Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 23. nóvember 1954 komst í sögu- bækurnar í viðskiptalífinu, því þá náði Dow Jones-hlutabréfa- vísitalan í fyrsta sinn að klifra upp fyrir það mark sem hún náði rétt fyrir efnahagshrunið mikla árið 1929. Vísitalan var fyrst birt árið 1896 og þá miðaðist hún við gengi tólf öflugra, bandarískra fyrirtækja. Þetta voru olíu-, gas- og önnur orkufyrirtæki, sem og mat- vælaframleiðendur og stórfyr- irtæki í iðnaði. Vísitalan var 40,94 stig og var fundin með því að leggja saman virði bréfa í fyr- irtækjunum tólf og deila í með fjölda bréfanna. Vísitalan stóð í 381,17 stigum í september 1929, áður en allt hrundi. Og það tók 25 ár að ná sömu hæðum á ný. Á ÞESSUM DEGI 23. NÓVEMBER 1954 „Heilsuborgir eru bara byrjunin. Markmið okkar er að skapa heilsusamlegt England,“ sagði Al- an Johnson, heilbrigðisráðherra Bretlands, þegar verkefninu Heilsuborgir var hleypt af stokk- unum. Markmiðið er að berjast gegn offitu, sem helst ógnar heilsu manna um þessar mundir. Því er framtakið talið mikil áskorun fyrir „heilsuborgirnar“ níu, sem þátt taka í verkefninu í byrjun. Annars vegar er um að ræða borgarhluta eins og Tower Ham- lets í London og Thetford í Nor- folk og hins vegar borgirnar Dud- ley, Halifax, Sheffield, Middlesbrough, Manchester, Tew- kesbury og Portmouth, sem deila með sér 30 milljónum punda til að fylgja hver sinni áætlun eftir. Áherslurnar eru mismunandi. Þær felast til að mynda í að breyta almenningsgörðum í sér- stök heilsusvæði fyrir fjölskyldur, hvetja fólk til að rækta eigið grænmeti og ávexti, einnig til að hjóla meira og er meiningin jafn- framt að bjóða upp á aðstoð við að viðhalda hjólunum, verðlaun fyrir líkamsrækt og til handa fyr- irtækjum, sem selja heilsufæði, og gera borgirnar þannig að fólk fetti ekki fingur út í þótt mæður gefi börnum brjóst á almannafæri. Allar borgirnar/svæðin hafa komið fram með hver sína að- gerðaáætlun gegn offitu, sem í stórum dráttum ganga út á hjól- reiðar, göngur, heilsufæði og græn svæði. Ekki fylgir sögunni hvort boðið verði upp á árskort í ræktina – sem væri til fyrirmyndar og eft- irbreytni. AP Offita mesta heilsuváin Helstu vopnin gegn vaxandi offitu fólks er aukin hreyfing og hollt mataræði. Betri heilsa í boði hins opinbera Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.