mótmæla eins og viðgengist hafa t.d. í Frakklandi og víðar. Þeir sem tala þannig sýna að mínu mati mikið ábyrgðarleysi og ég vona að á þá verði ekki hlustað. Það myndi aðeins leiða yfir okkur enn meiri hörmungar. Þess í stað skul- um við fylgja því fast eftir að ábyggileg úttekt verði gerð á öllu því ferli sem leiddi þessar þreng- ingar yfir okkur. Augljóst er að núverandi rík- isstjórn, forstöðumenn Seðlabankans og Fjár- málaeftirlitsins bera mesta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni. Ýmsir athafna- menn bera gríðarlega ábyrgð vegna útrásarinnar en þar þarf að skilja sauðina frá höfrunum. Bíðum því með endanlega dóma þar til öll kurl eru komin til grafar. Beinum sjónum okkar frekar að því á hvern hátt við getum unnið landi og þjóð sem mest gagn á þessum erfiðu tímum. Nú skiptir mestu að við stöndum saman og hjálpumst að eins og fyr- irmyndarfjölskylda myndi gera. Þjóðin býr yfir miklum mannauði sem virkja þarf enn betur til að byggja upp nýtt og betra Ísland. Því lýk ég þessari grein minni á hvatningaróði sem ég samdi á sínum tíma til stuðnings íslenskum iðnaði – Okkar fram- tíð. Góðir landsmenn, boðskap flyt ég þjóðinni, heillaráð um hagsýni, svo tímabært í dag. Veljum íslenskt, kaupum eigin framleiðslu, tryggjum næga atvinnu, eflum þjóðarhag. Íslenska þjóð, vinnum að eigin hagsmunum. Ef varan er góð því að kauṕana frá útlöndum? Íslenska þjóð, stuðlum að eigin viðskiptum, verslum við okkur sjálf. Okkar framtíð byggist fyrst og fremst á samstöðu, um að hlúa að því í landinu sem okkar lífsafkoma er háð. Veljum íslenskt, kaupum eigin framleiðslu Stöndum vörð um okkar menningu, eflum alla dáð. Okkar líf er allt lögmálum háð það vex sem til er sáð. Með reisn horfum framtíðar til. Veljum leið næstu kynslóðum í vil. Ein stór fjölskylda Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- og myndlistarmaður. EFNAHAGS- ÞRENGINGAR okkar eru að miklu leyti af- leiðing þess hrunad- ans, sem íslenskir fjár- málamenn og hluti þjóðarinnar hafa háð undanfarin ár. Óhóf- legar lántökur, óraunhæfar fjárfest- ingar og lífsstíll úr efnum fram hefur einkennt marga, en þó ekki alla Íslend- inga. Margir landsmenn hafa leitt „org- íuna“ hjá sér og sleppt því að standa í óraunhæfum fjárfestingum og skulda- söfnun. Nú, þegar kemur að skuldadög- um, er ljóst að allir landsmenn og af- komendur þeirra munu þurfa að borga brúsann. Í umræðu og aðgerðum stjórn- valda er lögð sérstök áhersla á vanda skuldara, en minni áhyggja af þeim, sem sýnt hafa forsjálni og sparsemi. Þannig eru t.d. ákvæði í neyðarlög- unum um skuldajöfnun hjá þeim, sem bæði áttu skuldir og eignir hjá gömlu bönkunum, en þeir sem einungis áttu eignir tapa þeim, þótt um sams konar eignir sé að ræða. Þarna er verið að refsa mönnum fyrir skort á skuldum. Ójafnréttið er svo sem víðtækara. Verð- laus skuldabréf Stoða hf., Exista hf. o.fl. í peningamarkaðssjóðum bankanna eru bætt af almannafé, en verðlítil skulda- bréf bankanna sjálfra liggja óbætt hjá garði, þótt hvort tveggja hafi sann- anlega verið sparileiðir, sem bankarnir ráðlögðu viðskiptavinum sínum jöfnum höndum. Þarna er verið að nota al- mannafé til að bæta sumum sparifjár- eigendum skaðann, en öðrum ekki. Ein af afleiðingum verðbólguáranna á tuttugustu öldinni var að hefðbundin gildi í fjármálum snerust upp í and- hverfu sína. Menn lærðu að best var að skulda sem mest og spara ekkert, enda brann sparifé upp á verðbólgubáli. Stöðugleiki síðustu áratuga vakti vonir um að hefðbundin gildi ættu á ný við á Íslandi, það væri dyggð að leggja til hliðar, lifa hóflega og fjárfesta var- færnislega. Þessi gildi eru auðvitað í grundvallaratriðum rétt, en hættan er að stjórnvöld noti almannafé til að snúa þeim við. Ef þeim er hyglað, sem fóru geyst á undanförnum árum á kostnað hinna, sem fóru með forsjálni, munu landsmenn læra af þeirri reynslu, með illum afleiðingum fyrir fjárhag Íslands á næstu áratugum. Borgar sig að spara? Bryndís Þórðardóttir, félagsráð- gjafi og ritstjórnarfulltrúi. ÍSLENSKT stjórnarfar er um margt merkilegt, að hluta sem afleiðing sérkenna sjálf- stæðisbaráttunnar hér á landi, en einnig vegna smæðar ríkis og þjóðar. En eitt af helstu sérkennum íslenska stjórnkerf- isins er sá algjöri skortur á valdskiptingu sem hér ríkir. Þrískipting rík- isvaldsins, sem kennt er í skólum að sé meg- inregla góðrar stjórnskipunar, er algjörlega hunsuð. Þinghefð hér, þar sem ríkisstjórn er ætíð skipuð af meirihluta þings, gerir það að verkum að löggjafarvaldið er ofurselt fram- kvæmdavaldinu. Deilur um skipanir dómara þarf svo varla að orðlengja um. Að vísu var stigið stórt skref til aðgreiningar þegar rann- sóknarréttur var lagður af, en það gerðist ekki fyrr en undir lok kalda stríðsins. Og hvað með það? Það er kannski ekki gott að sjá hvernig þetta tengist fjármálakrísunni sem við erum nú stödd í. Hvað hefur stjórnskipulag Íslands að segja um alþjóðleg bankamál? Og jafnvel þótt við samþykkjum að stjórnvöld beri ábyrgð, felst hún ekki frekar í því að það hafi verið talsmenn óheftrar græðgi við stjórnvöl- inn, sem ekki hafi viljað grípa inn í? Burtséð frá því hvort sú lýsing sé réttmæt, þá held ég að öðrum skipstjóra hefði rétt eins verið þröngvað upp í strand, þó að á öðrum stað hefði verið. