Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 38

Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 38
ANNA Sigga Lúðvíksdóttir hefur nám í heilbrigðisverkfræði í Há- skólanum í Reykjavík á vorönn. Anna Sigga, sem er 25 ára, klárar frumgreinadeildina um áramótin en hún hóf nám í deildinni haustið 2007. Hún er á svoköll- uðum forsetalista skól- ans, sem þýðir að hún er á meðal bestu nemenda hans. Hún er ennfremur með sveinspróf í hár- snyrtiiðn en það fékk hún árið 2003. Spurð af hverju hún hafi áhuga á heilbrigð- isverkfræði segist hún hafa sérstakan áhuga á hönnun gervilima og -líffæra. „Mig langaði Gott að þurfa ekki að taka hlé Morgunblaðið/Kristinn líka alltaf í meira nám en hafði beð- ið með það. Svo sá ég námið hjá HR, grunnnám fyr- ir þá sem eru ekki með stúdentspróf, og ákvað að skella mér. Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt,“ segir hún. Anna Sigga er mjög fegin að geta hafið háskólanámið um áramótin. „Það verður ekki mikla vinnu að fá eftir áramót og því kom sér rosalega vel að þurfa ekki að taka hlé á námi heldur geta haldið beint áfram. Ég veit að þetta kemur sér ‘‘VIÐ KOMUM ÚRSTERKU NÁMIEFTIR FIMM ÁRÞEGAR ÞETTA VERÐUR ALLT LIÐIÐ HJÁ mjög vel fyrir alla þá sem eru að klára frumgreinadeildina núna. Ég held að flestir sem eru að klára fari í annaðhvort tækni- eða verkfræði um áramótin.“ Nemendum HR sem byrja í verkfræði á vorönn býðst að fara í sumarskóla. „Við ættum því að geta byrjað á öðru ári í haust.“ Hún kvíðir ekki framtíðinni. „Við komum úr sterku námi eftir fimm ár þegar þetta verður allt liðið hjá!“ Anna Sigga Hún hefur nám í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykja- vík á vorönn og hefur mestan áhuga á hönnun gervilima og -líffæra. 38 Nám MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is H áskólarnir gera hvað þeir geta til að koma til móts við þá sem vilja nota tækifærið í erfiðri stöðu á vinnumarkaði og bæta við sig námi, sem og þá ís- lensku námsmenn erlendis sem vilja halda áfram námi sínu hérna heima. Til viðbótar við þá sem fara af vinnu- markaðnum í skóla vegna atvinnu- leysis eða til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði er líka algengt að út- skrifaðir nemendur úr grunnnámi fari beint í framhaldsnám, þar sem þeir búast ekki við því að fá störf við sitt hæfi. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir um fjölda nemenda í háskólanámi á vorönn 2009 þar sem umsókn- arfrestur er ekki liðinn en vissulega má búast við fjölgun nemenda í há- skólum landsins. Háskóli Íslands tekur við umsókn- um í bæði grunn- og framhaldsnám til 15. desember. Af þessu tilefni hef- ur verið opnaður sérstakur vefur, sem ætlaður er fyrir þennan hóp, saman.hi.is. Rétt er að taka fram að umsókn felur ekki í sér sjálfkrafa að- gang en nauðsynlegt er að tryggja hag þeirra nemenda sem þegar eru í námi við skólann. „Það er gífurlega mikið spurt og mikið sótt um,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, sem sér fram á fjölgun nemenda við skólann. „Við reiknum með að ný- nemar um áramótin verði vel á ann- að þúsund,“ segir hún og er það tölu- verð fjölgun. Ennfremur má benda á að Náms- og starfsráðgjöf HÍ veitir margs- konar stuðning og þjónustu eins og áhugasviðspróf og ráðgjöf um náms- val, úrræði vegna fötlunar eða höml- unar sem og starfsráðgjöf. Mikilvægi rannsókna „Við lítum svo á að árangur í rann- sóknum sé mikilvæg forsenda ný- sköpunar og kveikjan að einkaleyf- um og stofnun sprotafyrirtækja,“ segir Kristín. „Starfsfólk okkar er skráð fyrir 85 einkaleyfum í dag. Við teljum mjög mikilvægt að við höld- um þessari áherslu sem hefur verið á vísindi innan skólans sem forsendu nýsköpunar. Við leggjum meiri áherslu en áður á nýsköpunarverk- efni á öllum sviðum skólans, ekki síð- ur í hug- og félagsvísindum en raun- og heilbrigðisvísindum.“ Markmiðið er að skólinn geti ungað út hug- myndum, verkefnum og sprotafyr- irtækjum, sem verði nýr þáttur í at- vinnulífinu. Kristín bendir á að skólinn hafi aukið framboð á opnun fyrirlestrum, málþingum og umræðufundum. „Þúsundir koma vikulega í skólann til að taka þátt í viðburðum af ýmsu tagi.“ HÍ stefnir að því að auka sam- starfið við atvinnulífið. „Við höfum haft frumkvæði að skapandi sam- starfi við íslensk fyrirtæki og ræðum líka við aðra háskóla um aukna sam- vinnu.