Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 20
20 Ópera
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Til að geta sungið þennanljóðaflokk þarf hann aðásækja þig,“ sagði þýskamessósópransöngkonan
Elena Gerhardt einhverju sinni um
Vetrarferðina, eitt helsta meist-
araverk Franz Schuberts. Í verkinu,
sem samið er við ljóð Wilhelms Müll-
ers, sér inn í opna kviku manns sem
elskar heitt án þess að ást hans sé
endurgoldin. Er hægt að hugsa sér
voðalegra hlutskipti í lífinu? Þrauta-
göngu hans er lýst gegnum allt
tilfinningarófið, frá gleði minning-
anna að örvæntingu höfnunarinnar.
Og órætt afl reynir að vísa honum
veginn gegnum veturinn – skyldi það
vera sjálfur dauðinn?
Jóhann Smári Sævarsson bassa-
söngvari mun spreyta sig á þessum
annálaða ljóðaflokki í leikinni upp-
færslu í Íslensku óperunni í kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 20. Við slaghörp-
una verður Kurt Kopecky en hlut-
verk píanistans þykir síst minna
krefjandi en hlutverk söngvarans.
Jóhann Smári er ekki að glíma við
Vetrarferðina í fyrsta sinn. Hann
frumflutti ljóðaflokkinn í leikinni
sviðsetningu við óperuna í Regens-
burg árið 2004 í leikstjórn Doris
Buske. Sýningin féll strax í frjóa jörð.
„Fyrst ætluðum við bara að hafa eina
sýningu, svo var þeim fjölgað í þrjár
og á endanum urðu sýningarnar
þrettán fyrir fullu húsi. Þetta voru
mjög ánægjulegar viðtökur,“ segir
söngvarinn.
Færir verkið nær áhorfendum
Jóhann Smári kveðst hafa fundið á
fólki að það var hrifið af forminu, ein-
lægninni og nálægðinni. „Venjulega
eru ljóðaflokkar af þessu tagi fluttir
af smókingklæddum söngvara sem
gerir í mesta lagi svona milli laga,“
útskýrir hann og strýkur hönd mjúk-
lega yfir hökuna. „Það að gera þetta í
búningi með leikrænum tilburðum
færir verkið miklu nær áhorfendum.
Eins og það á skilið.“
Um það leyti sem hann frumflutti
Vetrarferðina í Regensburg færði Jó-
hann Smári það í tal við Bjarna Daní-
elsson, þáverandi óperustjóra Ís-
lensku óperunnar, að setja
uppfærsluna upp hér heima líka.
„Hann tók því strax vel og hafði
meira að segja áhuga á því að gera
þetta á íslensku en pabbi hans Bjarna
mun hafa íslenskað textann á sínum
tíma. Ekki gafst þó tími til að hrinda
þessum áformum í framkvæmd þá.
En nú er loksins komið að þessu. Í
grunninn er þetta uppfærslan frá Re-
gensburg en Stefán Baldursson að-
stoðar okkur við útfærsluna.“
Vetrarferðin hefur margoft verið
flutt hérlendis en aldrei áður í leik-
inni sviðssetningu. „Flestar af dekkri
röddunum, bassar og barítonar, hafa
reynt sig við þennan flokk enda er
hann eitt af meistaraverkum tónbók-
menntanna.“
Byrjaði smátt
Jóhann Smári hefur staðið á óp-
erusviðum víðsvegar um Evrópu í
sautján ár. Fyrir þrettán árum skrif-
aði hann undir samning við eitt fræg-
asta óperuhús álfunnar, Kölnaróper-
una. „Ég byrjaði smátt, eins og
gengur. Á ég að syngja fyrsta hlut-
verkið mitt fyrir þig?“
Ha, segi ég undrandi.
Jóhann Smári syngur þá eina setn-
ingu, þrjú orð. „Þetta var fyrsta hlut-
verkið,“ segir hann og glottir. „Og
fyrst ég er byrjaður get ég alveg tek-
ið annað hlutverkið líka.“
Hann syngur eilítið lengri setn-
ingu. „Þetta krafðist ekki mikils und-
irbúnings,“ segir hann hlæjandi.
Fljótlega var honum þó treyst fyrir
stærri hlutverkum, svo sem Kóng-
inum í Aïdu og Don Alfonso í Cosi fan
tutte. Hin síðari ár hefur Jóhann
Smári einkum sungið aðalhlutverk í
hinum ýmsu óperum við hús í Þýska-
landi, Austurríki, Englandi og víðar.
Alls á hann að baki um fimmtíu hlut-
verk, þeirra á meðal Filippo II í Don
Carlo, Baron Ochs í Rósariddaranum
og Sarasto í Töfraflautunni.
„Ég hef verið ákaflega heppinn.