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi er það þessi réttmæta ábending, að við erum innan alþjóðlegs kerfis sem setur ákveðnar leikreglur sem smáríki eins og Ís- landi er eins gott að virða, ellegar hljóti það verra af. Þeir sem ekki spila eftir reglunum – eins og Hugo Chavez í Venesúela eða Evo Morales í Bólivíu – eru nánast útlagar. Ísland er ekki fært um að taka sér slíka stöðu. En ofurvald ríkisstjórnarinnar er annar mikill áhrifaþáttur. Staðan er einfaldlega slík að það sem er ákveðið í ríkisstjórn – og þá oftast í raun af forystumönnum stjórnarflokka – gengur í gegn. Maður hlýtur að velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með Alþingi þegar það eina sem þaðan heyrist eru mótmæli Vinstri-grænna gegn ákvörðunum stjórnar, sem engu að síður eru stimpluð góð og gild. Væri ekki alveg jafngott að slá þingið af og færa löggjöfina alfarið til ráðuneyta? Þessi veika staða þingsins gerir það að verkum að ríkisstjórnin getur farið sínu fram burtséð frá öllum andmælum, og þannig fór meðal annars einkavæðing bankanna og önnur frjálsræð- isákvæði í gegn án þess að deilur um þau hefðu nein áhrif að marki. Í ljósi sögunnar þykir mér ólíklegt að ríkisstjórn annarra flokka hefði hreyft við þessum meginágöllum, þó málin sem keyrð hefðu verið í gegn væru önnur. „Við mótmælum öll!“ Eins og áður greinir er ég ekki þeirrar skoðunar að þingkosningar eða þjóðstjórn leysi úr þessum vanda. Hann liggur dýpra. Mín tillaga er eftirfarandi: Boða á til sér- stakra kosninga í sumar þar sem kjörnir yrðu 100 fulltrúar á stjórnlagaþing. Landið yrði eitt kjördæmi, og fulltrúar kjörnir einstaklings- bundið, ekki af framboðslista stjórnmála- flokks. Þessu þingi yrði ætlað að taka til heildarendurskoðunar öll lög um stjórnskipun og valdaskiptingu ríkisins, og myndi ekki verða leyst upp fyrr en ný stjórnarskrá er samþykkt. Í samræmi við núgildandi stjórn- arskrá yrði það gert með því að samþykkja hana á Alþingi, sem síðan yrði slitið og kjörið á ný, en með einungis tveimur framboðs- listum: Já-lista og Nei-lista. Ég legg til að við áætlum að ný stjórnarskrá taki endanlega gildi hinn 17. júní 2011, þjóðhátíð Íslendinga á tveggja alda afmæli Jóns Sigurðssonar. Það var jú hann sem mest bar á þegar síðast átti að halda hér stjórnlagaþing. Stjórnmálakrísa ofan á efnahaginn? „En,“ heyri ég kallað, „er virkilega hægt að leggja þá lömun stjórnvalda sem stjórnlaga- þing myndi hafa í för með sér ofan á efna- hagskrísuna sem nú ríkir?“ Reyndin er sú að stjórnvöld myndu ekki lamast að neinu veru- legu marki. Reynsla Belga nýverið sýnir að þó svo að stjórnmálamenn geti ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut, haldi stjórnvöld áfram að innheimta skatta og reka félagsþjónustuna. Jafnvel krísuviðbrögð geta virkað nokkuð eðlilega. Þó svo að stjórnlaga- þing sé starfandi, hrynur ekki eldra stjórn- skipulag. Slíkir tímar – tímar byltinga og valdarána – eru allt annars eðlis. Innleiðing stjórnarskrár í Danmörku hafði ekki í för með sér lömun alls pólitíska kerfisins þar. Og þrátt fyrir þráfelld átök milli konungs og Alþingis um grundvallaratriði í íslenskri stjórnskipan frá um 1850 allt fram til 1904, hrikti aldrei í stoðum valdstjórnarinnar. Þegar allt kemur til alls verður að athugast að íslenska stjórnarskráin var samþykkt til bráðabirgða árið 1944, við afar sérstakar að- stæður. Á þeim 64 árum sem síðan hafa liðið hefur Alþingi sýnt það margítrekað að því er ekki fært að sníða nýja. Aðstæður okkar hafa breyst svo mjög að endurskoðunin sem átti að fara fram fyrir sextíu árum er orðin mjög ár- íðandi. Það er ekkert heilagt við stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands. Hún er ekki stofnskjal þess, heldur aðlögun eldri stjórnarskrár, sem aftur byggðist á þeirri dönsku. Í Danmörku hefur stjórnarskráin verið tekin til gagngerrar endurskoðunar. Eftir hverju bíðum við? Herbert Snorrason, sagnfræðinemi. Hver er ábyrgð stjórnvalda?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.