Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Margs er að minn- ast þegar hugsað er til baka, ótal minningar- brot koma í hugann. Það eru komnir næst- um þrír áratugir síðan við kynnt- umst og margt hefur gerst á þessum árum. Okkar leiðir lágu saman þegar Drífa og Kristín kenndu í Valhúsa- skóla og á sama tíma voru báðar fjöl- skyldurnar að byggja á Nesbalanum. Strax frá byrjun myndaðist góður vinskapur okkar á milli. Það hefur alltaf verið mikill sam- gangur á milli okkar, þó sérstaklega á meðan börnin voru lítil og báðar fjölskyldurnar bjuggu við Nesbal- ann. Þetta nána samband vakti at- hygli, skólafélagarnir skildu ekki af hverju Björg og Sindri sem voru í sama bekk í skólanum væru svona mikið saman, en þau voru fljót að finna út úr því. Þau tilkynntu öllum að þau væru frændsystkini og þess vegna væri ekkert athugavert við að fara í ferðalag saman. Óli tók þessu svo bókstaflega að hann skildi ekkert í því af hverju þau kæmu ekki í fjöl- skylduferðina hjá okkar fjölskyldu. Þetta er dæmi um hvað samband fjölskyldanna hefur verið náið í gegnum tíðina og er þá ónefndur fjöldi ferðalaga í sumarbústaðinn á Þingvöllum, tjaldferða, skíðaferð til Akureyrar o.fl. sem við minnumst öll með þakklæti. Þegar börnin stækkuðu vorum við fjögur mikið saman. Við fórum í ferðalög bæði innan lands og utan. Við gerðum í því að búa til tilefni til þess að hittast með því að fara í leik- hús, bíó og tónleika saman eða bara að koma í heimsókn hvort til annars og borða saman. Við fórum saman á Villa Vill tónleikana núna um daginn, það var ómetanleg stund og mjög undarleg tilfinning að hugsa til þess að kannski væru þetta síðustu tón- leikarnir sem við færum á saman öll fjögur og það varð því miður raunin. Þetta eru allt ógleymanlegar stundir sem við hugsum núna til með þakklæti og að við skyldum fá að njóta þeirra forréttinda að eiga Villa að vin. Við eigum ekki marga vini um ævina, en því meira af kunningjum. Það er því mjög mikilvægt að eiga góða vini sem hægt er að deila með bæði ánægju- og sorgarstundum í líf- inu og vera til staðar þegar á þarf að halda. Elsku Kristín, Borghildur, Ari, Björg og fjölskyldur, við sendum ykkur einlægar samúðarkveðjur. Megi góðar minningar um yndisleg- an eiginmann, son, föður og afa draga úr sárustu tilfinningunum á sorgarstundu. Við hugsum til ykkar og verðum alltaf til staðar fyrir ykk- ur. Ykkar einlægu vinir Drífa, Finnbogi, Ólafur, Sindri og Jökull. Vilhjálmur Fenger er látinn. Hetjulegri baráttu hans við illvígan sjúkdóm er lokið. Við samstarfsfólk- ið viljum minnast hans með fáeinum orðum. Vilhjálmur hóf ungur að ár- um störf hjá fjölskyldufyrirtækinu Nathan & Olsen og tók síðar við framkvæmdastjórastöðu af föður sínum Hilmari Fenger. Vilhjálmur var ávallt kletturinn í sínu fyrirtæki og stjórnaði af festu, elju og metnaði. Hann hafði alla tíð gríðarlegan áhuga á fyrirtækinu og gildin sem hann hafði að leiðarljósi voru heið- arleiki og traust. Þessi orð lýsa hon- um og hans lífshlaupi betur en nokk- uð annað. Vilhjálmur átti auðvelt með að vinna með fólki og hrífa það með sér. Hann náði gríðarlega góðum árangri í sínum rekstri. Hann leit á sjálfan Vilhjálmur Fenger ✝ Vilhjálmur Fen-ger fæddist í Reykjavík 26. febr- úar 1952. Hann lést þriðjudaginn 