Hef þegar náð því að syngja svo til öll
draumahlutverkin á sviði.“
Jóhann Smári bjó hér heima um
tíma í upphafi aldarinnar en und-
anfarin ár hefur hann búið í Regens-
burg í Þýskalandi. Mikil breyting
varð á hans högum fyrir fjórum árum
þegar hann skildi við eiginkonu sína
sem í kjölfarið flutti heim til Íslands
með börn þeirra tvö. „Upp frá því fór
ég að hugsa minn gang. Endurskoða
forgangsröðina. Á tímabili fór hver
einasta evra hjá mér í að fljúga heim
til barnanna eða fá þau út til mín. Ég
saknaði barnanna mjög mikið. Mér
varð því ljóst að fyrr en síðar vildi ég
snúa heim til Íslands.“
Verða bæði föðurbetrungar
Sjaldan fellur eplið langt frá eik-
inni segir máltækið og ekki kemur á
óvart að bæði börn Jóhanns Smára,
Sævar Helgi, fjórtán ára, og Gunn-
hildur Ólöf, tíu ára, séu á bólakafi í
söng. „Sævar Helgi á eftir að slá mér
við. Hann er þegar vaxinn mér yfir
höfuð, með ennþá dýpri rödd og
syngur eins og engill. Gunnhildur
syngur líka mjög vel og er m.a. að
syngja inn á sína fyrstu geislaplötu
með barnakórnum Gospelgleði í
Keflavík. Það er ljóst að þau verða
bæði föðurbetrungar.“
Pabbinn hefur þó ekki ýtt þeim út í
sönginn. „Þvert á móti. Ég hef gegn-
um árin reynt að sannfæra þau um
annað, svo sem að gerast banka-
starfsmenn eða arkitektar. Í ljósi síð-
ustu tíðinda í þjóðfélaginu hef ég hins
vegar skipt um skoðun. Söngurinn er
fínn,“ segir hann hlæjandi.
Jóhann Smári segir þá staðreynd
Að gleyma áhygg
Jóhann Smári Sæv-
arsson bassasöngvari
ræðst ekki á garðinn
þar sem hann er lægst-
ur í Íslensku óperunni í
kvöld, glímir við sjálfa
Vetrarferðina eftir
Schubert. Sjálfur er
söngvarinn nýfluttur til
landsins frá Þýskalandi
og stóð í þeirri mein-
ingu að hann væri að
koma heim í góðærið.
Það fór á annan veg.
Engan bilbug er þó á
honum að finna enda
blómstrar listin aldrei
betur en í kreppu.
Morgunblaðið/Ómar
Unnustan Jóhann Smári ásamt unnustu sinni, Jelenu Raschke, sem flutti með honum frá Þýskalandi í „góðærið“ á
Íslandi. Jelena er talmeinafræðingur og talar fimm tungumál. Íslenskan er á góðri leið með að verða það sjötta.
‘‘VINIR MÍNIR HAFA VER-IÐ AÐ BYGGJA VIÐ HÚS-IN SÍN Á UNDANFÖRN-UM ÁRUM OG KAUPA
SÉR JEPPA. ÉG SÁ
ÞETTA Í HILLINGUM.
Jóhann Smári Sævarsson hefur fundið lausnina á
efnahagsörðugleikum þjóðarinnar – Feng shui.
„Ég hafði ekki mikla trú á þessu í fyrstu en þetta
svínvirkar. Ég get fullvissað menn um það,“ segir
hann dularfullur á svip.
„Þannig er mál með vexti að ég fór að ráðlegg-
ingum Feng shui og kom málmskál með smámynt
fyrir í suðausturhorninu á húsinu mínu. Tekið var
fram að hornið yrði að vera hreint og fínt. Skemmst
er frá því að segja að eftir að ég gerði þetta fór allt
að ganga að óskum. Bæði í fjármálum og öðru.“
Síðan þurfti Jóhann Smári að færa skálina milli
herbergja vegna framkvæmda. „Það skipti engum
togum að allt fór að fara úrskeiðis. Ég fór að fá
rukkanir vegna hluta sem ég hafði ekki pantað, hlut-
ir fóru að bila og um tíma leit út fyrir að hætta
þyrfti við jólatónleikana sem ég átti að syngja á fyr-
ir norðan. Þá uppgötvaði ég að skálin var í röngu
herbergi og rauk auðvitað með hana aftur á sinn
stað.“
Það var eins og við manninn mælt. „Allt fór að
ganga vel á ný, samningurinn vegna tónleikanna
datt inn um lúguna og þar fram eftir götunum. Ég
voga mér ekki að færa skálina aftur.“
Bassasöngvarinn er sannfærður um að þetta geti
virkað hjá fleirum. „Ég hvet þjóðina til að láta á
þetta reyna. Hverju hafa menn að tapa? Og bless-
aður láttu Davíð og Geir vita af þessu líka, þetta er
mun ódýrari og skynsamlegri leið en lán frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum.“
Lausn á fjármálakreppunni