Morgunblaðið - 23.11.2008, Síða 12
12 FréttaskýringBANKAHRUNIÐ
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
L
jóst er að því hefur farið
víðsfjarri að góðir og
virtir viðskiptahættir
hafi verið í hávegum
hafðir innan Glitnis (Ís-
landsbanka áður), að minnsta kosti
síðustu starfsár bankans, hvort sem
var í forstjóratíð Bjarna Ármanns-
sonar eða Lárusar Welding. Hér
verður stiklað á stóru, hvernig Glitnir
hagaði sér í lánveitingum til FL Gro-
up, langstærsta hluthafans í Glitni og
tengdra aðila, eftir að ljóst var orðið
að ekkert nema þrot blasti við FL
Group fyrir tæpu ári.
Blaðamaður hefur undir höndum
gögn úr lánabókum Glitnis sem sýna
fram á óeðlilegar lánafyrirgreiðslur
frá bankanum til stærstu hluthafa
FL Group upp á marga tugi millj-
arða, þegar ljóst mátti vera að ekki
var króna í aukinni lánagreiðslu til
hluthafanna á vetur setjandi.
Annað sem gögnin sýna fram á
með óyggjandi hætti er að Glitnir
sjálfur var bullandi meðvirkur þátt-
takandi í laumuspili með helstu eig-
endum FL Group sem gekk út á við-
skipti með bréf í FL Group þar sem
Glitnir var seljandi og laumufélag,
FS37 ehf. með leynieigendur á veg-
um stærstu hluthafanna var kaup-
andi. Fram til 15. nóvember í fyrra
hafði Glitnir verið að kaupa öll bréf í
FL Group sem voru á markaði til
þess að reyna að halda uppi gengi
bréfa í FL Group og þegar FS37 ehf.
keypti 4,11% í FL Group var Glitnir
banki kominn með 3,59% hlut í FL.
Ótrúleg vinnubrögð
Allt var gert til þess að halda uppi
hríðfallandi verði á bréfum í FL Gro-
up og viðskiptin áttu sér stað í vik-
unni 15. nóvember í fyrra til 22. nóv-
ember í fyrra, nánar tiltekið hinn 16.
nóvember 2007.
Það er raunar svo yfirgengilegt
hvernig menn í Glitni höguðu sér í
viðskiptum með bréf í FL Group og
lánveitingum þeim tengdum, að óhjá-
kvæmilegt virðist að ný stjórn og
skilanefnd Glitnis krefjist opinberrar
rannsóknar á þessum viðskiptum.
Til þess að skýra málið og setja í
samhengi er rétt að rifja upp hvernig
listinn yfir stærstu hluthafa í FL Gro-
up var samansettur hinn 15. nóv-
ember fyrir ári og aftur hvernig hann
var samansettur einni viku síðar,
hinn 22. nóvember 2007.
15. nóvember 2007 voru 10 stærstu
hluthafarnir í FL Group þessir:
1. Oddaflug B.V. (í eigu Hannesar Smára-
sonar) 20,52%
2. Gnúpur fjárfestingafélag (í eigu Krist-
ins Björnssonar og fjölskyldu, Magnúsar
Kristinssonar og Þórðar Más Jóhann-
essonar) 17,24%
3. BG Capital ehf. (í eigu Baugs Group
hf.) 15,85%
4. Materia Invest ehf. (í eigu Magnúsar
Ármann) 9,23%
5. GLB Hedge (í eigu Glitnis) 5,66%
6. Sund ehf. (í eigu Jóns Kristjánssonar
o.fl.) 4,76%
7. Glitnir banki hf. (almenningshlutafélag
í eigu rúmlega 11 þúsund hluthafa)
3,59%
8. Kristinn ehf. (félag í eigu Guðbjargar
Matthíasdóttur og fjölskyldu)) 2,05%
9. LI-Hedge (í eigu Landsbanka Íslands)
2,01%
10. Icebank hf. (í eigu sparisjóða og
fleiri) 1,50%
Og 10 stærstu hluthafarnir í FL Group
hinn 22. nóvember 2007 voru þessir:
1. Oddaflug B.V. 20,52%
2. Gnúpur fjárfestingafélag hf. 17,27%
3. BG Capital ehf. 15,85%
4. Materia Invest ehf. 9,23%
5. GLB Hedge 4,76% (eignarhluturinn
hefur minnkað um 0,9 prósentustig á
einni viku)
6. Sund ehf. 4,76%
7. FS37 ehf (leynifélag þar sem einu
upplýsingarnar um félagið hjá lán-
ardrottninum Glitni eru þær að stjórn-
andi og prókúruhafi sé Jakob Valgeir
Flosason, forstjóri Jakobs Valgeirs í Bol-
ungarvík!) 4,11%.
8. Kristinn ehf. 2,05%
9. LI-Hedge 1,87%
10. Icebank hf. 1,57%
Glitnir hrapar í 19. sæti
Glitnir sem viku áður var í 7. sæti á
hluthafalista FL Group er nú kominn
niður í 19. sæti hluthafalistans, með
0,67% hlut og hlutur bankans hefur
því minnkað um 2,92 prósentustig.
Þegar þeim hlut er bætt við þann sem
GLB Hedge minnkaði á þessari sömu
viku, 0,9 prósentustig þá er prósent-
an 3,82% og þau 0,29 prósentustig
sem vantar upp á til þess að fylla í
4,11% hlut hins nýja leynifélags,
FS37 ehf. virðast samkvæmt hlut-
hafaskrá hafa komið frá Gnúpi, Ice-
bank, LI Hedge og Gildi lífeyrissjóði.
