Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 29

Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 A T A R N A Á INGÓLFSTORGI mánudaginn 24. nóvember kl. 16.30 VERJUM VELFERÐINA Launþegar! Í efnahagserfiðleikum verður almenningur að geta treyst á öflugt velferðarkerfi. Látum ekki eyðileggja grunnþjónustu samfélagsins. Verjum velferðina. Fjölmennum öll á útifund BSRB, Öryrkjabandalags Íslands, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Félags eldri borgara í Reykjavík. Útifundur STARFSMANNAFÉLAG REYKJAVÍKURBORGAR PÓSTMANNAFÉLAG ÍSLANDS „Ég þurfti að vinna fyrir mér og skapa mér tækifæri. En mér tókst það! Ekki sitja og bíða eftir að tækifærin komi upp í hendurnar á þér. Gríptu þau og nýttu þau!“ Svo mælti C.J. Walker, fyrsta blökkukonan í Bandaríkjunum sem náði því að verða milljónamæringur árið 1914. Líf hennar hafði ekki alltaf verið dans á rósum og þaðan af síður tilbreytingarlaust. Hún fæddist 23. desember 1887 í Delta, Louisiana, fékk nafnið Sarah, og var dóttir fyrrverandi þræla, sem síðan unnu sem landbúnaðarverka- menn, en létust þegar Sarah var barn að aldri. Sjö ára fluttist hún til systur sinnar og eiginmanns hennar, en strauk þaðan eftir að hafa sætt misnotkun af hans hálfu. Hún var aðeins fjórtán ára þegar hún giftist Moses McWilliams, sem var myrtur í kynþáttaóeirðum tveimur árum eftir að þeim fæddist dóttirin Leilia 1885. Lán í óláni Eftir þann harmleik fluttust mæðgurnar til St. Louis, Missouri, þar sem Sarah þrælaði sér út við eldamennsku og þrif. Stritið tók sinn toll því smám saman fór hárlos að hrjá hana í svo miklum mæli að hún gat ekki á heilli sér tekið. Alls konar hármeðul höfðu ekki dugað hót, þegar Sarah varð fyrir því láni í óláninu að hana dreymdi draum, sem átti eftir að breyta lífi hennar: „Stór svartur maður birtist mér og sagði mér hvaða efnum ég ætti að blanda saman og nota í hárið. Sum hjálparmeðulin eru ræktuð í Afríku, en ég sendi eftir þeim, lét þau í hárið, og eftir nokkrar vikur óx það hraðar en það hafði dottið af,“ sagði Madame C.J. Walker, eins og hún kallaði sig eftir að hún giftist Charles Joseph Walker, blaðamanni og snjöllum markaðs- manni. Þau kynntust þegar Sarah var nýflutt til mágkonu sinnar í Denver, Colorado, með aðeins tvo dollara í vasanum. Þar vann hún sem kokkur, en framleiddi hársnyrtivörur í hjá- verkum samkvæmt formúlunni sem sá stóri hafði laumað að henni í draumi og hún hafði prófað á vin- um sínum. Hún hafði líka veitt því athygli að engar slíkar voru á markaðnum fyrir krullað hár blökkufólks og sá sér því ekkert að vanbúnaði að stofna ásamt manni sínum framleiðslufyrirtækið C.J. Walker. Hús úr húsi Þau settu auglýsingar í dagblöð fyrir blökkumenn um öll Bandarík- in, en gátu ekki komið sér almenni- lega saman um hvort og hvernig fyrirtækið ætti að færa út kvíarnar. Frúin var meira stórhuga og skildi við mann sinn því hún vildi helga fyrirtækinu krafta sína óskipta. Eftir þrotlausa vinnu, sem m.a. fólst í að ganga hús úr húsi og bjóða vöruna til sölu, vænkaðist hagurinn töluvert og dóttir hennar kom inn í reksturinn sem fram- kvæmdastjóri. Hún fór í söluferðir um landið þvert og endilangt, markaðssetti vörurnar á nýjan hátt og réð konur fremur en karla til starfa í fyrirtækinu. Árið 1910 voru hársnyrtivörur C.J. Walker seldar í eitt þúsund verslunum og sama ár flutti hún höfuðstöðvarnar til Indianapolis. Afurðirnar voru allt frá hárnæringu til andlitskrema og sérhannaðrar greiðu til að slétta hrokkið hár. C.J. Walker lést 25. maí 1919, fimm árum eftir að hún varð fyrst blökkukvenna til að verða millj- ónamæringur í Bandaríkjunum. Allt vegna hugmyndar sem birtist henni í draumi. Dreymi ykkur vel! Frá örbirgð til auðæfa Milljónamæringur Madame C.J. Walker hagnaðist á að framleiða hár- snyrtivörur fyrir blökkufólk. @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.