Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BjarniHarðarson,fyrrverandi þingmaður, er maður að meiri að hafa sagt af sér þingmennsku eftir að upp komst um þá ráðagerð hans að koma Val- gerði Sverrisdóttur, varafor- manni Framsóknarflokksins, í klípu. Klúður Bjarna var klaufa- legt og kjánalegt; hann bað að- stoðarmann sinn að búa til nafnlaust netfang svo senda mætti skammir um Valgerði á fjölmiðla án þess að unnt væri að rekja uppruna tölvupósts- ins. Í ógáti sendi hann svo skeytið á fjölmiðla! Eftir þetta var Bjarna varla sætt í þingflokki Framsókn- armanna. Ekki fór hann ein- asta á bak við varaformanninn, heldur bað hann aðstoðarmann sitt að vinna verk, sem við verðum að vona að séu ekki í hefðbundnum verkahring fleiri aðstoðarmanna þingmanna. Bjarni hefur axlað sína ábyrgð. Það er fremur fátítt í íslenzkum stjórnmálum. Þáttaskil urðu 1994, þegar Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér embætti heil- brigðis- og tryggingaráðherra eftir að Ríkisendurskoðun taldi meðferð hans á al- mannafé aðfinnsluverða. Eftir það mátti ætla að ráðherrar, þingmenn og æðsta stjórn- sýsla ríkisins myndi búa við ríkara aðhald en áður af hálfu eft- irlitsstofnana, al- mennings og fjöl- miðla. Og raunar hafa nokkrir kjörnir fulltrúar sagt af sér eftir það. Árni Johnsen sagði af sér þingmennsku 2001 eftir að upp komst að hann notaði al- mannafé í eigin þágu og sagði almenningi ósatt um málið. Hann átti afturkvæmt á Al- þingi. Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi sagði af sér í fyrra, eftir fatakaupamálið svokallaða. Björn Ingi játaði reyndar aldrei að hann hefði gert mistök, heldur rökstuddi afsögn sína með því að aðrir hefðu verið vondir við hann. Til þessa hafa fáir íslenzkir stjórnmálamenn axlað ábyrgð á afglöpum sínum með því að segja af sér. Í ýmsum ná- grannaríkjum okkar, t.d. ann- ars staðar á Norðurlöndunum og í Bretlandi, eru afsagnir miklu algengari. Ráðherrar segja t.d. af sér jafnvel þótt þeir sjálfir hafi ekkert gert rangt, heldur axla þeir ábyrgð á gerðum undirmanna sinna. En eftir því sem fleiri segja af sér verður til skýrara for- dæmi og meiri þrýstingur á að stjórnmála- og embættismenn segi af sér vegna alvarlegra mistaka. Margur í þeim hópi hefur klúðrað stærra verkefni en að senda tölvupóst. Eftir því sem fleiri segja af sér, verður til skýrara fordæmi og þrýstingurinn eykst} Afglöp og afsagnir Leit íslenskra yf-irvalda eftir erlendum lánum er að breytast í eina hringavitleysu sem helst minnir á frá- sögn úr Góða dátanum Svejk. Í lok október var gengið frá frumsamkomulagi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um tveggja ára lán að andvirði 2,1 millj- arður Bandaríkjadollara. Í frétt um samkomulagið á heimasíðu sjóðsins segir að þegar stjórn- endur hans hafi farið yfir það verði hægt að taka það fyrir í framkvæmdastjórn hans, fá samþykki í byrjun nóvember og þá fái Íslendingar strax agang að 833 milljónum dollara. Haft er eftir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmda- stjóra sjóðsins, að Íslendingar hafi sett saman metnaðarfulla efnahagsáætlun. „Ég held að þessi öfluga áætlun réttlæti þennan mikla aðgang að fjár- magni sjóðsins – jafngildi 1.190% af kvóta Íslands í IMF – og verðskuldi stuðning alþjóða- samfélagsins.“ En svo kom babb í bátinn. Lánsfjárþörf Íslendinga er um þreföld sú upphæð, sem stendur til boða hjá gjaldeyrissjóðnum, og það fé þarf að fást annars staðar. Þegar hafa fengist vilyrði fyrir lánum frá einstaka ríkj- um, en þjóðir á borð við Svía segja hins vegar að ekki sé hægt að ganga frá slíkum lánum fyrr en gengið hafi verið frá láninu frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill hins vegar ekki afgreiða sitt lán fyrr en gengið hefur verið frá hinum lánunum eins og segir í svari frá sjóðnum við fyr- irspurn Morgunblaðsins: „Fjár- mögnun áætlunarinnar þarf að vera að fullu lokið áður en hægt er að leggja hana fyrir fram- kvæmdastjórn sjóðsins.