Hinn 31. janúar á þessu ári voru
heildarskuldir innlendra fyrirtækja
og félaga við Glitni samtals rúmir 686
milljarðar króna, samkvæmt yfirliti
bankans um eftirstöðvar lána úr fyr-
irtækjahluta lánabókar þar sem Guð-
mundur Hjaltason var fram-
kvæmdastjóri (EVP Corporate Bank
var starfsheiti hans á ensku).
Stærsti einstaki skuldarinn var FL
Group með lán upp á samtals 26,6
milljarða króna. Þegar lánveitingar
Glitnis til FL Group eru greindar
kemur eftirfarandi í ljós: Glitnir lán-
aði félaginu hinn 15. nóvember í fyrra
rúma 4,8 milljarða króna með liðlega
10% breytilegum vöxtum auk verð-
tryggingar; hinn 20. nóvember í fyrra
lánaði Glitnir aftur til FL Group rétt
tæpa 6 milljarða króna á nánast sömu
vaxtakjörum og einnig með verð-
tryggingu og loks lánaði Glitnir félag-
inu tæpa 15,9 milljarða króna hinn 27.
desember 2007, enn á mjög svipuðum
kjörum, einnig verðtryggt. Álagið á
lán til FL Group var 275 punktar, eða
2,75%, fjármagnskostnaður í nóv-
emberlánunum var 0,45% en 1% í
stóra láninu í desember. Þetta vekur
athygli, ekki síst vegna þess að Glitn-
ir glímdi þá þegar við hækkandi fjár-
magnskostnað.
Vitanlega lifir Glitnir, eins og aðrir
bankar, á því að vera með hærra álag
til viðskiptavinar en bankinn borgar
sjálfur á sín lán. Þegar um er að ræða
lán með breytilegum vöxtum þá eru
bankinn og viðskiptavinir hans í raun
ekki að semja um vextina sem slíka,
heldur að semja um hvað álag ofan á
þessa breytilegu vexti á að vera. Síð-
an ætti álagið að vera þeim mun
hærra eftir því sem áhættan við út-
lánið vex og sömuleiðis ættu trygg-
ingar vera auknar í samræmi við
aukna áhættu.
Þótt allar lánveitingarnar veki at-
hygli í ljósi þess hver staða FL Group
var þegar um miðjan nóvember í
fyrra, hlýtur síðasta lánveitingin,
hinn 27. desember, að vekja sýnu
mesta athygli. Glitnir, sem var þá
vitaskuld almenningshlutafélag, í
eigu rúmlega 11 þúsund hluthafa, var
að taka ákvörðun um að lána fyr-
irtæki, sem var svo gott sem komið í
greiðsluþrot þar sem lausafé var upp-
urið og félagið hætt að greiða reikn-
inga, stórkostlega fjármuni til við-
bótar við þá tæpu 11 milljarða sem
lánaðir voru um og upp úr miðjum
nóvember, til síns stærsta eiganda.
Hvað var þarna í gangi?
Væntanlega geta viðskiptastjóri
þessarar lánveitingar og lánastjóri
veitt upplýsingar um það á hvaða fag-
legu forsendum ákvörðun um lánveit-
inguna var tekin!
Nei, vitanlega geta þau það ekki,
því lánveitingin var ákveðin á bak við
tjöldin, án þess að þau kæmu þar að
málum og þau sáu einungis um að
framkvæma ákvörðun fulltrúa
stærsta hluthafans í Glitni og banka-
ráðsformanns, forstjóra og fram-
kvæmdastjóra Glitnis. Þar komu við
sögu, samkvæmt heimildum, Jón Ás-
geir Jóhannesson, stjórnarformaður
Baugs, Þorsteinn M. Jónsson, þá for-
maður bankaráðs Glitnis, Lárus
Welding, forstjóri Glitnis, og Guð-
mundur Hjaltason, framkvæmda-
stjóri hjá Glitni yfir fyrirtækjasviði
sem ávallt var nefnt í Glitni „Corpo-
rate Banking“. Ekki mikil áhersla
lögð á íslenska tungu þar á bæ! Í
„Corporate Banking“ felst fyr-
irtækjaþjónusta bankans á alþjóð-
legum mörkuðum, meðal annars til
viðskiptavina af heimamarkaði, sem
og skuldsett fjármögnun.
Exista var 31. janúar sl. annar
stærsti skuldari við Glitni, með skuld
Sjónarspil og sýndar-
leikir Glitnis og FL
Baktjaldamakk, þar sem tugir milljarða voru lánaðir úr Glitni til FL, hluthafa og leynifélags, var með ólíkindum
Glitnir banki hf. var látinn taka skell upp á tugi milljarða króna í útlánasukki Glitnis til sérvalinna viðskiptavina
Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason höfðu í fyrra-
haust frumkvæði að því að leynifélagið FS37 væri stofnað,
sem síðar var breytt í Stím ehf. með það fyrir augum að halda
uppi hríðfallandi gengi á bréfum í FL Group. Þeir fengu Jakob
Valgeir Flosason, útgerðarmann frá Bolungarvík, til þess að ljá
félaginu nafn sitt sem stjórnarformaður og eini stjórnandinn.
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Jakob Valgeir
Flosason
Hannes
Smárason
Jón Ásgeir Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson, Lárus Weld-
ing og Guðmundur Hjaltason ákváðu í desemberlok í fyrra að
Glitnir lánaði FL Group 15,9 milljarða króna. FL Group var þeg-
ar þetta var komið í greiðsluþrot. Lánveitingar í bankanum til
valinna viðskiptavina ollu miklum kurr meðal starfsmanna
Glitnis, sem margir hverjir gerðu sér grein fyrir alvöru málsins.
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Lárus
Welding
Þorsteinn M.
Jónsson
Guðmundur
Hjaltason
Stofnuðu leynifélag
Lánabók Glitnis opnuð