Morgunblaðið - 12.11.2008, Side 16

Morgunblaðið - 12.11.2008, Side 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG þekki þetta ekki vel, hef ekki farið áður á Ól- ympíumót. Ég hugsa að það væri fínt að ná 50% árangri, eða þar yfir,“ segir Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir, Íslands- meistari í skák sem er í skáksveit Íslendinga í kvennaflokki á 38. Ólympíumótinu í skák sem hefst í Dresden í Þýska- landi á morgun. Hún er aðeins fimmtán ára. Skáksamband Íslands sendir tvö lið á Ólympíumótið, eitt lið í opnum flokki og annað í kvennaflokki. Björn Þorfinnsson, forseti Skák- sambands Íslands, segir að upp hafi komið raddir um að hætta ætti við þátttöku vegna efnahagsástandsins. Skáksambandið hafi hins vegar ákveðið að sækja innblástur í för fjögurra íslenskra skákmanna á Ól- ympíumótið í Buenos Aires árið 1939, þegar ástandið hafi verið miklu verra og skákmennirnir orðið að húkka sér far með togara frá landinu. Síðan hafi Ísland alltaf ver- ið með á Ólympíumótum og oft náð góðum árangri. Skákliðin fara til Þýskalands í dag. Hannes Hlífar Stefánsson teflir á fyrsta borði í opna flokknum, Héð- inn Steingrímsson á 2. borði, Henrik Danielsen á 3. og Stefán Krist- jánsson á 4. borði. Þröstur Þórhalls- son er varamaður. Allt eru þetta stórmeistarar nema Stefán en Björn vonast til að hann nái þeim áfanga á mótinu. Lenka Ptacknikova teflir á fyrsta borði í kvennaflokknum, Guðlaug Þorsteinsdóttir á 2., Hallgerður H. Þorsteinsdóttir á 3. borði og Sig- urlaug R. Friðþjófsdóttir á 4. borði. Elsa María Kristinsdóttir er vara- maður. Hallgerður segist vera mjög spennt að fara í fyrsta skipti á Ól- ympíumót en hafi þó ekki misst úr svefn enda hafi verið nóg að gera. Hún er í MR og auk þess í fiðlunámi. Hún segir að nokkuð hafi verið æft fyrir mótið og svo hafi hún reynt að undirbúa sig sjálf í tölvunni heima og fylgjast með því sem er að gerast. Fimmtán ára skákkona á leið á Ólympíumót Hallgerður H. Þorsteinsdóttir Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is BILUN í olíuhitara er talin hafa or- sakað brunann á Ásmundarstöðum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu í fyrrakvöld sem olli því að 3.500 kjúk- lingar drápust. Um 7.800 kjúklingar voru í eldishúsinu þar sem eldurinn kviknaði en flestir fuglanna drápust vegna reyksins. Af þeim sem tókst að bjarga í gærkvöldi voru 750 dauð- ir í morgun. Tæknideild lögreglunnar rann- sakaði eldishúsið í gærmorgun og lauk rannsókninni um hádegisbilið. Þá tók við hreinsunarstarf en um fimm starfsmenn á búinu gengu um húsið og hirtu upp hræin. Fuglarnir voru 26 daga gamlir og að sögn Jarle Reiersen, framleiðslustjóra í eldi, átti að slátra þeim í lok næstu viku. Jarle segist ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón um væri að ræða en sláturverðmæti allra 7.800 fuglanna í húsinu var á annan tug milljóna króna. Þá eru miklar skemmdir á húsinu sem tekur nokkra mánuði að gera við en á með- an verður salurinn algerlega ónot- hæfur. Fljótlega tekur við uppbygg- ingarstarf en fóðurkerfið skemmdist mikið sem og vatnslínur og allur raf- magnsbúnaður. Jarle segir brunann ekki hafa mikil áhrif á framleiðsluna, a.m.k. ekki til langs tíma litið. Í næstu viku verði minna sent af kjúklingi í búðir en venjulega en annars gangi fram- leiðslan sinn vanagang. Morgunblaðið/Valdís Thor Hreinsun Starfsmenn kjúklingabúsins unnu hörðum höndum að því í gær að hreinsa upp fuglshræin í eldissalnum. Milljóna króna tjón  3.500 kjúklingar drápust þegar eldur kviknaði í eldishúsi  Tjónið er talið hafa óveruleg áhrif á framleiðsluna Morgunblaðið/Valdís Thor Upptök Eldurinn kviknaði í olíuhitara í einu horni hússins. VIÐVÖRUNARKERFI í eldishúsinu fór í gang kl. 20:22. Fyrst kom hitaboð og fjórum mínútum síðar brunaboð. Viðbúnaðarkerfið á Ásmundarstöðum er tengt Öryggismiðstöðinni sem lét starfsmann búsins vita. Eldur var ekki mikill og náði starfsmaðurinn að slökkva hann áður en slökkvilið mætti á staðinn. Jarle segir að nokkurn tíma muni taka að koma húsinu í það horf að það standist kröfur sem gerðar eru um eldishús fyrir kjúklinga. Þrátt fyrir það ætti óhappið ekki að hafa mikil áhrif á framleiðsluna en fuglarnir eru seld- ir undir merkinu Holtakjúklingar. Á Ásmundarstöðum eru mörg hús sem verða nýtt betur meðan viðgerðin fer fram en þegar öll húsin eru fullnýtt eru í þeim á bilinu 150-160 þúsund kjúklingar. Í heild um 160 þúsund fuglar Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is EKKI hefur enn tekist að tryggja að Íslendingar fái lán frá Norð- urlöndum og öðrum ríkjum til við- bótar væntanlegri