21. október síðastliðinn og var jarðsung- inn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 29. október. sig sem jafningja og vílaði ekki fyrir sér að fara í hin ýmsu störf. Við minnumst þess alltaf að þegar það vantaði menn í gámal- osun eða afgreiðslu þá var Vilhjálmur fyrstur manna til að bretta upp ermar og láta verkin tala. Hann hafði svo gaman af þessu og hann naut sín vel og alltaf stutt í glettnislegt bros og grín. Vilhjálmur kom ávallt fyrstur til vinnu á morgnana og hafði unun af að hitta starfsfólk sitt og spjalla yfir kaffibolla. Hann var vel lesinn og hafði gaman af um- ræðuefninu hvort sem það var póli- tík, íþróttir, þjóðmál eða annað. Þessar stundir eru okkur mjög minnisstæðar og umræður voru oft fjörugar og skemmtilegar. Vilhjálm- ur var mikill fjölskyldumaður og bar hag hennar ávallt fyrir brjósti. Hann var stoltur af sinni fjölskyldu og samverustundirnar með henni voru honum ómetanlegar. Hann átti fjöldamörg áhugamál og var svolítill prakkari í sér. Hann elskaði allt sem tengist útivist og íþróttum og þar átti hann sínar bestu stundir. Oftar en ekki með konu sinni og börnum og nú á seinni árum afabörnum sínum þremur. Hann var líka mikill nautna- maður og fannst gott að fá sér góða steik eftir langan dag og ekki spillti fyrir ef það var gott rauðvín með. Árið 2007 hóf Nathan & Olsen byggingu á nýjum höfuðstöðvum í Klettagörðum 19. Það hafði lengi verið draumur hans að koma starf- seminni undir eitt og sama þak. Í þessu verkefni naut hann sín til fulls og hann kappkostaði að gera sem best fyrir starfsfólk sitt, sem hann leit alltaf á sem sem eina fjölskyldu. Vilhjálmur var þannig gerður að þegar hann réðst í verkefni þá þýddi ekkert hálfkák. Verkefninu varð að ljúka með bravör og á tilsettum tíma „punktur“. Í byrjun árs 2008 fluttu fyrirtæki hans í nýtt og glæsilegt húsnæði og hann var tíður gestur í nýja húsinu þrátt fyrir að krafturinn og úthaldið væri ekki alltaf upp á sitt besta sökum veikindanna. Hann var eins og góður skiptstjóri sem stóð með sínu fólki á meðan hann gat og gott betur. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan vin og samstarfs- félaga. Elsku Kristín, Björg, Ari og fjöl- skylda. Sorgin er mest hjá ykkur. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja á þessari erfiðu stundu. Guð blessi minningu Vilhjálms Fenger. F.h. samstarfsfólks, Þorsteinn Gunnarsson. Það stóðu styrkar stoðir að Vil- hjálmi Fenger. Þannig vill til að sá mæti maður sem hann heitir eftir, afi hans í móðurætt, leiddi þá stofnun sem ég réðst til sem nýútskrifaður lögfræðingur á sínum tíma. Kynni mín af foreldrum Vilhjálms komu síðar til og það var faðir hans, Hilm- ar Fenger, sem fékk mig til starfa hjá fyrirtæki þeirra bræðra, hans og Garðars. Ég met kynni mín af öllu þessu fólki til forréttinda sem ég hef notið og gefa lífinu gildi. Vilhjálmur Fenger, sem við kveðj- um í dag, kom inn í þennan reynslu- heim minn þegar hann var að vaxa úr grasi. Vilhjálmur haslaði sér völl í viðskiptalífinu, í tengslum við fyrir- tæki fjölskyldunnar, Nathan & Ol- sen hf. Hann aflaði sér fanga og reynslu á því sviði bæði hérlendis og erlendis. Honum var greinilega í blóð borin sú hógværð, lítillæti og hlýja sem einkenndi foreldra hans. Þegar Vilhjálmur kom til