Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 23
Daglegt líf 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Hallmundur Kristinsson sérástæðu til að peppa fólk upp: Ennþá vaxa afrek mín, og með hverjum vetri eins og gamalt eðalvín alltaf verða betri! Þá Davíð Hjálmar Haraldsson: Viljugur ertu víst að bisa; völundur, beykir, múrari, en ert’ekki bara eins og mysa; alltaf að verða súrari? Hallmundur svarar að bragði: Hagyrðingur góður, gildur, geri allt með sóma. Mysuglundri mun ei skyldur, meira líkist rjóma. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía, á Sandi í Aðaldal: Mundi er okkar Ísalands öðlingur og sómi. Með aldri vaxa afrek hans eins og þeyttur rjómi. Höskuldur Jónsson: Við þeyting ljúfur Mundi mýkist meyrnar karl og hverfur nauð. Á mæðutímum meira líkist mjúku smjöri on’á brauð. Loks Sigrún Haraldsdóttir: Þegar vindur kælir kinn og klakabrynja úti frýs, þá verður hann Mundi minn mjúkur eins og rjómaís. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Eðalvín og rjómaís Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég held að það sé gottfyrir okkur á þessumkrepputímum að hugsatil þeirra sem búa við svo miklu lakari lífsgæði en við. Þess vegna ætla ég að láta allan ágóða af sölu bókarinnar renna til ABC barnahjálpar,“ segir Aðal- björg Reynisdóttir sem tók sig til og safnaði saman öllum vinsæl- ustu uppskriftunum sem hún átti í fórum sínum og gaf þær út á bók sem heitir Allir geta eldað. „Mér fannst alveg ómögulegt að hafa ekkert að gera eftir að ég seldi fyrirtækið mitt sem ég hafði rekið í næstum þrjátíu ár. Ég fór því að taka til í uppskriftaróreið- unni sem hafði safnast fyrir í gegnum tíðina og ákvað að slá þetta inn í tölvu.“ Hversdagslegur mömmumatur Allt vatt þetta smám saman upp á sig og fólk fór að gauka að Að- aðlheiði játningum um að það vissi ekki hvernig ætti að búa til grjónagraut eða annan hvers- dagsmat. „Ég bætti því inn uppskrift að grjónagraut, hafragraut, skötu, ommilettu og fiskbollum en líka spariréttum. Þetta eru langmest mjög einfaldar og þægilegar upp- skriftir og foreldrar geta gefið börnum sínum sem eru að byrja að búa bókina, því þar má finna mömmumat og þær upplýsingar sem þarf til að allir geti eldað. Hún er líka frábær fyrir krakka sem langar að spjara sig í eldhús- inu, alveg niður í sjö átta ára börn,“ segir Aðalbjörg sem bætti ýmsum húsráðum í bókina. „Þetta eru heilræði um allt mögulegt, til dæmis sparnaðarráð, hvernig má nýta matarafganga í stað þess að henda þeim, mál og vog, hvernig á að leggja á borð eftir hefðinni og ótalmargt annað.“ Aðalbjörg vill hreyfa við hjart- anu í fólki og hún segist sann- arlega vona að andvirði mat- reiðslubókarinnar verði til að metta margan svangan magann hjá þeim börnum sem ABC barna- hjálp er með á sinni framfærslu úti í heimi. Allir geta eldað Morgunblaðið/Golli Framtakssöm Aðalbjörg hefur gefið út matreiðslubók til styrktar ABC. Gaf út bók þar sem m.a. er að finna uppskriftir að grjónagraut, hafragraut, skötu, ommilettu og fiskbollum Brúnterta án eggja 2 b. hveiti 1¼ b. sykur 1 tsk. matarsódi 2 msk. kakó ¼ bolli smjör 1¼ bolli mjólk Öllu hrært saman. Sett í tvö hringlaga form og bakað við 175° í 25 mín. Krem: 100 g súkku- laði (ein plata), 50 g smjör og 2 msk. síróp brætt saman (í örbylgju- ofni), hrærið saman. Kælið kremið áður en þið smyrjið því á kök- una. Heilræði: Fækkið innkaupaferðum, gerið vikuáætlun t.d. á fimmtudögum þegar helgartilboðin eru í blöðunum. Hreinlæti: Sótthreinsið t.d. borðtuskur og tannbursta sérlega þeg- ar flensa er í gangi með því að setja það í örbylgjuofn smástund. Mörgu má einnig stinga með í uppþvottavélina, hún sýður og sótt- hreinsar. Þrífið vel klósett og aðra staði þar sem bakteríur þrífast, notið pappír eða sótthreinsaðar tuskur þar sem slíkt þarf. Passið að þrífa vel lyklaborðið á tölvunni, notið léttrakan klút eða bréfþurrku með góðu hreinsiefni (bleytan má ekki fara niður í lyklaborðið). Langar þig að baka en átt ekki egg? Söng- og strengjasveitin Riddarar söngsins flytur ástarljóð Páls Ólafssonar í Iðnó miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20.30. Fremstur fer Páll Ólafsson skáld og riddari frá Hallfreðarstöðum í Hróars- tungu. Aðrir riddarar eru: Þórarinn Hjartarson og Ösp Kristjánsdóttir, söngur, Hjörleifur Valsson, fiðla, Kristinn G Árnason, gítar, Birgir Bragason, bassi. Í bland við sönginn les Ingibjörg Hjartardóttir eldheit ástarljóð eftir Pál. Aðgangseyrir 1500 krónur. Sungið um ástina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.