Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is VERÐ á húseignum sums staðar á sólar- ströndum Spánar hefur í ár lækkað um 20 til 25 prósent, samkvæmt skýrslu RICS European Housing Review sem greint er frá á viðskipta- vefnum business.dk. Sveinn Arnar Nikulásson, sem er starfsmað- ur Félags húseigenda á Spáni og búsettur skammt frá Torrevieja, segir að svo virðist sem allnokkrir Íslendingar vilji nú selja fasteignir sínar á Spáni, mögulega vegna hruns atvinnu- lífs á Íslandi. „Nú er markaður kaupenda,“ bendir Sveinn á. Raðhús á 60 þúsund evrur Hann tekur sem dæmi að í eldri hluta Torri- vieja sé hægt að fá raðhús með tveimur svefn- herbergjum á 60 þúsund evrur. Fyrir tveimur árum hafi raðhús í sama hverfi kostað um 85 þúsund evrur. Hús sem fyrir tveimur árum kostuðu 100 þúsund evrur kosta nú um 85 þús- und evrur. „Lækkunin er því um 15 prósent.“ Í vandræðum með afborganir Gísli Breiðfjörð Árnason, formaður Félags húseigenda á Spáni, kveðst telja að þeir sem keypt hafi hús á Spáni á undanförnum tveimur árum, í kjölfar verðhækkunar, og borgað lítið út gætu verið í vandræðum með afborganir vegna falls krónunnar. „Í flestum tilfellum hefur fólk tekið lán á Spáni þar sem engin verðtrygging er og vextir í kringum 5 til 6 prósent. Það þótti sniðugra að ávaxta fé sitt hér heima. Þetta gekk vel á með- an gengið var hagstætt. Hafi spænska lánið til dæmis numið 20 milljónum í íslenskum krón- um í sumar hugsa ég að fólk geti verið í miklum erfiðleikum með að standa skil á greiðslum nú.“ Helstu erfiðleikarnir sem Gísli kveðst heyra af eru vandræði vegna gjaldeyrismillifærslu. „Fólk þarf að geta flutt gjaldeyri greiðlega inn á reikning á Spáni til þess að geta staðið í skil- um. Ég tel samt að fólk vilji eftir sem áður vera þarna og geri allt sem það getur til þess að halda í fasteignir sínar þar.“ Flestir Íslendinganna sem eiga fasteignir á Spáni eiga hús í nágrenni Alicante, að sögn Gísla. Verðhrun á húsum á Spánarströnd  Verðlækkunin sums staðar 20 til 25 prósent  Allnokkrir Íslendingar vilja selja fasteignir sínar á Spáni  Í vandræðum með afborganir vegna erfiðleika á gjaldeyrismillifærslu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í sól og sumaryl Þeir sem greiddu lítið út við nýleg kaup á fasteign á Spáni geta átt í verulegum vandræðum með afborganir vegna falls íslensku krónunnar. Í HNOTSKURN »Um 700 félagsmenn eru í Félagi hús-eigenda á Spáni. Aðeins einn eigandi fasteignar er skráður í félagið þótt eig- endur að henni séu fleiri. Talið er að þorri íslenskra fasteignaeigenda á Spáni sé í félaginu. »Félagið var stofnað 1989 og fé-lagsmönnum hefur fjölgað um 180 prósent frá 2004. Ástæðurnar eru taldar vera gott efnahagsástand á Íslandi, her- ferð fasteignasala og hagstæðir samn- ingar um flug til Alicante. NEMENDUR leikskólans Síðusels á Akureyri heimsóttu starfsmenn á Bjargi-Iðjulundi í gær og færðu þeim kerta- stubba. Þau hlýddu áhugasöm á Jón M. Jónsson verkstjóra og kertagerðarmeistara, lengst til vinstri, en hægra megin eru krakkarnir með Magga, einum starfsmannanna. Kerti eru framleidd á staðnum úr nærri 15 tonnum af úrgangsvaxi á ári, sem brætt er á staðnum, og kertaafgangar af heimilum og gölluð kerti úr verslunum eru þegin með þökkum. Krakk- arnir komu með sjö kíló, sem þau söfnuðu á fáeinum dögum heima hjá sér. „Þetta er mjög dýrmætt efni,“ sagði Ólöf Leifs- dóttir forstöðumaður og Jón M. hvetur fólk til þess að fara með kertastubba í endurvinnslu um leið og dagblöð eða dósir. Um 150 krakkar heimsækja Bjarg-Iðjulund á Akureyri á þessu ári Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman að sjá kertin vaxa! Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VILJAYFIRLÝSING um stofnun Þekkingargarða í Árborg var und- irrituð á Selfossi í gær. Fulltrúar sveitarfélagsins Árborgar, Háskóla- félags Suðurlands, Fræðslunets Suðurlands, Rannsóknamiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði, Nýsköpunar- miðstöðvar, Þekkingarseturs í land- nýtingu og Miðjunnar á Selfossi ehf., sem m.a. á lóðaréttindi í mið- bænum, undirrituðu yfirlýsinguna. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra var viðstaddur undirrit- unina og lýsti ánægju sinni með verkefnið. Hann kvaðst hafa kynnt það fyrir iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra og sagði að því hefði verið vel tekið. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæj- arstjóri Árborgar, sagði viljayfirlýs- inguna vera skref í þá átt að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið í sveitarfélaginu. „Þekkingargarðarnir eru hugsað- ir sem miðstöð fjölmargra þekking- arfyrirtækja og stofnana og annarra fyrirtækja,“ sagði Ragnheiður. „Þar er m.a. átt við starfsemi á borð við Alþjóðlega rannsóknamiðstöð Há- skóla Íslands í jarðskjálftaverk- fræði, Landnýtingarsetur, Háskóla- félag Suðurlands og Fræðslunetið. Einnig geta t.d. komið þarna að fyr- irtæki í skipulagsmálum, umhverf- ismálum, jarðvinnslu, byggingar- tækni og byggingariðnaði. Öll þekking sem þar er getur nýst við rannsóknir á þessum sviðum.“ Hluti af starfsemi sem á heima í Þekking- argörðunum er þegar til staðar en vonast er til þess að þar spretti einn- ig upp ný starfsemi. Ragnheiður sagði að fyrirmyndin væri m.a. þekkingargarðar sem gegndu lykil- hlutverki við uppbyggingu atvinnu- lífs í Lundi í Svíþjóð og Oulu í Finn- landi á 8. áratug 20. aldar. „Framtíðarsýnin er að á Selfossi myndist þekkingarmiðbær,“ sagði Ragnheiður. Mikilvægir bakhjarlar hans verða t.d. Héraðsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið. Vonast er til að ýmsar stofnanir Háskóla Íslands á Suðurlandi muni tengjast Þekking- argörðunum. Einnig öflug matvæla- fyrirtæki á borð við MS og eins Mat- vælastofnun. Creditinfo Ísland greindi nýlega atvinnulífið í Árborg og kom í ljós að vandi fyrirtækja þar var mikill og hlutfallslega fleiri á vanskilaskrá en að landsmeðaltali. Ástæða þess var m.a. rakin til þess að 40% fyrirtækja í sveitarfélaginu voru í byggingar- iðnaði eða fasteignaviðskiptum. Samkomulag um stofnun Þekkingargarða í Árborg Fjölbreytt starfsemi til eflingar atvinnu á að rúmast undir þaki Þekkingargarða Morgunblaðið/Guðmundur Karl Yfirlýsing Margir hafa sammælst um að koma að stofnun Þekkingargarða. Miðjan á Sel- fossi ehf. hyggst reisa allt að því 6.000 m2 stórt hús í mið- bænum á Sel- fossi undir Þekking- argarðana. Til greina kemur að reisa húsið í tveimur áföngum, að sögn Franz Jezorski, eins eigenda Miðjunnar ehf. Hann sagði mikla stækkunarmögu- leika á svæðinu og bygging- armagn þar gæti orðið allt að 24.000 m2. Svæðið sé því kjörið til þessara nota. „Ætlunin er að leita til nokk- urra arkitekta og fá þá til að leggja fram hugmyndir að hús- inu. Síðan verður besta tillagan valin og samið við þann arkitekt um að teikna húsið,“ sagði Franz. Hann sagðist finna sterk- an meðbyr með málinu og að nú yrði hafist handa við að fjár- magna bygginguna. Það fjár- magn er ekki í hendi en Miðjan er bjartsýn á að fjármögnunin takist. Gangi þessi áform eftir gæti húsið eða hluti þess verið tilbúinn undir lok ársins 2009. Allt að 6.000 m2 þekkingarhús Franz Jezorski hjá Miðjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.