Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 22
22 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbæ Aðstæður eins og við erum að glíma viðnúna í þjóðfélaginu geta lagst þungtá fólk og við því þarf að bregðastskjótt. Til að mæta því bjóðum við upp á opin viðtöl og ráðgjöf en fólk getur pant- að tíma fagmönnum hér í Björginni. Auk þess er fólk alltaf velkomið til okkar á meðan opið er,“ sagði Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, for- stöðumaður Bjargarinnar, geðræktarmið- stöðvar Suðurnesja, í samtali við blaðamann. Að frumkvæði fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar (FFR) hefur verið komið á þjónustu og stuðningi vegna sérstakra að- stæðna á fjármálamarkaði. Að starfinu koma margar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök og aukið samstarf er þeirra á milli. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Árnadóttur, fram- kvæmdastjóra FFR var áhugi á þessu starfi mikill og víðtækur. Settir hafa verið á lagg- irnar tveir aðgerðahópar; velferðarhópur sem er ætlað að tryggja samstarf þeirra stofnana sem vinna að velferð íbúanna, samræma þjón- ustu þeirra og aðgerðir eftir þörfum og vinnu- markaðshópur sem mun fást við verkefni sem tengjast væntanlegum aðstæðum í efnahags- lífinu og afleiðingum þeirra. Vinna þessa hóps snýr að vinnumarkaðinum, menntunarmögu- leikum og aðgerðum á breiðum grundvelli, m.a. til að mæta ófyrirséðu atvinnuleysi á svæðinu. Vinnuhóparnir samræma sig svo að ekki séu allir að gera það sama og vinna saman eftir því sem við á. Meðal þátttökuaðila í velferðarhópi er Björgin, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, en breytingar á rekstrarformi miðstöðvarinnar gerir starfsfólki kleift að bjóða upp á betri þjónustu en áður. „Eftir að Samband sveitar- félaga á Suðurnesjum, félags- og trygginga- málaráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja komu að rekstri Bjargarinnar í ársbyrjun gafst kostur á að flytja í stærra hús- næði og samfara því veita þeim breiða hópi fólks sem hingað sækir betri þjónustu,“ sagði Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður. Björgin flutti í nýtt húsnæði að Suðurgötu 12 og 15 síðastliðið vor. Þarf að rjúfa félagslega einangrun Ragnheiður Sif sagðist merkja aukna að- sókn í Björgina, en að jafnaði sækja þangað 25 til 30 manns daglega. Hún sagði að bæði væri um að ræða fólk sem á við geðræn vandamál að stríða og fólk sem er atvinnulaust, en auk þess að vera athvarf byði miðstöðin upp á margskonar endurhæfingarúrræði. „Margir af okkar skjólstæðingum leita í þá samveru sem boðið er upp á hér alla virka daga. Aðrir þurfa sérhæfðari þjónustu, svo sem hópastarf. Það er mjög mikilvægt að sporna við félagslegri einangrun sem getur leitt til geðrænna kvilla, jafnvel alvarlega geðsjúkdóma. Það tekur oft langan tíma að ná fyrri færni ef fólk lendir í slíkum vítahring,“ sagði Ragnheiður Sif og benti á nýjung í starfinu. „Við erum að fara að stað með stuðningshóp, sem er fyrir aðstand- endur þeirra sem eiga við geðheilsuvanda að stríða og stuðningshóp fyrir einstaklinga sem glíma við geðheilsuvanda en eru jafnframt í vinnu og/eða námi. Auk þessara hópa eru ýmis námskeið í boði.“ Auk athvarfsins og hópastarfsins sem hér hefur verið nefnt eru þrír aðrir þættir í end- urhæfingarþáttum Bjargarinnar; iðja, eft- irfylgni og geðræktarskóli. Geðræktarskólinn er einnig meðal nýjunga hjá Björginni en markmið hans er fyrst og fremst sjálfstyrking og sjálfefling sem náð er fram með náms- og starfsendurhæfingu. „Þar leggjum við áherslu á að hver einstaklingur læri að þekkja styrk- leika sína og nýta þá hæfileika sem hann býr yfir, bæði úti í samfélaginu og í einkalífi.