Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 ÞÓTT margir þekki eflaust nafn Dieters Roth, eru þeir færri sem þekkja lífshlaup þessa merka mynd- listarmanns til hlítar. Dieter, sem vann um skeið í Kaup- mannahöfn við danskt hönnunarfyr- irtæki, varð ástfanginn af íslenskri konu sem þar var við nám. Hann fylgir henni til Íslands, eignast fjöl- skyldu og setur mark sitt á íslenskt listalíf með ýmsum hætti. Þótt hann yfirgefi landið innan áratugar hafa þær taugar sem binda hann við land og þjóð allt fram að andláti hans nægilegan styrk til að draga hann til baka ár eftir ár. Alþjóðlega vann hann sér orðspor sem einn mikilvægasti listamaður sinnar samtíðar. Hann var frum- kvöðull í sinni listsköpun og frum- legur í vali á þeim miðlum er hann notaði til að koma hugmyndum sín- um á framfæri. Dieter Roth var gríðarlega afkastamikill og starfaði meðal annars með heimsfrægum jöfrum á borð við Richard Hamilton og Joseph Beuys. Kvikmynd Hilmars Oddssonar Dieter Roth Puzzle rekur ævi hans, þroskasögu sem listamanns og hug- myndafræðilega þróun. Myndin var frumsýnd fyrir skömmu hér á landi og vakti nýverið töluverða athygli á Frieze listkaupstefnunni í London. Þeir sem hafa áhuga á samtímalist geta einnig séð myndina í kvöld, því hún verður sýnd í Listasafni Reykjavíkur, kl. 20. Lífi Dieters Roth púsl- að saman Morgunblaðið/Jim Smart Stóra borðrústin Verk eftir Roth. Sýning í kvöld GUJA Dögg, deildarstjóri byggingarlistardeildar Lista- safns Reykjavíkur, sótti Fen- eyjatvíæringinn í byggingarlist 2008 heim. Hún mun í fyr- irlestri annað kvöld veita inn- sýn í þá alþjóðlegu breidd og listrænu vídd byggingarlistar sem einkennir tvíæringinn, allt frá ljóðrænni yfirtöku hins jap- anska Ishigami og frumlegri framtíðarsýn hinna dönsku BIG (Bjarke Ingels Group) til fljótandi rýmisinn- setningar Zaha Hadid og kitlandi ljósatilrauna Ólafs Elíassonar svo eitthvað sé nefnt. Fyrirlesturinn fer fram í Hafnarhúsinu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Fyrirlestur Tvíæringurinn í byggingarlist Guja Dögg Hauksdóttir Í KVÖLD fara fram stór- tónleikar í Háskólabíói þar sem meðal annars koma fram Ragnheiður Gröndal, Í svört- um fötum, Klaufarnir, Magni, Sálin hans Jóns míns, Páll Rós- inkranz, Geir Ólafsson og Hara-systur. Tónleikarnir eru til styrktar nýjum forvarna- og fræðslu- sjóði til styrktar þeim sem eiga við geðræna vanlíðan eða veik- indi að stríða. Markmið sjóðsins eru að afla styrkja til náms, berjast gegn fordómum og efla nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kostar 2.000 kr. inn. Miðasala er í verslunum Lyfju. Tónleikar Til styrktar geðheilsunni Magni kemur fram á tónleikunum. Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í dag flytja Bylgja Dís Gunn- arsdóttir sópransöngkona og Lára Rafnsdóttir píanóleikari Heimskringlu Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Þórarins Eldjárns. Bylgja Dís útskifaðist frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2003, hún lauk meistaraprófi í tónlist og söng frá Royal Scott- ish Academy of Music and Drama í nóvember árið 2007 og hlaut þar verðlaun, Chevron Excellence Award, fyrir framúrskarandi námsárangur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30, aðgangseyrir er 1.000 kr., ókeypis fyrir nemendur Háskóla Íslands. Tónleikar Bylgja og Lára flytja Heimskringlu Bylgja Dís Gunnarsdóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞEGAR ég flutti aftur til Íslands árið 2000 og fór að kenna hér, tók ég að kynnast öðrum íslenskum gítarleikurum, sem urðu til meðan ég sneri baki við landinu,“ segir djassgítarleikarinn Jón Páll Bjarnason. „Þar á meðal voru þessir snillingar, Ásgeir og Eddi. Djassgítaristar eru ekki stór þjóð- flokkur hér en við fórum að hittast og það vatt upp á sig.“ Út úr þeim vafningi spratt fram tríó gítarleikaranna þriggja, JP3, og nýr samnefndur diskur. Jón Páll, Eðvarð Lárusson og Ásgeir Ásgeirsson leika þar eigin laga- smíðar, studdir af Þorgrími Jóns- syni bassaleikara og Erik Qvick trommara. „Þegar við ákváðum að taka upp plötu fórum við að hripa niður djasslög sem við þekktum og höfð- um áhuga á að leika saman. Svo fórum við að velta fyrir okkur hverjir höfðu samið lögin, til að þetta væri allt löglegt, en það var hálfgert vesen. Við ákváðum því að einfalda málið og búa öll lögin til sjálfir – þá var höfundarréttur ekkert að vefjast fyrir okkur,“ segir Jón Páll og brosir. Ásgeir er í för með Jóni Páli og hann segir að hugmyndin að tríóinu hafi verið Jóns Páls. „Þetta hefur verið afar skemmtilegt og gefandi samstarf,“ segir hann. „Í djassmúsík smitast frá einum til annars,“ bætir Jón Páll við. „Þeir læra kannski einhver „likk“ af mér en ég læri líka af þeim. Þannig er það alltaf þegar maður spilar djass, maður lærir af þeim sem maður spilar með og verður fyrir áhrifum frá þeim. Það virkar alltaf í báðar áttir. Það er mikill unaður að spila með þessum ungu mönnum. Ég hélt um tíma, fyrir einhverjum áratugum, að djassinn væri bú- inn hérna, en það hefur ræst úr honum.