starfa hjá fyrirtækinu sem fullorðinn maður kom fljótt í ljós hvað í honum bjó. Þau störf voru öll það vel af hendi leyst að þegar faðir hans, sem hafði verið framkvæmdastjóri félagsins, kenndi þess heilsubrests sem leiddi til andláts hans síðla árs 1995, voru allir, sem þá stóðu að félaginu, sam- mála um að fela Vilhjálmi það trún- aðarstarf að standa fyrir rekstri þess. Ég átti því láni að fagna að taka þátt í starfi Vilhjálms og hefur það veitt mér mikla ánægju. Hann starf- aði með fólkinu sínu, hann hlustaði á sjónarmið allra og meiri háttar ákvarðanir voru þá fyrst teknar þeg- ar verkefnið lá skýrt fyrir. Vilhjálm- ur hafði ótrúlegt næmi fyrir því hvert stefndi í ýmsum málum sem snertu rekstur fyrirtækisins á hverj- um tíma, hvað bæri að varast og hvernig skyldi bregðast við ef og þegar til kæmi. Hann var gætinn og varaðist alla óþarfa áhættu og nýtur fyrirtækið þeirra stjórntaka hans, ekki síst í dag. Velgengnin steig hon- um ekki til höfuðs, hann fylgdi fyr- irmynd fjölskyldu sinnar í hófsemd, heiðarleika og lítillæti ásamt virð- ingu fyrir samferðamönnum sínum. Á því er enginn vafi að í öllu sínu lífi naut hann Kristínar sinnar. Við hjónin höfum fengið að njóta sam- vista við þau og fjölskyldu þeirra, ekki aðeins í starfi heldur einnig í leik. Þar var Vilhjálmur hvers manns hugljúfi og lék við hvern sinn fingur. Hann var málamaður með afbrigð- um og danskan sem hann talaði var hreint út sagt ótrúlega góð – brand- ararnir sem hann sagði á dönsku eru klassískir, bæði varðandi gott málfar og framsögn og næmi fyrir góðum húmor. Vilhjálms er og verður sárt saknað en þá skal þess minnst að við sem fengum að kynnast honum eig- um aðeins góðar minningar um þau kynni öll. Það ber að þakka, þótt við hefðum sannarlega óskað þess að samverustundir okkar yrðu fleiri. Blessuð sé minning góðs drengs. Við hjónin vottum Kristínu og fjöl- skyldu hennar allri okkar innileg- ustu samúð og hluttekningu. Guðrún Ragnhildur Eiríksdóttir og Jónas A. Aðalsteinsson. Í dag kveð ég vin minn og vinnu- félaga til margra ára Vilhjálm Fen- ger. Við kynntumst fyrst fyrir hart- nær aldarfjórðungi. Ég var þá starfsmaður Tölvumiðstöðvarinnar, sem sá meðal annars um tölvu- vinnslu fyrir Nathan & Olsen. Þá var Hilmar, faðir Vilhjálms fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins en Vil- hjálmur sá um tölvumálin. Við áttum gott samstarf á meðan ég starfaði hjá Tölvumiðstöðinni og þegar ég hætti þar árið 1991 bauð hann mér að koma til starfa hjá Nathan & Olsen sem fjármálastjóri. Hann var þá að taka við sem framkvæmdastjóri af föður sínum. Ég þáði starfið með þökkum og frá þeim tíma áttum við afskaplega farsælt samstarf og með okkur og konum okkar þróaðist vin- skapur sem aldrei bar skugga á þau 17 ár sem við störfuðum saman. Vilhjálmur var hógvær maður, en hafði mikinn metnað fyrir hönd fyr- irtækisins. Nathan & Olsen var gam- alt og gróið fjölskyldufyrirtæki og hann af þriðju kynslóð eigenda, sem sagan hefur oft sýnt að glutri niður því sem fyrirrennarar hafa byggt upp. Staðráðinn í því að það skyldi ekki gerast á meðan hann stæði vaktina, lagði hann strax línurnar um að gera fyrirtækið að einu af fremstu heildverslunum landsins á sínu sviði. Markmiðið var að stækka og ná fram þeirri stærðarhag- kvæmni