“ Ragnheiður Sif benti í lokin á mikilvægi þess að upplýsa samfélagið um geðheilbrigði og mikilvægi þess að rækta geðheilsuna. Með það að leiðarljósi stóð Björgin nýverið fyrir „geðveikum dögum“ með fjölbreyttum uppá- komum þar sem íbúar á þjónustusvæði mið- stöðvarinnar voru hvattir til að kynna sér starfsemina og taka þátt. Meðal dagskrárliða var geðræktarganga og kynnt var fjölbreytta iðja Bjargarfélaga sem selja handverk undir merkjum „geðveikrar hönnunar“. Í Björginni er hægt að nálgast ýmiss konar gjafavörur og styðja um leið gott málefni. Meðal áherslu- þátta nú er útgáfa jólakorta sem félagsmenn hafa hannað en útgáfan er styrkt af Rót- arýklúbbi Keflavíkur. Aftan á kortunum eru spakmæli sem eiga við á öllum stundum, en ekki síst nú, s.s.: „Þú getur ekki glatað því sem þú hefur gefið öðrum.“ Öruggt skjól á erfiðum tímum Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Geðveikt Meðal þess sem Björgin stóð fyrir á „geðveikum dögum“ var geðræktarganga. Starfsfólk vildi minna á mikilvægi þess að rækta geðheilsuna og hengdi geðorð á ljósastaura. Víðtækri þjónustu og stuðningi vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði hefur verið komið á fót bæði í Reykjanesbæ og nágrannasveitarfélögum Skjól Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir í einu iðjuherbergi Bjargarinnar þar sem gestir geta sinnt áhugamálum. Í HNOTSKURN »Íbúar á Suðurnesjumhafa nú greiðari aðgang að félags- og sálfræðingum. »Lögð er áhersla á aðskólar og kirkjur séu öruggt skjól. »Hjálparstofnarnir áborð við Rauða krossinn og Hjálpræðisherinn eru með nytja- og fatamarkaði. »Heilbrigðisstofnun Suð-urnesja og lögreglan á Suðurnesjum fylgjast grannt með gangi mála og bregðast við eftir þörfum. www.bjorgin.is. Mikilvægt er að haldatönnunum heil-brigðum og liður í þvíer að þekkja það sem hefur áhrif á tannheilsuna. Vatn er besti svaladrykkurinn, eins og allir vita, og óhætt er að drekka vel af því. Í vatni er engin orka og það er því ákjósanlegasti drykkurinn til að viðhalda vökvajafnvægi lík- amans. Við búum við þau forrétt- indi að geta drukkið vatnið beint úr krananum og bragðgæðin eru mik- il. Í vatni er enginn viðbættur syk- ur, engin sætuefni, engin sítrónu- sýra (E330), engin rotvarnarefni og engin bragðefni. Sýrustig vatns er pH=7,0, eins og munnvatns, og því eyðir það ekki glerungi tann- anna. Kolsýrt vatn Góður valkostur til viðbótar við kranavatnið er kolsýrt vatn (sóda- vatn) ef það inniheldur einungis kolsýru (pH=5,92) eða kolsýru og bragðefni (pH=4,17), en kolsýra hefur engin glerungseyðandi áhrif. Glerungseyðing Flestir svaladrykkir á íslenskum markaði hafa hins vegar glerungs- eyðandi áhrif og gildir það jafnt um ávaxtasafa (pH:1,98-3,95), gos- drykki (pH: 2,48-3,14), íþrótta- drykki (pH: 2,78-3,28), orkudrykki (pH: 2,56-2,90) sem og hluta vatns- drykkja. Glerungseyðing er skil- greind sem eyðing glerungs af völdum efnafræðilegra ferla, óháð bakteríum. Vel er þekkt að mikil og tíð neysla áðurnefndra svala- drykkja getur leyst upp glerung tannanna og glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi. Hvað er í bragðbættum vatnsdrykkjum? Bragðbættum vatnsdrykkjum hefur verið stillt upp sem mótvægi við gos-, íþrótta- og orkudrykkjum og þeir eru markaðssettir sem „hollara val“. Það á við ef valið er kolsýrt vatn (sódavatn) sem inni- heldur einungis kolsýru eða kol- sýru og bragðefni. En margt bend- ir til þess að ef sítrónusýra (E330) er í vatnsdrykknum þá séu gler- ungseyðandi áhrif þeirra svipuð, og síst minni en annarra svaladrykkja. Flestir drekka vatnsdrykki á svip- aðan hátt og aðra svaladrykki; sop- ið er á flöskunni öðru hvoru þar sem bragðgæðin halda sér með skrúfuðum tappa. Munnvatnið verndar tennurnar en vernd- unarmáttur þess verður lítill ef „súr“ vatnsdrykkur fær að „baða“ tennurnar með jöfnu millibili. Því er nauðsynlegt að skoða innihalds- lýsingu drykkjanna, til að vera viss um að rétti drykkurinn sé valinn – tannanna vegna. Drekkum vatn sem oftast og stundum kolsýrt vatn, með eða án bragðefna, en sem sjaldnast með sítrónusýru (E330). Bragðbættir vatnsdrykkir – eru þeir hollir? Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir – Lýðheilsustöð. Í vatni er:  enginn viðbættur sykur  engin sætuefni  engin sítrónusýra (E330)  engin rotvarnarefni  engin bragðefni Vatn er gott hollráð um heilsuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.