Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 34
Sigling með stærsta skemmtiferðaskipi heims fyrir tvo í
Karíbahafinu. Skipið er hið fljótandi 5 stjörnu lúxushótel,
„Freedom of the Seas“. Fararstjóri verður Lilja Jónsdóttir.
Frá 24. apríl – 6. maí 2009
Moggaklúbburinn er nýjung fyrir áskrifendur Morgunblaðs-
ins. Félagar í Moggaklúbbnum njóta margskonar fríðinda
og ávinnings. Í hverjum mánuði fá áskrifendur frábær til-
boð um margskonar vörur, þjónustu og afþreyingu á mjög
hagkvæmum kjörum auk
þess sem dreginn er út
glæsilegur ferðavinningur.
Með Moggaklúbbnum
í Karíbahafið
– meira fyrir áskrifendur
Nóvembervinningur:
Skemmtisigling í Karíbahafinu fyrir tvo að verðmæti 699.768 kr.
Innifalið í verði ferðar:
• Flug til og frá Orlando
• Gisting á hótel Florida Mall í 2 nætur
• Gisting á hótel Embassy Suites í 3 nætur
• Skemmtisigling í 7 nætur með fullu fæði og afþreyingu
• Þjórfé um borð í skipinu
• Allar ferðir milli flugvalla, hótela og skips
Ekki innifalið:
• Skoðunarferðir á áfangastöðum skipsins
Moggaklúbburinn
Allir skráðir áskrifendur eru
félagar í Moggaklúbbnum og
njóta þar með tilboða um góð
kjör á ýmiss konar afþreyingu;
bíómiðum, listviðburðum,
bókum og hljómdiskum,
auk þess sem dreginn er út
glæsilegur ferðavinningur
mánaðarlega.Fáðu þér áskrift ámbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
7
3
3
6
mbl.is/moggaklubburinn
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Fögnuður Ástralska leikkonan Nicole Kidman réð sér
vart fyrir fögnuði þegar hún fékk stjörnu árið 2001.
Hugmyndasmiður og hönnuður Frægðarstígsinssvokallaða, eða Walk of Fame, í Hollywood erOliver Weismuller, listamaður frá Suður-Kaliforníu. Los Angeles-borg réði hann til að
fegra ásjónu Hollywood árið 1953 og var stígurinn frægi
liður í þeirri áætlun. Hafist var handa fimm árum síðar og
þótt hann væri aðeins brot af þeirri andlitslyftingu, sem
Weismuller var ætlað að gera á þessum borgarhluta
næstu árin, er hann tvímælalaust sú frægasta – eins og
vera ber.
Hugmyndin gekk út á að greypa 2.500 fimm arma
stjörnur í gangstéttar beggja vegna Hollywood-
breiðstrætis, frá Gower til La Brea, og einnig beggja
vegna Vine-strætis, frá Yucca til Sunset-breiðstrætis.
Stjörnurnar eru úr bleikum marmara með gylltum könt-
um og í þær var meiningin að greypa nöfn þeirra sem við-
skiptaráð Hollywood vildi heiðra fyrir framlag sitt til
skemmtanaiðnaðarins jafnt í kvikmyndum, útvarpi og
sjónvarpi sem og tónlist. „Virðingarvottur við
þá, sem lagt hafa hönd á plóg til að gera
Hollywood að „landi draumanna“,“ sagði
Weismuller.
Fyrsta stjarnan
Sextán mánuði tók að fullgera verkið
og var þá ekkert að vanbúnaði að heiðra
fyrstu stjörnuna. Leikkonan Joanne Wo-
odward þótti vel að heiðrinum komin og
var nafn hennar greypt í stjörnu við hátíðlega
athöfn 9. febrúar 1960. Stjörnugjöfin var býsna
rífleg næstu tvö árin, hátt í sextán hundruð manns
fengu sína stjörnu, en þá var ákveðið að heiðra að hámarki
tvo á ári. Árið 1994 voru útfylltar stjörnur orðnar ríflega
2.000 og var þá ákveðið að bæta við fleiri stjörnum. Enn
eru því tiltækar stjörnur fyrir margar framtíðarstjörnur
draumaverksmiðjunnar. Þær þurfa þó ekki endilega að
vera af holdi og blóði, enda hafa þegar nokkrar teikni-
myndahetjur kvikmyndanna verið heiðraðar með þessum
hætti, t.d. sú frægasta allra tíma, Mikki mús, á fimmtugs-
afmæli sínu, 18. nóvember 1978 – sama ár og borg-
arstjórnin lýsti frægðarstíginn opinbert menningar-
Stjörnur í
Stjarna númer 2.243 Britney Spears varð annar yngsti
söngvarinn til að fá stjörnu 2003, aðeins 21 árs.
Re
ute
rs
Öldungur Mikki mús, sem fagnaði áttræðisafmæli sínu
nýverið, fékk stjörnu þegar hann varð fimmtugur, 18.
nóvember 1978, fyrstur teiknimyndahetja.
sögulegt kennileiti. Sem er rökrétt ákvörðun í ljósi þess
að stígurinn var frá upphafi stolt borgarbúa og helsta að-
dráttarafl ferðamanna.
Frægðarljóminn
Sögusjóður Hollywood hefur umsjón með frægð-
arstígnum, sem sagður er jafnt minnisvarði fortíðar sem
nútíðar. Að eiga sér þar sína eigin stjörnu þykir álíka eft-
irsóknarvert og að hreppa Óskarinn eða Emmy-, Golden
Globe- og BAFTA-verðlaunin og mikið er um dýrðir í
hvert sinn sem nýtt nafn bætist í
stjörnufansinn. Auk nafns
heiðurshafans er greypt í
stjörnurnar tákn þess sem