Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Enn ein röddin bættist við í sjón-varpsfréttum á fimmtudag til
notkunar í deilunni endalausu um
það hvernig íslenskum sjávarútvegi
muni reiða af komi til samninga um
aðild að Evrópusambandinu.
Þar sagðist Olli Rehn, fram-kvæmdastjóri stækkunarmála
hjá ESB, búast við að sjávarútveg-
urinn yrði erf-
iðastur við-
ureignar í
aðildarvið-
ræðum.
Hann sagði: „Ísjávar-
útvegsstefnunni
eins og á öðrum
sviðum höfum við
takmarkaða heimild fyrir tilslakan-
ir; það þýðir að þjóð fer að sameig-
inlegri stefnu. Það eru til leiðir til að
auðvelda aðlögunina en meg-
inreglan er að þjóð eins og Íslend-
ingar skuli fara að almennum
reglum.“
Hans Martens hjá European Po-licy Centre sagði í sömu frétt að
Íslendingar gætu ekki vænst þess að
breyta fiskveiðistefnu ESB utan frá,
það yrði að gerast innan frá.
Nú er að vænta endurskoðunar áEvrópustefnu Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks. Leiði hún til
stuðnings flokkanna við aðildar-
viðræður og jafnvel inngöngu verð-
ur umræðan um ESB einsleitari á Ís-
landi. Háværasta andstaðan mun
koma frá Vinstri grænum.
Aðild að ESB var ekki til umræðu íaðdraganda síðustu alþingis-
kosninga. Hún var á stefnuskrá
Samfylkingarinnar, en í andrúms-
lofti góðærisins fór harla lítið fyrir
ESB í málflutningi flokksins.
Í svo mikilvægu máli má umræðanhins vegar ekki vera í mónó, hún
verður að endurspegla allar hliðar.
Olli Rehn
Sjávarútvegur og ESB
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
! !
" #
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
%
%"
! !
! !
%"
! !
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
! ! $! ! !
!
$! ! ! ! !
&!
*$BCD
!"
#
$
%
&
! "! '() *!
$$
B *!
'(
)
"
(
"
#"* #
<2
<! <2
<! <2
'") + , -% #.
DE!-
*" '
%
+ ! 6
2
+ ' $
% ,
-
.
B
.(" ' (
/ )
0
)-
# "
1
/0 #11 #" 2
# %# + 3 !
! ! isstjórnina] milliliðalaust.
Gunnar Sigurðsson leikstjóri krefst
þess að ríkisstjórn Íslands mæti á
boðaðan borgarafund.
Mér er það ljóst að sú sátt innan Fram-
sóknarflokksins sem nauðsynleg er fyr-
ir endurreisn hans muni ekki skapast án
breytinga í forystu flokksins.
Guðni Ágústsson í bréfi til þingmanna
Framsóknarflokksins eftir að hann
sagði af sér þingmennsku og sem
formaður flokksins.
En ég er ekki frá því að síðustu vikurnar
hafi Seðlabanki Íslands og forystan þar
verið í toppsæti á sökudólgalistanum
og það er eiginlega ekki hægt annað en
að dást svolítið að því, að það hafi
gengið svona lengi, svo langsótt sem
það er.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri.
Það er greinilegt að Davíð Odds-
son fyrirlítur forsetann.
Guðjón Friðriksson, sagnfræð-
ingur, sem ritaði bók um forseta-
tíð Ólafs Ragnars Grímssonar.
Þetta er ekki þjóðfélag heldur
þjóffélag.
Sverrir Stormsker,
tónlistarmaður og
rithöfundur, í grein í
Morgunblaðinu.
Ummæli
’
Nei, ég held ekki að neitt
slíkt hafi komið fram um-
fram það sem allur al-
menningur gat getið sér
til um.
Geir H. Haarde um
hvort Baldur Guðlaugsson
ráðuneytisstjóri hafi fengið upplýsingar
um erfiða stöðu Landsbankans
á fundi í London.
Ég sé ekki fram á annað en góða jóla-
verslun.
Ólafur Benediktsson,
verslunareigandi á Laugaveginum.
Ég hef vonda tilfinningu fyrir þessu og
ég segi bara að lengi getur vont versn-
að í því hvernig ríkisstjórnin heldur á
þessum málum.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG,
um samkomulagið vegna Icesave-
reikninga Landsbankans.
Við munum ekki hætta fyrr en seðla-
bankastjóri er farinn og búið er að
skipta um stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Hörður Torfason, skipuleggjandi
mótmælafunda á Austurvelli.
Íslenskir bankar hafa ekk-
ert meira að svara fyrir
en okkar eigin snillingar
sem keyptu verðlausa
pappíra frá Bandaríkj-
unum í von um stór-
gróða.
Íslandsvinurinn Tom
Burnhan sem lengi hef-
ur stundað viðskipti
með íslenskum fyrir-
tækjum í Bretlandi.
Fólkið vill tala við hana [rík-
Ég veit ekki betur en að
krónan verði sett á flot
á allra næstu dögum.
Geir H. Haarde, forsætis-
ráðherra, á Alþingi.
Bubbi Morthens söng eitt sinn skemmtilegan slagara
þar sem inntak textans var að fría sig ábyrgð. Mér
hafa oft komið upphafsorð textans í hug síðustu vik-
urnar: „Ekki benda á mig, segir varðstjórinn. Þetta
kvöld var ég að æfa lögreglukórinn. Spyrjið þann sem
var á vakt. Ég ábyrgist hann muni segja satt.“
Svo er það. Hver var á vakt? Hver segir satt? Hver
trúir því að vakthafandi segi satt?
