Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 31

Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 31
Litríkt Girnilegt hlaðborð Móður náttúru. fjölmiðlungum í stutta, skemmtilega og hnitmiðaða ferð til Íslands, og leiða þá um landið, í heimsókn til listamanna og jafnvel inn á heimili fólks til að ná fram persónulegum tengslum. Þeir þurfa að hafa nóg fyrir stafni og þeir þurfa að fá að upplifa menninguna, náttúruna og matinn okkar á jákvæðan hátt, njóta góðra hótela og ekki skemmir það fyrir að þeir fái svo smá nasasjón af því að upplifa sig í hálfgerðum lífs- háska án þess þó að vera það svo þeir geti kryddað sögurnar sínar pínulítið þegar heim er komið,“ segir Ólafur og bætir við að helsta hindr- unin, sem við sé að etja í markaðs- starfi lítillar eyju, sé kostnaðurinn. Það kosti auðvitað sitt fyrir lítið þrjú hundruð þúsund manna samfélag að markaðssetja sig í þrjú hundruð milljóna manna samfélagi í risastóru landi á borð við Norður-Ameríku. „Ég hef aftur á móti þá trú að við eigum að nýta okkur þá menningu, sem íslenska þjóðarsálin býr yfir, í vaxandi mæli enda eigum við frá- bæra listamenn, sem eru tilbúnir að leggja lóð á vogarskálar í markaðs- starfi ferðaþjónustunnar. Menntaðir Bandaríkjamenn hafa verið mjög meðvitaðir um að við eigum hveri, fjöll, jökla, vötn, hvali og fallega náttúru og nú er menningin í vax- andi mæli farin að toga hingað til lands nýjan hóp ferðamanna. Gott dæmi um þetta er hið frábæra tón- leikaverkefni Iceland Airwaves, sem hefur verið gott innlegg í íslenska ferðaþjónustu,“ segir Ólafur og þeir bræður Tolli og Bubbi bæta við að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að taka þátt í góðum landkynningar- verkefnum. „Listir snúast einfald- lega um samskipti og upplýsingar og þegar vel er að málum staðið er mað- ur alveg tilbúinn til þátttöku. Það er hið besta mál,“ segir Tolli. Menningarlegt umhverfi Listamaðurinn Tolli býður bandaríska blaðamenn velkomna á vinnustofu sína.                   % # " % "& ' ( )* "  $ + &,  " - " .  " /#&   " 0&  +12 3 $ ,   +4546+                                    31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Ársfundur Listaháskóli Íslands boðar til ársfundar mánudaginn 24. nóvember kl.16:30. Fundurinn verður haldinn í tónlistarsal skólans við Sölvhólsgötu, gengið inn frá horni Skúlagötu og Klapparstígs. Á fundinum kynna stjórnendur skólans starfsemi hans og rekstur. Fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn. 2008 Stjórn Listaháskóla Íslands Listaháskólans Smalabaka Kartöflumúsin 3 dl mjólk 1 msk smjör 1/2 kg soðnar kartöflur, stappaðar 150 gr rifinn ostur smá salt hvítur pipar Hitið mjólk, smjör og krydd saman í potti. Hrærið saman við kart- öflurnar og bætið rifn- um osti út í. Rauða sósan 1 bolli grænar linsur og 2 bollar vatn, soðið í 30 mín. ½ dl olía 1 stór laukur, saxaður 2 hvítlauksrif, fínt skorin 2 msk tómatpuré 300 g niðursoðnir tómatar 1 msk oregano ½ msk rósmarín 1 tsk paprikuduft 150 g gulrætur í bitum 150 g sætar kartöflur í bitum 200 g blómkál í bitum ½ bolli steinselja ½ msk grænmetiskraftur 1 msk hlynsýróp Hitið olíu í potti og steikið laukinn í um 10 mín. Bætið út í tómötum, kryddi, sætum kartöflum og gulrótum, lát- ið malla í um 30 mín. Að lokum er blómkáli, soðnum lins- um, steinselju, grænmetiskrafti og hlynsýrópi bætt útí og látið malla í 10 mín í viðbót. Rauða sósan er sett í eldfast mót og kartöflumúsin sett yfir. Bakað við 180° í 20 mín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.