“ Þessi skilyrði virðist vera úti- lokað að uppfylla. Ef Svejk hefði verið að rekja þessa sögu hefði hann endað á að spyrja: Hvaða ár dó amma dyravarð- arins? Íslendingar hafa hins vegar sjaldan verið jafn að- þrengdir á alþjóðavettvangi og á þeim brenna aðrar og veiga- meiri spurningar um þá óskilj- anlegu stöðu, sem blasir við þjóðinni. Stjórnvöld skulda svör við þessum spurningum svo að ljóst sé hverjir kostirnir eru. Leitin eftir lánafyr- irgreiðslu er ein hringavitleysa} Aðþrengdir Íslendingar H ópur fólks hefur gert það að venju sinni undanfarið að fara í laugardagsspássitúr á Aust- urvöll með missmekkleg kröfu- spjöld til að krefjast þess að stjórnvöld segi skilmerkilega frá því hvaða að- gerða sé að vænta eftir bankahrunið skelfilega. Langflestir halda sig þó heima í von um að stjórnvöld séu að leysa vandann á vitrænan hátt. Stjórnvöld hafa haldið þó nokkra blaða- mannafundi og telja sig þannig vera að sinna upplýsingaskyldu sinni. En það er ekki sama hvað sagt er eða hvernig það er sagt. Svörin á blaðamannafundunum eru ekki skýr og það hvarflar að þjóðinni að ráðamenn viti ekki al- mennilega hvað þeir eigi að gera og að svokall- aðar lausnir þeirra séu bara fálm. Og þegar hver hagfræðingurinn á fætur öðrum kemur fram í fjölmiðlum með lausnir sem virka sannfærandi en stjórn- völd virðast ekki hafa nokkurn áhuga á þeim, þá er ekki skrýtið að þjóðin verði svolítið hrædd. Ráðamenn þjóðarinnar verða að má af sér þreytu- og pirringssvipinn sem er að festast við þá. Þessi svipur segir þjóðinni það eitt að ráðamönnunum gremjist að þurfa að eiga orðastað við þjóð sína, þeir hafi engan tíma til þess því þeir séu að sinna merkilegri erindum. Og sjálfsagt þurfa ráðamennirnir að vakna snemma og fara seint að sofa og örugglega eru þeir allan daginn meira og minna á mik- ilvægum fundum og undir gríðarlegu álagi. En þrátt fyrir allt þetta verður að gera þá kröfu til þeirra að þeir muni að þeir eru í vinnu fyrir þjóðina. Og það er hluti af starfsskyldu þeirra að tala almennilega við fólkið sem þeir eru að vinna fyrir. Því miður er það svo að Íslendingar eiga engan stjórnmálaskörung sem stappað getur stálinu í þjóðina á erfiðum tímum. Stjórn- arandstaðan hefur alls ekkert til málanna að leggja og ljóst er að þar á bæ gætu menn engan veginn brugðist við ástandinu. Það er staðreynd að skástu stjórnmálamenn þjóð- arinnar sitja í ríkisstjórn. En samt skila ekki einu sinni þeir hlutverki sínu svo sómi sé að. Meira að segja forsetinn – sem á víst að heita sameiningartákn þjóðarinnar – heldur sér til hlés. Kannski sýnir það pólitísk klókindi hans. Ef hann stigi fram yrði hann örugglega rækilega minntur eina ferðina enn á útrás- arlofræðurnar sem nú eru orðnar tragikóm- ískar. Það er til vitnis um langlundargeð þjóðarinnar að hún hefur ekki enn fjölmennt á Austurvöll til að mótmæla ástandinu. Nokkur þúsund manns eru ekki stórkostlegur fjöldi í mótmælum vegna efnahagshruns. Þjóðin hefur greinilega ákveðið að gefa ráðamönnum tóm til að leysa úr öllum flækjunum eftir því sem hægt er. Ráðamenn ættu að þakka fyrir þetta svigrúm og launa fyrir sig með því að halda þjóðinni upplýstri. En af einhverjum ástæð- um hafa þeir ekki sinnt þeirri sjálfsögðu skyldu. Taki þeir sig ekki á mun þjóðin fyrr en síðar missa þolinmæðina. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Að tala við fólkið Lagaleg og pólitísk ábyrgð vegna FME FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is F jármálaeftirlitið er lík- lega valdamesta ein- staka ríkisstofnunin ut- an ráðuneyta, eftir setningu neyðarlaganna 6. október sl. Þótt stofnlög þess séu um „opinbert eftirlit með fjármála- starfsemi“ starfar FME og fær vald- heimildir skv. fjölmörgum sérlögum. Hlutverk þess er að aðgæta hvort fyrirtæki fari eftir lögum og að starf- semin sé í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti. Ráðherrastjórnsýsla á Íslandi