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og formaður
bankastjórnar Seðlabanka Íslands, flutti magn-
aða ræðu á fundi Viðskiptaráðs á þriðjudag og
gerðist enn eina ferðina senuþjófur og dag-
skrárstjóri. Frá þriðjudeginum hefur vart ann-
að verið á dagskrá en ræða Davíðs, svör þeirra
sem hann beindi spjótum sínum að og enda-
lausar vangaveltur í spjallþáttum, umræðu-
þáttum, aðsendum greinum og fréttaskýr-
ingum.
Davíð hefur engu gleymt. Ég hefði að vísu
kosið að Davíð, sem kvartaði sáran undan
því að almenningi væri haldið óupplýstum,
hefði notað þetta tækifæri til þess að upp-
lýsa okkur um hvers vegna Bretar beittu
hryðjuverkalögunum á okkur, en hann
hélt því fram að hann þekkti ástæður
þess mun betur en við hin.
Þetta vafðist ekkert fyrir Geir H.
Haarde, forsætisráðherra, sem var
svo sem ekkert að mótmæla því að
Seðlabankinn hefði oft lýst áhyggj-
um af stærð bankanna á fundum
með ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
En hann sagði líka að í kjölfar
slíkra funda með Seðlabanka hefðu
ráðherrar ríkisstjórnarinnar
fundað með bankastjórum við-
skiptabankanna og fengið þá mynd
að „staðan væri betri en hún var“.
Með öðrum orðum: Geir var
beinlínis að gefa til kynna að ríkis-
stjórnin hefði betur tekið mark á varnaðarorðum
Seðlabanka í tíma, í stað þess að trúa bankastjór-
um viðskiptabankanna eins og nýju neti.
Samfylkingin á hinn bóginn þurfti að halda heila
tvo þingflokksfundi á þriðjudag til þess að reyna að
samhæfa afstöðu þingflokks og ráðherra flokksins til
ræðu Davíðs.
Seinni þingflokksfundur Samfylkingarinnar stóð í lið-
lega tvo og hálfan tíma. Fjallið tók jóðsótt og lítil mús
fæddist. Allir áttu von á stórtíðindum eftir seinni þing-
flokksfundinn, jafnvel stjórnarslitum, en hvað sagði for-
maður flokksins og utanríkisráðherra í kjölfar fund-
arins? Jú, hún var búin
að kúvenda og sagði að
þess misskilnings hefði
gætt í ræðu Davíðs að
verið væri að ásaka hann
fyrir einhverjar misgerð-
ir í starfi. „Vandamálið
er trúverðugleikinn,“
sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Bíðum nú við. Er þetta
ekki formaðurinn í þeim
ríkisstjórnarflokki sem
án afláts hefur beitt
þingmönnum og ráðherr-
um sínum til árása á
Davíð Oddsson? Hefur
Davíð Oddsson ekki ver-
ið helsta skotmark Sam-
fylkingarinnar frá því löngu fyrir bankahrun? Bókaði
Samfylkingin það ekki á ríkisstjórnarfundi fyrir nokkr-
um vikum, að Davíð Oddsson sæti ekki í Seðlabanka
með stuðningi hennar?
Við, sauðsvartur almúginn, höfum vitað frá því í
októberbyrjun að viðskiptabankarnir kenna Seðlabanka
og ríkisstjórn um bankahrunið; Seðlabankinn kennir
bönkunum og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar um að
svo fór sem fór; Fjármálaeftirlitið kennir viðskipta-
bönkum og Seðlabanka um, en er aðallega í felum og í
því að segja ekki neitt, eða bara að málin séu í athug-
un.
Við vitum flest að allir ofangreindir eiga einhverja
sök, en erum ekki endilega búin að raða sökudólgum í
röð, eftir því hversu mikla sök hver ber. Höfum enda
mjög misjafnar skoðanir á því hver eða hverjir eigi að
vera í efsta sæti á sökudólgalistanum. Flest okkar vilja
einnig að Alþingi axli sinn hluta ábyrgðarinnar, því
reglugerðarverkið sem starfað var eftir, allar götur frá
einkavæðingu bankanna, virðist, þrátt fyrir evrópskan
uppruna, vera meingallað fyrir svo lítið hagkerfi sem
það íslenska. Þetta hefðu einhverjir spekingar úr hópi
alþingismanna átt að koma auga á og leggja til breyt-
ingar.
Fyrrverandi útrásarvíkingar hafa einkum sakað rík-
isstjórnina um að illa fór, en ekki minnist ég þess að
nokkrir þeirra hafi litið í eigin barm og viðurkennt að
þeir hafi verið allt of stórtækir og gírugir í eigin skuld-
setningu. Verða þeir ekki að axla sinn hluta af ábyrgð-
inni á því að svo fór sem fór? Jafnvel stærsta hlutann?
Loks er það ábyrgð okkar sjálfra. Getum við horft
fram hjá henni? Eru stjórnvöld í lýðfrjálsu landi eitt-
hvað annað en spegilmynd þjóðarinnar?
Skotspónn Það er svo
einfalt og auðvelt að
gera einn mann að
blóraböggli fyrir öllu
heimsins böli og þar
með bankahruni. Davíð
Oddsson hefur gert
fullt af mistökum, eins
og þeim að lækka
bindiskylduna, en ...
Joðsótt Fjallið tók joðsótt....
Agnes segir …
Ekki bend’ á mig!
Morgunblaðið/Ómar
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
STAKSTEINAR
VEÐUR