Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 1
Krónan magnaðist mikið upp áður en menn áttuðu sig á því að von væri á reiðarslagi utan frá, segir Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur. „Það var nánast sama hvað menn gerðu, menn gátu ekki gert neitt við því. Hagkerfið opnaði sig í trausti þess að við værum að reyna á verðbólgu- markmið og vaxtastjórn, menn fengu sjálfstraust út úr því, og gáðu varla að sér. Og svo er eins og menn hafi treyst hver á annan að passa upp á innstæður í öðrum löndum; það var von að við héldum að eftirlitið með því félli undir bankaeftirlit hlut- aðeigandi ríkja.“ Hvað varðar að setja krónuna á flot segir hann ekkert annað að gera en þreifa sig áfram og gæta þess að setja sig ekki í neyðarsnöru. „Ef við setjum okkur ákveðin markmið, og reynum að halda genginu við það, þá vekur það ill- viðráðanlegar hreyfingar í spákaup- mennsku. Þá geta menn séð veilur í því, hvort við ráðum við það, búið til skortstöður og svo framvegis.“ Hann staldrar við. „Yfirleitt er það þannig, að peningaheimurinn ytra snýst gegn hvatvísum brottrekstri seðlabanka- stjóra. Hvort seðlabankastjóri ráði einn eða einhver stakur spekingur er hálf- gert rugl af eftirgreindum ástæðum, því seðlabankavinna er alls staðar teym- isvinna, hvar sem er í heiminum. Jafn- vel þar sem aðeins einn seðlabanka- stjóri er skipaður er hann fyrst og fremst fundarstjóri á báða bóga og leiðir menn síðan saman. Hann hefur kannski úrslitavald í stóru málunum, en það nær ekki mjög langt, ef það er búið að fara í gegnum sigti í ráðum innan bankans.“ Ekki að setja sig í neyðarsnöru 2 3. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 321. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is HÁLFAR SYSTUR SAMBANDI Í HEILU Rásuðu út saman á sokkabandsárunum TENGSL:HELGA BRAGA OG INGVELDUR ÝR SJÓRÁN FYRR OG NÚ SÁLIN og áhrifin á sálarástand Íslendinga SUNNUDAGUR NICOLAS ANELKA»8KRÓNAN»14 Fótboltakappinn Nicolas Anelka hefur gefið mótlætinu undanfarið langt nef og raðar nú inn mörkum fyrir Chelsea. Hann hefur leikið með átta liðum á ellefu árum, þar af í tvígang fyrir eitt þeirra. Ekki er því hægt að fullyrða að hann skjóti rótum hjá Chelsea. Loksins á skotskónum Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „STUÐNINGUR forystunnar við innrásina í Írak var flokknum erf- iður og fór illa í bæði flokksmenn og almenning. Náið samstarf Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar var óvinsælt þar sem flokksmenn töldu sig ekki standa forystu flokks- ins nógu nærri. Ég held, eftir á að hyggja, að það atriði hafi verið einna áhrifaríkast í öllu flokksstarfi því Framsóknarflokkurinn er í eðli sínu grasrótarflokkur sem byggist á sam- vinnu flokksmanna og félags- hyggju,“ segir Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn tekst á við vandamál sem virðist honum ofviða; það er leitin að tilverugrundvelli. Fylgishrun, úr fjórðungsfylgi niður í undir tíu prósent á rúmum áratug, segir sína sögu um erfiðleikana. Árið 2008 hefur verið Framsókn- arflokknum afar erfitt. Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi hætti störfum fyrir flokkinn eftir snarpar deilur við flokksmenn, Bjarni Harð- arson sagði af sér þingmennsku á dögunum og átök á miðstjórnarfundi enduðu með að Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku og hætti sem formaður flokksins. Innanflokksátökin hafa verið hörðust í starfi flokksins á höfuð- borgarsvæðinu. Þar hefur kraumað óánægja meðal flokksmanna um nokkurra ára skeið sem ekki verður séð að verði leyst nema með róttæk- um aðgerðum. | 4 Hver er tilgangur flokksins? Framsóknarflokkur í tilvistarkreppu Morgunblaðið/Golli Farinn Guðni Ágústsson er hættur. Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í Glitni, FL Group, brutu allar verklagsreglur við lánveitingar í nokkr- um tilvikum í fyrrahaust. Lánveitingar upp á marga tugi milljarða króna voru ákveðnar af örfáum mönnum án þess að áhættumat færi fram eða að um þær væri fjallað í lánveitinga- nefnd bankans. Líklegt er talið að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. FRÉTTASKÝRING eftir Agnesi Bragadóttur »12 LÁNABÓK OPNUÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.