Oft hefur komið fram að FME er sjálfstæð stofnun. En hvað þýðir það og hver ber endanlega ábyrgð á störf- um hennar? Er það viðskipta- ráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, stjórnendur FME, eða kannski eng- inn? Hér á landi byggist stjórnkerfið á „ráðherrastjórnsýslu“. Hver ráð- herra er þá yfirmaður síns mál- efnasviðs. Hefur stjórnsýslulegt, stjórnunarlegt og rekstrarlegt for- ræði yfir sínu ráðuneyti og öllum stofnunum undir því. Skiptir sér t.d. af rekstri og getur snúið ákvörðunum þeirra. Stjórnkerfið er byggt upp sem stigveldi, með æðsta vald hjá ráð- herra. Fyrirmyndina að þessu er að finna í Danmörku. Þessu fylgja mikil völd ráðherra og ætti að fylgja jafn- mikil ábyrgð, bæði lagaleg og póli- tísk. En frá þessu eru undantekningar, sjálfstæðar stofnanir og stjórnsýslu- nefndir. Fjármálaeftirlitið fellur í þann flokk, enda hefur þótt nauðsyn- legt að takmarka pólitísk afskipti af svo valdamikilli stofnun. FME heyrir undir viðskiptaráðherra en telst þó sjálfstæð stofnun. Það hefur þriggja manna stjórn sem ræður forstjóra. Almenna reglan er að eftir því sem boðvald ráðherra yfir stofnun er af- tengt með þessum hætti, þá aftengist lagaleg ábyrgð hans á stofnuninni í samræmi við það. Þar með er hins vegar ekki sagt að pólitísk ábyrgð af- tengist, hún getur eftir sem áður ver- ið mikil. Það er skýrt í lögum að við- skiptaráðherra endurskoðar ekki ákvarðanir FME. Þeim verður bara skotið til dómstóla. Að sama skapi gefur ráðherra stofnuninni ekki fyr- irmæli nema hann hafi sérstaka heimild til þess í lögum. Skv. upplýs- ingum úr viðskiptaráðuneytinu eru engar slíkar heimildir í lögum. 16. október 2007 sagði viðskiptaráðherra í ræðu á Alþingi að staða fjármálaeft- irlitsins sem sjálfstæðs stjórnvalds leiði til þess „að ráðherra ber hvorki pólitíska ábyrgð né ráðherraábyrgð á slíku sjálfstæðu stjórnvaldi“. Pólitísk ábyrgð fyrir hendi Fleira felst hins vegar í boðvaldi ráðherra. T.d. rétturinn til að krefjast upplýsinga og hafa eftirlit með starf- seminni. Þetta boðvald er ef til vill einnig takmarkað, en ráðherra getur þó alltaf skipt um stjórn FME ef hon- um mislíkar stefnan. Þar liggur ótví- rætt vald hans. Hér þarf að nefna að ráðherra hef- ur líka eftirlitsskyldur skv. lögum um Stjórnarráð Íslands, nánar til tekið 9. grein. Í skýrslu um starfsskilyrði stjórnvalda, sem unnin var fyrir for- sætisráðuneytið árið 1999 og lögð fyr- ir Alþingi, er fjallað um þetta. Þar segir að vafi leiki á því hvort sjálf- stæðar stofnanir falli undir eftirlit ráðherra, en þar sem lögin um Stjórnarráð Íslands taki til allra stjórnarmálefna ríkisins, þ.m.t. þeirra sem heyra undir sjálfstæðar stofnanir, sé það nærtækast að eft- irlitsskyldan taki til allra stjórnvalda. Orðalag stjórnarskrárinnar um völd ráðherra styðji einnig þá niðurstöðu. Ef svo er hlýtur pólitísk ábyrgð ráð- herra að vera einhver, hafi Fjármála- eftirlitið brugðist á einhvern hátt. Morgunblaðið/Golli Yfirvöldin Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á ársfundi Fjármálaeftirlitsins árið 2007. JAFNVEL fyrir setningu neyð- arlaganna hafði Fjármálaeftirlitið víðtækar heimildir til eftirlits. Stofnunin gat krafist aðgangs að öllu bókhaldi eftirlitsskyldra fyrir- tækja, fundargerðum, skjölum og hvaða gögnum sem hún taldi nauð- synlegt að fá. Hún gat staðið fyrir vettvangsferðum og óskað eftir upplýsingum á þann hátt, þegar og svo oft sem hún vildi. Með neyð- arlögunum fékk hún hins vegar nánast óskertar heimildir til að ráð- stafa réttindum og skyldum fjár- málafyrirtækja. Þau fyrirtæki, sem FME hefur eftirlit með, eru viðskiptabankar, fjárfestingabankar, sparisjóðir og lífeyrissjóðir. Einnig vátrygginga- félög og vátryggingamiðlarar, verðbréfaþjónustufyrirtæki, verð- bréfamiðstöðvar, verðbréfasjóðir og rekstrarfélög þeirra, Kauphöllin og innlánadeildir samvinnufélaga. VOLDUG STOFNUN ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.