Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 19
* *modernus.is, vika 41 – stakir notendur. Flestir fara inn á mbl.is Mbl.is er langvinsælasti frétta- vefur á Íslandi. Samkvæmt mælingu á innlitum á vefinn sést að hver einasti einstaklingur skoðaði mbl.is tæplega 10 sinnum á viku. Lesendur vita að mbl.is flytur þeim traustar og ferskar fréttir oft á dag. – vinsælasti vefurinn 379.585 notendur treysta á mbl.is F í t o n / S Í A F I 0 2 7 5 9 7 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 NOKKUÐ sögu- legar kosningar voru á Maldív- eyjum fyrir rúm- lega hálfum mán- uði. Þá var Mohamed „Anni“ Nasheed kjörinn forseti og steypti af stóli Maumoon Abdul Gayoom, sem setið hafði í forsetaembætti lengur en nokkur annar ráðamaður í Asíu. Hinn nýi forseti hefur nú kynnt þjóðinni stefnu sína og hún er einföld: Landsmenn verða að búa sig undir flytjast burt og setjast að annars staðar. Ástæðan er sú, að haldi sjáv- arborð áfram að hækka vegna loftslagsbreytinga eru allar líkur á því, að fósturjörðin sökkvi í sæ. Maldíveyjar eru um 1.200 talsins, kóraleyjakeðja suð-, suðvestur af Indlandi, og langflestar þeirra eru aðeins hálfan annan metra yfir sjávarmáli. Samkvæmt spám lofts- lagsráðs Sameinuðu þjóðanna mun sjávarborð hafa hækkað um 18 cm um næstu aldamót en sumir telja, að hækkunin geti orðið meiri. Í flóðbylgjunni á Indlandshafi í des- ember 2004 fóru 69 eyjanna alveg á kaf og 30 að hálfu leyti. Mannfall var þó ekki mikið miðað við öll ósköpin, eitthvað um 100 manns, en á eyjunum búa liðlega 370.000 manns. Hyggja á landakaup í nágrannaríkjunum Langstærsti atvinnuvegur á Maldíveyjum er móttaka og þjón- usta við ferðamenn og Nasheed vill nota tekjurnar til að kaupa þjóðinni nýtt land. „Við viljum fjárfesta í landi,“ segir hann. „Við viljum ekki enda sem flóttafólk ef allt fer á versta veg.“ Þetta mál hefur þegar verið rætt við ríkisstjórnir í nokkrum öðrum löndum, t.d. Indlandi og Srí Lanka, og Nasheed segir, að þær hafi sýnt því skilning. Þá er Ástralía einnig inni í myndinni. svs@mbl.is Nýr forseti vill flytja burt þjóðina Nasheed, nýkjör- inn forseti. Hermt er að uppreisnarmenn hafi myrt fólkið í hefndarskyni vegna meints samstarfs bæjarbúa við stjórnarherinn. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við kólerufaraldri ef átökunum linnir ekki og flóttafólkið þarf að hírast áfram í bráðabirgðabúðum án við- unandi hreinlætisaðstöðu. A.m.k. 90 manns hafa greinst með kóleru í grennd við Goma frá því á laugardag og a.m.k. 1.000 manns í öllum flótta- mannabúðunum frá því í byrjun október. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STARFSMENN hjálparstofnana í Austur-Kongó sögðust í gær óttast hungursneyð á yfirráðasvæði upp- reisnarmanna í austanverðu landinu. Hættan á kólerufaraldri í flótta- mannabúðum er talin hafa aukist. Hjálparstarfsmenn sögðust hafa reynt að komast til tveggja bæja um 80 km norðan við borgina Goma. Ekki væri vitað hversu margir þyrftu á hjálp að halda en íbúar bæj- anna voru samtals um 150.000 áður en átökin hófust. Hatrömm átök hafa geisað á svæðinu og talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa sakað stjórn- arhermenn jafnt sem uppreisn- armenn um stríðsglæpi. Talsmaður friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna sagði í gær að stjórnarhermenn hefðu látið greipar sópa um þorp á átakasvæðinu og nauðgað konum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent embættismenn til bæjarins Kiwanja til að rannsaka fjöldamorð. Mann- réttindasamtökin Human Rights Watch segja að a.m.k. 50 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í Kiwanja og tala látinna sé líklega enn hærri. Reuters Stríðshörmungar Stúlka reynir að selja kartöflur í rigningu í flótta- mannabúðum í bænum Kibati á átakasvæðinu í Austur-Kongó. Aukin hætta á kólerufaraldri Varað við hungursneyð í A-Kongó Laurent Nkunda, leiðtogi upp- reisnarmanna í Austur-Kongó, hefur hótað að reyna að ná öllu landinu á sitt vald ef stjórn Jos- ephs Kabila forseta neitar að semja við hann. Stjórnin hafnar viðræðum og sakar uppreisn- armennina um stríðsglæpi. Nkunda segist vera að vernda kongóska tútsa frá vopnuðum hútúum sem flúðu til A-Kongó eftir að hafa tekið þátt í fjölda- morðum í Rúanda 1994. Hafnar viðræðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.