Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 14
14 Gjaldmiðill MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is R ökin með og á móti upptöku evru byggjast mjög á því, hvaða gildi menn telja að það hafi fyrir hag- stjórnina í landinu að hafa þann sveigjanleika sem sérstök geng- isskráning gefur. Í niðursveiflum er hægt að lækka gengið og draga úr samdrætti og at- vinnuleysi. Á móti segja aðrir að sveigjanlegt gengi hafi reynst íslenskum stjórnvöldum freisting að leysa úr vandamálum með verð- bólgu og gengisfellingum, frekar en að ýta undir stöðugleika. Háð og spott Ef litið er yfir sögu þjóðarinnar, þá hafa Ís- lendingar lent í tímabilum, þar sem fast gengi hefur reynst varasamt. Frá því krónan varð sjálfstæð árið 1922 og þangað til á sjötta ára- tugnum, eða jafnvel fram undir viðreisnartím- ann, lentu Íslendingar hvað eftir annað í að vera með of hátt gengi – og haldið var nokkuð fast í að halda því stöðugu. „Hvað varðar gengisaðlögun að efnahagslíf- inu, þá er það algengt þema í stefnuskrifum hagfræðideildar, að ef hægt væri að treysta mönnum til að halda sig við fast gengi og verja það, þá væri það gert,“ segir Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur. „En ef ekki, þá þýddi ekkert að fórna útflutningsatvinnuvegunum. Þess vegna fengum við alltaf háð og spott er- lendis, af því að við værum með undanlátssemi, en grípa verður til hennar þegar ekki er hægt að hafa neina staðfestu í viðnáminu.“ Íslendingar voru með fast gengi frá 1925 til 1939, sem tengt var pundinu, og það gekk sæmilega framan af, en í kreppunni miklu leiddi það til þess að raungengi á Íslandi varð of hátt. Og flestir eru sammála um, að heppi- legra hefði verið ef Íslendingar hefðu, eins og Norðurlöndin gerðu, lækkað gengið til þess að halda uppi atvinnu og meiri hagvexti. Svo gerðist það á stríðsárunum að miklar verðhækkanir urðu á Íslandi, sem Íslendingar réðu illa við, þegar miklar tekjur komu inn í landið. Og eftir stríðið var verðlag orðið alltof hátt, en stjórnvöld héngu á sama genginu lengi eftir stríð. Reynt var að leiðrétta það árið 1950, en það tókst ekki nægilega vel til að ná jafn- vægi, og segja má að fram að viðreisnartím- anum hafi mesti vandinn í íslensku efna- hagslífi stafað af of háu gengi. Þá fóru stjórnvöld þá leið til að draga úr viðskiptahalla að verja þjóðarbúið með höftum og vernda íslenska fram- leiðslu til þess að halda uppi atvinnu- stigi. Upphófst haftatímabilið mikla, fyrst frá 1946-50 og síðan á sjötta áratugnum. Og er óhætt að fullyrða að haftapólitíkin reyndist ekki vel. Það var fyrst með viðreisninni sem efnahagslífið náði að komast út úr þessu ástandi, á þeim tíma tókst að halda þol- anlegu jafnvægi í gengismálum. Fylgt var reglum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fast gengi, sem þó var hægt að breyta ef alvarlegir erfiðleikar steðjuðu að. Bretton Woods- reglurnar kváðu á um að allar þjóðir skyldu hafa fast gengi, en mönnum var ljóst að það gátu myndast þær aðstæður að gengið yrði það langt frá jafnvægi, of hátt eða of lágt, að það yrði að leiðrétta það, en þá varð að gera það með samþykki sjóðsins. Síldin hvarf Á viðreisnarárunum hófst síldarævintýrið fyrir alvöru og á þeim tíma hækkuðu tekjur mikið á Íslandi, en af því að útflutningstekjur voru miklar, þá var viðskiptajöfnuður í góðu lagi. En svo hvarf síldin og þá varð að fram- kvæma verulega gengislækkun. Það má segja að það sé skólabókardæmi um þau ólíku sjón- armið sem takast á varðandi sveigjanleika í