Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Biðin langa Bjallan glumdi lengi á Alþingi síð- degis í gær þegar hringt var inn til annarrar atkvæðagreiðslu um fjár- málafyrirtækjafrumvarp viðskipta- ráðherra. Ekki voru nógu margir þingmenn viðstaddir en a.m.k. 32 þurfa að vera í salnum svo hægt sé að ganga til atkvæða. Einn og einn þingmaður tíndist inn og þeim tveimur síðustu var fagnað með blístri og lófataki, sem þó var snarlega sussað á. Of mikill flýtir Frumvarpinu var að ósk þingmanna vísað til nefndar fyrir þriðju um- ræðu. Meirihluti viðskiptanefndar hefur lagt til ákveðnar breyting- artillögur en Vinstri græn eru því mótfallin, m.a. á þeim forsendum að það sé unnið í of miklum flýti og að hagsmunir stórra erlendra lán- ardrottna ráði för. Stjórnarliðar blása á það og segja íslenska hagsmuni í fyrirrúmi. Frjálslyndi flokkurinn styður frum- varpið en Framsókn ætlar að sitja hjá við afgreiðslu þess. Fólk geti leigt hús- næði sem það missir Jóhanna Sigurð- ardóttir félags- málaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að lánstími skuld- breytingarlána Íbúðalánasjóðs verði lengdur úr 15 árum í þrjá- tíu. Skuldbreyt- ingarlánin eru veitt vegna tímabundinna greiðslu- erfiðleika og með frumvarpinu er einnig opnað á þann möguleika að fólk geti leigt húsnæði sem það hefur misst í hendur Íbúðalána- sjóðs. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13:30 með umræðum um störf þingsins. Á dagskrá eru fimm fyrirspurnir til ráðherra, m.a um afnám tókbaks- sölu í fríhöfnum og um kæru bank- anna á hendur Íbúðalánasjóði. halla@mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is NÁIST ekki sátt í deilunni við Breta kemur ekki til greina að þeir komi hingað til lands í desember til að sinna loftrýmisgæslu. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns utanríkismálanefndar Al- þingis, á þingi í gær og áréttaði hann að loftrýmisgæslunni hefði verið komið á að frumkvæði Íslands og því ekki um tvíhliða samning við NATO að ræða. Ótrúlegur tvískinnungur Allir þingmenn sem tóku til máls voru lítt hrifnir af því að fá Breta hingað til lands en Árni Þór Sigurðs- son, þingmaður Vinstri grænna, vakti athygli á því að verið sé að undirbúa sendingu breskra her- gagna hingað til lands. „Því er eðli- legt að spyrja hvort það sé við hæfi að þjóð sem hefur beitt hryðjuverka- löggjöf á Ísland og Íslendinga komi hingað til heræfinga núna í desem- bermánuði. Á það að vera jólagjöf til íslensku þjóðarinnar?“ spurði Árni og Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknar, sagði ótrúlegan tví- skinnung af Bretum að beita hryðju- verkalöggjöf en ætla síðan að sinna loftrýmisgæslu fyrir sama land. „Ég hafði satt best að segja haft þá von í brjósti að Bretarnir sjálfir tækju þá ákvörðun að koma ekki hingað við þessar aðstæður,“ sagði Magnús. Má slökkva á ratsjáreftirlitinu? Jón Magnússon, þingmaður Frjálslyndra, vildi ganga lengra og sagði tilgangslaust að eyða pen- ingum í loftrýmisgæsluna almennt. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, talaði á svipuðum nót- um og vildi einnig endurskoða rat- sjáreftirlitið og þar með hvort yfir- leitt væri þörf á rekstri Varnarmála- stofnunar. „Bent hefur verið á miklu ódýrari og einfaldari leiðir til rekst- urs kerfisins ef viðræður við NATO leiða til þess að vöktun þess sé nauð- syn,“ sagði Jón og velti því upp hvort Ísland ætti yfirleitt að vera í varn- arbandalagi með Bretum. Bjarni Benediktsson tók undir það að líta ætti til Varnarmálastofn- unar þegar kemur að því að draga saman í ríkisútgjöldum. Sú starf- semi ætti ekki að vera undanþegin í þeirri vinnu. Morgunblaðið/Golli Rýnt í gögnin Þingmenn eru ekki mjög áfram um að fá Breta til að sinna loftrýmisgæslu. Miklar efasemdir um breska loftrýmisgæslu Litið til Varnarmálastofnunar við niðurskurð Í HNOTSKURN » NATO-ríki eiga að sinnaloftrýmisgæslu hér á landi fjórum sinnum á ári. » Frakkar voru fyrstir íröðinni sl. vor. » Bretar eiga að sinna gæsl-unni í desember og gert er ráð fyrir að kostnaður Íslands nemi um 50 milljónum króna. ÞETTA HELST … VIÐ rannsókn á bankahruninu má ríkissaksóknari falla frá saksókn á hendur starfs- manni eða stjórn- armanni fyr- irtækis sem hefur frumkvæði að því að veita yfirvöld- um upplýsingar eða gögn sem geta leitt til rann- sóknar eða sönnunar á brotum. Frumvarp um þetta var lagt fram á Alþingi í gær en í því er kveðið á um stofnun sérstaks embættis sak- sóknara til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í tengslum við bankahrunið Gert er ráð fyrir ströngum skil- yrðum fyrir því að hlífa megi upp- ljóstrara og sök hans í málinu þarf að vera minni en þeirra sem upplýs- ingarnar varða. Fært í almenn lög? Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, kynnti málið fyrir allsherjarnefnd á opnum fundi í gær og benti á að þetta væru nýmæli hér á landi og að slíkt ákvæði væri ekki í lögum á Norðurlöndunum. Lögin gilda einungis um rannsókn á banka- hruninu en í nefndinni spannst um- ræða um hvort ástæða væri til að innleiða slíkt ákvæði í almenn lög hér á landi. Taldi Björn ekkert því til fyrirstöðu af hálfu dómsmálaráðu- neytisins. halla@mbl.is Uppljóstrarar verði ekki sóttir til saka Björn Bjarnason ÍSLENSK fiskvinnslufyrirtæki munu geta gert tilboð í vinnslu fisks sem til stendur að flytja til út- landa þegar frumvarp sem sjáv- arútvegsráðherra hefur mælt fyrir verður að lögum. Frumvarpið bygg- ist á tillögum starfshóps sem komið var á fót eftir að afnema þurfti svo- kallað útflutningsálag á óunnum botnfiskafla, sem ekki hafði verið vigtaður hér á landi, en reglur Evr- ópusambandsins heimiluðu það ekki. Aflinn á uppboð Verði frumvarpið að lögum eiga útgerðarmenn sem ætla að senda óunninn og óvigtaðan afla úr landi að senda upplýsingar um aflann til Fiskistofu og þær verða birtar á uppboðsvef fyrir sjávarafla. Gefið er upp lágmarksverð fyrir aflann og fiskkaupendur geta síðan gert til- boð og fá þannig tækifæri til að kaupa aflann. „Mikilvægt er að hafa í huga að regla þessi á einungis við um afla sem fluttur er úr landi án þess að hafa verið endanlega veginn og skráður í aflaskráningarkerfi Fiskistofu. Útgerðir eiga þess kost að vigta aflann hér á landi og þá er þeim frjálst að ráðstafa aflanum að vild,“ segir í greinargerð með frum- varpinu. halla@mbl.is Geti boðið í óunninn og óvigtaðan afla Aflinn boðinn upp fyrir útflutning ALÞINGI Efnalaugin Björg Áratuga reynsla og þekking - í þína þágu .....alltaf í leiðinni Opið: mán-fim 8:00-18:00 • fös 8:00-19:00 • laugardaga 10:00-13:00 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KVÖRTUN Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og Tryggva Jónssonar til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna meintra mannrétt- indabrota við meðferð Baugsmáls- ins verður ekki tekin til meðferðar af dómstólnum, sam- kvæmt ákvörðun dómstólsins. Dómstólnum var tilkynnt um kæruna síðla árs 2006 með bréfi frá Tyge Trier, dönskum lögmanni Jóns Ásgeirs og Tryggva. Kæran byggðist á því að íslenskir dóm- stólar hefðu ekki veitt Jóni Ásgeiri og Tryggva réttláta málsmeðferð heldur hefði hún einkennst af geð- þótta, tekið of langan tíma og brot- ið hefði verið á rétti þeirra til að teljast saklausir þar til sekt þeirra sannaðist. Í bréfinu var jafnframt vísað í fern ummæli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, og segir að þar megi skilja að látið sé í ljós álit um sekt þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva, m.a. þessi frá 10. október 2005: „Stórfrétt dagsins er að sjálf- sögðu niðurstaða Hæstaréttar í kærumálinu vegna Baugs. Rétt- arkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá Hæstarétti við frekari ákvarðanir málsins.“ Ákvörðun dómstólsins er end- anleg og henni er ekki hægt að áfrýja. Fæst þeirra mála sem ber- ast dómstólnum hljóta efnislega meðferð heldur er þeim vísað frá áður en til þess kemur. Í árs- skýrslu dómstólsins fyrir árið 2006 kemur fram að honum bárust ríf- lega 51 þúsund mál en sama ár féllu dómar í um 1.500 málum. Kvörtun vegna Baugsmáls- ins vísað frá FISKISKIPIÐ Veronica, það fyrsta sem fyrirtækið Trefjar smíðar í nýrri skipasmíðastöð sinni í Hafn- arfirði, verður dregið úr stöðinni í dag kl. 16. Af því tilefni ætlar Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að „ýta skipinu úr vör“ með borða- klippingu. Skipið Veronica er smíðað fyrir norskan kaupanda, en allir fyr- irliggjandi smíðasamningar eru fyr- ir erlenda kaupendur. Fyrirtækið Trefjar ehf. var stofn- að 1978 og hefur frá upphafi sérhæft sig í framleiðslu á bátum. Fyrst með framleiðslu á bátum undir tegund- arheitinu SKEL sem hugsaðir voru fyrir íslenska smábátasjómenn. Síð- ar var þróuð ný hraðbátalína. Fyr- irtækið hefur á undanförnum árum afgreitt báta til fjögurra heimsálfna. Veronica sjósett í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.