lánveitingu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Forsætisráðherrar Norðurlandanna sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu 27. október að norrænu ríkin mundu styðja áætlunina hjá IMF þegar hún kæmi til umfjöllunar í stjórn sjóðs- ins. Í svari sem barst frá IMF í gær við fyrirspurn Morgunblaðsins segir hins vegar að fyrst verði að ljúka að fullu við alla fjármögnun áætlunar- innar áður en hægt verði að leggja hana fyrir framkvæmdastjórn sjóðs- ins. Það gangi þó ágætlega og búist sé við að haldinn verði fundur um málið í stjórn sjóðsins fljótlega. Ilkka Kajaste, aðstoðarráðuneyt- isstjóri í finnska fjármálaráðuneyt- inu, sem á sæti í samstarfshópi Norðurlanda um aðstoð við Íslend- inga, segir að málið sé bæði erfitt og flókið en það sé þó ekki skilyrði fyrir því að norrænar ríkisstjórnir styðji lánveitingapakka til Íslendinga að Íslendingar leggi fram ítarlegri upp- lýsingar. ,,Fulltrúar íslenskra stjórnvalda upplýstu okkur í síðustu viku um stöðu mála og mögulega aðstoð IMF. Það eru enn einstök mál, bæði laga- leg og efnahagsleg sem þarf að greiða úr. Það myndi að sjálfsögðu auðvelda okkur að átta okkur betur á ástandinu á Íslandi ef við gætum fengið frekari upplýsingar,“ sagði Kajaste og nefndi fjárlagagerð næsta árs sem dæmi um það en ítrekaði að það væru þó ekki nein formleg skilyrði fyrir framgangi málsins. Kajaste sagði einnig að það myndi greiða fyrir úrlausn málsins og auð- velda pólitískar ákvarðanir ef lausn fyndist á lagadeilum við Breta og Hollendinga um Icesave-reikn- ingana. „Við fylgjumst mjög náið með framvindu þess.“ Kajaste tók fram að Finnar væru með í þessum viðræðum en finnsk stjórnvöld hefðu ekki enn tekið ákvörðun um þátttöku í lánveitingu til Íslendinga. – Þið bíðið niðurstöðu IMF? „Já. Mér skilst að það sé orðið mjög brýnt að áætlun IMF verði hrint í framkvæmd.“ Beðið eftir IMF sem bíður eftir viðbótarlánum Morgunblaðið/Kristinn 18 dagar liðnir Samkomulag um lán IMF til Íslands var kynnt 24. okt. Í HNOTSKURN »Fyrirhugað lán IMF hljóð-ar upp á 2,1 milljarða doll- ara en það er um þriðjungur af þeirri fjárhæð sem ríkið þarf að afla hjá öðrum ríkjum til að koma á stöðugum gjald- eyrismarkaði hér á landi, skv. samkomulaginu við IMF. »24 framkvæmdastjórarsitja í yfirstjórn IMF og funda þeir yfirleitt tvisvar til þrisvar í viku. »Norðmenn ætla að lána Ís-lendingum jafnvirði 644 milljóna Bandaríkjadala, Fær- eyingar hafa boðist til að lána 56 milljónir dala og Pólverjar 200 milljónir. ÞÓTT inngrip Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í efnahagsstjórn ríkja séu mjög umdeild eru þess dæmi að hagvöxtur hafi tekið mjög hratt við sér. Þegar fjármálakreppa reið yfir í Asíu dróst þjóðarframleiðsla Suður-Kóreu saman um 6,5% á árinu 1998. Þá hófst mikill upp- gangur og hagvöxtur í S-Kóreu var 10,2% á árinu 1999. Fræðimað- urinn Kyung Won Kim hefur sagt ástæðuna þá að milliríkjaviðskipti vega þungt (70% af landsfram- leiðslu) og því reis landið fyrr úr kreppunni en önnur sem leituðu á náðir IMF. Landsframleiðslan tók kipp VERÐ á bensíni hækkaði í gær hjá N1 og dótturfélaginu Egó um fjórar krónur á lítra og dísilolía hækkaði um 6 krónur. Önnur olíufélög breyttu ekki verði í gærkvöldi. Lækkun á gengi krónunnar gagn- vart Bandaríkjadal er ástæða elds- neytishækkana hjá N1. Magnús Ás- geirsson innkaupastjóri sagði að gengisbreytingarnar hefðu étið upp miklar verðlækkanir á olíu á heims- markaði og gert betur en það. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvum N1 var í gær 158,70 kr. lítrinn og dísilolían kostaði 182,40 kr. Til samanburðar má geta þess að algengt bensínverð á stöðvum Skel- ungs og Olíss var 154,50 og á dísil 176,40 til 176,60 kr. Lægsta bensín- verðið var í gærkvöldi á tveimur stöðvum Orkunnar í Hafnarfirði og Kópavogi, 149,10 kr. lítrinn. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, kvaðst ekki sjá að grund- völlur væri til hækkunar bensín- verðs. Dagurinn hefði að minnsta kosti ekki verið rétti tíminn þar sem heimsmarkaðsverð á olíu hafi haldið áfram að lækka. Útreikningar FÍB benda til að olíufélögin hafi verið að auka álagningu sína á eldsneyti og að í liðnum mánuði hafi neytendur verið að greiða hæstu álagningu sem mælst hefur síðustu fjögur árin. Sagði Runólfur erfitt að sætta sig við aukna álagningu á tímum sem þess- um. „Þetta fyrirtæki flaggar ís- lenska fánanum á stöðvum sínum til að hvetja til samstöðu. Það virðist ekki taka þátt í henni sjálft,“ sagði Runólfur Ólafsson. Hann lét í ljós þá ósk að hin olíufé- lögin fylgdu ekki þessu fordæmi. helgi@mbl.is N1 hækkar bensín- verð um 4 krónur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.