sem nauðsynleg er til að vera á meðal þeirra fremstu í grein- inni. Á þeirri leið voru margar hildir háðar, sumar unnust og aðrar töp- uðust, en markvisst var haldið áfram og nú þegar Vilhjálmur skilur við er hægt að segja að flestum markmið- um, sem lagt var upp með hafi verið náð. Síðasta verk Vilhjálms, áður en hann lét af störfum, var að hafa yf- irumsjón með byggingu nýrra höf- uðstöðva fyrirtækisins, sem nú heitir 1912 ehf., að Klettagörðum 19. Fyrr á þessu ári var starfsemin flutt í þetta stórglæsilega húsnæði, sem rúmar nú alla starfsemina á höfuð- borgarsvæðinu. Við hjónin eigum ótal minningar um skemmtilegar samverustundir með Vilhjálmi og Kristínu. Sameig- inleg áhugamál eins og skíðaferðir og veiðimennska leiddu okkur saman í ýmis ævintýri vítt og breitt um heiminn. Vilhjálmur bjó yfir barns- legum ákafa þegar kom að áhuga- málum eins og sleðamennsku, skíð- um og veiðum. Þessi ákafi smitaðist í alla sem með honum voru og gerði þessar samverustundir svo ógleym- anlegar. Á kvöldin þegar komið var í hús eftir ævintýri dagsins var hann hrókur alls fagnaðar, bjó yfir sér- stakri frásagnargáfu og smitandi hlátri. Vilhjálmur tókst á við veikindi sín af því æðruleysi sem einkenndi hann alla tíð. Þegar ljóst var að hverju stefndi hóf hann að undirbúa starfs- lok sín og koma málum þannig fyrir að ekkert rask yrði á starfsemi fyr- irtækisins. Sonurinn Ari tók við framkvæmdastjórastarfinu fyrr á þessu ári og sjálfur steig hann smátt og smátt til hliðar eftir því sem hann sá hlutina falla í réttan farveg. Nú á kveðjustundu er okkur Höllu efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða þennan tíma. Elsku Kristín, Ari, Björg og Borghildur, orð eru lítils megnug á slíkum stundum, en hugur okkar er hjá ykkur og fjölskyldum ykkar. Ólafur og Halla. Vilhjálmur Fenger gekk hvorki fram með hávaða né fyrirgangi. Hann hafði sterka nærveru, sem var mótuð af rólyndi og velvild – og þeirri ábyrgð sem honum hafði verið lögð á herðar við rekstur umsvifa- mikils fyrirtækis, þar sem kynslóð fram af kynslóð úr sömu fjölskyldu hefur staðið við stjórnvölinn í hart- nær hundrað ár. Hann var fordómalaus og vildi heldur trúa á það skárra í manneskj- unni en hitt, sem lakara var. Og orð hans stóðu eins og stafur á bók. Því var í senn ánægjulegt og eftirsókn- arvert að starfa með honum. Fátt kemst í hálfkvisti við íslensku sumarkvöldin, ekki síst þegar þeirra er notið á góðra vina fundi. Marga slíka fundi höfum við átt með þeim Vilhjálmi og Kristínu; töfrandi augnablik þar sem gleði og gáski hafa tekið völdin og tilveran virðist á einhvern hátt óendanleg. Og nú, þeg- ar öll viðmið og gildi eru á hverfanda hveli, er það þrátt fyrir allt mann- eskjan, mikilvægi hennar og nær- vera í mannlegu samfélagi, sem reynist hinn trausti mælikvarði á al- vöru verðmæti. Þegar þeim skala er brugðið má ljóst vera, hve mikill skaði er að fráfalli Vilhjálms Fenger á besta aldri, mitt í önnum dagsins. Ögmundur Skarphéðinsson. Við viljum kveðja Vilhjálm Fenger vin okkar með örfáum orðum. Ná- grannar á Nesbalanum í fimmtán ár og deildum lóðamörkum. Okkur varð strax ljóst að fjölskyldan á 44 var höfðingjar í orði og á borði. Margt var brallað á Balanum og ótal ljúfar minningar rifjast upp. Kaffisopi eða