Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 31
Litríkt Girnilegt hlaðborð Móður náttúru. fjölmiðlungum í stutta, skemmtilega og hnitmiðaða ferð til Íslands, og leiða þá um landið, í heimsókn til listamanna og jafnvel inn á heimili fólks til að ná fram persónulegum tengslum. Þeir þurfa að hafa nóg fyrir stafni og þeir þurfa að fá að upplifa menninguna, náttúruna og matinn okkar á jákvæðan hátt, njóta góðra hótela og ekki skemmir það fyrir að þeir fái svo smá nasasjón af því að upplifa sig í hálfgerðum lífs- háska án þess þó að vera það svo þeir geti kryddað sögurnar sínar pínulítið þegar heim er komið,“ segir Ólafur og bætir við að helsta hindr- unin, sem við sé að etja í markaðs- starfi lítillar eyju, sé kostnaðurinn. Það kosti auðvitað sitt fyrir lítið þrjú hundruð þúsund manna samfélag að markaðssetja sig í þrjú hundruð milljóna manna samfélagi í risastóru landi á borð við Norður-Ameríku. „Ég hef aftur á móti þá trú að við eigum að nýta okkur þá menningu, sem íslenska þjóðarsálin býr yfir, í vaxandi mæli enda eigum við frá- bæra listamenn, sem eru tilbúnir að leggja lóð á vogarskálar í markaðs- starfi ferðaþjónustunnar. Menntaðir Bandaríkjamenn hafa verið mjög meðvitaðir um að við eigum hveri, fjöll, jökla, vötn, hvali og fallega náttúru og nú er menningin í vax- andi mæli farin að toga hingað til lands nýjan hóp ferðamanna. Gott dæmi um þetta er hið frábæra tón- leikaverkefni Iceland Airwaves, sem hefur verið gott innlegg í íslenska ferðaþjónustu,“ segir Ólafur og þeir bræður Tolli og Bubbi bæta við að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að taka þátt í góðum landkynningar- verkefnum. „Listir snúast einfald- lega um samskipti og upplýsingar og þegar vel er að málum staðið er mað- ur alveg tilbúinn til þátttöku. Það er hið besta mál,“ segir Tolli. Menningarlegt umhverfi Listamaðurinn Tolli býður bandaríska blaðamenn velkomna á vinnustofu sína.                   % # " % "& ' ( )* "  $ + &,  " - " .  " /#&   " 0&  +12 3 $ ,   +4546+                                    31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Ársfundur Listaháskóli Íslands boðar til ársfundar mánudaginn 24. nóvember kl.16:30. Fundurinn verður haldinn í tónlistarsal skólans við Sölvhólsgötu, gengið inn frá horni Skúlagötu og Klapparstígs. Á fundinum kynna stjórnendur skólans starfsemi hans og rekstur. Fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn. 2008 Stjórn Listaháskóla Íslands Listaháskólans Smalabaka Kartöflumúsin 3 dl mjólk 1 msk smjör 1/2 kg soðnar kartöflur, stappaðar 150 gr rifinn ostur smá salt hvítur pipar Hitið mjólk, smjör og krydd saman í potti. Hrærið saman við kart- öflurnar og bætið rifn- um osti út í. Rauða sósan 1 bolli grænar linsur og 2 bollar vatn, soðið í 30 mín. ½ dl olía 1 stór laukur, saxaður 2 hvítlauksrif, fínt skorin 2 msk tómatpuré 300 g niðursoðnir tómatar 1 msk oregano ½ msk rósmarín 1 tsk paprikuduft 150 g gulrætur í bitum 150 g sætar kartöflur í bitum 200 g blómkál í bitum ½ bolli steinselja ½ msk grænmetiskraftur 1 msk hlynsýróp Hitið olíu í potti og steikið laukinn í um 10 mín. Bætið út í tómötum, kryddi, sætum kartöflum og gulrótum, lát- ið malla í um 30 mín. Að lokum er blómkáli, soðnum lins- um, steinselju, grænmetiskrafti og hlynsýrópi bætt útí og látið malla í 10 mín í viðbót. Rauða sósan er sett í eldfast mót og kartöflumúsin sett yfir. Bakað við 180° í 20 mín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.