efnahagslífinu. Ef Íslendingar hefðu verið með fast gengi á þeim tíma, til dæmis bundið gjaldmiðlum annarra þjóða, þá hefði verið mun sárs- aukafyllra fyrir þjóðina að rífa sig upp úr kreppunni. Útflutningstekjur lækkuðu um nærri helming á tveimur árum, en því var mætt með því að lækka gengið um helming og það þýddi að efnahagslífið sigldi fljótt í gegn- um brimskaflinn. Og þetta er ein af röksemdunum sem þeir beita sem eru á móti því að taka upp evru; ef gengið er fast og þjóðfélagið lendir í miklum skelli þá eru engin ráð til að mæta því, önnur en samdráttur og launalækkanir. Í kreppunni miklu var gengið fast og reynt að halda niðri launum eða lækka þau, en það reyndist torsótt. Kosturinn sem menn sjá við sjálfstæða geng- isskráningu er að geta brugðist við sveiflum sem lenda á þjóðarbúskapnum með geng- isbreytingu frekar en að þurfa að gera það með samdrætti. Verðbólguskrúfa Eftir að hafa um langt skeið búið frekar við of hátt gengi, þá lentu Ís- lendingar í því á áttunda áratugnum að það myndaðist verðbólguskrúfa. Það varð mikil breyting á hagstjórn með vinstristjórninni, sem tók við árið 1971. Hún setti af stað miklar kaup- hækkanir, sem varð til þess að verðlagið hækkaði fljótt. Svo bættust á það bál olíu- verðshækkanir í heiminum og fleira, sem varð til þess að verðbólgan stigmagnaðist, Ferðalag krónunnar 1618 Krónan fæðist árið 1618 og var þá dönsk „krone“, silfurmynt slegin í tíð Kristjáns konungs IV. Fyrsta krónan gilti einn og hálfan spesíudal. 1777 Fyrsti seðillinn kemur út, 1 ríkisdalur, sem er að einhverju leyti íslenskur. Hann er prentaður með auðri bakhlið og var prentað á hana á íslensku: „Þessi banco-seðill gengur fyrir 1 rík- isdal eður níutíu og sex skildinga í danskri courant mynt í Danmörku, Nor- egi og furstadæmunum eins og á Ís- landi.“ 1873-75 Norræna myntsambandið var stofnað á árunum 1873-75. Markmiðið var að Danmörk, Noregur og Svíþjóð, með öll- um sínum nýlendum og útlendum, tækju upp jafnstóra og þunga mynt, en hún bæri sinn konung í hverju landi. Ein króna skyldi vera silfurmynt að ákveð- inni stærð og þyngd, túkall úr silfri, en tíkall og tuttugukall úr gulli. „Þetta gaf Norðurlandabúum traust á myntinni og stöðvaði fyrir fullt og allt málmflóttann,“ segir Anton Holt sagn- fræðingur, myntsafnari og safnstjóri í Seðlabankanum. „Mismikið hafði verið af málmi í myntum á kaupþingum hverrar höfuðborgar og brast því á flótti úr einni kauphöll yfir í aðra. En með myntsambandinu komst stöð- ugleiki í markaðinn.“ 1886 Alíslenskir seðlar fyrir Landssjóð Ís- lands litu fyrst dagsins ljós við opnun Landsbankans í júlí, en voru reyndar prentaðir í Kaupmannahöfn, hannaðir af þýskum listamanni og með danska kónginum. Fram til ársins 1886, þegar Landsbankinn varð fyrsti bankinn hér á landi, þá þurftu kaupmenn sjálfir að út- vega skiptimynt í sínar verslanir. „Þess vegna var alltaf mikil kvörtun í blöðum og gagnvart landsstjórninni út af hörgli á peningum, aðallega skipti- mynt,“ segir Anton. „Og það var viðvar- andi fram á tuttugustu öld. Ef einhver vildi fá dönskum 100 króna seðli skipt, þá gat hann nánast einungis snúið sér til landshöfðingjans eða fógetans. Emb- ættismenn voru hálfgerðir bankar á þeim tíma.“ 1918 Íslendingar notuðu danska krónu fram yfir heimsstyrjöldina fyrri 1914-1918, en ákveðið var að taka upp sjálfstæða mynt þegar Íslendingar fengu fullveldið árið 1918. 1922 „Ég tel 1922 vera raunverulegt fæðing- Íslenska krónan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.