“ Meira staðnám á Bifröst Háskólinn á Bifröst tekur nú inn nýnema á vorönn í fyrsta skipti en umsóknarfrestur er til 10. desem- ber. „Í október opnuðum við einnig fyrir nám í frumgreinadeild. Þetta var þegar Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu um að nú þyrftum við öll að bregðast við,“ svarar Kristín Ólafsdóttir, markaðs- stjóri skólans. „Við erum líka að taka inn í allar deildir skólans um áramótin en við höfum aldrei gert það áður. Við bjóðum upp á fleiri kúrsa í staðnámi eins og meist- aranám í alþjóðaviðskiptum, lögum, menningarstjórnun og Evr- ópufræðum,“ segir hún en hingað til hefur þetta nám byggst meira á fjar- námi og alltaf byrjað að sumri til. „Viðtökurnar hafa verið sér- staklega góðar,“ segir hún og bætir við að margir sæki einnig um sí- menntunarnámskeið en m.a. er boð- ið upp á námskeiðin Máttur kvenna og Rekstur smærri fyrirtækja. Um- sóknirnar dreifast nokkuð jafnt á deildir, segir Kristín, sem hefur orð- ið vör við að gamlir Bifrestingar sæki nú í framhaldsnám við skólann. „Svo má búast við enn frekari að- sókn í skólana í haust,“ ályktar hún. Ágúst Einarsson, rektor Háskól- ans á Bifröst, bendir einnig á að sett hafi verið á stofn fjármálaráðgjöf innan skólans með sérhæfðum ráð- gjafa fyrir nemendur og starfsfólk. Ennfremur er verið að skoða marg- ar viðskiptahugmyndir sem hafa vaknað á undanförnum misserum innan skólans til að setja þær í frek- ari farveg nýsköpunar og frum- kvöðlastarfs. Sérhæfður og sérstakur Hólaskóli - Háskólinn á Hólum hefur opnað fyrir skráningu ný- nema, sem myndu hefja nám um áramót. Frestur til að sækja um skólavist rennur út 10. desember og er opið fyrir umsóknir í allt nám nema í hesta- fræðideild en þar reyndist ekki unnt að bæta við nem- endum fyrr en á næsta skólaári. „Við erum mjög sérhæfður og frekar lítill skóli. Okkar sérhæfing er á sviðum sem eru mjög gjaldeyr- isskapandi eins og ferðamálafræði og fiskeldi, sem er auðvitað nátengt matvælaframleiðslu,“ segir Skúli sem segir skólann m.a. skapa tæki- færi til rannsókna og nýsköpunar í matvælaiðnaði og ýmiss konar menningartengdri ferðaþjónustu, til dæmis tengdri hestamennsku. Skólinn er ennfremur með áætl- anir um byggja um styttri diplóma- námsleiðir og að efla það meist- aranám sem hann býður upp á. Háskóli fólksins Annar skóli fyrir norðan, Háskól- inn á Akureyri, tekur einnig við um- sóknum um innritun í nám á vor- misseri í meira mæli en áður. Umsóknarfrestur um bæði grunn- nám og nám á meistarastigi er til 1. desember. Myndaður hefur verið starfshópur innan HA um velferð og nýsköpun. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, rektors skólans, hafa þegar komið fram góðar hugmyndir jafnt á sviði velferðar og ný- sköpunar sem nú er unnið úr. Þar á meðal er verk- efnið Há- skóli fólksins en það á að stuðla að því að sérfræðingar HA séu að- gengilegir almenningi til ráðgjafar og fræðslu. Áætlað er að vefur þessu tengdur verði opnaður í næstu viku. Ennfremur hefur skólinn ásamt Vinnumálastofnun Norðurlands eystra lýst yfir vilja um samstarf um ráðningu allt að 5-10 háskólamennt- aðra einstaklinga, sem eru án at- vinnu og hafa skráð sig á atvinnu- leysisskrá. Um verður að ræða tímabundið hlutastarf við rannsókn- arvinnu á vegum háskólans. Ráðið verður í störf sem skapast innan HA í tengslum við rannsóknarverkefni sem háskólakennarar hafa umsjón með. Atvinnusmiðja á Hvanneyri Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri, segir að starfsfólk hafi fengið fjölda fyrirspurna um námið. „Í kjöl- farið ákváðum við að opna fyrir um- sóknir á vormisseri en það höfum við aldrei gert áður. Við vildum opna skólann eins og hægt er til að bregð- ast við aðstæðum. Það er opið fyrir nám við allar námsbrautir með fyr- irvara um að þetta sé hafið nám,“ segir hann og bætir við að það þurfi að leysa úr ýmsum vandamálum hvað varðar aðfararkúrsa og fleira slíkt. „Reyndar tókum við inn fólk fyrr í haust sem sóttist eftir að kom- ast að eftir að önnin var hafin,“ segir hann og bendir á að við skólann sé ennfremur öflug endurmennt- unardeild og líka sé hægt að taka einstök námskeið. LbhÍ fer enn- fremur af Nám er besta Háskólar landsins hafa brugðist við kreppunni með sveigjanleika og sprota- hugsun, með því að opna fyrir umsóknir í meira nám en áður hefur tíðkast á vorönn og lengja umsóknarfrest enda streymir fólk í nám. Áherslan er á rannsóknir og nýsköpun og búast má við aukinni samvinnu háskólanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.