grillað með garðvinnu. Eltingaleikur við kanínur sem af óþekktum orsökum sluppu út. Jól á skíðum í Lech og páskar í Cran- Montana. Svaðilfarir á skíðum sem drengirnir voru allir til í og enduðu jafnvel uppi í jólatré. Úrtölur kvenna í hópnum máttu sín lítils. Villi var framsýnn, duglegur og heiðarlegur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Uppbygging Natan & Olsen undir hans stjórn ber því glæsilegt vitni. Samheldin fjölskylda í leik og starfi sér á bak öflugum liðsmanni. Mikill er þeirra harmur. Við erum erlendis á útfarardegi Villa. Við vottum Stínu, Björgu og Jóni, Ara og Helgu, ömmu Borghildi og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Vilhjálms Fenger. Jónína Guðrún og Guðmundur. Vetur er genginn í garð og menn spá harðæri og frosti á Fróni í þess orðs fylltu merkingu. Allt virðist það þó hjóm eitt þegar höggið er nærri og barist er fyrir lífi manns og orust- an töpuð. Vilhjálmur Fenger hefur nú beðið lægri hlut fyrir hinum ill- víga sjúkdómi sem herjaði á hann svo hratt og svo miskunnarlaust. Það var aðdáunarvert hversu skyn- samlega hann tók á þeirri staðreynd sem við blasti. Hann kunni þá list að nýta vel þann tíma sem gefinn var. Alltaf var stutt í húmorinn og gleðina þrátt fyrir mótbyrinn og það sem virtist svo fyrirsjáanlegt og óumflýjanlegt. Hann var klettur, baráttumaður sem hélt sínu striki, gaf ekki eftir, beit á jaxlinn og skil- aði sínu meðan stætt var. En svo lengi má hola steininn að eftir gefi að lokum. Vilhjálmur talaði jafnan um fjölskyldu sína af svo mikilli hlýju og ástúð að öllum var ljóst að þar fór hamingjusamur maður sem ræktaði garðinn sinn af umhyggju og fékk vel endurgoldið. Þegar svo vænn maður er kallaður burt frá ástvinum sínum, í blóma lífs- ins, verður áleitin sú spurning hver sé tilgangurinn og verður þá jafnan fátt um svör. Maður sem hafði svo margs að njóta og svo margt að gefa. Það voru verðmæt forréttindi að fá að kynnast Vilhjálmi og fá að læra af honum. Þó að ég hafi ekki þekkt hann í mörg ár var það nægur tími til þess að sjá hve styrkur hans var mik- ill, hve skynsamlegt og rétt lífsvið- horf hans var og hve góðan og vel gefinn mann hann hafði að geyma. Ég held ég geti fullyrt að það fóru allir ríkari af hans fundi. Við ættum öll að taka hann okkur til fyrirmynd- ar, meta og njóta lífsins hvern ein- asta dag sem okkur er gefinn, taka því sem að höndum ber af æðruleysi og reyna að gera það besta úr stöð- unni. Megi Guð styrkja Kristínu, Ara, Björgu og fjölskyldur þeirra. Minn- ingin um góðan mann mun lifa í verk- um hans, börnum og barnabörnum. Guðrún Elísa Þorkelsdóttir, starfsmaður 1912 ehf. Kæri Villi, okkur langar til þess að senda þér kveðju að leiðarlokum og þakka þér fyrir skemmtilegar stund- ir sem við fengum með þér á lífsleið- inni. Með þér var frábært að eyða tíma hvort sem það var á vettvangi matarklúbbs, ferðalaga eða fjöl- skylduboða. Maður gat alltaf stólað á að hvar sem þú komst að málum vor- um við öll aldrei alveg sammála og oft setið á rökstólum fram eftir nóttu. Undir þínu oft hrjúfa yfirborði leyndist öðlingur og það að kynnast þér hefur hefur gert okkur að betra fólki. Við erum stolt af því að hafa þekkt þig. Lýður, Guðrún og Alexander. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.