“ „Tónlistarskóli FÍH breytti öllu,“ segir Ásgeir. „Já, þegar ég flutti af landi brott árið 1964 þá var djass á niðurleið. Hann hér um bil hvarf, þangað til ný uppspretta myndaðist í Tónlistarskóla FÍH. Þaðan hefur verið straumur fínna spilara – djasslíf og útgáfa hefur blómstrað. Nú eru miklu fleiri að spila með. Ekki má gleyma áheyrendum. Í gamla daga aðhylltist frekar þröngur hópur djass. Nú fer maður og spilar á minni stöðum úti á landi, og þar koma virðulegir borgarar og digga djass á útopnu. Áður vildu þeir ræla og skottís.“ Hefur ræst úr djassinum „Þeir læra kannski einhver „likk“ af mér,“ segir Jón Páll Bjarnason um félagana í JP3, Ásgeir Ásgeirsson og Eðvarð Lárusson – en hann segist líka læra af þeim Ljósmynd/Ólafur B. Lárusson Djassgítaristarnir Eðvarð Lárusson, Ásgeir Ásgeirsson og Jón Páll Bjarnason töfra fram sveiflu úr strengjunum í JP3. KRISTJÁN Jóhannsson tenór kemur fram á tón- leikum til styrktar ADHD-samtökunum sem fara fram næstkomandi sunnudag í Kristskirkju í Landakoti. Ásamt Kristjáni koma fram Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfs- son tenór ásamt kvennakór Vox Feminae. Á efn- isskrá eru meðal annars verk eftir Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, Dvorák, Händel, C. Franck, W.A. Mozart, Otto Ohlsson og Sigvalda Kaldalóns. Caritas á Íslandi, góðgerðarsamtök kaþólsku kirkjunnar, efna til tónleikanna til styrktar ADHD-samtökunum sem eru til stuðnings börn- um og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Samkvæmt rannsóknum glíma 7,5% barna við athyglisbrest og ofvirkni. Um 50% eru áfram með ADHD sem fullorðin. Ein- staklingar með ADHD eiga á hættu að fara hall- oka bæði náms- og félagslega. Þunglyndi, kvíði og brotin sjálfsmynd eru algengir fylgikvillar. Markmið ADHD-samtakanna er að börn og full- orðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðli að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum. Tónleikarnir hefjast kl. 16 næstkomandi sunnudag, 16. nóvember. Miðasala á Caritas- tónleikana er í Pennanum, Austurstræti og Kringlunni, á skrifstofu ADHD-samtakanna við Háaleitisbraut 13 og á skrifstofu kaþólsku kirkjunnar við Hávallagötu. Miðaverð er 5.000 kr. og rennur allur ágóði til ADHD-samtak- anna. ingveldur@mbl.is Kristján í Kristskirkju Morgunblaðið/Golli Vinsæll Kristján Jóhannsson sló rækilega í gegn með Sinfóníuhljómsveit Íslands nýlega. Caritas-tónleikarnir 2008 fara fram á sunnudaginn Myndin státar af lé- legasta opnunaratriði Bond-sögunnar og er sjón sögu ríkari 49 » Í TILEFNI af sýningu Lista- safnsins á Ak- ureyri undir yf- irskriftinni Orð Guðs heldur Fiskurinn, félag guð- fræðinema, mál- fund í aðalbygg- ingu Háskóla Íslands í stofu A-229 í dag klukkan 16. Á fundinum mun Þóra Þórisdóttir, sýningarstjóri nefndrar sýningar, fjalla um hugmyndir sínar og ástæðu fyrir því að blása til sýning- arinnar auk þess sem aðrir þátttak- endur munu kynna verk sín lítillega. Þau eru Ólöf Nordal, Jeanette Cas- tioni, Etienne de France, Arnaldur Máni Finnsson og Steingrímur Ey- fjörð. Á sýningunni er gengið út frá því að færa kristna eða trúarlega um- ræðu inn í íslenskan samtíma á öðr- um vettvangi en við höfum átt að venjast. Allar nánari upplýsingar um sýn- inguna má finna á listasafn.ak- ureyri.is. Þóra ræðir Orð Guðs Þóra Þórisdóttir Þrír samstilltir djassgítarar með Útlendingahersveitinni og Sigurði Flosasyni. Ásgeir Ásgeirsson útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH árið 1999 og nam síðan við Conservatorium van Amsterdam. Hann hefur leikið flestar tegundir tónlistar, komið fram í útvarpi og sjónvarpi og ver- ið tilnefndur til Íslensku tónlist- arverðlaunanna bæði sem gít- arleikari og fyrir lagasmíðar sínar. Eðvarð Lárusson útskrifaðist frá djassdeild Tónlistarskóla FÍH 1991. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem kennari og leikið með fjölda listamanna og hljómsveitum, bæði á sviði og inn á um 40 hljómplötur. Meðlimir JP3 eru þrír djassgít- arleikarar. Heiti tríósins er sótt til aldursforsetans, Jóns Páls Bjarna- sonar, sem varð sjötugur snemma á árinu. Jón Páll er einn kunnasti djassleikari landsins. Ungur lék hann m.a. með Svavari Gests, tríói Gunnars Reynis Sveinssonar og síðan KK-sextett. Jón Páll flutti af landi brott árið 1964. Í Svíþjóð var hann í áratug og síðan í 17 ár í Los Angeles, þar sem hann lék með ýmsum, m.a. Buddy Rich. Eftir að hafa flutt heim árið 2000 hefur Jón Páll stundað kennslu og meðal annars leikið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.